Tíminn - 21.01.1989, Side 12

Tíminn - 21.01.1989, Side 12
24 Tíminn L LANDSVIRKJUN Samkeppni um gerð útilistaverks við stjórnstöð Landsvirkjunar Landsvirkjun býður til samkeppni um gerð útilista- verks við stjórnstöð Landsvirkjunar, Bústaðavegi 7, Reykjavík. Allir íslenskir listamenn hafa heimild til þátttöku. Heildarverðlaunaupphæð er allt frá kr. 500.000,00. Þar af verða 1. verðlaun ekki lægri en 300.000,00. í dómnefnd eru: Dr. Jóhannes Nordal, stjórnarformaður Landsvirkj- unar Guðmundur Kr. Kristinsson, arkitekt Halldór Jónatansson, forstjóri Landsvirkjunar Halldór B. Runólfsson, listfræðingur Þór Vigfússon, myndhöggvari. Keppnisgögn verða afhent af trúnaðarmönnum dómnefndar, Jóhönnu S. Einarsdóttur, fram- kvæmdastjóra Sambands íslenskra myndlistar- manna, Ásmundarsal, Freyjugötu 41, Reykjavík, alla virka daga kl. 12.00-15.00 og Ólafi Jenssyni, framkvæmdastjóra Byggingaþjónustunnar, Hall- veigarstíg 1, Reykjavík, frá og með mánudeginum 23. janúar 1989. Skilatrygging er kr. 1.000,00. Skila skal tillögum til annars hvors trúnaðarmanna fyrir kl. 16.00 þriðjudaginn 21. mars 1989. Reykjavík, 20. janúar 1989 Landsvirkjun. FÉLAGSMÁLASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Unglingadeild Við deildina er laus til umsóknar 50% staða félagsráðgjafa. Reynsla af starfi með unglingum æskileg. Félags- ráðgjafamenntun eða sambærileg menntun á sviði uppeldis- og/eða félagsmála áskilin. Nánari upplýsingar veitir deildarstjóri í síma 622760 og yfirmaður fjölskyldudeildar í síma 25500. Umsóknum skal skilatil starfsmannahalds Reykja- víkurborgar, Pósthússtræti 9, á eyðublöðum sem þar fást, fyrir 1. febrúar. FÉLAGSMÁLASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Heimilishjálp Starfsfólk vantar til starfa við heimilishjálp. Vinnutími eftir samkomulagi, allt niður í 4 tíma á viku. Upplýsingar í síma 18800. fH HITAVEITA REYKJAVÍKUR \ m f Hitaveita Reykjavíkur símanúmer. auglýsir breytt Aðalnúmer: 600100. Beinar línur: Innheimta: 600101 Innlagnadeild: 600102 Bilanaþjónusta: 600265 Nætur- og helgidagavakt: 27311 \ f ........,i Laugardagur 21. janúar 1989 IIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIII AÐUTAN lllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll Hans-Dietrich Genscher utanríkisráðherra Vestur-Þýskalands stendur í ströngu við að sannfæra George Shultz utanríkisráðherra Bandaríkjanna um heiðarleika ríkisstjórnar sinnar. Bandaríkjamenn deila á Þjóðverja: Alið á vaxandi Þjóðverjaandúð í Bandaríkjunum Nýlega lauk í Parls alþjóðlegri ráðstefnu um útrýmingu efnavopna. Öll þau 149 ríki sem þátt tóku í ráðstefnunni undirrituðu I lok hennar yfirlýsingu um að efnavopnum skyldi útrýmt og að ríkin muni undirrita samkomulag um bann við framleiðslu og notkun efnavopna. Undanfarnar vikur hafa Bandaríkjamenn verið háværir um að Gaddafi Líbýuforseti byggi nú af kappi verksmiðju til framleiðslu á eiturgasi og njóti við þær framkvæmdir góðs stuðnings vestur-þýskra fyrirtækja. Vestur-þýsk stjórnvöld vilja ekki sitja undir þessum ásökunum Banda- ríkjamanna og þykir enn einu sinni komið í ljós að í Bandaríkjunum sé nú alið á vaxandi andúð á Þjóðverjum. Á meðan umræðurnar um þessa meintu aðild Þjóðverja að verk- smiðjunni voru á suðupunkti birtist eftirfarandi grein í Der Spiegel og kemur þar berlega í Ijós að mörg- um Þjóðverjum þykir sem mælir- inn sé að verða fullur hvað varðar afstöðu Bandaríkjamanna í þeirra garð. Vestur-þýska stjómin heykist á mótmælunum f morgunsárið voru ráðgjafar kanslarans enn hughraustir. í þetta sinn ætluðu þeir að sýna amerísku vinunum tennurnar. Stöðugum ásökunum frá Washington um að yfirvöld í Bonn hylmi yfir með vestur-þýskum fyrirtækjum sem aðstoði sérvitra eyðimerkurherr- ann Muammar el-Gaddafi við að byggja efnavopnaverksmiðju verði að svara fullum hálsi. Einn aðstoðarmanna Helmuts Kohl sagði að kanslaranum þætti keyra um þverbak þegar banda- mennirnir í Washington settu hann svona í gapastokkinn, eins og t.d. mætti sjá í „New York Times“ þar sem segði að Þjóðverjar væru ein- mitt að byggja „Auschwitz í eyði- merkursandinum" og með þeirri léttúðugu aðdróttun að Líbýa ætl- aði að binda enda á Ísraelsríki með aðstoð Þjóðverja. En þegar að því kom að formæl- andi Kohls, Friedhelm Ost gæfi opinberlega svar við ásökununum var komið annað hljóð í s trokkinn. Þá hét það að „form og innihald“ umræðnanna væri „ekki vænlegt til árangurs“. „Það er ekki vináttu Þjóðverja og Ameríkana til góðs að ræðast við í fjölmiðlum um óstaðfestar grunsemdir sem menn eru sannfærðir um að eigi við rök að styðjast." Aðstoðarmaður Hans-Dietrichs Genscher utanrík- isráðherra fann ekki annað í mælgi Osts en að um væri að ræða „sterkan orðróm“. Kohl hefði falið Genscher að fara fram á nánari skýringar hjá bandaríska starfs- bróður sínum á eiturefnaráðstefn- unni í París. Sannanir Bandaríkjamanna ekki fullnægjandi Kanslarinn hafði þegar fyrir ráð- stefnuna samband við bandarísk 'stjórnvöld og mótmælti þessari herferð bandarískra fjölmiðla. Bandaríkjavinirnir í Bonn eru ráðalausir og óánægðir við hrana- legu bandamennina sína í Was- hington. Þeir hafa ekki getað fund- ið heila brú í því hvers vegna Bandaríkjamenn halda því stöðugt fram að þeir hafi látið Kohl í té sannanir fyrir hlutdeild fyrirtækis- ins Imhausen-Chemie og annarra þýskra fyrirtækja í byggingu eitur- gasverksmiðju í Líbýu um miðjan nóvember sl. George Shultz, utanríkisráð- herra Bandaríkjanna lét mótbárur Bonn-stjórnarinnar sem vind um eyrun þjóta og sagði að ekki aðeins hefði kanslaranum verið afhent sönnunargögnin, heldur hefði vest- ur-þýska stjórnin „verið sannfærð" um réttmæti þeirra. Á skrifstofu kanslarans hafa menn látið hugfallast en halda því fram að Bandaríkjamenn hefðu ekki lagt fram sannanir „sem yrðu teknar gildar fyrir rétti“, heldur einungisniðurstöðurleyniþjónustu og engar „sannanir sem hönd sé á festandi". Og jafnvel bandaríska sendiráðið í Bonn hafi engar sann- anir fyrir ásökunum stjórnar sinnar. Hins vegar hafi Kohl og Genscher orðið mjög um þessar erfiðu grunsemdir og hefðu hafið eftirgrennslanir eftir að kanslarinn kom aftur frá Bandaríkjunum. Athuganir tollyfirvalda í Frei- burg hjá Imhausen-Chemie fyrir- tækinu og tilkynningin um að „ef með þyrfti yrðu gerðar lagabreyt- ingar“ á utanríkisviðskiptalögum, blíðkuðu bandarísk yfirvöld ekki hið minnsta. Þar kemur fram að ekki finnist „nein átylla" til að álykta að fyrirtækið eigi einhvern þátt í að reisa efnaverksmiðju í ríki Gaddafis, a.m.k. sé ekkert slíkt að finna í bókhaldi fyrirtækisins. Bandaríkjamenn „hræra í þýskum skít“ En ímynd „peningapoka-Iýð- veldis, þar sem vesælustu viðskipti séu sett ofar siðferði og með- ábyrgð," svo notuð séu orð Her- manns Scheer þingmanns sósíal- demókrata, hafa bandarískir fjöl- miðlar fyrir löngu fest á Þýskaland. Samt segja málsmetandi Þjóðverj- ar að þeir hafi aldrei áður orðið

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.