Tíminn - 10.03.1989, Side 16

Tíminn - 10.03.1989, Side 16
16 Tíminn Föstudagur 10. mars 1989 DAGBÓK llllllll Pétur Jónasson gítarleikari. Gítartónleikar Péturs á Norðurlandi Pétur Jónasson gítarleikari mun halda tónleika á Norðurlandi um næstu helgi, 11.-12. mars. Laugardaginn 11. mars leikur hann í Tónheimilinu Björk á Blönduósi og hefj- ast tónlcikarnir kl. 16:00. Sunnudaginn 12. mars heldur hann tvenna tónleika í Skagafirði. Þeir fyrri verða í Tónlistarskólanum á Sauðárkróki, Borgarflöt 1, kl. 17:00 og eru á vegum Tónlistarfélags Sauðárkróks. Síðari tón- leikarnir verða að Löngumýri, kl. 21:00. Á efnisskránni vcrða verk eftir M.M. Poncc, J. S. Bach, W. Walton, H. Villa-Lobos, sem og „tilbrigði við jómfrú", sem Kjartan Ólafsson samdi fyrir Pétur árið 1984. Ferðin cr styrkt af menntamálaráðu- neytinu og Félagi íslenskra tónlistar- manna. MÍR: Afmælis Þórbergs minnst í tilefni aldarafmælis Þórbergs Þórðar- sonar rithöfundar efnir MÍR til dagskrár í húsakynnum félagsins að Vatnsstíg 10 sunnudaginn 12. mars kl. 15. Þar mun Helgi Sigurðsson sagnfræðingur spjalla um Þórberg, sem var einn af frumkvöðl- um að stofnun MÍR og varaforseti félags- ins um langt árabil (1950-1969). Baldvin Halldórsson leikari les upp úr verkum Þórbergs. Einar Kristján Einarsson leikur einleik á gítar. Sýnd verður kvikmynd Ósvaldar Knúdsens um meistara Þórberg. Kaffiveitingar. Vegna afmælisdagskrár- innar fellur hin reglulega kvikmyndasýn- ing MÍR á sunnudagseftirmiðdögum nið- ur að þessu sinni. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill meðan húsrúm leyfir. BÍLALEIGA meö utibu allt í kringum landiö, gera þer mögulegt aö leigja bíl á einum sl.aö og skila honum á öðrum. ReykjavíK 91-31615/31815 Akureyri 96-21715/23515 Pöntum bíla erlendi? interRent Bílaleiga Akureyrar llppstilling 1988. Olía á striga (85X95 sm) eftir Leif Breiöfjörð. Sýning Leifs Breiðfjórð í Gallerí Borg, Pósthússtræti 9, stendur yfir sýning á verkum Leifs Breiðfjörð. Á sýningunni eru olíumálverk og pastel- myndir. Þctta er fyrsta einkasýning hans á olíumálverkum. Myndirnar eru flestar unnar á árunum 1988-’89 og eru allar til sölu. Þetta er seinni sýningarhelgin og er opið virka daga kl. 10:00-18:00 og um helgina kl. 14:00-18:00. Sýningunni lýkur þriðjudaginn 14. mars. Hreinn Friðf innsson í Slunkaríki Á morgun, laugardaginn 11. marsopn- ar Hreinn Friðfinnsson sýningu í Slunka- ríki, Aðalstræti 22 á ísafirði. Hreinn er fæddur og uppalinn í Dölum, var einn af stofnendum Gallerí SÚM á sínum tíma en hefur búið í Amsterdam um árabil. Verk Hreins eru tíðum valin á sýningar erlendis þar sem kynna á norður-evr- ópska list og söfn víða um Evrópu hafa fest kaup á verkum eftir hann. Á sýning- unni í Slunkaríki verða nokkur verk frá síðustu árum. Galleríið Slunkaríki á fjögurra ára afmæli um þessar mundir og er öllum velunnurum gallerísins að þessu tilefni boðið að vera við opnun sýningar Hreins Friðfinnssonar á morgun, laugardag kl. 15. Sýning Hreins er opin fimmtudaga - sunnudaga kl. 16-18 og stendur yfir til sunnudagsins 2. apríl. TRI0 CÉZANNE í íslensku óperunni Fimmtu tónleikar Tónlistarfélagsins á þessum vetri verða haldnir í Islensku óperunni sunnudaginn 12. mars nk. kl. 20.30. Þar kemur fram Trio Cézanne frá Bandaríkjunum, en það skipa fiðluleikar- inn Henryk Kowalski, sellóleikarinn Ja- kob Kowalski og píanóleikarinn Paul Schoenfield. Á tónleikunum á sunnudag verða flutt verk eftir Haydn, Ravel og Brahms. Miðar verða til sölu við innganginn. Ferðafélag íslands: Dagsferðir sunnu- daginn 12. mars a) kl. 10.30 Hveradalir - Hellisheiði, skíöagönguferð. Verð kr. 800.00. b) kl. 10.30 Fljótshlíð - ökuferð. Ekiö sem leið liggur austur að Hvolsvclli, þaðan uni Fljótshlíö. í Fljótshlíðinni er margt að skoða og vcrður stoppaö eins og tíminn leyfir og verður ekið austur að Fljótsdal og síöan haldið sömu Ieiö til baka. Verð kr. 1.400.- c) kl. 13 Skálafell sunnan Hellisheiðar, göngu- og skfðaferð. Verð kr. 800.00 Rrottför frá Umfcrðarmiöstööinni, austanmegin. Farmiöar við bfl. Frítt fyrir börn í fylgd fulloröinna. Sunnudaginn 19. mars verður farin dags- ferð að Gullfossi og Geysi. Ferðafélag íslands Minningarkort SJÁLFSBJARGAR í Reykjavík og nágrenni - fást á éftirtöldum stöðunt: Reykjavík: Reykjavíkur apótek, Garðsapótek, Vesturbæjarapótek, Kirkjuhúsiö við Klapparstíg, Bókabúö Fossvogs, Grímsbæ við Bústaðaveg, Bókabúðin Embla, Drafnarfelli 10, Bókabúðin Úlfarsfell, Hagamel 67, Verslunin Kjötborg, Búðargerði 10, Hafnarfjörður: Bókabúð Olivers Steins, Strandgötu 31. Kópavogur: Pósthúsið. Minningarkort fást einnig á skrifstofu Sjálfsbjargar, Hátúni 12. Gíróþjónusta. MÍR: Umræðufundur Samstarf þjóða á norðurslóðum á sviði menningar, viöskipta, umhverfisverndar og öryggismála verður umræðuefni á fundi sem MÍR gengst fyrir í húsakynnum félagsins að Vatnsstíg 10 laugardaginn 11. mars kl. 14. Meðal gesta á fundinum og þátttakenda í umræðunum verða ís- lenskir og sovéskir stjórnmálamenn og fræðimenn. Fundurinn er öllum opinn. Húnvetningafélagið í Reykjavík Félagsvist verður laugardaginn 11. mars í Húnabúð, Skeifunni 17, og hefst kl. 14. Hraðskákmót kl. 16. Opið öllum fé- lagsmönnum. Verðlaunaafhending. Neskirkja: Félagsstarf aldraðra Samverustund verður á morgun, Iaug- ardag kl. 15 í safnaðarhcimili kirkjunnar. Friðbjörn Agnarsson sýnir myndir frá Brasilíu. Einnig verður á dagskrá efni tengt föstunni og Jón Þorsteinsson syngur einsöng. Vikuleg ganga Hana nú Vikuleg laugardagsganga Hana nú í Kópavogi verður á morgun, laugard. 11. mars. Lagt af stað frá Digranesvegi 12 kl. 10:00. „1 hverju skjóli kveikir hækkandi sól nýtt líf. 1 bæjarröltinu krjúpum við og skoðum þessi vorkomuvitni. Samvera, súrefni og hreyfing er markmið laugar- dagsgöngunnar. Nýlagað molakaffi," seg- ir í tilkynningu frá Frístundahópnum Hana nú í Kópavogi. Kvenfélag Kópavogs á Víkingasýningu Kvenfélag Kópavogs efnir til hópferðar á Víkingasýninguna í Norræna húsinu laugardaginn 11. mars kl. 14:00, ef næg þátttaka fæst. Upplýsingar í síma 40388 og 41949. ÚTVARP/SJÓNVARP Rás I FM 92,4/93,5 Föstudagur 10. mars 6.45 Veðurfregmr. Bæn, séra Agnes M. Sigurðar- dótlir flytur. 7.00 Fréttir. 7.03 í morgunsárið með Ingveldi Ólafsdóttur. Fréttayfirlit kl. 7.30 og 8.30, fréttir kl. 8.00 og veðurfregnir kl. 8.15. Lesið úr forustugreinum dagblaðanna aö loknu fréttayfirliti kl. 8.30. Tilkynningar laust fyrir kl. 7.30, 8.00, 8.30 og 9.00. 9.00 Fréttir. 9.03 Litli barnatiminn - „Litla lambið“ eftir Jón Kr. ísfeld. Sigriður Eyþórsdóttir byrjar lesturmn. (Áður á dagskrá 1981). (Einnig útvarpað um kvöldið kl. 20.00). 9.20 Morgunleikfimi. Umsjón: Halldóra Björns- dóttir. 9.30 Kviksjá - „Milli óhugnaðar og undurs". Um óhugnað í skáldskap. Umsjón: Sigriður Albertsdóttir. (Endurtekinn þáttur frá þriðjudags- kvöldi). 10.00 Fréttir. Tilkynningar. 10.10 Veðurfregnir. 10.30 Maðurinn á bak við bæjarfulltrúann. Umsjón: Inga Rósa Þórðardóttir. (Frá Egilsstöð- um) 11.00 Fréttir. 11.03 Samhljómur. Umsjón: Anna Ingólfsdóttir. (Einnig útvarpaö að loknum fréttum á miðnætti nk. þriðjudag). 11.55 Dagskrá. 12.00 Fréttayfirlit. Tilkynningar. 12.20 Hádegisfréttir. 12.45 Veðurfregnir. Tilkynningar. 13.05 í dagsins önn - Skólavarðan. Umsjón: Ásgeir Friðgeirsson 13.35 Miðdegissagan: „í salarhaska", ævisaga Árna prófasts Þórarinssonar. Þórbergur Þórð- arson skráði. Pétur Pétursson les níunda lestur. 14.00 Fréttir. Tilkynningar. 14.05 Ljúflingslög. Svanhildur Jakobsdóttir kynnir. (Einnig útvarpað aðfaranótt miövikudags að loknum fréttum kl. 2.00). 15.00 Fréttir. 15.03 Á alþjóðlegum baráttudegi kvenna, 8. mars. Umsjón: Guðrún Eyjólfsdóttir. (Endurtek- inn þáttur frá miðvikudagskvöldi). 15.45 Þingfréttir. 16.00 Fréttir. 16.03 Dagbókin. Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Barnaútvarpið - Símatimi. 17.00 Fréttir. 17.03 Tónlist á siðdegi -Tsjaikovskí og Katsat- úrian. - „Rómeó og Júlia", fantasíuforleikur eftir Pjotr Tsjaíkovski. Filharmoníusveit Berlín- ar leikur; Herbert von Karajan stjórnar. - Svíta úr ballettinum „Grimudansleik" og þættir úr ballettinum „Gayaneh" eftir Aram Katsatúrían. Skoska þjóðarhljómsveitin leikur; Neeme Járvi stjórnar. (Af hljómaiskum). 18.00 Fréttir. 18.03 Þingmál. Umsjón: Arnar Páll Hauksson. (Einnig útvarpað næsta morgun kl. 9.45). Tónlist. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. 19.00 Kvöldfréttir. 19.30 Tilkynningar. 19.33 Kviksjá. Umsjón: Friðrik Rafnsson og Hall- dóra Friðjónsdóttir. 20.00 Litli barnatíminn - „Litla lambið" eftir Jón Kr. ísfeld. Sigríður Eyþórsdóttir byrjar lesturinn. (Áður á dagskrá 1981) (Endurtekinn frá morgni). 20.15 Hljómplöturabb. Þorsteins Hannessonar. 21.00 Kvöldvaka. a. Á Valshamri Magnús Sveins- son frá Hvitsstöðum les úr nýrri miningabók sinni. b. Sönglög eítir Þórarin Jónsson Karlakór Reykjavíkur, Guðmundur Jónsson og Sigurður Skagfield syngja. c. Sæ- og vatnabúar Kristinn Kristmundsson les úr Þjóðsögum Jóns Árna- sonar. Umsjón: Gunnar Stefánsson. 22.00 Fréttir. Dagskrá morgundagsins. 22.15 Veðurfregnir. 22.20 Lestur Passiusálma. Guðrún Ægisdóttir les 41.sálm. 22.30 Danslög. 23.00 í kvöldkyrru. Þáttur í umsjá Jónasar Jónas- sonar. 24.00 Fréttir. 00.10 Tónlistarmaður vikunnar - Bernharður Wilkninson, flautuleikari. Umsjón: Bergljót Haraldsdóttir (Endurtekinn frá mánudags- morgni). 01.00 Veðurfregnir. Næturútvarp á samtengdum rásum til morguns. 01.10 Vökulögin. Tónlist af ýmsu tagi í næturút- varpi til morguns. Fréttir kl. 2.00 og 4.00 og sagðar fréttir af veðri, færð og flugsamgöngum kl. 5.00 og 6.00. Veöurfregnir frá Veðurstofu kl. 4.30. 7.03 Morgunútvarpið. Leifur Hauksson og ólöf Rún Skúladóttir hefja daginn með hlustendum, spyrja tiðinda víða um land, tala við fólk í fréttum og fjalla um málefni líöandi stundar. Jón Örn Marinósson segir Ódáinsvallasögur kl. 7.45. Fréttir kl. 8.00, veðurfregnir kl. 8.15 og leiðarar dagblaöanna kl. 8.30. 9.03 Stúlkan sem bræðir ishjörtun, Eva Ásrún kl. 9. Morgunsyrpa Evu Ásrúnar Albertsdóttur. - Afmæliskveðjur kl. 10.30. 11.03 Stefnumót. Jóhanna Harðardóttir tekur fyrir • það sem neytendur varðar á hvassan og gamansaman hátt. 12.00 Fréttayfirlit. Auglýsingar. 12.15 Heimsblöðin. 12.20 Hádegisfréttir. 12.45 Umhverfis landið á áttatiu. Margrét Blöndal og Gestur Einar Jónasson leika þrautreynda gullaldartónlist og gefa gaum að smáblómum i mannlífsreitnum. 14.05 Milli mála, Óskar Páll á utkikki. og leikur ný og f ín lög. - Útkikkið kl. 14 og Arthúr Björgvin Bollason talar frá Bæjaralandi. 16.03 Dagskrá. Dægurmálaútvarp fyrir þá sem vilja vita og vera með. Stefán Jón Hafstein, Ævar Kjartansson og Sigríður Einarsdóttir. - Kaffispjall og innlit upp úr kl. 16.00, hlustenda- þjónustan kl. 16.45. - lllugi Jökulsson spjallar við bændur á sjötta tímanum. - Stórmál dagsins milli kl. 17 og 18. - Þjóðarsálin, þjóðfundur i beinni útsendingu að loknum fréttum kl. 18.03. Málin eins og þau horfa við landslýð. sími þjóðarsálarinnar er 38500. - Hugmyndir um helgarmatinn og Ódáinsvallasögur eftir kl. 18.30. 19.00 Kvöldfréttir. l9.33Áfram ísland. Dægurlög með íslenskum flytjendum. 20.30 Vinsældalisti Rásar 2. Áslaug Dóra Eyjólfs- dóttir kynnir tiu vinsælustu lögin. (Einnig útvarp- að á sunnudag kl. 15.00). 21.30 FRÆÐSLUVARP: Lærum þýsku. Þýsku- kennsla fyrir byrjendur á vegum Fjarkennslu- nefndar og Bréfaskólans. (Endurtekinn tiundi þáttur frá mánudagskvöldi). 22.07 Snúningur. Áslaug Dóra Eyjólfsdóttir ber kveðjur milli hlustenda og leikur óskalög. 02.05 Rokk og nýbylgja. Skúli Helgason kynnir. (Endurtekinn þáttur frá mánudagskvöldi). 03.00 Vökulögin. Tónlist af ýmsu tagi i næturút- varpi til morguns. Fréttir kl. 4.00 og sagöar fréttir af veðri, færð og flugsamgöngum kl. 5.00 og 6.00. Veðurfregnir frá Veðurstofu kl. 4.30. Fréttir kl. 2.00, 4.00, 7.00, 7.30, 8.00, 8.30, 9.00, 10.00, 11.00, 12.00, 12.20, 14.00, 15.00, 16.00, 17.00, 18.00, 19.00, 22.00 og 24.00. SVÆÐISÚTVARP Á RÁS 2 8.07- 8.30 Svæðisútvarp Norðurlands. 18.03-19.00 Svæðisútvarp Norðurlands. 18.03-19.00 Svæðisútvarp Austurlands. SJÓNVARPIÐ Föstudagur 10. mars 18.00 Gosi (11). (Pinocchio). Teiknimyndaflokkur um ævintýri Gosa. Leikraddir örn Árnason. Þýðandi Jóhanna Þráinsdóttir. 18.25 Kátir krakkar. 4(The Vid Kids) Þriðji þáttur. Kanadískur myndaflokkur í þrettán þáttum. Þýðandi Reynir Harðarson. 18.50 Táknmálsfréttir. 18.55 Austurbæingar (Eastenders) Nitjándi þáttur. Breskur myndaflokkur í léttum dúr. Þýðandi Kristmann Eiðsson. 19.25 Leðurblökumaðurinn. (Batman). Banda- riskur framhaldsmyndflokkur um baráttu leður- blökumannsins við undirheimamenn sem ætla að ná heimsyfirráðum. Þýðandi Trausti Júl- íusson. 19.54 Ævintýri Tinna. 20.00 Fréttir og veður. 20.35 Spurningakeppni framhaldsskólanna. Stjórnandi Vernharður Linnet. Dómari Páll Lýðsson. 21.15 Þingsjá. Umsjón Ingimar Ingimarsson. 21.35 Derrick. Þýskursakamálamyndaflokkurmeð Derrick lögregluforingja. Þýðandi Kristrún Þórð- ardóttir. 22.35 Dominique gengur aftur. (Dominique) Bandarísk kvikmynd frá 1979. Leikstjóri Michael Anderson. Aðalhlutverk Cliff Robertson, Jean Simmons, Jenny Agutter og Simon Ward. Spennumynd um unga konu sem telur sig vera að missa vitið vegna ofheyrna og ofsjóna. Þegar hún lætur næstum lífið í slysi og sér lík í vinnustofu sinni sem enginn annar virðist hafa séð, fer hana að gruna að einhver vilji sig feiga. Þýðandi Ólöf Pétursdóttir. * 00.15 Útvarpsfréttir í dagskrárlok. Föstudagur 10. mars -15.45 Santa Barbara. Bandarískur framhalds- myndaflokkur. 16.30 Án ásetnings. Absence of Malice. Kaup- sýslumaður nokkur, sem leikinn er af Paul Newman, les grein um sjálfan sig í dagblaði þar sem hann er sakaður um aðild að alvarlegum glæp. Fyrr en varir hefur almenningur stimplað hann sem sakamann og hann neyðist til að loka fyrirtæki sínu. Aðalhlutverk: Paul Newman og Sally Field. Leikstjóri og framleiðandi: Sidney Pollack. Þýðandi. Ingunn Ingólfsdóttir. Columb- ia 1981. Sýningartími 115 mín. Lokasýning. 18.20 Pepsí popp. íslenskur tónlistarþáttur þar sem sýnd verða nýjustu myndböndin, fluttar ferskar fréttir úr tónlistarheiminum, viðtöl get- raunir, leikir og alls kyns uppákomur. Þættirnir eru unnir í samvinnu við Sanitas hf. sem kostar gerð þeirra. Umsjón: Helgi Rúnar Óskarsson. Kynnar: Hafsteinn Hafsteinsson og Nadia K. Banine. Dagskrárgerð: HilmarOddsson. Stöð2. 19.19 19:19. Frétta- og fréttaskýringaþáttur ásamt umfjöllun um þau málefni sem ofarlega eru á baugi. 20.30 Klassapiur. Golden Girls. Framhalds- myndaflokkur um eldhressar miðaldra konur sem búa saman á Flórída. Walt Disney Produc- tions. 21.00Ohara. Bandarískur lögregluþáttur. Aðal- hlutverk: Pat Morita, Kevin Conroy, Jack Wall- ace. Catherine Keener og Richard Yniguez. 21.50 Hertogaynjan og bragðarefurinn. The Duchess and the Dirtwater Fox. ósvikinn vestri með gamansömu ívafi. Aðalhlutverk: George Segal, Goldie Hawn, Conrad Janis og Thayer David. Leikstjóri og framleiðandi: Melvin Frank. 20th Century Fox 1976. Sýningartími 105 mín. Ekki við hæfi barna. Aukasýning 20. april. 23.35 Heimur konunnar. Woman's World. Gam- anasöm mynd frá sjötta áratugnum sem greinir frá framkvæmdastjóra stórfyrirtækis sem boðar þrjá af starfsmönnum sínum á sinn fund. Tilefnið er að veita einum þeirra starf sem kemur næst honum að völdum. Aðalhlutverk: Clifton Webb, Lauren Bacall, Van Heflin og June Allyson. Leikstjóri: Jean Negulesco. Fram- leiðandi: Charles Barckett. 20th Century Fox 1954. Sýningartími 95 min. Aukasýning 18. april. 01.10 Refsivert athæfi. The Offence. Sean Conn- er er hér í hlutverki lögreglumanns með inni- byrgt hatur á glæpum og ofbeldi. Þegar hann fær til meðferðar mál kynferðisafbrotamanns, leysist hatur hans úr læðingi. Aðalhlutverk: Sean Connery og Trevor Howard. Leikstjóri: Sidney Lumet. Framleiðandi: Denis O'Dell. Þýðandi: Björn Baldursson. United Artists 1972. Sýningartími 110 mín. Alls ekki við hæfi barna. Lokasýning. 03.00 Dagskrárlok.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.