Tíminn - 02.03.1989, Blaðsíða 6
6 Tíminn
Fimmtudagur 2. mars 1989
„BJÓR-
LYKTAR-
EYÐIR“
Nú er kominn á markaðinn hcr á
landi nýr munnúði sem getur komið
sér vel fyrir þá sem freistast til þess
að drekka bjór á þeini tímum dags
sem taldir eru óæskilegir. Munurinn
á þessum munnúða ogöðrum sem er
á markaðinum cr sá að hann eyðir
lykt og bragði en yfirgnæfir ekki
andremmu með því að búa til nýja
lykt í staðinn.
Munnúði þessi heitir CamoCare
og er uppistaðan í honum kamillu-
jurtin sem lengi hefur verið notuð til
ýmiskonar lækninga. Úðinn er sér-
staklega gerður fyrir þá sem eru
miklir reykingamenn eða borða
sterkan mat, einnig tekur hann scm
fyrr segir í burt vínlykt og bjórlykt.
Innflytjandinn sagði aö úðinn gæti
til dæmis komið sér vel fyrir þá sem
eru vanir að fá sér pilsner mcð
hádegismatnum, með því að nota
munnúðann þyrftu þeir ekki að ótt-
ast að fólk héldi að þeir heföu veriö
að sötra bjór í vinnunni.
Fólk ætti þó að hafa í liuga að
notkun á úðanum minnkar ekki
líkurnar á því að upp um víndrykkj-
una komist ef blásið er í blööruna
hjá lögreglunni.
Mælt er með þessum úða fyrir
söngvara og ræðumenn því kamillan
hefur græðandi og mýkjandi áhrif.
CamoCare úðinn fæst einungis í
apótekum og kostar glasið 345
krónur. SSH
Timamynd:P)etur
Úðinn eyðir hverskonar lykt, andremmu, bjór- og áfengislykt og tóbakslykt'
Árbæjarsafn í norrænu samstarfi viö útgáfu sögu ýmissa borga
Byggingarsaga
Reykjavíkur
Útgáfustarfsemi á vegum
Arbæjarsafns hefur verið
óvenju mikil undanfarið.
Bæði hefur verið gefinn út
Reykjavíkur Atlas í Nor-
rænni ritröð og árbók safns-
ins í fyrsta skipti.
Nýlega kom út á vegum
Árbæjarsafns Scandinavian
Atlas of Historic towns
No.6 - Reykjavík.
Um er að ræða norræna ritröð
þar sem fjaliað cr á hliðstæðan hátt
utn fimmtán borgir og bæi á
Norðurlöndum. Samstarfið hófst
árið 1973. Upphaf þessa samstarfs
má rekja til samtakanna Contmiss-
ion Internationale pour 1‘Histoire
des Villes (alþjóðleg samtök um
borgarsögu) sem hafa staðið fyrir
svipaðri skráningu á sögu borga
víða um lönd, einkum í Evrópu.
Sögur borga á Norðurlöndum vant-
aði og var því hafist handa við
úrbætur.
Ritið um Reykjavík er unnið af
Salvöru Jónsdóttur landfræðingi í
samráði við Nönnu Hermannsdótt-
ur fyrrverandi borgarminjavörð.
Það er gefið út í broti sem nálgast
stærð A3 blaðs.
Einkennandi fyrir ritröðina er
að meginuppistaða hennar eru
teiknuð kort. Tilgangurinn er að
leggja upplýsingar um byggð og
íbúa fram á þann hátt að auðvelt
sé að bera saman þróun ýmissa
borga. Til grundvallar liggja hug-
myndir um að sameiginleg mynstur
megi finna í borgarbyggðinni þrátt
fyrir mismunandi aðstæður á hverj-
um stað. Einnig auðveldar þetta
athuganir á fleiri atriðum eins og
til dæmis því hvort stéttaskipting
hafi haft áhrif á búsetu milli borgar-
hverfa.
Tímabilið sem er athugað eru
nokkrir tugir ára fyrir iðnbylting-
Salvör Jónsdóttir
TímamyndiÁrni Bjarna
una. Nema á íslandi þar er tímabil-
ið 1850-1902. Ástæða þessa er
helst sú að þjóðfélagsbreytingar
sem víðast hvar áttu sér stað
skömmu fyrir iðnbyltingu voru
seinna á ferð hér á landi. „Iðnbylt-
ing" íslendinga er talin hefjast með
skútuöldinni og þar nteð allar hinar
öru breytingará samfélaginu. Bæði
hvað varðar búsetu, breytta stétta-
skiptingu, nýjar stéttir sem komu
fram og svo mætti lengi telja.
Reykjavíkur Atlasinn var unn-
inn á árunum 1983-1986. Forvinna
að honum var gífurlega mikil.
Sérstaklega vegna þess að Atlasinn
er, samkvæmt ákvöröun norrænn-
ar ritnefndar, á þremur tungumál-
um, íslensku, ensku og sænsku.
Höfundurinn var ekki sáttur við
það sökum þess að hliðstæðar sög-
ur hinna landanna eru á móðurmáli
landsins og aðeins þýddar á ensku.
Einnig tafði að áður en liægt var að
færa inn á uppdrætti upplýsingar
um byggingar og eigendur þeirra
þurfti að finna húsum og lóðum
stað við seinni tíma götur og götu-
númer. Lóðirnar höfðu í mörgum
tilvikum ekki sömu númer, nöfn
húsanna hafa oft breyst og mörg
þeirra eru horfin. Upplýsingar um
byggingarnar og eigendur þeirra
cru unnar upp úr brunavirðingum,
sóknarmannatölum, bæjarskrám
og fleiri heimildum.
Norræni menningarmálasjóður-
inn hefur stutt verkið frá upphafi
og veitti sérstakan styrk til útgáf-
unnar. Verkið hlaut tvisvar styrk
úr Vísindasjóði en að öðru leyti
hefur Reykjavíkurborg greitt
kostnað við það. Atlasinn kostar
7500 krónur sem er nokkuð undir
kostnaðarverði, vegna styrkjanna.
Árbæjarsafn hefur gefið fleira út
en þetta rit um Reykjavík. í fyrra
var gefin út árbók safnsins í fyrsta
skipti. Þar segir fá sögu safnsins og
því starfi sem fer fram bak við
tjöldin, það er að segja utan opn-
unartíma. Samtalseru níu manns í
fullu starfi hjá safninu auk nokk-
urra lausráðinna. í árbókinni
greinir nteðal annars frá mynda-
safni, rannsóknum á vegum safns-
ins og ntörgu fleiru. Ætlunin er að
gefa aðra árbók út þegar líða tekur
á sumarið og hefur þegar verið
farið af stað með öflun efnis í hana.
Árbæjarsafn er ekki ríkisstyrkt.
Reykjavíkurborg berallan kostnað
við rekstur þess og sagði Ragnheið-
ur H. Þórarinsdóttir að þau mættu
vel við una með það fjármagn sem
til þess er veitt. Hún sagði einnig
að borgaryfirvöld hefðu undan-
tekningarlítið sýnt safninu mikinn
skilning. Einkum þegar upp hafa
komið verkefni á miðju ári sem
ekki hafði verið gert ráð fyrir í
fjárveitingum. jkb
F.v.: Þorsteinn Gunnarsson, Leifur Blumenstein, Sigríður Þorvaldsdóttir
(fyrir Róbert Arnfinnsson), Björn Th. Björnsson, Rut Ingólfsdóttir, Viðar
Víkingsson, Sigurður Örlygsson. Á myndina vantar ValgerðiTorfadóttur. .
(I)V mynd GVA).
Menningarverðlaun DV
Menningarverðlaun DV fyrir árið
1988 voru afhent fyrir skömmu í
hádegsiverðarboði í Þingholti, Hótel
Holti. Er þetta í ellefta sinn sem
verðlaunin eru veitt.
Að þessu sinni hlutu verðlaunin:
Björn Th. Björnsson rithöfundur
og listfræðingur fyrir bók sína,
„Minningarmörk í Hólavallagarði"
(Mál og menning).
Rut Ingólfsdóttir fiðluleikari fyrir
störf sín með íslensku kammersveit-
inni sem nú heldur upp á fimmtán
ára afmæli sitt.
Róbert Arnfinnsson leikari fyrir
leik sinn í „Heimkomunni" eftir
Harold Pinter sem P-leikhúsið stóð
fyrir.
Sigurður Örlygsson myndlistar-
maður fyrir framlag sitt til íslenskrar
myndlistar á árinu 1988.
Þorsteinn Gunnarsson arkitekt og
Leifur Blumenstein byggingar-
fræðingur fyrir endurbyggingu Við-
eyjarstofu og Viðeyjarkirkju,
Viðar Víkingsson kvikmynda-
gerðarmaður fyrir sjónvarpsmynd-
irnar „Tilbury" og „Guðmundur
Kamban".
Valgerður Torfadóttir textíl-
hönnuður fyrir fatahönnun sína.
Eins og endranær skipaði DV
þriggja manna dómnefndir gagnrýn-
enda og annarra sérfræðinga fyrir
hverja listgrein, og tilnefndu nefnd-
irnar listafólkið til verðlauna.
Verðlaunagripina gerði Örn Þor-
steinsson myndlistarmaður en þeir
eru í formi sjö marmaraskúlptúra.
Pollý hætt komin
í Skerjafirðinum
Björgunarsveitin Albert var köll-
uð út kl. 17.00 í fyrradag til að
aðstoða skemmtibátinn Pollý á
Skerjafirði.
Vélarbilun hafði orðið og rak
bátinn að grynningum sem eru út af
Álftanesi í Skerjafirði. Þrátt fyrir að
kastað hafi verið út akkeri til að
stöðva rek bátsins, kom allt fyrir
ekki og átti báturinn stutt eftir á
grynningarnar þegar áhöfnin á Ás-
geiri M. báti björgunarsveitarinnar
Alberts kom á vettvang og tók Pollý
í tog. Engann sakaði og var Pollý
dregin til hafnar í Kópavogi.
" - ABÓ