Tíminn - 01.03.1989, Síða 5

Tíminn - 01.03.1989, Síða 5
Miðvikudagur 1. mars 1989 Tíminn 5 Sr. Heimir Steinsson. Sr. Jón Bjarman. Sr. Ólafur Skúlason. Sr. Siguróur Sigurðsson. Nokkrar áherslur « ritgerðum þeirra sem gefið hafa kost á sér í embætti biskups: Áherslurnar ólíkar hvað varðar hlutverk biskups Til að létta kjörmönnum biskupsvalið, sem nú er hafíð, beitti Prestafélag íslands sér fyrir því að þeir guðfræðingar, sem gáfu kost á sér til kjörsins, skrifuðu ritgerð um megináherslur sínar í guðfræði. Voru þeir einnig beðnir að fjalla um biskupsembættið, ytra starf kirkjunnar og skipulag með sérstöku tilliti til tengsla við ríkið, og innra starf kirkjunnar, en það varðar boðun, helgisiði, þjónustu og söfnuði, svo og innra skipulag. í þessum ritgerðum gætir nokk- uð mismunandi viðhorfs til ýmissa þátta. Efnið er mikið og víða komið við og er hér því aðeins gerð stuttleg grein fyrir nokkrum áhersl- um þeirra fjögurra guðfræðinga sem svöruðu erindi Prestafélags- ins. Þeir sem svöruðu P.í. voru þeir 'sr. Heimir Steinsson, prestur og þjóðgarðsvörður á Þingvöllum, sr. Jón Bjarman, sjúkrahúsprestur á Landspítalanum, sr. Ólafur Skúlason, dómprófastur og vígslu- biskup, ogsr. Sigurður Sigurðsson, prestur á Selfossi og formaður Prestafélags íslands. Voru ritgerðir þeirra um tíu blaðsíður að lengd hver um sig og er þeirra getið hér í réttri stafrófsröð í örstuttu máli. Lágmarkshlutur almennings Yfirskrift ritgerðar sr. Heimis Steinssonar er „Að varpa eldi á jörðu“. Hið eiginlega guðfræðilega verkefni kirkjunnar segir hann byggjast á hinni róttæku uppfyll- ingu, sem stendur frammi í fæðingu frelsarans, lífi hans, krossdauða og upprisu. Þar sem Kristur er uppris- inn tekur hann á sig kvöl sundraðra samfélagsþátta, en áþreifanleg framkvæmd veltur á djörfung kirkjunnar. „Kirkjan sættir sig væntanlega ekki við að gjörast farandsali á „frjálsum“ flóamark- aði sundurlyndis og andlegrar ör- birgðar. ... Kirkjan hefur eina perlu á boðstólum. Perlan kostar aleigu kaupandans," segir sr. Heimir á einum stað. í kaflanum um þjóðfélagsum- ræðuna segir sr. Heimir að setja beri fram afdráttarlausa kröfu um lágmarkshlutskipti almennings, sem kirkjan beri í rauninni ábyrgð á gagnvart Drottni. „Kirkjan þarf í þessu efni ekki að óttast tíma- bundna vanþóknun stjórnmála- flokka. Hún var hér á undan þeim og verður, þegar þeir eru farnir." Þetta starf kallar sr. Heimir boðun fagnaðarerindisins í verki. Enginn þurfi að vera uggandi um að okkur takist að stofna guðsríki á jörðu, því róttækri kröfu kristindómsins fullnægi Kristureinn. Þá má geta þess að sr. Heimir telur hæfa að biskup sitji, „að öllu sjálfráðu", eigi lengur en liðlega áratug í embætti. Á þeim tíma sé líklegt að honum takist að koma þeim málum fram, sem hann telur mestu varða. Þrír biskupar Sr. Jón Bjarman leggur til grund- vallar sinni ritgerð það álit sem hann vann að í starfsháttarnefnd fyrir hálfum öðrum áratug. Leggur hann áherslu á aðenginn eðlismun- ur sé á embætti biskups og prests, en hinu fyrrnefnda fylgi vitanlega meiri ábyrgð út frá tilsjónarhlut- verkinu. Meðal þess sem segir í ritgerð hans er að krafa sú lifi að biskupsstólarnir á Hólum og í Skál- holti verði endurreistir og biskupar verði því þrír í landinu. Telur hann að kröfur þær sem gerðar eru til biskups íslands séu ofurmannlegar eins og skipulagið er núna og á einskis manns færi að sinna þeim svo fullnægjandi sé. Varðandi þjóðmálaumræðuna, segir sr. Jón, að kirkjan sé engin þjóðmálahreyfing, þótt hún tali til þjóðmálahreyfinga og áminni þær. „Kirkjan sækist ekki eftir verald- legu valdi, en hún verður að tala gegn því þegar það beitir ranglæti og brýtur á þegnunum." Segist sr. Jón því vera stuðningsmaður hug- myndar um stofnun þjóðmálaráðs, þar sem leitast verður við að byggja á forsendum fagnaðarerindisins og kristnu siðferðismati annars vegar og traustri þekkingu á þjóðfélaginu hins vegar. Um skipulag kirkjunnar segir hann að síðustu tillögur um breyt- ingar á lögum um skipan presta- kalla verði að kynna mjög vel og ná verði fram víðtæku samþykki á öllum vettvangi kirkjunnar, áður en þær verða lagðar fyrir Alþingi. Skýrari reglur um yfirstjórn Eitt af því sem sr. Ólafur Skúla- son gerir að umtalsefni í sinni ritgerð, er að á tímum fjölhyggju, fjölmiðlunar og samskipta við önn- ur menningarumhverfi, standi kirkjan frammi fyrir nýjum vanda. Því beri að auka fræðslustarfsemi og efla safnaðarstarf, en einnig koma fram með markviss áhrif á þjóðfélagsumræðuna. í því skyni geti kirkjan boðað til ráðstcfna og námskeiða á ýmsum sviðum. í kaflanum um biskupinn leggur sr. Ólafur áherslu á eftirlitshlut- verk hans. Hann eigi að stappa stálinu í presta og söfnuði með uppörvun og leiðbeiningum. í því sambandi telur sr. Ólafur ekki óeðlilegt að athugað verði hvort biskup geti ekki haft aðsetur í landshlutum til skiptis ákveðinn tíma í senn. Auk þessa hlutverks eigi biskup að gefa út yfirlýsingar í öllum efnum þar sem hann er tákn kirkjunnar gagnvart þjóð og valds- mönnum. Til að biskupi sé gert kleift að gegna bjónustu við söfnuðina, telur sr. Ólafur að fylgj- ast verði vel mcð reynslu af cflingu á þjónustu vígslubiskupanna. I kaflanum um prestastefnu, kirkjuþing og kirkjuráð, bendir sr. Ólafur á að hvergi sé kveðið á um hver skuli senda mál til hvers þessara aðila. Marka þurfi því skýrari reglur um yfirstjórn kirkj- unnar. Einnig sé nauðsynlegt að koma ákvæðum kirkjunnar um leikmannastefnu inn í löggjöf og efla stefnuna samhliða því að leik- menn gangi almennt fram til frek- ari þjónustu og forystu. Að opna kirkjuna Sr. Sigurður Sigurðsson bendir á að samtíð okkar sé trúboðsakur, þar sem enn á ný þurfi að berjast fyrir sannleikanum um að Guð er Guð. Á trúboðsakrinum skipti iniklu að skilja hugsunarhátt þeirra sem boða á trúna. Nauðsynlegt sé að opna kirkjuna fyrir hræringum samtíðarinnar til að hún geti af alvöru brugðist við því, scm er að gerast á ólgusjó upplausnar í sam- tíðinni. Einnig þurfi að opna kirkj- una með aukinni tilbeiðslu og lof- gjörð og biðja þess að Drottinn taki ekki anda sinn frá hcnni. Nú standi kirkjan auk þess frammi fyrir gagngeri endurskoðun á sambandi ríkis og kirkju, hvort hún verði ríkiskirkja eða þjóð- kirkja. Um embætti biskupsins segir hann, að það sé ekki annað eða flóknara en eðli embættis yfirleitt í kirkju okkar. Biskup eigi að láta sér við koma allt líf kristinna manna og vinna að alefli með þeim öflum sem eru að verki í heilbrigð- um söfnuði. Þannig sé biskupinn fyrst og fremst þjónn safnaðarins. Biskup sé enginn sjálfskipaður sálusorgari prestanna, en eigi að láta sig hag þcirra skipta í efnalegu og andlegu tilliti í sama mæli og hann gerir til þeirra kröfur. Starfs- aldur biskups telur sr. Sigurður að þurfi ekki að vera lengri en fimm- tán ár og lækka mætti eftirlauna- aldur biskups í sextíu ár. Hann segir einnig að sameiginlegar þjón- ustustofnanir kirkjunnar eigi ekki að starfa undir beinni stjórn biskups, né á persónulegri ábyrgð hans, umfram söfnuði og starfsemi þeirra. í þessu sambandi megi ekki rugla saman hcitunum biskups- stofa og kirkjuhús, sem hýsirýmsar þjónustustofnanir. KB Biskupskjöriö runniö af staö: Kjörseðlarnir komnir í póst Kjörseðlar og önnur kjörgögn í biskupskjöri voru send af stað í ábyrgð- arpósti sl. mánudag og má því segja að sjálft biskups- kjörið sé hafíð. Það verða 160 kjörmenn sem fá í hend- ur kjörseðla og verður þeim vitanlega nokkur vandi á höndum, þar sem verið er að velja mann til starfa í æðsta og áhrifamesta stjórnunarembætti þjóð- kirkjunnar. Við lok mars- mánaðar ættu niðurstöður að liggja fyrir og þá verður einnig Ijóst hvort kjósa þarf í annað sinn, eða hvort úrslitin ráðast í þessu kjöri. Ef ekki næst stuðningur meiri- hluta kjörmanna við einn kjör- gengan mann, verður að ganga til kosninga að nýj u. Tekur það u. þ. b. fjórar vikur eins og fyrra kjörið til biskups. Ef enginn einn kjörgengur maður nær meirihluta í því kjöri, verður sá valinn til embættis bisk- ups sem flest hefur atkvæðin. I því kjöri verður aðeins kosið á milli þriggja efstu manna úr fyrra bisk- upsvali. Það er því ljóst að ef enginn einn nær meirihluta, áttatíu og einu atkvæði eða meira, verður kosið milli þriggja af þeim fjórum mönnum sem hér er getið á öðrum stað í blaðinu. KB

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.