Tíminn - 14.03.1989, Síða 7
Þriðjudagur 14. mars 1989
Tíminn 7
Landbúnaðarráðherra um útflutningsbætur og niðurgreiðslur:
Skoðanir Guðmundar J.
fara saman við mínar“
„Við Guðmundur J. Guðmundsson hittumst og ræddum
þessi mál og töluðum um að skora á félagsmenn okkar að
reyna að bregðast á einhvern hátt við þeim hækkunum sem
nú skella yfir
Meira veit ég ekki, en við ætluð-
um að ræða saman aftur síðar um
einhverjar aðgerðir. lengra er þetta
nú ekki komið," sagði Ragna
Bergmann formaður Framsóknar
og varaforseti ASÍ þegar Tíminn
spurði hana hvort einhverjar að-
gerðir væru fyrirhugaðar í þeim
dúr sem Guðmundur J. Guð-
mundsson viðraði á borgarafundi í
Borgarnesi í fyrradag.
Guðmundur J. sagði á fundinum
að fráleitt væri að eyða hundruðum
milljóna í útflutningsbætur á land-
búnaðarafurðum ofan í erlendar
þjóðir. Þessar bætur væru sóttar í
vasa skattborgara sem jafnframt
væru látnir greiða stöðugt hærra
verð fyrir þessar sömu afurðir sem
þeir væru látnir borga útlendingum
fyrir að éta.
Guðmundur sagðist vegna þessa
hafa lagt til að fólk hætti að kaupa
landbúnaðarafurðir til að freista
þess að kenna stjórnvöldum þá
lexíu sem dygði til að þau notuðu
það fé sem nú fer til útflutningsbóta
til að lækka verð landbúnaðaraf-
urða innanlands.
Ragna sagðist taka undir orð
Guðmundar, enda væru hækkanir
af völdum stjórnvalda þvílíkar að
þær yllu verulegri röskun á högum
fólks með þunga framfærslubyrði á
herðum.
Guðmundur J.Guðmundsson.
Steingrímur J. Sigfússon land-
búnaðarráðherra sagðist vera efn-
islega sammála því sem fram kom
Steingrímur J. Sigfússon.
hjá Guðmundi á fundinum í Borg-
arnesi að öðru leyti en því að hann
teldi það miður gott ef farið yrði út
í einhvers konar viðskiptaþvingan-
ir.
„Ég fagna Guðmundi hins vegar
sem stuðningsmanni í því að reyna
að hafa hátt niðurgreiðslustig og
sem mesta neyslu á landbúnaðaraf-
urðum innanlands.
Það er bæði þjóðhagslega hag-
kvæmt og kemur neytendum til
góða beint. Ég er því fullkomlega
sammála því seni fram kom hjá
Guðmundi, að leggja þurfi þunga
áherslu á niðurgreiðslur vegna
neyslu hér innanlands og að sem
minnst sé gert af því að greiða
útflutningsuppbætur.
Þetta hefur einmitt verið til um-
ræðu meðal fulltrúa ríkisins sem
annast framkvæmd þessara mála
og þeir hafa lagt á ráðin um
áætlanir í þessa veru,“ sagði
Steingrímur J. Sigfússon landbún-
aðarráðherra. -sá
Slitnaö upp úr samstarfi félagshyggjumanna
og hægrimanna innan Háskólans:
Vantraust á
Svein Andra
Miðvikudaginn 15. mars fara fram kosningar til Stúdenta-
ráðs og Háskólaráðs Háskóla íslands. Fulltrúar í stúdentaráði
eru 30 talsins og fengu hægrimenn og félagshyggjumenn jafn
marga hver við síðustu kosningu, eða 15 hver. Samstarf
fylkinganna hefur ekki gengið áfallalaust og hafa félags-
hyggjumenn m.a. borið upp vantraust á formann stúdentar-
áðs, Svein Andra Sveinsson.
Á fundi SÍH 26. janúar var borið
upp vantraust á stjórn SHÍ af öllum
fulltrúum Röskvu, samtaka félags-
hyggjufólks í HÍ, ástæðan var trún-
aðarbrot formanns Stúdentaráðs.
Vantrausttillagan féll á jöfnun at-
kvæðum og í framhaldi af því lýsti
stjórnarandstaðan því yfir að mál-
efnasamningur fylkinganna væri úr
gildi fallinn. Að sögn Hermanns
Sæmundssonar sem á sæti á fram-
boðslista Röskvu og ritstýrir jafn-
framt mágagni félagshyggjumanna í
HÍ, gerðist Sveinn Andri sekur um
alvarlegt trúnaðarbrot við samstarfs-
nefnd námsmannahreyfinganna er
hann hljóp með tillögur nefndarinn-
ar um úrbætur í lánamálum náms-
manna í fjölmiðla, áður en þær voru
bornar undir menntamálaráðherra.
Er málefnasamningur milli fylk-
inga hægri manna innan Vöku og
félagshyggjumanna innan Röskvu
var gerður, fengu Vökumenn meiri-
hluta innan Stúdentaráðs og stjómar
Stúdentablaðsins. Röskvumenn
fengu á móti aðalfulltrúa SHÍ í
stjóm Lánasjóðsins og meirihluta
Hermann Sæmundsson segir Svein
Andra hafa gert sig sekan um alvar-
legt trúnaðarbrot við samstarfsnefnd
námsmannahreyfinganna.
Leiðrétting
í samtali við Hörð Vilhjálmsson,
fjármálastjóra Ríkisútvarpsins sem
birtist í Tímanum um helgina, mis-
ritaðist í beinni tilvitnun orðið
stofnun. Rétt tilvitnun hljóðar á
þessa leið: „Þetta er stofn sem erfitt
er að viðhalda." Vegna misskilnings
urðu einnig þau mistök, að þar sem
talað er um að afnotagjöld og breyt-
ingar á þeim, er meining Harðar sú
að eitt meginviðmið ríkisútvarpsins,
sem styður óbreytta skipan mála, sé
sambærileg innheimta afnotagjalda
víða um Evrópu, ekki nefskattur.
jkb
innan stjórnar Félagsstofnunar stúd-
enta. Að sögn Hermanns Sæmunds-
sonar ríkir mikil óánægja meðal
félagshyggjumanna með málflutning
Stúdentablaðsins og telja þeir Vöku-
menn hafa misnotað aðstöðu sína
gróflega, m.a. með því að ráða
„pólitískan gæðing“ til að ritstýra
því. En inn í málefnasamningnum
var tekið fram að faglegur ritstjóri
skyldi ráðinn.
Þá benda félagshyggjumenn einn-
ig á að fulltrúar allra námsmanna-
hreyfinganna innan stjórnar Lána-
sjóðs íslenskra námsmanna, hafi séð
sig tilneydda til að kvarta opinber-
lega vegna málflutnings Stúdenta-
blaðsins af lánamálabaráttunni. - ág
Svanhildur Kaaber og Wincie Jóhannsdóttir forystumenn kennarafélaganna segja að hjá samninganefnd ríkisins sé
lítinn vilja að finna til samninga við kennara. Timamynd: Ami Bjarna.
Kennarar óánægðir með viðbrögð samninganefndar ríkisins og segja hana:
„Vilja ræða málin
í víðara samhengi11
Fulltrúaráð Kennarasambands íslands hafnaði á mjög
löngum fundi sl. laugardag hugmyndum um að láta fara fram
atkvæðagreiðslu um verkfallsboðun að svo komnu máli.
Skoðanir um þetta voru þó skiptar, einkum með tilvísun til
þess að HÍK hefur þegar hafið slíka atkvæðagreiðslu. Á
fundinum var einnig ákveðið að endurmeta baráttuaðferðir
Kennarasambandsins í samræmi við gang samningaviðræðna
við ríkið og mun fulltrúaráð K.í. koma aftur saman eftir
hálfan mánuð.
Talsmenn Hins íslenska kennara-
félags og Kennarafélags Islands
sögðu á fundi með fréttamönnum í
síðustu viku að undirtektir samn-
inganefndar ríkisins við kröfum
kennara hefðu verið afar dræmar og
hefði nefndin ekki viljað ræða þau
efnisatriði sem kennarafélögin vilja
fyrst og fremst að tekið verði á,
heldur þróun efnahags-, menntunar-
og framfaramála í víðu samhengi.
Þessi efnisatriði eru í fyrsta lagi
kaupmáttur, launahækkun og verð-
trygging. I öðru lagi endurskoðun á
launakerfi, launatöflum, starfsheit-
um og starfsaldurskerfi. í þriðja lagi
samningstíminn og í fjórða lagi skal
vinna úr öðrum efnisatriðum sem
fram koma í kröfugerð félaganna og
varða m.a. mat á menntun og
kennsluskyldu.
Svanhildur Kaaber formaður K.í.
og Wincie Jóhannsdóttir formaður
HÍK sögðu að þrír samningafundir
hefðu verið haldnir og hefði launa-
nefnd ríkisins ekki viljað ræða við
samninganefndir kennara nema í
víðu samhengi og með hliðsjón af
viðræðum aðila vinnumarkaðarins
sem eiga eftir að fara fram.
Þar sem það væri vitanlega
ómögulegt, þá þýddi þessi afstaða
vart annað en að launanefnd ríkisins
væri annað hvort umboðslaus eða þá
að verið væri að draga viðræður á
langinn.
Þær sögðu að þessi afstaða lýsti
alvarlegu ábyrgðarleysi þar sem að
nú um helgina yrði ljóst hver afstaða
félaga HÍK er til þess að verkfall
hefjist strax 6. apríl og kennarar
hefðu því viljað halda áfram viðræð-
um nú um helgina.
Því hefðu fulltrúar ríkisins hafnað
og ekki viljað hitta kennara fyrr en
á þriðjudaginn kemur. -sá