Tíminn - 25.01.1989, Page 6

Tíminn - 25.01.1989, Page 6
6 Tíminn Miðvikudagur 25. janúar 1989 Mestur hluti munanna sem sýndir eru í Þjóðminjasafninu er í eigu safnsins. Einnig verða þar sýnd norsk myndbönd um víkingaskip og fleira myndefni, einkum frá Jórvík. í Norræna húsinu eru mestmegnis gripir fengnir að láni frá Englandi. En þar, nánar tiltekið í Jórvík eða York, hefur uppgröftur fornleifa frá víkingatíma verið mjög umfangs- mikill. Þar er sýnd sú hliðin sem að hinu daglega lífi alþýðunnar sneri, m. a. klæðnaður, skartgripir, hljóðfæri, peningar og fleiri munir. í Norræna húsinu er leitast við að svara spurningunni „Hvernig bjó fólkið í Jórvík og þar um kring þegar Egill Skallagrímsson kom þangað og bjargaði lífi sínu við hirð Eiríks blóðaxar, með flutningi Höfuðlausn- ar“. Við inngang salarins er bók úr safni Árna Magnússonar með kvæð- inu öllu, handskrifuð. „Gestir geta einnig fengið að slá sér mynt að hætti víkinganna," sagði hönnuður sýningarinnar Steinþór Sigurðsson er hann fylgdi Tímanum um sýninguna í Norræna húsinu. Undirbúningur sýningarinnar hef- ur tekið þrjú ár. Henni lýkur þriðja apríl. Annar forsvarsmanna hennar er eins og áður sagði þjóðminjavörð- ur, Þór Magnússon en hinn er Knut Ödegaard. Fjölmargir fyrirlesarar sérfróðir á sínu sviði munu sækja sýninguna heim. Meðan á sýningunni stendur verð- ur bryddað upp á ýmsum „nýjung- um“ í kaffistofu Norræna hússins. Þar verður boðið upp á víkingamat- seðil, lagaðan eftir því sem best er vitað um mataræði forfeðranna. jkb Ekki fer á niilli mála að nútíma íslendingum kippir í kynið hvað skrautgirni varðar. Víkingarnir notuðu einnig margskonar skartgripi eins og til dæmis þessa sem hér sjást. Sverð sem grafin voru með einhverjum víkinganna í Þelamörk í Noregi. Handhæg lausn á vanda þeirra sem eiga í höggi við kaupmenn mcð þunga þumalfingur. Samanbrjótanleg ferðavog. Um helgina var ojpnuð sýningin „Víkingar í Jórvík og Vesturvegi“. Forseti Islands, Vigdís Finnbogadóttir er vernd- ari sýningarinnar. Þetta er fyrsta stóra víkingasýningin sem haldin er á íslandi. Sýningin er ein heild þó hún sé tvískipt. Annar hluti hennar er í Norræna húsinu en hinn hlutinn í Þjóðminjasafninu. „Hugmyndin er sú að sýna mann- líf á víkingaöld. Ekki bara þessa eiginlegu víkinga sem fóru um með ránum og hernaði heldur daglegt líf alþýðunnar, menningu, listiðn og þvíumlíkt," sagði Þór Magnússon þjóðminjavörður og annar forsvars- manna sýningarinnar er Tíminn fór og kynnti sér málið. í Þjóðminjasafninu er sýnd sú hlið lífs víkinganna er að sjónum snéri. Þar er víkingaskipið og það sem því tilheyrir, eins og sjóferðir og landa- fundir, í öndvegi. mtrn'nwmí'iamm-i xJmáiMZ, Skófatnaður víkinganna er meðal þess sem fundist hefur í Jórvík. Ökklaháir leðurskór eins og þessi var algengasti fótabúnaðurinn. Þessi mynd er frá safni í Jórvík þar sem byggt hefur verið víkingaþorp í fullri stærð. Tímamyndir: Pjetur

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.