Tíminn - 14.03.1989, Page 8

Tíminn - 14.03.1989, Page 8
8 Tíminn Þriðjudagur 14. mars 1989 Ttmiim MÁLSVARIFRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og _____Framsóknarfélögin í Reykjavik Framkvæmdastjóri Ritstjórar: Aðstoðarritstjóri: Fréttastjórar: Auglýsingastjóri: Kristinn Finnbogason Indriði G. Þorsteinsson ábm. IngvarGíslason OddurÓlafsson Birgir Guðmundsson EggertSkúlason SteingrímurGíslason Skrifstofur: Lyngháls 9, Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasími: 680001. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn, fréttastjórar 686306, íþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Blaðaprent h.f. Frá og með 1. mars hækkar: Mánaðaráskrift í kr. 900.-, verð í lausasölu í 80,- kr. og 100,- kr. um helgar. Grunnverð auglýsinga kr. 595.- pr. dálksentimetri Póstfax: 68-76-91 Fordæmi stjórnvalda Vafalaust munu margir líta svo á, að tillaga um að afnema vínveitingar á vegum ríkis og ríkis- stofnana sé óraunsæ og í líkingu við það að ganga gegn óvæðum straumi. Hér verður ekki skorið úr um það hvað telst „raunhæft“ í þessu efni miðað við almenningsálit og ríkjandi viðhorf í áfengismálum um þessar mundir. Því er þó ekki að leyna að viðhorfin eru talsvert önnur nú en var 1930, þegar sjálfsagt þótti að útiloka vínveitingar í veislum í sambandi við 1000 ára afmælishátíð Alþingis. Þá tókst að halda Kristjáni konungi og tignarmönnum frá ýmsum löndum ágætar veislur án þess að vín væri veitt, hvorki veikt né sterkt. Samanburður af þessu tagi leiðir í ljós að allt er afstætt, að því er tekur til þess sem talið er raunsætt og viðeigandi, svo í veisluháttum sem öðru. Fyrr á þessari öld átti almenn bindindis- stefna miklu fylgi að fagna hér á landi, og það kom fram í áfengislöggjöf og veislusiðum, ekki síst hjá opinberum aðiljum, ríki og sveitarfélögum. Nú er öldin önnur hvað þetta varðar. Áfengis- löggjöfin er gerbreytt, viðhorf almennings til áfengisneyslu og meðferðar þess er naumast hliðholl algeru banni á vínveitingum í opinberum veislum. Þeir, sem gera tillögur um slíkt, munu áreiðanlega mæta andstöðu. Þrátt fyrir það hafa tíu alþingismenn úr ýmsum stjórnmálaflokkum flutt tillögu á Alþingi um að allar vínveitingar á vegum ríkis og ríkisstofnana verði afnumdar innan þriggja ára. Ljóst er af greinargerð þeirri, sem fylgir tillögu flutningsmanna, að þeir hafa í huga það for- dæmisgildi, sem það hefur að æðstu stjórnvöld landsins veiti ekki áfenga drykki í veislum sínum og móttökum. Það er skoðun flutningsmanna, að nauðsynlegt sé að draga úr áfengisneyslu þjóðar- innar og benda á það með réttu að íslendingar eiga við stórfellt áfengisvandamál að stríða. í greinargerðinni er á það minnt, að áfengis- neysla sé eitt alvarlegasta heilbrigðismál allra þjóða. Af þeim sökum hefur Alþjóðaheilbrigðis- málastofnunin samþykkt að þjóðirnar setji sér það markmið að draga úr áfengisneyslu um 25% fram til næstu aldamóta. Því má við bæta, að yfirleitt hafa vínneysluþjóðir heimsins gert sáralít- ið til þess að framfylgja þessari samþykkt í verki, þótt dæmið frá Sovétríkjunum sé að vísu eftirtekt- arvert. Þótt e.t.v. sé Alþingi ekki við því búið að samþykkja óbreytta þingsályktunartillögu tí- menninganna undir forystu Jóns Helgasonar, þá er ástæða til að hvetja stjórnvöld til þess að draga úr áfengisveitingum í veislum og móttökum. Þótt ekki séu hafðar uppi neinar ásakanir um að ofgert sé í þessu efni eins og nú háttar veislusiðum, þá skal undir það tekið að fordæmi stjórnvalda um fyllsta hóf í þessu efni er mikils virði. GARRI OSVIFNI Viðbrögð Grænfriðunga við ósýndri kvikmynd Magnúsur Guðmundssonar um vinnubrögð þeirra á norðurslóðum vekja tals- verða furðu. Það hefur komið fram í fjölmiðlum að þeir hafa sent íslenska ríkissjónvarpinu hótun- arbréf þar sem heitið er öllu illu, þar með talið málaferlum, ef sjón- varpið leyfi sér að sýna íslending- um þessa mynd. Ekki er annað að sjá en að Grænfriðungar beri fyrir - sig eintómar tylliástæður, svo sem að þeir hafi látið höfundi myndar- innar í té efni á filmum, scm einhverjar sögusagnir gangi um að hann noti þarna á móti þeim aftur. Hér eru furðuleg viðbrögð á ferðinni. Grænfriðungar eru al- þjóðleg samtök, sem hafa enga lögsögu á íslandi. Eins og öll önnur sambærileg samtök verða þeir að vera við því búnir að svara gagn- rýni, sem fram kann að koma á starfsemi þeirra. Þar með talið gagnrýni sem felur í sér að þeim sé borið á brýn að hafa falsað hei- mildamyndir. Áróður á brauðfótum Nú tekur Garri fram að hann hefur ekki frekar cn Grænfriðung- ar séð heimildamyndina sem deilan snýst um. Væntanlega lætur sjón- varpið þó ekki hótanir þeirra á sig frá heldur sýnir okkur myndina eins og talað hefur verið um, þannig að færi gefist á að taka afstöðu til hennar. En af því, sem ráða hefur mátt að fréttum um efni hennar, er svo að sjá að þar sé haldið uppi all- harðri gagnrýni á starfscmi Græn- friðunga, og sérstaklega á það hvernig starfsemi þeirra hafi leikið ýmsa þjóðfiokka á norðurslóðum, eskimóa og fieiri. Einnig er svo að sjá af fréttum að þeim sé þarna beinlínis boríð það á brýn að hafa falsað heimildir og búið til kvik- myndir af ósönnum atburðum málstað sínum til framdráttar. Hér er vitaskuld um mjög óskemmtilega gagnrýni fyrir Grænfriðunga að ræða. Jafnvel þótt ekki reyndist vera nema lítill fótur fyrir henni þá er slíkt eigi að síður mjög alvarlegt fyrir samtök á borð við félagsskap þeirra. Þeir eiga allt sitt undir því að vera trúverðugir í augum almennings. Hér á Islandi höfum við líka nú undanfarið fengið að kynnast áþreifanlega vægast sagt heldur leiðinlegri hlið á bardagaaðferðum Grænfriðunga. Þeir eru nú þegar búnir að vaida okkur talsverðu tjóni með áróðri sínum gegn sölu- vörum okkar á markaði erlendis. Þessum áróðrí hafa þeir haldið uppi jafnt þó að margsýnt hafi verið fram á að hann stendur allur á brauðfótum. En þeir hafa haldið áfram árásum sínum á okkur þrátt fyrir þær einföldu staðreyndir að hvalastofnarnir umhverfis landið eru síður en svo í nokkurri hættu vegna veiða okkar. Ritskoðun Þannig höfum við fslendingar fengið að kynnast því á sjálfum okkur hvemig Grænfriðungar vinna. í hvalamálinu höfum við góðan málstað sem við þurfum síður en svo að læðast með veggj- um út af. Við erum einfaldlega sem fiskveiðiþjóð að nýta villtan dýra- stofn í hafinu umhverfis landið, á sama hátt og fjöldamarga aðra. Og því fer fjarri að þessum stofni stafi hætta af. A þessi rök hafa Grænfriðungar ekki viljað hlusta. Samtök þeirra hafa sýnt sig að vera rökheld í málinu. Þvert ofan í allar vísinda- legar niðurstöður hafa þeir haldið áfram áróðri sínum gegn íslenskum vörum og þannig bakað okkur talsvert fjárhagstjón, að ógleymd- um öllum óþægindunum. Slíkur félagsskapur getur ciginlcga ekki ætlast til þess að sitja uppi með skjannahvítt mannorð á Islandi. Hvað þá að hann geti sagt íslensk- um fjölmiðlum fyrir verkum, eða svona yfirhöfuð ætlast til þess að vera tekinn alvarlega hér á landi. í þessu Ijósi er nýjasta hótun Grænfriðunga fáránleg. Þeir eru að fara fram á rítskoðun í rikisrckn- um fjölmiðli hér á landi, á grund- velli þess að samtök þeirra séu svo heilög að þau megi undir cngum kringumstæðum gagnrýna. Engu er líkara en að þar eigi að vera á ferðinni einhverjar hcilagar kýr. Og þetta gera þeir beint ofan í þá ruddafengnu framkomu sem þeir hafa undanfarið verið að sýna okk- ur og söluvörum okkar í grann- löndunum. Þetta gera þeir líka án nokkurs tillits til þess hvort vera kunni að gagnrýnin í kvikmynd- inni, sem þeir hafa ekki enn séð, kunni að eiga við rök að styðjast. Hér skiptir í rauninni engu máli hvort umrædd kvikmynd er góð eða slæm. Hótunum af þessu tagi á að svara fullum hálsi. Þó ekki væri nema vegna þessara hótana þá á sjónvarpið að sýna okkur myndina. Og leyfa Grænfriðung- um síðan að stefna ef þá lystir. Framkoma þeirra í þessu máli er ekkert annað en ósvífni af grófustu tegund. Garri. lillllllllilllllllllllllll VÍTTOG BREITT !:!!!II|í!: ":;!!!!:■ ;:.!ll!!:: :I;HItiíí;:, '""'Hili::... ^1"!1 Einkaskoðun tryggingafélaga Mikið trúboð er rekið til að reka á eftir sölu ríkisfyrirtækja. Ríkis- rekstur á að vera óhagkvaemur, dýr og um fram allt klafabundinn í óskilgreindum kerfum og þjónusta ríkisfyrirtækja á að vera fyrir neð- an allar hellur, segja trúboðar einkaframtaksins. Vel er hægt að taka undir sitt- hvað af þessu og mörg ríkisfyrir- tæki eru allt eins vel komin í höndum einkaaðila, þótt það sé engan veginn einhlítt. Bifreiðaskoðun ríkisins varlöng- um þyrnir í augum andstæðinga ríkisreksturs. Oft var á það bent hve afgreiðsla þar væri stirð og að kerfiskarlar hefðu ekki þá þjón- ustulund til að bera sem einkennir einkaframtakið og fyrirtæki þess. Að því rak að Bifreiðaeftirlit ríkisins var lagt niður og stofnað var hlutafélag sem gefið var nafnið Bifreiðaskoðun íslands hf. Mikil kerfisbreyting það. Auðvitað kom ekki til greina að veita einkaframtakinu einhvers konar frelsi til að annast bílaskoð- un, t.d. með því að löggilda bíla- verkstæði til að annast skoðunina. Bara skoða Nokkir eiginhagsmunaaðilar í bílabransanum rottuðu sig saman til að taka við hlutverki ríkisins. Bílainnflytjendur og tryggingafé- lög eru þar fremst í flokki. Þegar hin stolta og frjálsa stofn- un tók til starfa var mikið um dýrðir og mikil kynningarstarfsemi fór fram. Þar kom m.a. fram að hér eftir sæti þjónustan við viðskipta- vininn í fyrirrúmi og skýrt var tekið fram, að einkaskoðunin mundi ein- ungis skoða bíla en tæki ekki að sér neins konar rukkunarhlutverk fyrir óskylda aðila, eins og ríkiseinok- unin gerði áður. Hlutafélagið sem skoðar bíla byrjaði auðvitað á því að hækka skoðunargjöld langt upp yfir það sem ríkisfyrirtækið vogaði sér áður. 17 milljón króna skoðunarbíll var keyptur hið snarasta, því nú var komið að framförum í bíla- skoðun. Það appirat á að brúka úti á landi svo að ekki þurfi að notast við bílaverkstæði þau sem fyrir eru. Það sem af er árinu hefur gengið eitthvað illa að mismuna ferlíkinu milli staða af ófyrirsjáan- legum ástæðum, eða hvað? Nú er það, að einn af mörgum bíleigendum þessa lands ætlar að fara að njóta þjónustu hins nýja og frjálsa fyrirtækis í einkaeign og láta skoða bílinn sinn og hyggur nú gott til að vera laus við allan gamla durtsháttinn og hnjaskið sem gjarnan fylgdi bílaskoðun áður fyrr, þegar aldrei virtist nóg af plöggum og stimplum sem gera bíla ökufæra og var mikið sport opinbers skoðunarfólks að senda aðra út og suður eftir stimplum svo að skoðun gæti farið fram. Um efnið hefur verið skrifuð að minnsta kosti ein merk bók og er sálfræðileg hrollvekja. Samtrygging hf. Skemmst er frá að segja að starfskraftur í einkageiranum, sem situr í glerbúri, tilkynnir vesaling þeim sem ætlar að fá bílinn sinn skoðaðan, að það vanti kvittun fyrir tryggingagjöldum í skjalasafn bílsins. Gamla, lamandi kerfismartröðin grípur um sig og eins og vel vaninn þræll er ekki hægt að stynja upp öðru en, Takk, og fara. Það er ekki fyrr en síðar að sú glæta kviknar að tryggingafélögin eru farin að nota hlutafélag sitt, Bifreiðaskoðun Isiands hf, til að beita lögum um bílaskoðun sem fjárpynd á viðskiptavini sína með því að láta hlutafélagið neita að skoða bíla nema tryggingagjöldin séu greidd. Báknið er svo sannarlega kyrrt. Þegar einkaskoðunin hf hefur vísað viðskiptavini sínum og trygg- ingafélaga frá á hæpnum forsend- um, kemst hann að því að engin rukkun hafi borist um að greiða gjaldið eða hve mikið það var. Við eftirgrennslan var sagt að það væri í pósti. Nákvæmlega viku síðar, 7 dögum, barst rukkunin, sem við- skiptavinurinn átti að vera búinn að borga og sýna stimplaða í einka- skoðun tryggingafélaganna viku fyrr. Ekki er hægt að segja að það sé system í þessu galskap, fremur en öðru alræði tryggingafélaga, sem hækka iðgjöld langt fram úr verð- bólgu ár eftir ár og komast upp með nánast hvað sem er gagnvart viðskiptavinum sínum í skjóli þeirrar einstöku aðstöðu að þykj- ast vera sjálfstæð fyrirtæki í frjálsu hagkerfi en eru ekki annað en inarghöfða einokunarþurs. I stað þess að þjóna viðskiptavin- um sínum. eins og miklum fjárfúlg- um er eytt í að auglýsa, eiga viðskiptavinirnir að sendast út og suður og borga vel fyrir að fá að halda úti miklu bákni samtrygging- ar hf. ’ OÓ

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.