Tíminn - 21.01.1989, Side 11

Tíminn - 21.01.1989, Side 11
Laugardagur 21. janúar 1989 Tíminn 23 FRÉTTAYFIRLIT HONOLULU - Ferdinand Marcos, fyrrum forseti Filipps- eyja, er nú aö dauöa kominn og getur látist á hverri stundu. OLONGAPO - Tugir þús- unda hafnarverkamanna, eig- enda smáverslana og bar- stúlkna héldu í göngu til stuön- ings herstöðvum Bandarikja- manna á eyjunum og stöðvaöi friðargöngu er mótmælti veru Bandaríkjamanna á eyjunum. BEIRÚT - Nú hefur Bretinn Terry White sem starfaði fyrir kirkjuna í hinu stríðshrjáða landi Líbanon verið í haldi mannræningja í tvö ár. Ekkert bendir til þess að hann muni losna í bráð þrátt fyrir bænir kirkjumanna og fjölda annarra. PRAG - Tékknesk yfirvöld saka aðildarríki NATO um að hafa komið af stað mótmæla- öldu þeirri er riðið hefur yfir Prag síðustu viku. Öryggis- sveitir lögreglu hafa verið mjög harkalegir í að bæla niður mótmælafundi. TAIPEI - Þing Taiwan hefur samþykkt frumvarp sem leyfir starf stjórnarandstöðuflokka. Stjórnarandstaða hefur ekki verið leyfð eftir að stjórn kín- verska Þjóðernissinnaflokks- ins flutti til Taiwan árið 1949. BANDAR SERI BEGA- WAN - Hin sjö ríki í Suðaust- urasiu sem ekki aðhyllast kom- múnisma og starfa saman í samtökum hyggjast bjóða Kín- verjum og Sovétmönnum til viðræðna um málefni Kam- pútseu, en þar hefur ríkt borg-, arastyrjöld síðastliðin tíu ár. Það var utanríkisráðherra Mal- asíu sem skýrði frá þessu. í Ho Chi Minh borg skýrðu Víet- namar frá því að þeir muni þiggja aðstoð Indverja í samn- ingaviðræðum um framtíð Kampútseu. COLOMBO -Sex hermenn og fjórir stjórnmálamenn voru drepnir í tveimur aðskildum árásum á Sri Lanka. HÖFÐABORG - Chris Heunes, sem nú gegnir emb- ætti forseta Suour-Afríku i veikindum P.W. Botha, hitti ráðherra í Namibíu að máli um þróun mála þar. illllllllllllllllllllllll ÚTLQno .limHIHF: ............................................................OIHIIIli; ................................ ■'iilllllllllli, ................................... .....Illlll...... ........................... ...................I.......... ..................... ...................... .. "ill Forsetaskipti í Bandaríkjunum: GEORGE BUSH SVER EMBÆTTISEIÐ SINN George Bush sór í gær embættiseið sem 41. forseti Bandaríkjanna og tók því opinberlega við þessu valda- mikla embætti af Ronald Reagan sem nú er á ný orðinn almennur borgari eftir átta ára dvöl í Hvíta húsinu. Það var forseti hæstaréttar, Wil- liam Rehnquist sem tók hinn þrjátíu og fimm orða forsetaeið af George Bush í tröppum þinghússins í Wash- ington. Bush hét því meðal annars að „þjóna, vernda og verja stjórn- arskrána" í forsetatíð sinni. - Bandaríkin eru ekki að fullu sjálfum sér samkvæm nema þau stefni á háleit siðferðisleg markmið. Við sem þjóð höfum slík markmið. Það markmið er að milda ásjónu þjóðarinnar og ásjónu heimsins, sagði Bush meðal annars í innsetn- ingarræðu sinni. En það var ekki aðeins Bush sem sór eið sinn. J. Danforth Quayle sór einnig eið sinn sem 44. varaforseti Bandaríkjanna. Það var Sandra Day hæstaréttardómari sem setti Quayle inn í embætti, en hann varð fyrir miklu aðkasti í kosningabaráttunni þar sem menn fullyrtu að hann væri óhæfur í varaforsetaembættið. Quayle er fyrsti varaforsetinn sem fæddur er eftir síðari heimsstyrjöld- ina, en hann er aðeins fjörutíu og eins árs. Þó hefur hann verið öld- ungadeildarþingmaður í átta ár og fulltrúadeildarþingmaður í fjögur ár, svo hann er ekki alveg reynslu- laus. Nú er Ronald Reagan því orðinn almennur borgari á ný eftir átta ára dvöl í Hvíta húsinu. Hann mun þó ekki mikið slappa af á næstunni, því á næstu þremur mánuðum hefur hann bókað sig í hundrað „velkom- inn aftur“ samkvæmi í Kaliforníu þar sem hann var áður ríkisstjóri. George Bush hefur nú tekið við af Ronald Reagan sem forseti Bandarikjanna, Mannréttindaráðstefna í Moskvu árið 1990: Thatcher setur skilyrði fyrir þátttöku Breta Margaret Thatcher forsætisráð- herra Bretlands, sem í vikunni uppgötvaði að London er sóðaleg- asta höfuðborg Evrópu og hvatti borgarbúa til að ástunda snyrti- mennsku, setti Sovétmönnum skil- yrði fyrir því að Bretar tækju þátt í mannréttindaráðstefnu í Moskvu árið 1990. Skilyrðin sem Thatcher setur eru þau að Sovétmenn verði búnir að leysa úr haldi alla þá sem nú dúsa í sovéskum dýflissum vegna trúarbragða sinna eður stjórnmála- skoðana. Thatcher skýrði frá þessu í gær og sagði að ríkisstjórnin hefði sam- þykkt að taka þátt í alþjóðaráð- stefnu Sovétmanna um mannrétt- indamál ef þeir gengju að þessum skilyrðum. Benti hún á að Sovét- menn hafi nú í vikunni undirritað sáttmála þessa efnis, en að nokkuð vanti á að Sovétmenn framfylgi honum. Reyndar hnýtti breska ríkis- stjórnin því við að Sovétmenn yrðu að hafa tryggt málfrelsi, trú- frelsi og frelsi til ferðalaga eins og kveðið er á unt í mannréttindasátt- málanum sem undirritaður var í Vín í vikunni. Thatcher sagðist myndi ræða þessi mál við Mikhaíl Gorbatsjov þegar hann heimsækir Bretland síðar á þessu ári. Því má bæta við að samkvæmt nýrri skoðanakönnun er Rússa- grýlan svo gott til dauð á Bretlandi. Einungis 4% Breta óttast Sovétrík- in á meðan Gorbatsjov er þar við völd, en hætt er við að hlutfall þetta hafi verið allmiklu hærra hér í eina tíð. Palestínumenn haröir á hernumdu svæðunum: Engin miskunn fyrir hjálpar- kokka ísraela Palestínumenn eru ekki á því að miskunna sig yfir þá kynbræður sína sem þeir telja að vinni með ísraels- mönnum á hernumdu svæðunum. í gær var Mohammed Amar Jerandal skotinn til bana þegar hann opnaði dyrnar á húsi sínu eftir að knúið hafði verið dyra hjá honum. Mo- hamad bjó í bænum Atil og var grunaður um samstarf við gyðinga. í fyrradag neyddist annar Palest- ínumaður til að skjóta á kynbræður sína sem gerðu aðsúg að honum vegna samstarfs hans við ísraelsa hermenn. Frændi mannsins hafði verið settur bæjarstjóri af ísraelskum yfirvöldum. Lauk þeim hildarleik þannig að ísraelskir hermenn mættu á staðinn og björguðu vesalings manninum. Þá höfðu níu Palestínu- menn verið særðir skotsárum. Á annan tug Palestínumanna sem grunaðir voru um samstarf við ísra- ela hafa verið myrtir af kynbræðrum sínum þá þrettán mánuði sem upp- reisnin á hernumdu svæðunum hefur staðið yfir. Ein milljón Palestínumanna var í verkfalli í gær þriðja daginn í röð til að mótmæla auknu mannfalli í átökunum undanfarnar vikur, eftir að Yitzhak Rabin varnarmálaráð- herra fyrirskipaði hertari aðgerðir gegn grjótkösturum Palestínu- manna.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.