Tíminn - 02.03.1989, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 2. mars 1989
Tíminn 5
Að öllu óbreyttu munu skuldir ríkisins viö bændur vegna van-
goldinna jarðræktarframlaga hækka um 62 milljónir milli ára:
RIKIÐ SKULDAR NU
BÆNDUM 253 M. KR.
Ríkið hefur svikið gerða samninga við þá bændur sem
staðið hafa í framkvæmdum á síðustu tveimur árum.
Alþingi samþykkti jarðræktarlög 1987 þar sem kveðið er á
um að styrkir skuli greiddir vegna ýmissa nýframkvæmda
bænda. Samkvæmt því hafa bændur farið út í framkvæmdir
og stofnað til skuldbindinga sem forsendur eru nú brostnar
fyrir vegna vanskila ríkisins. Þessir bændur verða að
fjármagna á eigin vegum 91 m. kr. skuld ríkisins fyrir ’87
sem átti að greiðast í fyrra og vanskilin hækka í 153,5 m.
kr. á þessu ári. Gunnar Sæmundsson búnaðarþingsfulltrúi
segir ríkið með þessu koma aftan að bændum.
Ríkissjóður skuldar bændum
237 milljónir vegna ógreiddra jarð-
ræktarframlaga, 75 milljónir fyrir
árið 1987, sem áttu að greiðast á
síðasta ári og 162 milljónir fyrir
1988, sem eiga að greiðast á þessu
ári. f fjárlögum þessa árs er gert
ráð fyrir 100 m. kr. fjárveitingu til
greiðslu jarðræktarframlaga,
m.ö.o. skuld ríkisins við bændur
mun aukast úr 75 milljónum í 137
milljónir, verði ekkert að gert. Sé
skuldin fyrir 1987 framreiknuð
miðað við vísitölu, nemur hún 91,5
milljónum á núgildandi verðlagi, í
stað 75 milljóna. Það má því segja
að í raun skuldi ríkið bændum
153,5 milljónir vegna ógreiddra
jarðræktarframlaga fyrir árin 1987
og 1988. Tölur þessar eru byggðar
á upplýsingum frá Búnaðarsam-
bandi fslands.
Jarðræktarframlög eru ákveðin
samkvæmt jarðræktarlögum sem
sett eru af Alþingi. Pau fela í sér
að bændur eru styrktir til ákveð-
inna framkvæmda, með því að
ríkið greiðir ákveðna prósentu af
heildarkostnaði, eða greiðir
ákveðna upphæð á rúmmetra eða
fermetra af nýbyggingum. Sem
dæmi má nefna að greiddar hafa
verið rúmar 130 krónur út á hvern
fermetra af hlöðum sem byggðar
hafa verið, haughúsbyggingar eru
styrktar líka og þar er miðað við
rúmmetra. Þá eru einnig greiddir
styrkir vegna nýrækta, grafinna
skurða, girðinga o.fl. Bændur eiga
að fá styrki þessa greidda eftirá.
Þeir aðilar sem lagt hafa út í stórar
framkvæmdir á árinu 1987 og
reiknað með styrk samkvæmt jarð-
ræktarlögum, sitja nú uppi með
það að fá ekki greidd þau framlög
sem þeir eiga rétt á lögum
samkvæmt. Þetta hefur valdið
mörgum bændum verulegum vand-
ræðum og hefur Búnaðarþing 1989
sem haldið er á Hótel Sögu þessa
dagana tekið þessi mál til um-
fjöllunar.
Tíminn hafði samband við
Gunnar Sæmundsson sem er full-
trúi á þinginu fyrir V-Húnavatns-
sýslu og sagði hann að með þessu
væri verið að koma hastarlega
aftan að bændum. Þeim hefði verið
sagt að sækja um þessa styrki og
því hefði verið treyst er menn
gerðu sínar fjárhagsáætlanir að við
lögin yrði staðið. í>au jarðræktar-
lög sem nú eru í gildi voru samin
1987 og samþykkt á Alþingi. Sagði
Gunnar Sæmundsson segir að með
því að greiða ekki lögbundin jarð-
ræktarframlög sé ríkiö að koma
aftan að bændum.
Gunnar að nú lægju fyrir búnaðar-
þingi fjórar ályktanir þar sem van-
efndir framkvæmdavaldsins væru
fordæmdar. Þetta væri mál sem
þingið yrði að taka mjög föstum
tökum og ef þeir sömu menn og
samþykktu lögin árið 1987 treystu
sér ekki til að standa við þau árið
eftir, væri spurning hvort þeir væru
verðir trausts kjósenda sinna. í
einni af tillögunum fjórum er lagt
til að höfðað verði mál á hendur
ríkissjóði vegna þessa.
Nú er verið að vinna að gerð
nýrra jarðræktarlaga og búfjár-
ræktarlaga hjá landbúnaðarráð-
herra sém gera ráð fyrir verulegum
niðurskurði styrkja. Það myndi
ekki einungis bitna á bændum,
heldur líka á búnaðarsamböndun-
um út um landið, sem annast í
flestum tilfellum landbrot og
skurðgröft fyrir bændur. Þá er
búfjárræktin einnig stór liður í
starfsemi búnaðarsambandanna.
Gunnar sagði að ef þær hugmyndir
sem uppi eru um að skera styrki til
búfjárræktar og jarðræktarstyrki
vcrulega niður væri með því verið
að kippa fjárhagslegum grundvelli
undan búnaðarsamböndunum.
-ág
ÁTVR vildi banna sölu áfengs öls í
Fríversluninni vegna gruns um tekjutap:
Bjórbanni
frestað í
Leifsstöð
Alla síðustu viku hefur verið rætt um það í fullri alvöru
að banna eigi sölu áfengs öls í Fríversluninni í Leifsstöð frá
og með 1. mars, þeim degi er sala þess var heimiluð á
íslandi eftir 77 ára bann (frá 1912).
Hefur forstjóri ÁTVR, Hösk-
utdur Jónsson, átt formlegar við-
ræður við fríverslunarmenn síðast-
liðna tvo daga til að fylgja þessu
máli eftir. Þegar Tíminn talaði við
Guðmund Karl Jónsson, fram-
kvæmdastjóra Fríverslunarinnar, í
gær var komin sú niðurstaða í
viðræðurnar að fresta slíkri
ákvörðun þar til komin væri
reynsla á sölu áfengs öls bæði í
Leifsstöð og verslunum ÁTVR.
Samkvæmt heimildum Tímans
voru rök ÁTVR þau að með sölu
á áfengu öli á mun lægra verði í
Fríversluninni, dragi úr sölu á
ölinu f verslunum ÁTVR. Þannig
skertist söluhagnaður ríkissjóðs
þegar á heildina væri litið. Rökin
með því að sala ölsins verði áfram
leyfð í Leifsstöð eru á hinn bóginn
þau að þótt salan yrði bönnuð þar,
verði ekki sannað að fólk kaupi
ölið í sama mæli á hærra verði út
úr vínbúðum ÁTVR. Einnig væri
á það að líta að ef fólk fcngi ekki
að kaupa áfengt öl í Leifsstöð,
myndi það iíklega í staðinn kaupa
sér léttvín eða sterkt vín og söiutap
ríkissjóðs yrði nálægt því sama.
Ákveðið hefur vcrið að slá
ákvörðun um bjórbannið í Leifs-
stöð á frest um óákveðinn tíma.
Neytendur geta því enn um sinn
reiknað með því að fá keypt ódýrt
áfengt öl við landgöngu í Keflavík.
Ljóst cr þó að framkvæmdastjórn
Áfengis- og tóbaksverslunar ríkis-
ins eru ekki búnir að sleppa hend-
inni af þessúm mögulega tekjuauka
og einnig er ljóst að gæslumenn
ríkissjóðs í fjármálaráðuneytinu
líta hann einnig hýru auga. -
KB
Ölsalan 1. mars svarar til tveggja og hálfrar dósar á hvern íslending yfir tvítugu:
Keyptum 400þúsund
öldósir fyrsta mars
„Mér er það mikil ánægja að klippa á 77 ára bjórbann á íslandi,“ sagði
Magnús L. Sveinsson forseti borgarstjórnar við bjórtökuathöfn í Ölkjallaran-
um við Pósthússtræti á slaginu 12 í gær. Tímamynd: Pjetur
Áætlað hefur verið að um 120 til
130 þúsund lítrar af áfengu öli hafi
verið selt á fyrsta degi bjórsölu um
allt land. Þetta samsvarar nær fjögur
hundruð þúsund 33 dl öldósum, en
inni í þessari áætlun er einnig reikn-
að það magn sem selt var út til
vcitingahúsa í dósum, flöskum og á
kútum. Miðað við að útsöluverð á
hverri dós sé að meðaltali um 105
krónur, má gera því skóna að sölu-
tekjur ÁTVR hafi numið um fjöru-
tíu milljónum króna þennan fyrsta
dag marsmánaðar.
Ef litið er til mannfjölda á íslandi,
má ætla að hver einasti íbúi þessa
lands, sem náð hefur tvítugsaldri,
hafi keypt sér tæplega tvær og hálfa
dós af sterku öli daginn sem sala þess
var heimiluð að nýju frá árinu 1912.
Ef hins vegar er litið til þeirra 77 ára
sem sölubannið hefur verið í gildi,
mætti stilla upp fjórtán öldósum
fyrir hvern einasta dag í sölubanni.
Magnið er slíkt að landsmenn ætla
greinilega að bæta sér upp hvern
banndag fjórtánfalt.
Hjá verslunum Áfengis- og tó-
baksverslunar ríkisins fengust þær
upplýsingar að tæplega 190 þúsund
öldósir hafi selst í Reykjavík einni í
gær. Þar sem meðalverð öldósar út
úr þessum verslunum er um 105
krónur, kemur í ljós að sölutekjur
ÁTVR voru um 20 milljónir króna í
Reykjavíkurbúðunum þennan dag.
Utsalan í Kringlunni var söluhæst og
afgreiddi 45.998 dósir til viðskipta-
vina sinna. Að sögn Sævars Skafta-
sonar, útsölustjóra, var mjög mikið
að gera og væri rétt að flokka
þennan dag með fullorðnum föstu-
dögum miðað við annir og fjölda
viðskiptavina, en miðað við sölutöl-
ur væri hægt að flokka daginn með
venjulegum föstudegi. Það stafar af
því að sölueiningar bjórs eru mun
ódýrari en í vínum og sterkum
drykkjum.
f útsölunni á Snorrabraut var
salan áætluð þannig að um 38.000
dósir heföu selst. Við Lindargötu
seldust 37.728 dósir og í nýju útsöl-
unni við Stuðlaháls, „Heiðrúnu“,
var talið að selst hefðu um 36 þúsund
dósir í gær. Bjarni Þorsteinsson,
útsölustjóri Heiðrúnar, sagðist vera
mjög ánægður með útkomuna, en
ekki hafi verið vitað svo mikið um
hvernig þessi nýja verslun stæði sig
á markaðnum. Á Akureyri var salan
um 36 þúsund dósir út úr verslun
ÁTVR.
Koma þessar tölur nokkuð heim
og saman við þá söluskiptingu sem
ríkt hefur í vínsölu á undanförnum
árum og er því ljóst að flestir fara
eftir öli í þá búð þar sem þeir eru
vanir að kaupa vín og sterka drykki.
Ekki eru til neinar endanlegar
tölur um sölu á veitingahúsum
landsins, enda stóð öldrykkjan enn
yfir á öldurhúsum, þegar Tíminn fór
í prentun í gærkvöldi. Samkvæmt
lauslegri áætlun sölustjóra ÁTVR,
Þórs Oddgeirssonar, hefur salan til
veitingahúsa og kráa veriö um 25 til
30 þúsund lítrar af öli í kútum, á
flöskum og í dósunt. Miðað við
söluna út úr útsölum í Reykjavík má
svo áætla að heildarsalan yfir allt
landið hafi verið um 100 þúsund
lítrar úr verslunum, eða samanlagt
um 125-130 þúsund lítrar. Þetta eru
nálægt 400 þúsund dósir að magni og
þá er bara eftir að sjá hvernig fólki
gengur að skola þessu niður og rísa
samt upp til vinnu sinnar að morgni.
KB