Tíminn - 02.03.1989, Blaðsíða 8

Tíminn - 02.03.1989, Blaðsíða 8
8 Tíminn Fimmtudagur 2. mars 1989 Tímiim MÁLSVARIFRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og _____Framsóknarfélögin í Reykjavík Framkvæmdastjóri Ritstjórar: Aöstoöarritstjóri: Fréttastjórar: Auglýsingastjóri: Kristinn Finnbogason Indriði G. Þorsteinsson ábm. IngvarGíslason OddurÓlafsson Birgir Guðmundsson EggertSkúlason SteingrímurGíslason Skrifstofur: Lyngháls 9, Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasími: 680001. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn, fréttastjórar 686306,wíþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Blaöaprent h.f. Frá og meö 1. mars hækkar: Mánaðaráskrift í kr. 900.-, verð í lausasölu í 80,- kr. og 100,- kr. um helgar. Grunnverð auglýsinga kr. 595,- pr. dálksentimetri Póstfax: 68-76-91 Lok verðstöðvunar Verðstöðvunar- og kaupbindingartímabili síð- ustu mánaða og missera er nú lokið. Engum hefur dottið annað í hug en að slíkar aðgerðir séu tímabundnar í eðli sínu. Þess vegna varð að setja verð- og launastöðvuninni ákveðin mörk. Hins vegar voru þessar ráðstafanir nauðsyn- legar á sínum tíma. Á því er enginn vafi, að verðstöðvunaraðgerðirnar hafa haldið í við mesta ógnvald íslensks hagkerfis, verðbólguna. Ef ekki hefði verið gripið til stöðvunarráðstafana, væri efnahagsástandið miklu verra en það er. Þegar verðstöðvun lýkur er augljóst að ýmsar hækkanir verða á neyslu- og nauðsynjavörum. Slíkt þarf ekki að koma neinum á óvart. Síst af öllu ættu menn að setja upp undrunarsvip hvað þetta varðar, þegar öllum heilskyggnum mönnum má vera ljóst, að íslenska hagkerfið, launa-, verðlags- og vaxtakerfi hefur innbyggða verðbólguhvata, sem ekki eru í samræmi við rekstrarhagsmuni útflutningsframleiðslunnar. í sjálfu sér getur það ekki verið sérstakt stefnumál eins eða neins að halda sífellt uppi verðstöðvun og launabindingu. Slíkar aðgerðir eru alltaf neyðarráðstafanir og leiða af því að efnahags- kerfið-er í lamasessi og hin sjálfstæðu markaðsöfl, þar ímeðal aðiljar vinnumarkaðarins ef á heildina er litið, gera sig iðulega bera að því að láta annað ráða en heildarhagsmuni þjóðarbúsins. Það er ekki vinsælt að halda því fram og hafa orð á því í opinberri umræðu að Islendingar lifi um efni fram. Sá, sem orðar slíkt, á vísa von á því að verða ásakaður um að halda því fram að al- menningur í landinu lifi í óhófi og sólundi aflafé sínu. Það er þó ekki þetta sem átt er við þegar talað er um að íslendingar lifi um efni fram, heldur hitt að viðskiptasiðferði og rekstrarhættir ganga í þá átt að sinna ekki þörfúm og fjárhagsgetu frumfram- leiðslu, útflutningsstarfsemi og samkeppnisiðnað- ar. Petta eru þær greinar, sem halda uppi þjóðfé- laginu og öll önnur atvinnustarfsemi og þjónusta veltur á. Ef þessum frumþörfum efnahagslífsins er ekki sinnt, þá er verið að grafa undan sjálfum efnahagsgrundvelli þjóðfélagsins og stefnt að því sem augljóst er: að búa til neyslustig, almenna lifnaðarhætti, sem ekki á sér stoð í afkomu grundvallaratvinnuveganna. Slík pappírsvelmegun stenst ekki til lengdar. Pótt verðstöðvun sé nú lokið og launasamningar séu lausir, þá getur það ekki þýtt, að aðhalds í verðlags- og launamálum sé ekki lengur þörf. Nú reynir á ábyrgð markaðsaflanna um að fara með gát í eiginhagsmunabaráttu sinni. Hóflausar hækk- unarkröfur úr öllum áttum munu leiða til verð- bólgu, sem ógerlegt er að hafa hemil á nema með nýjum neyðaraðgerðum af hálfu stjórnvalda. Ábyrg þjóðfélagsöfl og áhrifaaðiljar á þróun efnahagslífsins verða að sameinast um að forðast það ástand, sem gerir endurteknar neyðarráðstaf- anir óhjákvæmilegar. ÞORSKAGAFUR Nú cr komið að því. Núna ætla Grænfriðungar að fara að berjast fyrir réttindum þorsksins. Eftir fréttum, scm okkur hafa borist frá okkar gamla sambandslandi, Dan- mörku, hefur Grænfriðungadcild- in þar kallað á blaðamenn og gcfíð út yfirlýsingu. Þeir ætla ekki lcngur að láta við það eitt sitja að berjast fyrir réttindum sela og hvala um norðanvert Atlantshafíð. Þeir ætla að snúa sér að fískunum líka. Það fylgdi fréttinni að í fyrstu lotu væri ineiningin að hefja að- gerðir í Barentshafí. Aðspurður sagði málsvari Danmerkurdeildar- innar þó að það lægi í augum uppi að fljótlcga yrði farið að huga að fískveiðum Islcndinga lika. Allir vissu jú að við veiddum töluvert af físki. Sú stund er þannig greinilega runnin upp að Grænfriðungar ætli að fara að útvikka aðgerðir sínar gegn okkur. Nú á ekki að láta við það eitt sitja að vcrnda sel og hval. Nú er að koma að þorskinum. Gáfaðar skepnur Hér við land cru nýttar niargar físktegundir, svo sem ýsa, karfi, síld, loðna, grálúða, steinbítur og fleiri. En þorskurinn er þó mikil- vægastur allra. Og ýmsir hafa lengi talið sig vita að þorskurinn væri gáfaður. Ekki þyrfti annað en að horfa framan í andlitið á skepnunni til að sannfærast um þetta. Greind- in geislaði beinlínis af honum. Það væri engu líkara en hann hefði mannsvit. Þetta hefur að vísu ekki verið sannað enn þá, en úti í Skandinavíu bíða hjarðir sálfræðinga, mcira eða minna atvinnulausar, sem ekki yrði skotaskuld úr að færa að þessu full rök ef eftir þjónustu þeirra væri leitað. í framhaldi af því vakna svo auðvitað spurningar um hvort það sé ekki algjör synd að vera að veiða þessar blessaðar skepnur. Og svo verður ekki að sökum að spyrja; mótniælaliðinu verður hleypt af stað, farið í göngur, lofti blásið í plastþorska og staðið með spjöld fyrir utan búðir sem selja íslenskan þorsk. Þessir menn segjast kunna sitt fag. En í þessu máli er þó önnur mótsögn sein eiginlega er ekki annað að sjá en að geti orðið blessuðum Grænfriðungunum að töluvert erfiðu fótakefíi. Það er sú einfalda staðreynd að hvalir og selir éta þorsk í stórum stíl. Ef dæmigerður selur við íslands- strendur kemur auga á þorsk þá rýkur hann af stað. Og hættir ekki fyrr en hann er búinn að ná þorsk- inum og éta hann. Verndun fyrir hverjum? Ef Grænfriðungum er alvara með það að ætla núna að fara að vernda þorskinn þá vaknar spurn- ingin uni það fyrir hverjum þeir ætli að vemda hann. Fyrir íslend- ingum eða fyrir hvalnum og selnum, sem þeir vilja líka vernda? Og telji þcir sig þurfa að vemda þorskinn fyrir hvalnum og selnum, er þá ekki hætta á að blessaðar skcpnurnar drcpist hrönnum sam- an úr hungri? Að því þá ógleymdu hvernig þcir hugsa sér að koina i veg fyrir að hvalur og sclur éti þorsk. IVlálið er ncfnilega það, sem allir skilja nema Grænfriðungar, að í lífríkinu í hafínu umhverfís fsland þarf að ríkja jafnvægi. Þar lifir hver tegundin á annarri, og að því þarf að huga varðandi ailt sem heitir veiðar og nýtingar á stofnun- um sem þar lifa. Þetta vita íslendingar vel, þar á meðal að rányrkja á einstökum stofnum má ckki eiga sér stað. Þá hrynja þeir. Og á sama hátt leiðir það til ofljölgunar í einstökum stofnum, og þar af leiðandi röskun- ar á jafnvægi lífríkisins, ef einum stofni er of iengi hlíft algjörlega við veiðum. Þannig skilst manni að núna sé í þann veginn að fara að horfa til vandræða vegna offjölgunar scla við íslandsstrendur. Selurinn keppir við okkur um þorskinn, og fái selastofninn að vaxa óhindraður þá getur það endað sem töluvcrt alvarlegt mál fyrir útgerðir fiski- skipa og fiskvinnslustöðvar. Sakar reyndar ekki að geta þess að það gæti komiö illa við neytendur líka, meðal annars í Vestur-Evrópu. Þeir gætu þá orðið að leggja sér til munns einar saman þær fískstirtlur sem enn tckst að draga upp úr kolmenguðum Norðursjónum. Þetta nýjasta dæmi sýnir þannig hvcrs konar hugmyndafræði við fslendingar eigum þarna í höggi við. Þarna eru á ferðinni rökheldir atvinnumótmælendur og út úr öll- um tengslum við hið raunverulega líf á norðurslóðum. Um greindar- stig þeirra bera kannski fæst orð minnsta ábyrgð. En máski er það dæmigert ef þeir fara núna að snúa sér að þörskinum. Einhvern tíma var til máltæki sem sagði að líkur sækti h'kan heim. Garri. VÍTTOG BREITT Skynlaus „fræðsla“ Þegar þessi pistill var að verða til frelsisdaginn mikla, 1. mars, átti hann að bregða ljósi á þau miklu tímamót þegar verðstöðvun lauk og þann árangur sem náðst hefur af tveim ríkisstjórnum, að halda verðbólgu í skefjum með handafli. En nú hefur takinu sem sagt verið sleppt og opinber fyrirtæki og olíu- félögin ganga á undan öllum með góðu fordæmi, sem sé að hækka verð á vöru og þjónustu langt umfram allar kauphækkanir, sem lengi hafa staðið í stað, en ávallt hefur verið hægt að kenna um allar aðrar verðhækkanir. En allar háspekilegar vangavelt- ur um efnahagsmál og verðbólgu- skrímsl, Evrópubandalagið og þróun hagstjórnar lentu allar í skötulíki og urðu að víkja fyrir máli málanna, bjórnum. Um leið og handboltafárinu linnti í fjölmiðlunum tók bjórfárið við og náði slíku hámarki á sjálfan frelsisdaginn, að öll önnur hugsun varð að víkja. Ofmötun Áður en birti af degi voru út- vörpin orðin uppfull af bjórfréttum og við lá að maður yrði rallhálfur af að fletta blöðunum þar sem bjórauglýsingar, bjórfréttir, bjór- viðtöl, bjórleiðarar og bjórgreinar fylltu hverja síðuna af annarri. Myndir af bjórstöflum og bjórbun- um og bjórbúllum og bjórröftum fylgdu með til bragðbætis. En þar sem búið er að fjalla miklu meira um bjór en góðu hófi gegnir verður reynt að sneiða hjá því, en stöðvun verðstöðvunar verður að biða betri tíma, því allt bjórbullið er svo yfirfljótandi að öll hugsun er orðin bjórmenguð. En hvernig væri að reyna að fjalla um bjórumfjöllun, þar sem verð- stöðvun og efnahagsmál eru vt'ðs fjarri allri hugsun á bjórdeginum mikla. Einhverjar nefndir og ráð hafa fengið það hlutverk að vinna gegn bjórneyslu og varnaðarorðin og „fræðslan" dynur yfir og ekki eru nú ónýt meðölin fremur en fyrri daginn. Veggspjöld og dægurlagatextar eru vopnin í baráttunni gegn bjór- fýsninni. „Fræðslan" sem á að vega á móti áróðri fréttastófanna fyrir bjór- þambi er dægurlagatexti um að áfengur bjór sé áfengur. Vegg- spjöldin, scm einhverjir fá góðan skilding fyrir að búa til, hafa sama borðskap að flytja. Sem sagt að sterkur bjór sé áfengur. Og af því að sterkur bjór er áfengur getur maður orðið fullur af að drekka hann og á þess vegna ekki að keyra bíl eftir að hafa drukkið bjór. Haldlítill fróðleikur Til hvaða gáfnastigs þessi „fræðsla" á að skírskota vita þeir einir sem framaleiða hana og koma á framfæri. Að sterkur bjór sé áfengur og að maður verði fullur af að drekka hann hefði maður haldið að væri almenn vitneskja og að allt fimbulf- amblið á Alþingi mörg síðustu kjörtímabil um bjórmálið hefur einmitt staðið um bruggun og sölu á áfengu öli. Þegar sterki bjórinn er loksins í höfn rísa upp einhverjir auglýsing- aberserkir og búa til veggspjöld til að fræða landslýð um að áfengur bjór sé áfengur. Gott ef einhverjir fá ekki borgað fyrir þessa „fræðslu." Þá er einnig verið að „fræða“ þjóðina um að fullir menn eigi ekki að aka bílum og svo tyggur hver upp eftir öðrum þau gáfulegheit að áfengur bjór sé áfengur og að maður verði fullur af að drekka áfengi. Maður getur leyft sér að vona að öll þessi bjórþvæla fjari út áður en langt um líður og að þeirri „fræðslu" linni að áfengi sé áfengt. Mergurinn málsins er nefnilega sá að þeir sem hafa barist fyrir lögleið- ingu sterka ölsins og þeir sem það drekka gera það einmitt vegna þess að sterki bjórinn er áfengur og það er hægt að verða fullur af að drekka hann. Þeir sem taka að sér forvarnar- starf og hyggjast koma í veg fyrir að unglingarnir leggist í bjór- drykkju ættu að leita árangursrík- ari leiða en þeirra að auglýsa áfengisþorstann upp. Það er nóg að láta áfengissalana um að ná til „markhópanna", en á þeim hvílir áfengisbölið hvað þyngst. OÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.