Tíminn - 25.01.1989, Page 5

Tíminn - 25.01.1989, Page 5
oc íslenskir flugrekstraraðilar áhyggjufullir um að Flying Tigers muni leggja undir sig vöruflutninga með flugi milli Islands og Evrópu: „Gætu gleypt þetta þegar þeim sýnist“ Hjá millilandaflugfélögunum íslensku hafa menn nú þungar áhyggjur af að fragtflutningar Flying Tigers hingað til lands frá Evrópu muni stórlega draga úr vöruflutningum þeirra, en Flying Tigers hafa nýlega byrjað að millilenda í Keflavík á leið sinni frá Frankfurt tU Tókýó. Hjá Arnarflugi varö Magnús Oddsson markaðsstjóri fyrir svörum og sagði hann að vöruflutningar með vélum félagsins hefðu dregist eitt- hvað saman síðustu vikur, en ekki væri um neina stökkbreytingu að ræða. Hann sagðist ekki treysta sér til að fullyrða um hvort ástæður samdrátt- arins væru flug Flying Tigers eða hvort um mætti kenna samdrætti í þjóðfélaginu og minnkandi innflutn- ingi eða neikvæðu umtali um Arnarf- lug Hið sama sagði Arngeir Lúðvíks- son stjórnandi flutningadeildar Arn- arflugs en tók þó nokkru dýpra í árinni og sagðist alls ekki geta séð að Flying Tigers hefði dregið nokkurn hlut úr flutningum Arnarflugs. Sigmar Sigurðsson yfirmaður flutningadeildar Flugleiða sagði að enn væru ekki merkjanlegt að Flying Tigers hefði tekið flutninga frá Flug- leiðum enda væri vart við því að búast þar sem starfsemin væri svo nýhafin. Hann sagði að þó gæti svo farið að Flugleiðir fyndu fyrir samkeppninni þegar fram liðu stundir og fyrirætlan- ir Tígranna yrðu betur ljósar. Sigmar sagði að í raun væri enginn munur á aðbúnaði vörunnar hjá Flying Tigers og hjá íslensku fé- lögunum. Henni væri komið á palla og kælibúnaður væri áþekkur þannig að ekki færi verr um vöruna hjá íslendingunum og flutningskostnað- ur væri einnig svipaður og ef nokkuð væri- minni. Flugstjóri á Evrópuflugleið annars íslensku flugfélaganna sagðist hafa orðið var lítilsháttar samdráttar í vöruflutningum á sínum flugleiðum en sagðist telja að hann ætti eftir að verða meiri. Bæði væri Flying Tigers mjög stórt fyrirtæki sem flygi flutningavél- um af stærstu gerð og hefði félagið því alla burði til að bjóða lág farm- gjöld og örugga þjónustu og gæti því fljótt fært út kvíarnar. f>á væri þess að gæta að verð þeirra vara sem fluttar eru með flugi til landsins frá Evrópu er svipað um allan norðurhluta álfunnar, þannig að nánast engu breyti í því efni hvort varan er tekin um borð í flugvél í Luxemborg, Amsterdam, Hamborg eða Frankfurt. Flugvöllurinn í Frankfurt hefði hins vegar nokkra sérstöðu: hann er einn stærsti flugvöllur í heiminum og um hann fer meiri flugfrakt en um aðra flugvelli í Evrópu. Þannig væri líklegt að fram- leiðendur teldu urn margt hægara að koma vörum sínum á Frankfurtflug- völl, en marga aðra flugvelli álfunn- ar. Flugstjórinn sagði að margt benti því til að Flying Tigers gæti lagt undir sig alla þá flugvöruflutninga til og frá íslandi sem þeir kærðu sig um og gæti frelsið í flugmálunum orðið til að drepa niður íslenskt vöruflug. Flying Tigers fljúga nú einu sinni í viku milli Frankfurt og Tókýó. Flugleiðin liggur frá Frankfurt til London, Keflavíkur Anchorage í Alaska og Tókýó og sömu leið til baka. Páll Sigurðsson starfsmaður Flugfax, umboðsfyrirtækis Flying Tigers, sagði að flutningar frá Frank- furt til íslands væru að komast í gang. Hann sagðist ekki vera tilbú- inn að svara hversu stóra hlutdeild í heildarvöruflutningum með flugvél- um frá Evrópu til íslands félagið hefði þegar náð, enda stutt síðan flugið hófst. Hann sagðist þó búast við að hún ykist þar sem hér væri um að ræða sérsmíðaðar flutningavélar með kælibúnaði og að öllu leyti eins fullkomnar og hugsast gæti. „Ef ég ætti fyrirtæki hér heima og þyrfti á flutningum að halda til ogfrá landinu veldi ég öruggustu leiðina," sagði Páll. Páll sagði að vörurýmið væri mis- jafnt eftir því á hvaða vikudögum vélin lendir í Keflavík. Pegar hún kemur frá Evrópu á þriðjudögum er rúm fyrir 19 tonn en alls getur vélin borið tæp 120 tonn. „Við gáfum Flying Tigers mjög takmarkað leyfi til þessa flugs, eða til aðeins eins árs með það í huga að geta fyrr gripið inn í ef okkur sýndist ástæða til,“ sagði Steingrímur J. Sigfússon samgönguráðherra. Hann sagði einnig að þar sem flug félagsins væri nýhafið væri vart enn hægt að átta sig á áhrifum þess á innlendu flugfélögin og vöruflutn- inga þeirra. -sá Steingrímur Hermannsson, forsætisráðherra: Efnahagsaðgerðir fimmtudaginn? Tillögur til lausnar efnahagsvanda þjóðarinnar voru enn til umræðu á fundi ríkisstjórnarinnar í gær. Að sögn Steingríms Hermannssonar, forsætisráðherra, eru tillögurnar nú sem stendur til umfjöllunar í þing- flokkum stjórnarflokkanna. Þaðan koma þær til umræðu í ríkisstjórn að nýju nk. fimmtudag. Þá er búist við að allir ráðherrar verði í höfuðborg- inni og jafnvel verði hægt að hrinda einhverjum af þessum tillögum í framkvæmd. Ekki vildi forsætisráðherra tjá sig um hverjar af tillögum hans nái fram að ganga, en þeirra hefur verið getið hér í Tímanum að nokkru í sam- bandi við fundarferðir ráðherrans. Sagðist hann hafa lagt þessar tillögur fram til umræðu og til að um þær gætu skapast eðlileg skoðanaskipti, bæði innan ríkisstjórnarinnar og einnig meðal þeirra hagSmunsaðila sem hlut eiga að máli. Að sögn Steingríms Hermanns- sonar, verður ekki á neinn hátt blandað saman afgreiðslu á efna- hagstillögum ríkisstjórnar og þeim hugmyndum sem upp hafa komið í viðræðum við Borgaraflokkinn um hugsanlega aðild að ríkisstjórn. KB Frá bókamarkaði Vöku-Helgafells sem nú stendur yfir. Bækur seldar á 50 „kall“ Opnaður hefur verið bókantark- aður með mörg hundruð bókatitla á mikið lækkuðu verði allt að 90% í sumum tilvika. Bókaforlagið Vaka-Helgafell hcf- ur opnað þennan markað í verslun forlagsins í Síðumúla. Þarna eru á boðstólum útgáfubæk- ur Helgafells frá síðustu áratugum, bækur Vöku og síðan Vöku-Helga- fells eftir að forlögin voru sameinuð. Bækurnar sem þarna fást eru úr fjölmörgum ólíkum flokkum og margar þeirra elstu hafa ekki verið fáanlegar undanfarin ár. Markaðin- um lýkur laugardaginn fjórða febrú- ar næstkomandi. jkb

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.