Tíminn - 21.01.1989, Side 19

Tíminn - 21.01.1989, Side 19
nniitíH Ot' OOO r u'unfii. TS iunfibifí|DUfi-i Laugardagur 21. janúar 1989 LCinnua ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ ÞjóSleikhúsið og íslenska óperan sýna JRgxnnfiíprt ihojfmann^ ópera ettir Offenbach í kvöld kl. 20.00 uppselt. Sunnudag kl. 20.00 uppselt. Miðvikudag kl. 20.00 Föstudag kl. 20.00 Laugardag 28.1. kl. 20.00 Þriðjudag 31.1. kl. 20.00 Takmarkaður sýningafjöldi Fjalla-Eyvindur og kona hans leikrit eftir Jóhann Sigurjónsson Fimmtudag kl. 20.00 Föstudag 3. feb. kl. 20.00 Óvitar barnaleikrit eftir Guðrúnu Helgadóttur Leikstjóri: Brynja Benediktsdóttir Leikmynd og búningar: Gylfi Gíslason Lýsing: Ásmundur Karlsson Sýningarstjórar: Kristin Hauksdóttir og Jóhanna Norð|örð Leikarar: Álfrún Helga Ornólfsdóttir, Bergur Sigurðsson, Erla Gunnarsdóttir, Flosi Ólafsson, Freyr Ólafsson, Grímur Hákonarson, Guðlaug Maria Bjarnadóttir, Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir, Halldór Björnsson, Haukur Karlsson, Helga Jónsdóttir, Helga Sigmundsdóttir, Helgi Páll Þórisson, Hildur Eiríksdóttir, Hlin Diego, Hrafnkell Pálmason, María Ellingsen, Linda Camilla Martinsdóttir, Melkorka Óskarsdóttir, Oddný Arnarsdóttir, Oddný Ingimarsdóttir, Orri Helgason, Randver Þorláksson, Sigriður Hauksdóttir, Sigrún Waage, Torfi F. Ólafsson, Vaka Antonsdóttir, Þór Tulinius, Örn Árnason Laugardag 28. jan. kl. 14 Frumsýning Sunnudag 29. jan. kl. 14.00 Miðasala Þjóðleikhússins er opin alla daga nema mánudaga kl. 13-20. Simapantanireinnig virka daga kl. 10-12. Sími11200. Leikhúskjallarinn er opinn öll sýningarkvöld frá kl. 18.00. Leikhúsveisla Þjóðleikhússins: Máltíðog miði á gjafverði. RKYKjAvlkim^ SVEITASINFÓNÍA eftir Ragnar Arnalds Tónlist:.Atli Heimir Sveinsson Leikmynd og buningar: Sigurjón Jóhannsson Leikstjóri: Þórhallur Sigurðsson I kvöld kl. 20.30 Uppselt Miðvikudag 25. jan. kl. 20.30 Föstudag 27. jan. kl. 20.30 Örfá sæti laus Sunnudag 29. jan kl.20.30. Örfá sæti laus Sjang-Eng eftir Göran Tunström 5. sýn. sunnud. 22. jan. kl. 20.00 Uppselt. Gul kort gilda 6. sýn. þriðjud. 24. jan. kl. 20.00 Græn kort gilda. Örfá sæti laus 7. sýn. fimmtud. 26. jan. kl. 20.00 Hvit kort gilda. Örfá sæti laus. 8. sýn. laugard. 28. jan. kl. 20. Appelsínugul kort gilda. Uppselt 9. sýn. þriðjud. 31. jan. kl. 20. Brún kort gilda. Miðasala í Iðnó simi 16620 Miðasalan i Iðnó er opin daglega kl. 14-19 og fram að sýningu þá daga sem leikið er. Símapantanir virka daga frá kl. 10-12. Einnig simsala með VISA og EUROCARD á sama tima. Nú er verið að taka á móti pöntunum til 12. febrúar 1989. MAl A Þ ONBAÍNfSX Fjölbreyttur matseðill um helgina. Leikhúsgestir fá 10% afslátt af mat fyrir sýningu. Sími 18666 Söngleikur eftir Ray Herman Sýnt á Broadway I kvöld kl. 20.30 Föstudag 27. jan. kl. 20.30 Laugardag 28. jan. kl. 20.30 Miðasala í Broadway simi 680680 Miðasalan I Broadway er opin daglega kl. 16-19 og fram að sýningu þá daga sem leikið er. Einnig símsala með VISA og EUROCARD á sama tíma. Nú er verið að taka á móti pöntunum til 12. febrúar 1989. Veitingar á staðnum. Sími 77500. Brigitte Nielsen er orðin spakmælt. Nýlega voru höfð eftir henni þau gullvægu orð að vinátta væri eitthvað ævarandi en ást aðeins nokkuð sem entist f rá einum skilnaði til þess næsta. Ekki fylgdi sögunni hvort Brigitte ávinnur sér sess i bókum sem innihalda fleyg orð frægs fólks fyrir þessa djúphugsuðu speki. Tom Selleck og kona hans, Jillie Maack, hafa verið hjá fasteignasölum undanf arið. Endirinn varð sá að þau keyptu tvö hús á samtals 350 milljónir. Ekki er vitað hvort þau ætla að búa hvort^ í sínu húsinu en hitt er víst loks vist að þau eiga von á fyrsta barni sínu í febrúar. Það hlaut að koma að því, meðgöngutíminn hefur verið óvenju langur samkvæmt slúðurdálkunum. Tíminn 31 Nýi forsetinn í Banda- ríkjunum hefur fengið viðurnefnið „Georg IV“ Malcolm heldur á Mike tvíburabróður sínum George Bush hefur nú fengið viðurnefnið „Georg IV“ og það eru ýmsar ástæður fyrir því Tvíburarnir „LITLI OG STÓRI“ Þegar George Bush sór embættiseið sinn og tók við forsetaembættinu varð hann fjórði - elsti, fjórði - hæsti og fjórði örvhenti forseti Banda- ríkjanna! Síðan mætti nefna það, að Bush er fjórði forsetinn sem er fæddur í Massachusetts og sá fjórði sem er kosinn til forsetaembættis - beint úr varaforsetaembættinu. Þessar upplýsingar um hinn 41. forseta í Bandaríkjunum má finna í opinberum upplýs- ingabæklingi sem gefinn er út í sambandi við forsetaskiptin. Bæklingurinn, - ef bækling skyldi kalla - er um 5 pund á þyngd og er uppfullur af mis- merkilegum atriðum um hinn nýja forseta. Eini forseti Bandaríkjanna sem fæddur er í júnímánuði Bush er fæddur 12. júní 1924, og er eini forsetinn sem er fæddur í þeim mánuði, en annar - fyrir utan Kennedy (f. 29. maí) - sem fæddur er í tvíburamerkinu. Bush er annar elsti forseti sem tekur við embætti. Sá elsti var Ron- ald Reagan, en hann var 69 ára þegar hann tók við forsetaembættinu fyrir 8 árum. Aðrir forsetar en Bush, sem eru örvhentir, eru þeir Gerald Ford, Harry Truman og James Garfield. Þeir sem fæddir eru í Massachusetts, fyrir utan Bush, eru John Adams, John Quincy og John Kennedy. Menn gætu haldið að hann Malcolm Henbury-Ballan ætlaði að fara að skemmta áheyrendum með búktali, og héldi því á þar til gerðri brúðu eða "Konna“. En þetta er engin brúða sem Malcolm heldur á, - heldur er þetta lifandi maður, bróðir Malcolms, m.a.s. tvíbura- bróðir! Mike, litli bróðirinn, er aðeins 94 sentimetrar á hæð, og er sagður minnsti maður Bretlands. Malcolm „stóri bróðir“ er svo nærri því heil- um metra hærri. Þeir hafa verið skráðir í metabók Gu- inness sem sérkennilegustu tvíburar heimsins. Við fyrstu sýn virðist manni sem Mike litli hafi hlotið aumlegt hlutskipti miðað við n stóra bróður, - en það er Mike sem kemur sér betur áfram í lífinu og vinnur fyrir rneiri peningum. Malcolm hefur ósköp venjulegt skrif- stofustarf, en Mike hefur áunnið sér frægð sent leikari. Það gerist alltaf öðru hverju að kvikmyndafyrirtækin bjóða honum hlutverk við hans hæfi og þykir hann snjall leikari. Hann hefur leikið í „Star Wars“ og myndinni „Labyrinth“ með David Bowie. Hann hefurhittmargt frægðarfólk eftir frumsýning- ar, t.d. bæði Karl Bretaprins og Díönu prinsessu. Mike á kærustu, Debbie Spicer, sem er 19 ára, falleg stúlka og um 40 sm hærri en hann. Þau ætla að gifta sig á næstunni. Mike hefur vinnu á tollstofu á milli þess sem hann vinnur við kvikmyndir, svo hann kemst vel af. „Ég er feginn að ég er ekki hærri,“ segir h'ann og glottir, “ég er nefnilega svo lofthræddúr!“

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.