Tíminn - 10.02.1989, Blaðsíða 9
Föstudagur 10. febrúar 1989
Tíminn 9
VETTVANGUR
Þórarinn Þórarinsson:
Síld og þorskur
stjóma íslendingum
Það er ekki nýtt, að sagt sé um
efnahagsaðgerðir ríkisstjórnar, að
þær séu gagnslitlar og séu alls ekki
til varanlegra bóta. Þetta hefur
verið sagt um nær allar eða jafnvel
allar efnahagsaðgerðir sem gerðar
hafa verið hérlendis síðustu 70
árin. Oft hefur verið lofað af
stjórnvöldum, að gerðar skyldu
varanlegar ráðstafanir og stundum
hefur því verið trúað af talsvert
stórum hluta kjósenda. Þannig var
það t.d. um viðreisnina, sem ráðist
var í fyrir um þrjátíu árum, en
henni lauk með mikilli gengisfell-
ingu, stórfelldu atvinnuleysi og
landflótta. Spariféð, sem menn
höfðu safnað í góðærisárum, brann
að verulegu leyti til ösku í gengis-
fellingunni. Allmargir höfðu þó
reynt að koma peningunum í stein-
steypu og olli það mikilli ofþenslu
um skeið, ásamt því að síld veiddist
vel.
Sannleikurinn um allar hinar
mörgu efnahagsráðstafanir, sem
hér hafa verið reyndar síðustu
sjötíu árin, hafa runnið fljótlega út
í sandinn og engar þeirra reynst
varanlegar. Af því finnst mér ekki
fjarri lagi að draga þá ályktun að
hin varanlega lausn sé ekki til eins
og efnahagsmálum íslendinga er
háttað. Ástæðan er sú, að hér
verða meiri sveiflur í efnahagsmál-
um en í flestum löndum öðrum. f
raun og veru eru það síld og
þorskur, sem stjórna efnahagsmál-
um íslendinga, en ekki stjórnmála-
menn. Þegar vel veiðist, tekur allt
efnahagslífið fjörkipp og eyðsla og
fjárfesting aukast úr hömlu fram.
Stjómmálamennimir verða síðan
að fara eftir því, hvernig síldin og
þorskur haga göngum sínum.
Sögu íslenskra efnahagsmála má
rekja eftir því, hvernig göngum
síldar og þorsks hefur verið háttað.
Góðum afla og góðæri hefur jafnan
fylgt mikil eyðsla og ofþensla og
efnahagsráðstafanir, sem hafa enst
til bráðabirgða. íslendingum hefur
ekki lærst að leggja fyrir gróða
góðu áranna og geyma féð til hinna
Sfld.
mögru.
Hagfræðingar sem álíta sig vitra,
töldu það nægilegt til að tryggja
sparnað að gefa vextina frjálsa.
Farið var eftir ráðum þeirra sumar-
ið 1984. Morgunblaðið segir svo
frá árangri þessarar ráðabreytni í
smáklausu á öftustu síðu 8. þ.m.
„Sparnaður þjóðarinnar hefur
Þorskur.
minnkað um 40% eða rúmlega 23
milljarða á undanförnum tíu árum.
Sparnaður var 24-25% af vergri
landsframleiðslu fyrir áratug en er
nú um 14%.“
Þannig hafa hinir frjálsu vextir
gefist.
Þær raddir heyrast, að betur
myndi nú hafa gefist, ef farið hefði
verið að ráðum Sjálfstæðisflokks-
ins. Þetta geta þeir sagt, sem ekki
hafa kynnt sér afleiðingar gengis-
fellinga. Ef gengið hefði t.d. verið
fellt meira, hefði fylgt í kjölfarið
meiri verðbólga, meiri kauphækk-
anir og samt sennilega minni sparn-
aður. Útflutningsframleiðslan
hefði verið enn verr stödd.
íslenskt efnahagslíf kemst þá
fyrst á traustan grundvöll, þegar
krónan er orðin stöðugur gjaldmið-
ill og sveiflurnar, sem ráðast af
göngum síldar og þorsks, ekki
látnar ráða ferðinni og arði af
góðæri ekki alltaf eytt af fyrir-
hyggjuleysi. I góðærum á að byggja
upp sterka sjóði, sem nota má,
þegar síld og þorskur haga göngum
sfnum án tillits til íslenskra stund-
arhagsmuna. íslendingar þurfa
trausta stjórn í stað stjórnleysis,
sem er fastur fylgifiskur hömlu-
lausrar frjálshyggju.
Á meðan verða efnahagsráðstaf-
anir aðeins gerðar til bráðabirgða.
Guömundur G. Þórarinsson:
EFNAHAGSADGERDIR
Forsætisráðherra hefur kynnt efnahagsaðgerðir ríkis-
stjórnarinnar. Gripið hefur verið til aðkallandi aðgerða, en
nær allar efnahagsaðgerðir ríkisstjórnarinnar eru nauð-
vörn.
Menn spyrja auðvitað: „Nauðvörn, hvers vegna?“
Jú, lítum nánar á málið.
1) Verðstöðvun er nauðvörn í
stuttan tíma.
2) Strangt verðlagseftirlit í 6 mán-
aða umþóttunartíma er nauð-
vörn.
3) Handaflsstýring á vöxtum er
nauðvörn.
4) Frysting launa og afnám kjara-
samninga tímabundið er nauð-
vörn.
5) Stofnun sérstaks sjóðs til þess
að skuldbreyta skammtímalán-
um útflutningsatvinnuveganna
er nauðvörn.
6) Myndun hlutafjársjóðs til að
auka eigið fé fyrirtækja, sem
eru nær gjaldþrota, er nauð-
vörn.
Þannig mætti telja áfram. Nauð-
vörn er auðvitað tímabundin lausn,
biðleikur. Tímann þarf að nota til
þess að móta framtíðarstefnu.
Viðskilnaður ríkisstjómar
Þorsteins Pálssonar
Þegar núverandi ríkisstjórn tók
við var staðan slík að nauðvarnar
var þörf. Lítum nánar á málið.
Aðstæður:
1) Ytri aðstæður þjóðarbúsins
1987 og 1988 voru góðar. Þjóð-
arframleiðsla mikil, verð hátt á
erlendum mörkuðum. Þjóðar-
tekjur voru því hærri en dæmi
eru um frá fyrri árum. Fiskveið-
ar 1988 voru nær 1.800.000
tonn.
Árangur:
1) f lok árs 1988 voru útflutnings-
atvinnuvegir komnir í þrot. Eigið
fé sjávarútvegs minnkaði um
helming 1988 eða um 13 millj-
arða króna. Samkeppnisstaða
útflutningsiðnaðar hafði hríð-
versnað. Gjaldþrot blöstu hvar-
vetna við.
2) Erlend skuldasöfnun var mikil.
Viðskiptahalli áranna 1987 og
’88 var um 20 milljarðar króna.
Mest eyðsluhalli.
3) Eignatilflutningur hafði orðið
gífurlegur milli landshluta, milli
atvinnugreina og einstaklinga.
Fé útflutningsgreinanna flæddi
til þjónustugreinanna, einkum
fjármagnsfyrirtækja. Fé lands-
byggðarinnar flæddi til þétt-
býlisins. Eignatilfærsla gífurleg
og miklu meiri en ráðherrar eru
nokkrir menn til að bera ábyrgð
á.
Orsakir
Mín skoðun er sú að meginorsök
þessa sé gengisstefna stjórnvalda
og stefnan á fjármagnsmarkaði.
Auðvitað eru skýringar margvís-
legar og flóknar. En þessi atriði
eru meginþættirnir. íslendingar
hafa fyrr búið við óðaverðbólgu,
mikla fjárfestingu og þenslu án svo
geigvænlegra afleiðinga sem hér
um ræðir.
Skipulagsvandi er ekki meiri í
útflutningsgreinunum en öðrum
greinum og ekki meiri en verið
hefur undanfarin ár. Það breytir
ekki því að sjálfsagt má nokkuð
vinna með hagræðingu.
Gengisstefnan
Uppi hafa verið ýmsar kenningar
meðal hagfræðinga um gengis-
stefnur. Á áratugnum 1970-80 var
ríkjandi sú stefna að „fljótandi
gengi" væri best. íslenskir hagfræð-
ingar tóku þessa nýjung frá starfs-
bræðrum sínum erlendis og fljót-
andi gengi var talið allra meina
bót. Reynslan varð hins vegar sú
að óstöðugleiki varð mikill í efna-
hagslífi og fljótandi gengi magnaði
verðbólgu.
„En þá kom út ný bók í
Svíþjóð." Þannig var stundum sagt
þegar kúvending varð í félagsmála-
stefnu hérlendis. Ný stefna í Sví-
þjóð þýddi umbyltingu hérlendis.
Erlendir hagfræðingar hurfu frá
fljótandi gengi. Um 1985 byrjuðu
sjö stærstu iðnríki veraldarinnar
samvinnu um efnahagsmál, sem
fljótlega beindist að því að halda
gengi stöðugu. íslenskir hag-
fræðingar gripu boltann á lofti og
nú varð lausnarorðið „fastgengi".
Það hefur síðan verið reynt í
íslensku efnahagslífi við ærið vafa-
saman árangur. Nú eru reyndar
iðnríkin farin að efast um árangur
þess að halda innbyrðis gengi
íslendingar mega ekki
festast í verðlagseftir-
liti og launahömlum og
varast verður að af-
leiðingar stjórnar Þor-
steins Pálssonar verði
tilþess aðríkiðtaki við
atvinnuvegum gegn-
um hlutafjársjóð.
stöðugu, en íslenskir hagfræðingar
hafa líklega ekki fengið fréttir af
því enn.
Vandinn sem upp kom 1987 og
1988 var sá, að menn gáðu ekki að
sér í fastgengisstefnunni að verð-
bólgan var miklu meiri hér en í
iðnríkjunum, hvaðan lærdómurinn
var kominn. Þetta þýddi raungeng-
ishækkun upp á 21% frá 1. ársfj.
1985 til 1. ársfj. 1988. Þrátt fyrir
7% lækkun raungengis á árinu
1988 er enn um 14% raungengis-
hækkun að ræða frá sama tíma.
Slík verðlækkun hjá útflutningsat-
vinnuvegunum leiddi auðvitað til
rýrnunar eigin fjár með þeim af-
leiðingum sem nú eru komnar
fram.
Ég lýsti því yfir haustið 1987 að
ég teldi fastgengisstefnuna hættu-
legustu efnahagsstefnu sem ég
hefði séð í framkvæmd á íslandi.
Afleiðingarnar eru nú komnar í
ljós. Ólafur Þ. Þórðarson gekk
lengra. Hann neitaði að styðja
ríkisstjórnina.
Fjármagnsmarkaður
Á sama tíma og gengisstefnan
lækkaði tekjur útflutningsgreina
var fjármagnsmarkaður gefinn
frjáls. Við eðlilegar aðstæður er
frjáls gengismarkaður eðlilegur og
æskilegur. Fjármagnsmarkaðurinn
var hins vegar óeðlilegur hérlendis
vegna ríkjandi aðstæðna.
1) Eftirspurn var langt umfram
framboð, svo að líkja mátti
markaðnum við einokun. Sumir
nefna þetta fákeppni.
2) Vaxtakerfið náði ekki aðlögun.
Jafnvægi framboðs og eftir-
spurnar náðist ekki vegna:
a) Halli ríkissjóðs var mikill og
ríkissjóður sótti 5-6000 milljón-
ir á þennan yfirspennta markað
þegar honum hentaði.
b) Gengisstefnan setti atvinnu-
lífið í bóndabeygju og stórjók
eftirspurn eftir fjármagni.
3) Lánskjaravísitalan var og er
röng. Verðtryggða íslenska
krónan reyndist sterkasti gjald-
miðill veraldar, en grunnur
hennar er byggður á reglugerð
en ekki þjóðarframleiðslu.
4) Raunvextir, reiknaðir ofan á
lánskjaravísitölu, eru auðvitað
allt of háir og ekki sambærilegir
við það sem gerist erlendis.
5) íslenski lánsfjármarkaðurinn er
lokaður og íslenskt lánsfé þarf
ekki að keppa við erlent svipað
og innlendur iðnaður þarf að
keppa við innflutning.
Hvað er framundan?
Núverandi ástand er tímabund-
ið. Við þurfum að komast út úr því
með markvissum aðgerðum.
íslendingar mega ekki festast í
verðlagseftirliti og launahömlum
og varast verður að afleiðingar
stjórnar Þorsteins Pálssonar verði
til þess að ríkið taki við atvinnuveg-
um gegnum hlutafjársjóð.
Nú mega menn gæta sín að
þrengja ekki svo að orkufyrirtækj-
unum að þau fari eins og útflutn-
ingsgreinamar.
Guðmundur G. Þórarinsson.
1) Gengisstefnan er aðalatriði.
Það er röng fullyrðing að gengið
sé afgangsstærð. Gengið er
grunnatriði í efnahagsstefn-
unni. Eina raunhæfa gengis-
stefnan er sú gengisskráning
sem gefur útflutningsatvinnu-
vegunum stöðug starfsskilyrði.
2) Stýra verður fjármagnsmarkaði
þar til hann hefur verið opnaður
og raunveruleg samkeppni
ríkir. Eðlilegt er að láta innlent
fjármálakerfi keppa við erlenda
banka. íslenskir framleiðendur
verða að fá að taka lánin þar
sem þau eru hagstæðust. Ella
geta þeir ekki keppt á erlendum
mörkuðum.
3) Svo fljótt sem auðið er verður
að koma á frjálsri verðmyndun.
Gengisrugl liðinna ára má ekki
verða til þess að íslendingar
hverfi inn í fortíð verðlagseftir-
lits og ríkisafskipta.
4) Treysta verður aðilum vinnu-
markaðarins til að gera ábyrga
launasamninga. Eðlilegt ástand
á launamarkaði þarf að nást hið
fyrsta.
5) Snúa verður þróuninni við
þannig að útflutningsatvinnu-
vegirnir geti á ný byggt upp
eigið fé. Atvinnureksturinn á
samkvæmt stefnu Framsóknar-
flokksins að vera í höndum
einstaklinga og félaga þeirra.
Ríkið mótar hinn almenna
grundvöll og umhverfi en tekur
aðeins í undantekningartilvik-
um þátt í atvinnulífinu.
Ljóst er að þörf er markvissrar
efnahagsstefnu er tekur við af
„nauðvörninni".
Framsóknarflokkurinn þarf að
hafa forystu um þessa stefnumörk-
un.