Tíminn - 01.03.1989, Side 20

Tíminn - 01.03.1989, Side 20
AUGLÝSINGASÍMAR: 680001 — 686300 RfKISSKIP NÚTÍMA FLUTNINGAR Halnarhúsinu v/Tryggvagötu. _____S 28822_____ ^nniieruo^133' MHMBBtFfllftBSKIPn SAMIflNNUBANKANS SUÐURLANDSBRAUT 18, SfMI: 688568 PÓSTFAX TÍMANS 687691 ^0lB1L A s r0 ÞRDSTUR 685060 VANIR MENN MIÐVIKUDAGUR 1. MARS 1989 Fjölmargar hækkanir á nauösynjavörum koma til framkvæmda í dag: VERÐSTODVUNIN FELL ÚR GILDIÁ MIÐNÆTTI Á miönætti féll verðstöðvunin úr gildi eftir að hafa verið við lýði í tæpt hálft ár og er viðbúið að nokkrar verðhækkanir verði í kjölfar þess. í gær veitti Verðlags- ráð leyfi fyrir eftirfarandi hækkunum: Bensín hækkar um 4,6%, úr 41 krónu hver lítri í 42,90 en hækkunin er til komin vegna gengisbreytinga og erlendra veröhækkana. Hiti og rafmagn, sem er tíma- bundið undir Vcrðlagsráði, hækka um allt að 8%. Hjá Land- vara, landsfélagi vöruflutninga- bifreiða á langleiðum verður að meðaltali 7% hækkun. Taxtar á sérleyfisakstri hækka um 12% en 14% í hópferðaakstri. f>á var fundur í gær hjá sex- mannanefnd þar sem ákveða átti hækkanir á búvöruverði. Verð til framleiðenda á naut- gripaafurðum hækkar að meðal- tali um 2,55%, það er mjólk og mjólkurafurðir, nautakjöt og fleira. Vcrð á sauðfjárafurðum hækkar um 2,91% að meðaltali. Það er að segja verð á sláturaf- urðum hækkar um 3,21% en verð á ull og gærum helst óbreytt. „Vegna hækkunar verðs á vinnslustigi, til framleiðenda, en óbreyttrar niðurgrciðslu, slá þessar hækkanir neytandann þyngra en undanfarnar hækkanir hafa gert,“ sagði Gísli Karlsson í sexmannanefndinni í samtali við Tímann. Sú verðhækkun er snýr’ að neytandanum er því öllu meiri en til bænda. Þannig mun einn h'tri af mjólk út úr búð hækka úr 56 kr. í 60,10 kr. sem er 7,3 prósenta hækkun. Peli af rjóma kostar núna 110,50 en var áður á 105,60 kr. sem þýðir 4,64% hækkun, en rjómi er lítið niðurgreidd vara. Smjör er núna skráð á 418 kr. kílóið en var áður á 378 kr.. Hækkunin nemur 10,6%, en þetta er sú vara sem hefur verið hvað mest niðurgreidd. Verð- hækkun annarra búfjárafurða í smásölu lá ekki fyrir í gærkvöldi. í kjölfar niðurfellingar á verð- stöðvuninni verður sex mánaða „umþóttunartími" þar sem gert er ráð fyrir að sérstakt aðhald verði hvað verðhækkanir varðar. Georg Ólafsson verðlagsstjóri sagði í samtali við Tímann í gær að slíkt aðhald fælist fyrst og fremst í því að hið opinbera fylgdist mjög vel með verðlags- breytingum og ástæðum þeirra. Ef hækkanir verða umfram brýn- ustu kostnaðartilefni þá er gert ráð fyrir að gripið sé inn í með því að setja reglur um tíma- bundna hámarksálagningu eða hámarksverð. Þá verður fylgst náið með fyrirtækjum sem eru í einokunaraðstöðu eða ráðandi á markaðinum. Samhliða þessu er lögð áhersla á verðkannanir seni verða unnar í samráði við neyt- enda- og verkalýðsfélögin í land- inu. Aðspurður sagðist Georg bjartsýnn á að Verðlagsstofnun gæti sinn þessu hlutverki sínu hvað eftirlitið varðar. Hann var einnig spurður að því hvort Verð- lagsstofnun hefði fjölgað starfs- fólki vegna þess að gert er ráð fyrir auknu aðhaldi. „Nei, það hefur ekki verið gert. Ég held að það sé ekki um slíkt að ræða á þessum sparnaðartímum." Georg sagði einnig að það væri viðbúið að nokkuð margar hækk- anir yrðu nú þegar verðstöðvunin væri úr gildi, en það hefði alltaf verið gert ráð fyrir því. -SSH/jkb Fórnarlamb öryggisvaröar: Sendiráðið hefur mófmælt harðlega „Sendiráð íslands í París afhenti í gær framkvæmdastjóra Bersy íþróttahallarinnar bréf, þar sem hrottaskap frönsku varöanna er harðlcga mótmælt og þeir fordæmdir,“ sagði Benedikt Jónsson hjá íslenska sendiráðinu í París í samtali við Tímann í gærkvöldi. „Auk þess var afrit af bréfinu sent til franska utanríkisráðuney.tisins, með nótu. Þetta er það sem búið er að gcra og óskað hefur veriö eftir því að réttvísin nái fram að ganga í málinu." sagði Benedikt. Eins og Tíminn greindi frá í gær, fóru verðir í Bersy höllinni í Paris mjög hörðum höndum um tvo íslendinga á meðan og eftir að leikur fslands og Póllands fór fram. Annar mannanna þurfti að fara á spítala, cn hinum var varpað í fangelsi, án sýnilegrar ástæðu. Annar mannana a.m.k. hefur ákveðið að fylgja málinu eftir og hyggst verða sér úti um áverkavott- orð í dag auk þess sem hann fer í utanríkisráðuneytið til að athuga hvaða leið er best að fara til að leggja fram kæru í málinu. Hann sagði að áverkarnir væru þess eðlis að hann ætti eftir að bera merki þeirra til frambúðar. Hann hefur orðið við þeirri ósk Tímans að segja sögu sína af mála- vöxtum. „Þegar leikurinn var flautaður af þá ætlaði ég að þjóta inn á völlinn, eins og nokkrir aðrir. Við vorum mjög neðarlega og fyrir fram- an okkur voru margir verðir. Þar sem ég stekk fram á völlinn lendi ég hjá þessum feita, sköllótta sem varð svona vitlaus. Hann grípur í mig og við dettum þarna yfir auglýsinga- skillin sem féllu um koll og inn á völlinn. Við veltumst þarna um gólf- ið í smá stund, eða þar til fleiri verðir koma og þá nær hann að koma þessum höggum og spörkum á mig. Hann virðist algerlega hafa misst stjórn á skapi sínu, þar til einn vörður kemur aftan að honum og tekur hann hálstaki og í burtu. Þá koma fleiri íslendingar sem ætluðu sér að elta þennan vörð, en þá flýr hann. Nú svo er ég tekinn og farið með mig á bak við þar sem einhver smá læknisaðstaða er og þeir sjá að það þurfi að sauma og gera að sárunum. Ég vildi fá að sýna þeim, vörðunum sem voru þarna og yfirmönnum hallarinnar, hver það var sem gerði þetta, en það var ekki smuga og mér sagt að hann væri farinn úr húsinu. Síðan var ég fluttur með sjúkrabíl á sjúkrahúsið ásamt Dana sem einnig meiddist, þar sem að hluta var gert að sárum mínum.“ Áverkarnir sem maðurinn hlaut voru slæmt nefbrot og stór skurður við eyrað, þannig að það var nær af, eins og hann komst að orði. Auk þess sem hann er mjög marinn um allan skrokkinn eftir högg og spörk varðmannsins. Hann fóráslysavarð- stofuna þegar heim var komið til að láta gera frekar að sárum sínum, m.a. tókst að rétta nefið, sem gengið hafði til. „Áhorfendur sáu þessar aðfarir mannsins og bauluöu á hann," sagði maðurinn. - ABÓ Fjölmcnni og stórmenni fagnaði landsliðinu í handbolta við komuna til landsins í gær. Þar var Vigdís Finnbogadóttir forseti, Steingrímur Sigfússon starfandi menntamálaráðherra, Einar S. Einarsson hjá VISA, Páll Ólafsson f.h. Vífilfells, Einar Sigurðsson hjá Flugleiðum og Matthías Á. Mathiesen. Þau buðu piltana velkomna heim. Jón Hjaltalín þakkaði síðan veittan stuðning. Tímamynd Pjetur Borgardómur staðfestir úrskurð sjávarútvegsráðuneytisins í máli Jökuls á Hellissandi: 120 TONN GERD UPPTÆK Borgardómur Reykjavíkur staðfesti í gær úrskurð sjávar- útvegsráðuneytisins þess efnis að 120 tonn af óslægðum þorski skyldu gerð upptæk hjá frystihúsinu Jökli á Hellissandi. Jökull er í eigu Skúla Alexanderssonar alþingismanns. Úrskurður ráðuneytisins var sá að 120 tonn af þorski vantaði uppá afla þeirra báta sem lögðu upp hjá Jökli árið 1986, til að sá fiskur sem kom inn í frystihúsið stæði undir framleiðslu þesná fiskafurðum það árið. Þetta þýðir samkvæmt úr- skurði ráðuneytisins að meiri ftskur hafi farið út úr frystihúsinu en kom inn í það. Ráðuncytið taldi að Fiskifélagi íslands hafi vísvitandi verið gefnar rangar upplýsingar um afla. Aflinn sem um ræðir, var talinn ólöglegur og metinn á rúmar 1,5 milljónir króna. Forsvarsmenn Jökuls telja hins vegar og leggja gögn fram því til stuðnings að nýting á aflanum hafi verið betri cn ráðuneytið telur. Auk þess telur lögmaður Jökuls að í lögum um upptöku ólöglegs sjáv- arafla hafi dómsvald verið framselt í hendur framkvæmdavalds. Borgardómur úrskurðaði svo að enda þótt ráðuneytinu séu með lögunum ' veittar mjög víðtækar hcimildir til upptöku ólöglegs sjáv- arafla séu slíkir úrskurðir ekki endaniegir, heldur séu þeir bornir undir almenna dómstóla, eins og gert var. Þá kemur einnig fram í dómsniðurstöðum að ekki hafi komið fram skýringar sem geri það sennilegt að hjá Jökli hafi náðst hærra nýtingarhlutfall en ráðuneyt- ið byggi á. í raun bendi gögn málsins til hins gagnstæða. Skúli hefur áfrýjað málinu til Hæstaréttar. -ABÓ

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.