Tíminn - 02.03.1989, Blaðsíða 19
v r Igjpirptudf map, 1989
síffiji
ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ
Óvitar
barnaleikrit eftir Guðrúnu Helgadóttur
Ath! Sýningar um helgar hetjast kl. tvö
eftir hádegi.
í dag kl. 17.00 Uppselt
Laugardag kl. 14.00. Uppselt
Sunnudag kl. 14.00. Uppselt
Laugardag 11.3. kl. 14.00. Uppselt
Sunnudag 12.3. kl. 14.00. Uppselt
Laugardag 18.3. kl. 14. Uppselt
Sunnudag 19.3. kl. 14.00. Uppselt
Sunnudag 2.4. kl. 14.00.
Laugardag 8.4. kl. 14.00
Sunnudag 9.4. kl. 14.00
Laugardag 15.4. kl. 14.00
Sunnudag 16.4. kl. 14.00
Háskaleg kynni
leikrit eftir Christopher Hampton
byggt á skáldsögunni
Les Liaisons Dangereuses eftir Laclos
Föstudag 5. sýning
Laugardag 6. sýning
Laugardag 11.3.7. sýning
Miðvikudag 15.3.8. sýning
Föstudag 17.3.9. sýning
Kortagestir ath.l Þessi sýning kemur í
stað listdans í febrúar.
London City Bailet
gestaleikur frá Lundúnum
Föstudag 31.3. kl. 20.00. Fáein sæti laus
Laugardag 1.4. kl. 20.00. Fáein sæti laus
Litla sviðið:
immm
nýtt leikrit eftir Valgeir Skagfjörð
I kvöld kl. 20.30
Sunnudag kl. 20.30
Miðvikudag kl. 20.30
Föstudag 10.3. kl. 20.30
Sunnudag 12.3. kl. 20.30
Miðasala Þjóöleikhússins eropin alladaga
nema mánudaga frá kl. 13-20.00 og til kl.
20.30, þegar sýnt er á Litla sviðinu.
Símapantanir einnig virka daga frá kl.
10-12. Sími 11200.
Leikhúskjallarinn er opinn öll
sýningarkvöld frá kl. 18.00.
Leikhúsveisla Þjóðleikhússins: Máltíðog
miði á gjafverði.
SAMKORT |
Richard
Chamberlain
á í vændum eitt
merkilegasta hlutverk sitt.
Þannig liggur í því að
endurminningar Reagans
forseta eru væntanlegar á
bók seinna á árinu og þegar
er búið að ákveða að
kvikmynda þær. Richard á
að leika Reagan. Hann
kveðst auðvitað ekki hafa
lesið bókina en þekki
Reagan og líf hans
mætavel. Hann hlakkar
mjög til að takast á við
verkefnið.
u;iKi 'f :iA(; 2í2 22
Rf-rVK|AViKlJK "P
SVEITASINFÓNÍA
eftir Ragnar Arnalds
Tónlist: Atli Heimir Sveinsson
Leikmynd og búningar: Sigurjón
Jóhannsson
Leikstjóri: Þórhallur Sigurðsson
I kvöld kl. 20.30
Laugardag 4. mars kl. 20.30 Uppselt
Sunnudag 5. mars kl. 20.30
Þriðjudag 7. mars kl. 20.30
Fimmtudag 9. mars kl. 20.30
eftir Göran Tunström
Ath. breyttan sýningartíma
Fimmtudag 2. mars kl. 20.00. Uppselt
Föstudag 3. mars kl. 20.00 Uppselt
Miðvikudag 8. mars kl. 20.00
Laugardag 11. mars kl. 20.00
Þriðjudag 14. mars kl. 20.00
Barnaleikrit eftir Olgu Guðrúnu
Árnadóttur
Leikstjórn: Ásdís Skúladóttir
Leikmynd og búningar: Hlín
Gunnarsdóttir
Tónlist: Soffia Vagnsdóttir
Aðstoðarleikstjóri: Margrét Árnadóttir
Lýsing: Lárus Björnsson og Egill Örn
Ámason
Aðstoð við hreyfingar: Auður Bjarnadóttir
Leikendur: Kjartan Bjargmundsson,
Margrét Árnadóttir, Edda Björgvinsdóttir,
Ása Hlín Svavarsdóttir, Stefán Sturla
Sigurjónsson, Valgerður Dan Jónsdóttir,
Rósa Guðný Þórsdóttir, Ólöf Sverrisdóttir,
Amheiður Ingimundardóttir, Ólöf Söebech,
Margrét Guðmundsdóttir, Kristján Franklin
Magnús og Sigrún Edda Björnsdóttir.
Laugard. 4. mars kl. 14
Sunnud. 5. marskl. 14
Laugardag 11. marskl. 14
Sunnudag 12. marskl. 14
Miðasala i Iðnó simi 16620
Miðasalan í Iðnó er opin daglega kl. 14-19
og fram að sýningu þá daga sem leikið er.
Símapantanir virka daga frá kl. 10-12.
Einnig símsala með VISA og EUROCARD
á sama tima. Nú er verið að taka á móti
pöntunumtil 9. apríl 1989.
I I
! I
Gina
Lollobrigida
leikur ömmu í fyrstu
kvikmynd sinni í tíu ár.
Annars hefur hún verið
önnum kafin á bak við
myndavélina í nokkur ár og
auk þess leikið í nokkrum
sjónvarpsþáttum. Nýja
myndin heitir „Rómverska
konan.“
'fífTÍihn’ 19
Kampakáturfaðir
Ekki leynir sér að ganila kempan Yves Montand ér
himinlifandi þar sem hann hampar fyrsta barni sínu, syninum
Valentin Giovanni Jacques, sem fæddist á gamlaárskvöld.
Drengurinn vóg 18 merkur en það kom ekki að sök því Carla
móðir hans er bæði ung og hraust.
Montand er annars að leika í nýrri mynd þessa stundina og
auk þess hneigist hugur hans æ meira að frönskum stjórnmál-
um svo ekki er að merkja að öldungurinn hyggist setjast í
helgan stein á næstunni.
Fjölhæf
stúlka
Nú eru þættirnir „Vistaskipti" byrjaðir aftur í Ríkissjón-
varpinu, en án Huxtable-dótturinnar Denise sem leikin var af
Lisu Bonet og ekkert verri fyrir það. Ein litríkasta persónan
í Hillman-skólanum er eflaust freka dekurdrósin Whitley sem
fer í taugarnar á öllum, þrátt fyrir fallegt útlit og glæsileika í
hvívetna.
Sú sem leikur Whitley hcitir Jasmine Guy og er ekki bara
leikkona. Hún sýnir einnig föt, syngur bakraddir hjá Prince á
hljómleikum og skrifar ljóð og smásögur. Hana langar til að
gerast rithöfundur en hefur ekki tíma til þess ennþá, sem varla
er að undra.
Auk alls þessa hefur Jasmine komið við í öðrum framhalds-
þáttum í sjónvarpi, leikið á sviði og í kvikmynd. Geri aðrir
betur.
Clark Gable, draumaprins
allra kvenna fyrir 40 árum
svo.
NýrClarkGable
Einn frægasti kvikmynda-
leikari sögunnar hefur nú
eignast sonarson sem ber
nafn hans. Clark litli Gable
fæddist 20. september í haust,
28 árum eftir að faðir hans,
John Gable, leit dagsins Ijós.
Móðir hans heitir Tracy
Gable.
Mörgum finnst óðs manns
æði að láta lítil börn bera
nöfn frægra forfeðra. Clark
eldri sagði sjálfur að sonur
sinn mætti ekki heita Clark,
því það yrði honum fjötur um
fót á lífsleiðinni. John Gable
segir að það geti varla verið
svo mörgum árum síðar.
Margir hafa velt fyrir sér
hvort John léti ekki til leiðast
að leika í kvikmynd en hann
hefur hingað til haft allan
hugann við kappakstur og
allt slíkt hefur legið á hill-
unni. Nú hefur hann þó loks
samþykkt að leika í vestra
þar sem mikið er að gerast og
meira stendur til og hann
telur sig geta fengið útrás
fyrir ævintýraþrá sína.
John saknaði þess sárt í
uppvextinum að eiga ekki
föður en hann bjó hjá móður
sinni, Kay Spreckels í Malibu
við Los Angeles. Eftir að
tilraun var gerð til að ræna
honum ársgömlum, var hann
verndaður mjög gegn um-
heiminum og því hafa ekki
oft sést myndir af honum.
John Gable með son sinn, Clark Gable yngri. Nú fáum við
að sjá John leika í vestra.