Tíminn - 01.03.1989, Qupperneq 2

Tíminn - 01.03.1989, Qupperneq 2
2 Tíminn Miðvikudagur 1. mars 1989 Eríendar sjónvarpsstöðvar komnar til að fylgjast með „bjórtöku“ íslendinga: Frétt að sjá íslendinga í návígi við áfengt 61 Augu heimsins hvíla á íslendingum þessa dagana, ef marka má áhuga erlendra sjónvarps- og útvarpsstöðva á því sem farið er að kalla „bjórtöku“ landans. Verður þar á ferðinni einhver viðamesta landkynning síðan á leiðtoga- fundi þeirra Reagans og Gorbatsjovs. At' því umtali og cftirvæntingu scm víða má finna mætti ætla að I. mars 1989 vcrði talinn einn af merkustu dögum íslandssögunnar og þurfi liclst að leita samjafnaðar við kristnitökuna árið 1000, saman- ber orðnotkunina „bjórtöku". Ástæðan cr, að nú gcta íslendingar kcypt scr áfcngan bjór án þcss að fara fyrst til útlanda, cn slíkt licfur ekki verið hægt síðan 1915. Til marks um þennan áhuga má ncfna að fréttatilkynningar hafa vcrið scndar út m.a. um það hvcnær og hvar formaður íslcnskra bjórað- dácnda ætlar að kaupa fyrsta bjórinn, væntanlcga táknræn at- Itöfn til marks um að verið sc að svala 74 ára upphlöðnum bjór- þorsta íslcnsku þjóöarinnar. I gærmorgun var brcska útvarps- stöðin BBC í hcimsókn hjá Bjarna Martcinssyni ciganda Ölkjallarans við Austurvöll og á hádcgi í dag vcrða a.m.k. þrjár erlendar sjón- varpsstöðvar við Ölkjallarann til að lylgjast mcð þegar fyrsta bjór- glasið verður látið Ircyða á þcim bænum. Sjónvarpsstöðvarnar scm hafa scnt fulltrúa sína hingað til lands. er danska Stöð 2, Ríkissjónvarpið norska og bandaríska sjónvarps- stöðin NBC. I>á cru starfsmcnn bandarísku sjónvarpsstöðvarinnar ABC einnig staddir hér á landi og hyggjast þcir scnda út fréttaþátt beint, á besta útsendingartíma austurstrandar Bandaríkjanna. Þá mun það vcra ætlun sjónvarps- stöðvanna að fylgja íslendingum inn í fyrstu nóttina, þar scnt bjór er drukkinn á íslenskum krám. Bjarni Marteinsson sagði í sam- tali við Tímann að þrjár fyrrnefndu sjónvarpsstöövarnar hafi boðað komu sína til hans með nokkrum fyrirvara. „Ég hcf í hyggju að hafa svolitla athöfn þcgar fyrsti löglcgi bjórinn vcrður látinn freyöa í Öl- kjallaranum, klukkan 12.00 á há- degi," sagði Bjarni. Síðdegis í gær hafði dómsmála- ráðuneytið þcgar vcitt fjórum nýj- um stöðum vínveitingalcyfi, og inn strcymdu umsagnir hlutaðeigandi stofnana um aðra staði scm sótt Itafa um vínveitingaleyfi. Ekki var fullvíst hversu mörg leyfi yrðu veitt til viðbótar í gær. Kútadeildin hjá Sanitas hefur síðustu sólarhringa lagt nótt við nýtan dag við að lcggja leiðslur og koma fyrir þeim tækjum og tólum sem notuð eru til að dæla bjór úr kútum ofan í könnu viðskiptavin- arins. Hafa starfsmenn deildarinn- ar lítið sofið vegna þcssa, enda verður allt að vera tilbúið þegar „bjórtakan" gengur í garð. -ABÓ Bjarni Marteinsson í Ölkjallaranum við Austurvöll. Lögð var síðasta hönd á staöinn um helgina, svo allt verði tilbúið þegar öliö fer aö freyöa. Tímamynd Pjetur Herranótt frumsýnir nýtt íslenskt leikrit: Nýjasta tækni og visindi leikhusa Herranótt, leikfélag Menntaskólans í Reykjavík frum- sýndi í gærkvöldi nýtt íslenskt verk. Höfundur verksins er Sjón en þetta er hans fyrsta leikrit. „Honum hafði hreinlega aldrei áður dottið í hug að skrifa leikrit en tók samt scm áður ntjög vel i þessa beiðni Hcrranætur. Leikrit- inu skilaði Sjón síðan fullgerðu á aðfangadegi jöla," sagði leikstjór- inn Kolbrún Halldórsdóttir í sam- tali við Tímann. Kolbrún hefur áður mikið unnið með áhuga- leikhúsum og skólaleikfélögum. Leikritið bcr heitið „Tóm ást" og hefst árið 2019 í Rcykjavík. Ungur og glæsilcgur geimprins leggur upp í leit að kvonfangi. Hann finnur konuna á japönsku veitingahúsi t Rcykjavík þar sem hún vinnur sem gcngilbeina. Meg- inefni söguþráðarins má segja mjög sígilt. Prinsinn tapar sinni heittelskuðu fljótlega, leitar henn- ar ákaft og að lokum ná þau saman á ný eins og vera ber í sígildum ástarleikjum. Lcitin ber hann vetrarbrauta á milli, sólkerfi úr sólkerfi, allt til 23. víddarinnar. Myndlistaráhugafólk innan skól- ans hcfur hannað búninga og leik- mynd undir umsjón frönsku grímu- gerðarkonunnar Dominique Pau- lain. Uppfærslan cr mjög óvcnjuleg en vcrkið er að miklu leyti sett upp í kvikmyndaformi með litskyggn- um og flciru. Kári Schram, sem er nýútskrifaður úr kvikmyndaskólá í Bandaríkjunum, hefur þar lagt hönd á plóginn. „Þetta hefur verið rosalcga spennandi verkefni og mikil vinna. Pað cr ennþá svo nýtt að vinna með kvikmyndir í þetta beinum tcngslum við leikhús. Kvikmyndin er þá notuð til að búa til umhverfi og sýna hvar hlutirnir eiga sér stað. Til dæmis þcgar prinsinn lendir hér í Reykjavík, þá þurfuni við ckki að mála mynd af Esjunni til að gefa staðsetninguna til kynna. Heldur tökum við lit- skyggnu af fjallinu og vörpum henni upp á sextíu fermetra vegg. Petta gerir leikmyndina auðvitað mjög sérstaka,‘^sagði Kolbrún. Þór Eldon hefur samið tónlist við verkið en hún vcrður einnig flutt af ncmendum, strákum sem starfa í nýstofnaðri popphljóm- sveit. „Við höfum ekki aðeins virkjað þá nemendur skólans sem hafa áhuga á leiklist heldur og þá scm hafa áhuga á vinnu með myndbönd, myndlist,. hljóðvinnu og tleira. Þetta er geysilega yfir- gripsmikil, tækniiega flókin og stór skólasýning. Ég dreg í efa að maður rekist á þær öllu stærri,“ sagði Kolbrún. f aðalhlutverkum sýningarinnar cru Edda Jónsdóttir, Marta Nordal og Hilmir Snær Guðnason. Sýning- arnar verða í Tjarnarbíói og ræðst fjöldi þcirra af aðsókn. jkb ísjakar á reki út undan Bjargtöngum Stakir jakar voru við Óðinsboða á Ströndum í gær, en þegar komið var að Hornbjargi voru mun fleiri ísjakar á reki, samkvæmt upplýsingum sem fengust hjá Þór Jakobssyni á Veðurstofunni. Pá er frekari upplýsinga að vænta frá ísbrjótnum Otto Schmidt, sem væntanlegur var til Reykjavík- ur síðdegis í gær. Á lciðinni frá Hornbjargi aö Kögri og enn lengra, allt að Straumnesi eru ísrastir og jakar á siglingarleiðinni. Greiðfært er í um hálfrar sjómílu fjarlægð frá Straumnesi og á lciðinni frá Straumnesi að Ritum eru fáeinir stakir jakar. Þetta eru upplýsingar sem Mánafoss, sem sigldi frá Sauðár- króki til ísafjarðar. tilkynnti Veður- stofunni um í fyrradag. Að sögn Þórs Jakobssonar veður- fræðings má af þessu ráða að leiðin fyrir Horn sé greiðfær í björtu, en mjög varasöm í myrkri. Þá hefur Veðurstofan haft fregnir af einstaka ísjökum suður með Vestfjörðum, allt suður að Bjargtöngum, sem er mjög óvenjulegt og ekki gerst að því best er vitað sl. tíu ár. Ekki er búist við að þeir reki frekar suður á bóginn. Þór sagði að veðurhorfur væru frekar hagstæðar næstu sólar- hringa og vindáttir þannig að líklegt sé að ísinn reki fjær landi. Von var á rússneska ísbrjótnum Otto Schmidt til Reykjavíkur. Að sögn Þórs Jakobssonar hefur hann farið um ísinn meðfram Austur- Grænlandi og sagði Jakob að búast mætti við frekari fréttum af ísnum þegar hann kæmi að landi, en ís- brjóturinn hefur verið að sigla í gegnum ís sem er 9/10 að þykkleika. -ABÓ Álftafell SU í vanda Togarinn Álftafell SU 100 frá Stöövarfírði var nærri sokkinn í fyrrakvöld eftir að hafa strandað við Gvendarnes en mikill leki kom að skipinu. Hraðfrystihús Stöðvarfjarðar er eigandi togarans. Ekki fengust upp- lýsingar unt ástæður strandsins þar sem sjópróf hafa ekki farið fram, en í gær átti að kanna skemmdir á botni skipsins. Gunnar Smári Agnarsson framkvæmdastjóri hraðfrystihússins vildi ekki nefna neinar upphæðir í því sambandi en sagði þó vera ljóst að um verulegar fjárhæðir væri að ræða. Tólf manns voru um borð í Álftafellinu er það strandaði en sakaði ekki. Um hálf tíuleytið strandaði Álfta- fellið sem fyrr segir við Gvendarnes sem er í mynni Éáskrúðsfjarðar. Slæmt veöur var og vaxandi norð- austanátt og voru björgunarsveitir þegar kallaðar út og skip fóru til aðstoðar. Togarinn komst af strand- stað fyrir eigin vélarafli og hélt inn á Fáskrúðsfjörð. Togarinn Hoffell frá Fáskrúðsfirði sigldi til móts við Álftafellið með dælur og björgunar- búnað. Þegar togararnir mættust var Álftafellið mjög sigið að framan og með mikla slagsíðu. Lekinn var töluverður og höfðu dælurnar ekki undan og var hluti áhafnarinnar ásamt tveimur farþegum fluttur yfir í Hoffellið. Togarinn komst til hafn- ar í Fáskrúðsfirði um miðnættið og urrt nóttina var lokið við að dæla sjó úr skipinu. Ekki er búið að dagsetja hvenær sjópróf fara fram en gera má ráð fyrir að það verði á allra næstu dögum. SSH

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.