Tíminn - 02.03.1989, Blaðsíða 10

Tíminn - 02.03.1989, Blaðsíða 10
10 Tíminn Fimmtudagur 2. mars 1989 Framsóknarvist Haraidur Ólafsson veröur haldin sunnudaginn 5. mars að Hótel Lind kl. 14. Veitt veröa þrenn verðlaun karla og kvenna. Haraldur Ólafsson dósent flytur stutt ávarp í kaffihléi, aðgangseyrir kr. 400.-. Kaffiveitingar innifaldar. Framsóknarfélag Reykjavíkur. m Árnesingar Guðjón B. Ólafsson Framsóknarfélag Árnessýslu boðar til félagsfundar um málefni Samvinnuhreyfingarinnar mánudaginn 6. mars kl. 21 að Eyrarvegi 15, Selfossi. Frummælandi verður Guðjón B. Ólafsson forstjóri Sambandsins. Félagsmenn og aðrir áhugamenn um málefni Samvinnuhreyfingar- innar eru hvattir til að mæta. Stjórnin Félag framsóknarkvenna í Reykjavík Almennur félagsfundur verður laugardaginn 4. mars kl. 14 að Nóatúni 21. Mætið vel. Stjórnin. LEKUR : ER KEDDiÐ BLOKKIN? SPRUNCIÐ? Viögeröir á öllum heödum og blokkurn. Plönum hedd og blokkir — rennum ventla. Eigum oft skiptihedd i ýmsar geröir bifreiöa. Viöhald og viögeröir á iönaðarvélum — járnsmíöi. Vélsmiðja Hauks B. Guðjónssonar Súöarvogi 34. Kænutfogsmegin -Sími 84110 t Útför móður okkar Maríu Emilíu Albertsdóttur frá Sléttu, Sléttuhreppi, fer fram frá Fossvogskirkju föstudaginn 3. mars kl. 3. Þeir sem vildu minnast hennar eru beðnir. að láta Sunnuhlíð hjúkrunarheimili aldraðra I Kópavogi njótá þess. Börn hinnar látnu. t Sambýlismaður minn, sonur, faðir, fósturfaðir, tengdafaðir og afi Þórður Sigurðsson Hörgártúni 9, Garðabæ verður jarðsunginn frá Garðakirkju föstudaginn 3. mars kl. 13.30. Elma Jónatansdóttir Rúnarlngi Þórðarson Arnar Þór Þórðarson Sigríður Amalía Þórðardóttir Kjartan Magnússon Katrín Linda Óskarsdóttir Unnur Erna Óskarsdóttir Elma Ósk Óskarsdóttir Guðrún Guðjónsdóttir Guðrún Halldóra Sveinsdóttir Árni Elvar Þórðarson GísliSkúlason Ester Inga Óskarsdóttir Garðar Smári Vestf jörð Einar Sigurjónsson Úlfar Gíslason og barnabörn. til Tékkóslóvakíu Ferðaskrifstofurnar eru þegar farnar að ráðgera hópferðir á heimsmeistarakeppnina í handbolta í Tékkóslóvakíu á næsta ári. Ferðatilhögun verður þó ekki ákveðin fyrr en dregið hefur verið í riðla um miðjan mánuðinn. íslendingar fjölmenntu til Parísar um síðustu helgi og hvöttu sína menn óspart. Er jafnvel talið að stuðningurinn hafi skipt sköpum í sambandi við úrslitin. En handbolt- inn er ckki búinn. Nú er það heims- meistarakeppnin í Tékkóslóvakíu sent stendur fyrir dyrunt og má tclja víst aö nokkuð fjölmennur hópur ætli sér þangað til að tryggja ánægju- leg úrslit. „Um leið og Islendingarnir unnu Pólverjana í Part's vorum við farin að spá í ferðir á heimsmeistara- keppnina," sagði Örn Steinsen fram- kvæmdastjóri ferðaskrifstofunnar Sögu í samtali við Tímann. En Saga var önnur ferðaskrifstofanna sem fluttu Islendinga á leikinn í Frakk- landi. Þann sautjánda mars verður dreg- ið í riðla í Prag. Þá sést í hvaða riðli ísienska liðið leikur sem og hvernig milliriðlarnir raðast niður. Örn sagði að ekki væri mikið hægt að gera áður en búið er að draga. Að öðru leyti en því, að vegna augljóss áhuga og hve vel síðasta ferð tókst, eru þau harðákveðin í að bjóða upp á ferðir til Tékkóslóvakíu. „Þetta verða auðvitað nokkuð lengri ferðir en sú sem farin var til Frakklands. Við komunt til nteð að bjóða upp á flug, gistingu, farar- stjórn og miða á leikina. Þetta gætu orðið allt upp í tíu daga ferðir,“ sagði Örn. Hann sagði til greina koma að hafa nokkra mismunandi brottfarardaga þannig að hver og einn gæti valið leiki sem hann langar á og yrðu þeir þá mismargir eftir því hvenær væri lagt upp. „Við crunt svona rétt að fara af stað með þetta. Erum til dæmis þegar búin að skrifa bréf út til að tryggja farþegum okkar miða á leikina. Miðarnir verða síðan endanlega valdir þegar liggur fyrir hvernig skipast niður í riðla. Við komum auðvitað til með að velja miða á þá leiki sem íslendingar myndu hafa áhuga á.“ Annað hvort verður ferðatil- högunin sú að ferðaskrifstofan leigir vél eins og þeir gerðu um síðustu helgi eða sæti verða seld í áætlunar- flugi. „Kannski fljúgum við til Frankfurt og förum með bíl þaðan, það á allt eftir að koma í ljós. Við erunt með góð sambönd í Tékkó- slóvakíu og komum til með að hafa samráð við þá aðila, upp á hótel, akstur og fleira,“ sagði Örn. Samvinnuferðir-Landsýn voru einnig með ferðir til Parísar um síðustu helgi. „Við urðum vör við mikinn vilja hjá þeim sem fóru til Frakklands til þess að fara á keppn- ina í Tékkóslóvakíu. Það er til dæmis ákveðinn kjarni sem fer í allar þessar ferðir, á alla þessa leiki. Þannig að ég geri ráð fyrir að við skoðum þetta þegar fram líður," sagði Helgi Daníelsson markaðs- stjóri Samvinnuferða-Landsýnar í samtali við Tímann. Hann sagðist telja of langt í keppnina til að fastákveða eitthvað í þessu sambandi. „Við komum til með að skoða þetta þó ferðirnar verði ekki auglýstar strax. Við erum rólegir enn sem komið er, þetta verður allt að gerast á réttum tíma,“ sagði hann. jkb Frá Fjarkamótinu. Fjarkamóti Skáksambandsins lokiö: Balasjov í fyrsta sæti Balasjov frá Sovétríkjunum varð efstur á Fjarkamóti Skáksambands- ins með 9'A vinning af 13 möguleg- um. í 2. sæti varð Margeir Pétursson með 9 vinninga og Helgi Ólafsson varð í 3. sæti með 8>/2 vinning. Jón L. Árnason og Eingorn urðu í 4. til 5. sæti. í 6.-8. sæti urðu Þröstur Þórhallsson, Karl Þorsteins og Tisdall, með 6l/í vinning hver. í 9.-10. sæti urðu Waltson og Hannes Hlífar Stefánsson með 6 vinninga. Hodgeson varð í 11. sæti með 5'A vinning og Sigurður Daði Sigfússon varð í þvf 12. með 5 vinninga. í 13. til 14. sæti voru Björgvin Jónsson og Sævar Bjarnason með 3 vinninga hvor. í síðustu umferðinni urðu úrslit þau að Balasjov. vann Tisdall, Margeir Pétursson vann Karl Þor- steins, Eingorn vann Sævar Bjarna- son, Watson vann Björgvin Jónsson og Jón L. Árnason vann Sigurð Daða Ólafsson. Helgi Ólafsson og Hannes Hlífar Stefánsson gerðu jafntefli, einnig Þröstur Þórhallsson og Hodgson. Heildar verðlaunaupphæð á Fjarkamótinu var tíu þúsund dollar- ar. Sigurvegarinn, Balasjov, fékk í sinn hlut fjögur þúsund dollara en afgangurinn skiptist á milli þeirra sem lentu í fimm næstu sætum og fengu þeir frá 400 til 2500 dollara hver. SSH Arsenal með 5 stiga forskot Arsenal jók forystu sína í fyrstu deild ensku knattspyrn- unnar á þriðjudag, þegar liðið gerði markalaust jafntefli við Millwall á heimavelli. Vart er hægt að tala um að Arsenal hafi átt marktækifæri í leiknum, þrátt fyrir að liðið hafi veið mun meira með boltann. Millwall fékk góð tækifæri í fyrri hálfleik, en tókst ekki að nýta þau. Staða efstu liða er nú þessi: Arsenal.......... 27 16 7 4 52 25 55 Norwich ......... 26 14 8 4 39 28 50 Mitlwall......... 26 12 7 7 38 30 43 Coventry......... 26 11 7 8 34 26 40 Manchester United 25 10 9 6 35 21 39 Derby............ 24 11 5 8 29 20 38 Nottingham........24 9 11 4 34 26 38 Liverpool........ 23 9 9 5 30 20 36 Wimbledon ....... 24 10 5 9 28 30 35 Everton.......... 25 8 9 8 31 29 33 Tottenham........ 26 8 9 9 38 37 33 Middlesbrough .... 26 8 7 11 31 39 31 Aston Villa ..... 26 7 9 10 35 40 30 Luton............ 25 7 8 10 27 31 29 Southamplon...... 26 6 10 10 37 49 28 Queens Park Rangers 26 6 9 11 24 24 27 Charlton ........ 25 6 9 10 28 36 27 Sheffield Wednesday 25 5 9 11 19 35 24 Newcastle ....... 25 5 7 13 22 44 22 West Ham......... 24 4 6 14 20 41 18

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.