Tíminn - 23.02.1989, Page 12

Tíminn - 23.02.1989, Page 12
Fimmtudagur 23. febrúar 1989 12 Tíminn FRÉTTAYFIRLIT KAÍRÓ — Sovétríkin og ísra- I el greinir á í viðræðum um hugsanlega friðarráðstefnu í málefnum Miðausturlanda, en hafa þó tekið upp þráðinn á ný og ætla að vinna saman að ýmsum verkefnum eftir tuttugu ára kuldalegt viðmót hvor í annars garð. Þetta er niður- staða viðræðna Eduardes Shévardnadze utanríkisráð- herra Sovétríkjanna og Moshe Arens utanríkisráðherra israel, en þeir ræddust við í sovéska sendiráðinu í Karíó. PRAG — Tékkneska lögregl- I an handtók talsmann Charter 77 mannréttindasamtakanna á sama tíma og mál sjö annarra baráttumanna fyrir mannrétt- indum var tekið fyrir í dómstól- um. WASHINGTON - Verð bólgan i Bandaríkjunum óx um 0,6% í janúarmánuði og er það mesta aukning verðbólgu í einum mánuði síoastliðin tvö ár. TOKYO — Þjóðarleiðtogar heimsins munu ræða málefni Afganistan, Kampútseu og Miðausturlanda á meðan þeir dvelja í Japan vegna útfarar Hirohitos keisara. NIKOSÍA — Ajatollah Ruoll- ah Khomeini segir að dauða- dómur hans yfir Salman Rush- die standi hvað sem tautar og raular. PEKING — Deng Xiaoping gaf í skyn að hann hygðist hætta fljótlega afskiptum af stjórnmálum og sagði að Zhao Siyang formaður kommúnista- flokksins og forsætisráðherr- ann Li Peng væru reiðubúnirtil að taka endanlega við stjórnar- störfum. NEW YORK — Lögregluyf- irvöld telja að flett hafi verið ofan af meiriháttar kínverskum eiturlyfjahring og að náðst hafi heróín fyrir milljarða dollara eftir að kínverskur kaupsýslu- maður og milljónamæringur var handtekinn. JÓHANNESARBORG- Svartur Suður-Afríkani viður- kenndi að hann hefði myrt lækni sem hafi verið mikilvægt vitni í morðmáli þvi sem líf- verðir Winnie Mandela eiga aðild að. NAIRÓBÍ — Alþjóðadeild Rauðakrossins ákvað að hefja á ný flutninga á matvælum með flugvélum til hungursvæð- anna í suðurhluta Súdan, en þeim flutningum var hætt eftir að Þjóðfrelsisher Súdan hafði krafist nánari útskýringa á mat- vælaflutningunum. BEIRÚT - Yfirmaður krist- inna manna í her Líbanon bannaði flutningaskipi að leggjast að bryggju á svæði hersins og mun.þessi ákvörð- un geta stefnt samningi her- manna hans og harðlínum- anna í hersveitum kristinna manna í hættu. ÚTLÖND Illlllli fer halloka Skæruliðar Tígrishreyfingarinnar í Eþíópíu fullyrtu að þeir hefðu náö á vald sitt sterku vígi stjórnarhersins í Inda Selassie eftir að hafa sigrast á 30 þúsund manna setuliði þar. Tals- maður skæruliðanna í Nairobi sagði að bænum hafi verið náð á laugardag eftir harða bardaga í tvær vikur. Talsmaður skæruliðanna Aziz Abdullah sagði að hersveitir stjórn- arhersins hefðu reynt að brjótast út úr herkví 4. febrúar og ætlað að ná þjóðveginum til bæjarins Axum sem skæruliðar hafa haft á valdi sínu. Sú ætlan hafi brugðist og skæruliðar þess í stað náð Inda Selassie á sitt vald. Tígrisskæruliðar nutu dyggs stuðnings Þjóðfrelsishreyfingar Er- ítreu í þessum bardögum, en hún berst fyrir sjálfstæði Erítreu sem liggur næst Tíger héraði. Talsmaður Þjóðfrelsishreyfingar Erítreu í London staðfesti að skæru- liðar frá Erítreu hefðu tekið þátt í bardögunum við hlið Tígerskæru- liða. Inda Selassie var sterkasta vígi stjórnarhersins í vesturhluta Tíger- héraðs en skæruliðar hafa haft svæð- in í kringum bæinn á valdi sínu. Hafa vopn og vistir verið fluttar til bæjarins með flugi. Skæruliðar Tígrishreyfingarinnar náðu bænum Inda Selassie hinu sterka vígi herliðs marxistastjórnarinnar í Eþíópíu á vald sitt um helgina eftir harða bardaga. Því eru líkur á að hamarinn og sigðin í þessari varðstöð við bæinn hafi verið jöfnuð við jörðu. Greinilegt cr að verulega hefur marxistastjórnarinnar í Addis Aba- undanförnu og hafa skæruliðar meg- hallað undan fæti fyrir stjórnarher ba í Tígerhéraði og í Erítreu að inhluta þessara héraða á sínu valdi. í Tíger Stjórnarher Eþíópíu Daniel Ortega forseti Níkaragva gerir upp fortíðina á 55 ára dánardægri þjóðhetjunnar Augusto Sandínó: 1700 þjóðvarðlið- ar Somoza náðaðir Daniel Ortega forseti Níkaragva skýrði frá því í gær að hann muni fara fram á það við þing landsins að það náði sautjánhundruð pólitíska fanga sem í haldi hafa verið frá því Sandínistar veltu einræðisherranum Anastasio Somoza af stóli árið 1979. Fangarnir sautjánhundruð voru allir í hinu illræmda Þjóðvarðliði Somoza sem hélt Níkaragvabúum í greipum óttans um áraraðir með grimmdarverkum sínum. Ortega skýrði frá þessu í hjart- næmri ræðu er hann hélt á fundi 30 þúsund stuðningsmanna sinna á Byltingartorginu í Managva þar sem minnst var að 55 ár eru liðin frá því Þjóðvarðliðar myrtu Augusto Ceres Sandino þjóðhetju Níkaragvabúa. Ortega skýrði einnig frá því að á meðal þeirra er hann vilji náða séu meðlimir í Þjóðvarðliðahóp þeim er drápu bróður hans, Camilo Ortega árið 1978. -Þrátt fyrir að hjarta okkar geti ekki sætt sig við náðun, þá segir hugur okkar að við gerum rétt með því, sagði Ortega meðal annars. -Ég mun leggja beiðni um náðun sautjánhundruð þjóðvarðliða fyrir þingið þann 28. febrúar. Þjóðþing Níkaragva verður að staðfesta náðun ríkisstjórnarinnar, en talið er næsta víst að þingið verði við beiðni Ortega, enda ráða Sand- ínistar 61 þingsæti af 96. Ortega sagði einnig að þeir tvö- þúsund skæruliðar Kontra sem í haldi eru í Níkaragva yrðu leystir úr haldi um leið og búðir Kontraliða í Hondúras yrðu leystar upp. Mannréttindasamtök segja að megnið af þeim átjánhundruð þjóð- varðliðum sem í haldi hafa verið í Níkaragva hafi verið dæmdir að ósekju og sannanir gegn þeim hafi ekki verið nægar. Hins vegar styðja þeir stjórnvöld í Níkaragva í því að halda um eitt hundrað þjóðvarðlið- um áfram í fangelsi þar sem þeir séu ekki einungis í haldi af stjórnmála- ástæðum heldur hafi þeir sannanlega drýgt alvarlega glæpi. ta Skaut fjöl- skyldu sína vegna arfs Fjölskylduerjur við matarborð á heimili einu í Napólí á ftalíu enduðu sorglega í gær. Tæplega fimmtugur iðnverkamaður Vinc- enzo di Costanzo missti sjórn á skapi sínu er hann deildi við frænku sína og eiginmann hennar um arf sem þeim hafði áskotnast. Vincenzo greip til riffils, skaut frænku sína og eigninmann henn- ar og börn þeirra tvö, stúlku á áttunda ári og tólf ára dreng. Vincenzo gaf sig síðan fram við lögreglu. UMSJÓN: Hallur Maqnússon BLAÐAMAÐ Finnland: Kynlífsorlofsferðir lausn á streituvanda Heilbrigðisyfirvöld í Finnlandi hafa skorað á stjórnvöld að koma á fót sérstökum kynlífsorlofsferðum fyrir borgara sem þjást af alvarlegri streitu vegna nútíma lífsmáta. -Fólk er þjáist af streitu ætti að fá tækifæri til að fara f kynlífsorlofs- ferðir til að það geti gleymt áhyggj- um sínum og einbeitt sér í erótísku andrúmslofti, segir í nefndaráliti nefndar á vegum heilbrigðisráðu- neytisins finnska. Hugmynd þessi mun verða rædd á fundi heilbrigðismálastjórnar finnska ríkisins í næsta mánuði. -Fáar frístundir og hinar ýmsu félagslegu skyldur samfélagsins eru helstu hömlur á eðlilegu kvnlífi fólks, segir einnig í fyrrneíndu nefndaráliti. Sérfræðingar þeir er sátu í nefnd- inni leggja einnig til að erótískar bókmenntir, tímarit og listaverk verði aðgengilegri í finnsku samfé- lagi. Telja þeir að stefna beri að erótískara og kynlífshvetjandi and- rúmslofti. Hins vegar segir í nefndarálitinu að streitusjúklingarnir þurfi sjálfir að finna sér mótaðila í kynlífsleiki sína. Hið ríkisrekna heilbrigðiskerfi Finna muni ekki sjá um þá hlið þessarar sérstöku sjúkrameðferðar.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.