Tíminn - 25.01.1989, Síða 4

Tíminn - 25.01.1989, Síða 4
4 Tíminn Auglýsing um lausa stöðu heilsugæslulæknis í Stykkishólmi Laus er til umsóknar önnur staöa heilsugæslu- læknis í Stykkishólmi frá og með 1. maí 1989 aö telja. Umsóknir ásamt ítarlegum upplýsingum um læknismenntun og læknisstörf sendist ráöuneytinu fyrir 23. febrúar 1989, á sérstökum eyðublöðum, sem þar fást og hjá landlækni. í umsókn skal koma fram hvenær umsækjandi getur hafið störf. Æski- legt er að umsækjendur hafi sérfræðileyfi í heimil- islækningum og reynslu í svæfingum enda er starfið tengt læknisstörfum í sjúkrahúsinu í Stykk- ishólmi. Upplýsingar um stöðuna veita ráðuneytið og landlæknir. Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið 23. janúar 1989. Umboðsmenn Tímans: Kaupstaður: Nafn umboðsmanns Heimili Sími Hafnarfjörður Ragnar Borgþórsson Hamraborg 26 641195 Kópavogur Linda Jónsdóttir Holtageröi28 45228 Garðabær Ragnar Borgþórsson Hamraborg 26 641195 Keflavík GuðríðurWaage Austurbraut 1 92-12883 Sandgerði Margrét Magnúsdóttir Hjallagötu 4 92-37771 Njarðvík Kristinn Ingimundarson Faxabraut 4 92-13826 Akranes Aðalheiður Malmqvist Dalbraut55 93-11261 Borgarnes Inga Björk Halldórsdóttir Kveldúlfsgata26 93-71740 Stykkishólmur Erla Lárusdóttir Silfurgötu 25 93-81410 Ólafsvik LindaStefánsdóttir Mýrarholti 6A 93-61269 Grundarfjörður Anna Aðalsteinsdóttir Grundargötu 15 93-86604 Hellissandur Ester Friöþjófsdóttir Háarifi49 93-66629 Búðardalur Kristiana Guðmundsdóttir Búöarbraut3 93-41447 ísafjörður Jens Markússon Hnifsdalsvegi 10 94-3541 Bolungarvík Kristrún Benediktsdóttir Hafnargötu 115 94-7366 Flateyri Guðrún Kristjánsdóttir Brimnesvegi2 94-7673 Patreksfjörður Ása Þorkelsdóttir Uröargötu 20 94-1503 Bíldudalur HelgaGísladóttir Tjarnarbraut 10 94-2122 Þingeyri Karitas Jónsdóttir Brekkugötu 54 . 94-8131 Hólmavík Elisabet Pálsdóttir Borgarbraut 5 95-3132 Hvammstangi Friöbjörn Níelsson Fífusundi 12 95-1485 Blönduós Snorri Bjarnason Urðarbraut20 95-4581 Skagaströnd Ólafur Bernódusson Bogabraut27 95-4772 Sauðárkrókur Guörún Kristófersdóttir Barmahliö 13 95-5311 Siglufjörður Guöfinna Ingimarsdóttir Hvanneyrarbraut 54 96-71555 Akureyri Jóhannes Þengilsson Kambagerði4 96-22940 Svalbarðseyri ÞrösturKolbeinsson Svalbaröseyri 96-25016 Húsavík Ólafur Geir Magnússon Hjaröarhóli 2 96-41729 Ólafsfjörður Helga Jónsdóttir Hrannarbyggö8 96-62308 Raufarhöfn Ófeigurl. Gylfason Sólvöllum 96-51258 Þórshöfn Kristinn Jóhannsson Austurvegi 1 96-81157 Vopnafjörður SvanborgVíglundsdóttir Kolbeinsgötu 44 97-31289 Egilsstaðir Páll Pétursson Árskógar 13 97-1350 Seyðisfjörður Anna Dóra Árnadóttir Fjarðarbakka 10 97-21467 Neskaupstaður KristínÁrnadóttir Nesbakka16 97-71626 Reyðarfjörður Marínó Sigurbjörnsson Heiöarvegi 12 97-41167 Eskifjörður Þórey Dögg Pálmadóttir Svínaskálahliö 19 97-61367 Fáskrúðsfjörður Guöbjörg H. Eyþórsdóttir Hlíðargötu4 97-51299 Stöðvarfjörður SvavaG. Magnúsdóttir Undralandi 97-58839 Djúpivogur ÓskarGuðjón Karlsson Stapa, Djúpavogi 97-88857 Höfn Ingibjörg Ragnarsdóttir Smárabraut 13 97-81255 Selfoss Margrét Þorvaldsdóttir Skólavöllum 14 98-22317 Hveragerði Lilja Haraldsdóttir Heiöarbrún51 - 98-34389 Þorlákshöfn Þórdís Hannesdóttir Lyngberg 13 98-33813 Eyrarbakki ÞórirErlingsson Túngötu 28 98-31198 Stokkseyri Hjörleifur Bjarki Kristjánsson Sólvöllum 1 98-31005 Laugarvatn Halldór Benjam í nsson Flókalundi 98-61179 Hvolsvöllur Jón í na og Árný Jóna Króktún 17 98-78335 Vík VíöirGylfason Austurveg 27 98-71216 Vestmannaeyjar MartaJónsdóttir Helgafellsbraut29 98-12192 ei rvurur r lwí\ n. m Fundir um atvinnu- og efnahagsmál Steingrímur Hermannsson, forsætisráöherra, heldur fundi um at- vinnu- og efnahagsmál á eftirtöldum stööum: Vesturland, fimmtudag 26. jan. Hótel Akranes kl. 20.45. Austurland, laugardag 28. jan. Egilsstaðir kl. 15.00. Vestfirðir, sunnudag 29. jan. Félagsheimilinu, Patreksfirði kl. 16.00. Norðurland-V, laugardag 4. feb. Varmahlíð kl. 14.00. Allir velkomnir Steingrímur Miðvikudagur 25. janúar 1989 Þrír leikara verksins Óvitar sem frumsýnt verður í Þjóðleikhúsinu um helgina. F.v. Halldór Björnsson, IVlaría Ellingsen og Þór Tulinius. Einn aðalleikara Óvitanna slasaöist á æfingu er hann datt niöur stiga Slysafaraldur í leikhúsunum ? Á æfíngu í fyrradag datt Halldór Björnsson niður stiga sem tilheyrir leikmynd Óvitanna. Það verk á að frumsýna nú um helgina og Halldór er einn aðalleikaranna. Ætla mætti að Macbeth hefði verið æfður stíft baksviðs í leikhús- unum í vetur. En hvernig sem jiví er farið er ckki einleikinn sá slysafaraldur sem gengið hefur yfir. Þess er skemmst að minnast er sýningar á Sveitasin- fóníunni féllu niður vegna forfalla einnar aðalleikkonunnar. Svo ekki sé minnst á Ævintýri Hoffmanns, en þeim sýningum hefur verið aflýst hvað eftir annað, ýmist vegna tá- brots cða annarra veikinda. „Við vitum ekki ennþá hvernig þetta fer. Ef Halldór er ekki of kvalinn til að geta leikið stendur jafnvel til að skrifa eitthvað í kring- um hlutverkið þannig að drengurinn sem hann leikur geti verið á hækjum. Höfundurinn, Guðrún Hefgadóttir, er komin í startholurnar" sagði Signý Pálsdóttir fréttafulltrúi Þjóðleik- hússins. Hún vildi allavega ekki gera ráð fyrir að frumsýningu yrði frestað ..það hafa víst þegar orðið nægar breytingar vegna Ævintýris Hoffmanns" sagði hún. Leikritið Óvitar eftir Guðrúnu Helgadóttur verður því að öllum líkindum frumsýnt í nýrri uppfærslu næstkomandi laugardag klukkan tvö í Þjóðleikhúsinu. Höfundur skrifaði leikritið að beiðni Þjóðleikhússins og var það frumsýnt árið 1979 í tilefni barnaárs. Leikstjóri Brynja Benediktsdóttir og leikmyndateiknari Gylfi Gíslason eru þau sömu og við uppfærsluna fyrir tíu árum. í þessu leikriti þar sem „allt er öfugsnúið" leika fullorðnir börn og börnin þá fullorðnu. Leikarahópur- inn samanstendur af níu fullorðnum og tuttugu börnum. Elsti leikarinn Flosi Ólafsson er á sextugsaldri en sá yngsti Melkorka Óskarsdóttir er sjö ára. Aðalhlutverkin eru í liöndum þeirra Þórs Tulinius og Halldórs Björnssonar. En í stærstu barnahlut- verkunum eru Guðrún Jóhanna Ól- afsdóttir og Haukur Karlsson. „Það er alveg bráðsnjöll hugmynd að láta börnin leika fullorðna og fullorðna börn. Það koma svo skýrt í Ijós einkenni hvors aldurshóps fyrir sig. Það er alveg dásamlega fyndið að sjá þessi saklausu börn segja og gera alla þá vitleysu sem fullorðnir gera venjulega“ sagði Þór Tulinius í samtali við Tímann. Hann sagði að þetta leikrit væri vitaskuld æft allt öðru vísi en venju- leg leikrit sem lærðir leikarar setja upp. „Það verður að fara í ýmis grundvallaratriði eins og að tala fram í salinn, standa ekki bak við eitthvað þegar maður fer með text- ann og svo framvegis." En að þetta væri jafnframt mjög skemmtilegt og holl upprifjun. Þór sagði margt bráðsmellið hafa fylgt þessri uppsetningu. „Eins og gerist og gengur taka krakkarnir með mismikilli alvöru á hlutverkun- um. Sumir líta á þetta sem skemmti- legan leik, hafa gaman af og standa sig vel, en aðrir eru öllu metnaðar- fyllri. Það var til dæmis ein voðalega sæt lítil stelpa sem lagði mikla áherslu á að fá ákveðið hlutverk. Ástæða þess var að þá fengi hún aðj leika mikið á móti Flosa Ólafssyni og gæti lært af sér eldri og reyndari leikara." jkb „Maraþon“-þjófnaður Um helgina var stolið frá Leikfé- lagi Reykjavíkurtöluverðri fjárhæð. Þjófnaðurinn ver framinn í veit- ingahúsinu Broadway en þar standa eins og kunnugt er yfir sýningar á Maraþondansinum. Stolið var öllu iausafé úr sölu kvöldsins sem og skiptinrynt sæt- avísa. Ekki er kunnugt hversu há fjárupphæðin er. Leikfélagið liefur eigin miðasölu í anddyri hússins. En samkvæmt heimildum Tímans var hurðin læst þegar skilið var viö hana á laugar- daginn og aðeins starfsmenn Leik- félagsins eiga að hafa iykil sem gengur að henni. Þegar miðasölu- stúlkan kom í gær var hurðin ólæst og peningarnir horfnir. Hlýtur því sökudólgurinn að hafa skriðið yfir vegg miðasölunnar. Venjulega eru peningar ekki skildir eftir í miðasölunni en vegna ófærðarinnar meðal annars, var það gert um helgina. Málið hefur ekki verið kært til lögreglunnar en það mun vera á döfinni. Þá er baru áð vona að sá seki sjái sóma sinn í því að skila peningunum aftur. jkb

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.