Tíminn - 14.03.1989, Side 11

Tíminn - 14.03.1989, Side 11
10 Tíminn. Þriðjudagur 14. mars 1989 Þriðjudagur 14. mars 1989 Tíminn 11 Handknattleikur: Valsmenn voru skör ofar Unnu 6 marka sigur, 22-16, Valsmenn fengu tækifærí á að gera út um Evrópuviðureign sína gegn a-þýska liðinu Magdeburg í Laugardalshöllinni á sunnudags- kvöld. Tólf marka sigur hefði ekki verið fjarri lagi, en í stað þess klúðruðu þeir fjölmörgum dauða- færum og 5 vítaköstum. Þeir fara þó með 6 mörk í nesti til A-Þýskalands um næstu helgi, en síðari leikur liðanna verður í Magdeburg á laug- ardag. Leikurinn var í járnum framan af, eða allt þar til Valsmenn breyttu stöðunni úr 6-6 í 9-6. Þeir tóku aðra skorpu rétt fyrir leikhlé og gerði 3 mörk í röð og höfðu yfir í leikhléi 12-7. Nokkuð dró af Valsmönnum í upphafi síðari hálfleiks, eða leik- menn Magdeburgar hresstust öllu hcldur nokkuð. Munurinn fór niður í 3 mörk 13- 10, en Valsmcnn komu síðan með góðan leikkafla og voru nánast einráðir á vellinum. Þeir komust í 17-11 og 21-12, en þá var sem þætti nóg komið. A-Þjóðverj- arnir skoruðu 4 mörk í röð og minnkuðu muninn í 21-16. Júlíus Jónasson gerði síðan 22. mark Valsmanna sem unnu öruggan sigur 22-16. Eins og áður sagði hefði Valsmenn átt að vinna mun stærri sigur í þessum leik. Þeir voru skör ofar en a-þýska liðið, én markvarsla Gunars Schimrocks og klaufaskapur Vals- manna kom í veg fyrir að sigurinn yrði enn stærri. Öll vítaköst Vals- manna í leiknum, 5 talsins, fóru forgörðum. Schimrock varði 3 þeirra, en 2 höfnuðu í markstöng A-Þjóðverja. Dauðafæri fóru for- görðum þar sem Valsmenn hittu ekki markið eða sendingar rötuðu ekki rétta leið. Valsmenn geta sjálf- um sér um kennt ef þessi munur nægir þeim ekki í síðari leiknum, þeir fengu færin en misnotuðu þau. Leikurinn var mjög skemmtilegur en klúðruðu fjölda dauðafæra þennan leik með 10 marka mun. Ég er hóflega bjartsýnn fyrir síðari leik- inn, ef varnarleikurinn verður í lagi þá ættum við að komast áfram. Það hefur sýnt sig í Evrópukeppninni að allt getur gerst í síðari leiknum. Okkur tókst að halda markatölunni á að horfa og áhorfendur skemmtu sér vel. Valsmenn skoruðu glæsileg mörk sem yljuðu áhorfendum um hjartaræturnar. Bestur Valsmanna í leiknum var án efa Páll Guðnason markvörður, sem stóð í markinu allan tímann og varði 14 skot, 7 í hvorum hálfleik. Sigurður Sveinsson sýndi skemmtileg tilþrif í leiknum, skoraði falleg mörk og gaf glæsilegar línusendingar á félaga sína. Sigurður hefur þó oft leikið betur og hann misnotaði mörg færi í leiknum. Þeir Jakob Sigurðsson, Valdimar Gríms- son og Geir Sveinsson skiluðu sínu með sóma og Þorbjörn Jensson átti góðan leik í vörninni. Greinilegt var að landsliðsmenn þeirra Valsmanna eru í góðri æfingu um þessar mundir. „Það var fyrst og fremst mjög góður varnarleikur okkar sem skóp sigurinn. Við unnum með 6 mörkum, en klúðruðum mörgum færum og vorum óheppnir í víta- köstunum. Við hefðum átt að vinna niðri í þessum leik og megum því að öllum líkindum tapa með 6 mörkum úti. Ef þeir ná upp stemningu á laugardaginn í Magdeburg getur allt gerst,“ sagði Valdimar Grímsson Valsmaður eftir leikinn á sunnudags- kvöld. í liði Magdeburgar var Gunar Schimrock góður í markinu og Peter Pysall var sprækastur útileikmann- anna. Dómararnir frá Noregi dæmdu þokkalega. Mörkin Valur: Sigurður Sveinsson 6, Jakob Sigurðsson 4, Júlíus Jónas- son 4, Geir Sveinsson 3, Valdimar Grímsson 2, Jón Kristjánsson 2 og Theodór Guðfinnsson 1. BL Handknattleikur: Evrópudraumur FH varð að hreinni martröð Liöiö tapaöi með 10 marka mun fyrir SKIF Krasnodar frá Sovétríkjunum 24-14 „Sovéska liðið var mun öflugra en við reiknuðum með. Við höföum séð þá á myndbandi og í þeim leik virtust þeir þungir og leika hægan handknattleik. Þeir voru mjög góðir í þessum leik og við lékum illa. Skytturnar brugðust alveg og mark- varslan var nánast engin. Lið Kras- nodar lék mjög góða vörn og skoraði mikið úr hraðaupphlaupum, á með- Handknattleikur: Annar ósigur hjá FH gegn Krasnodar FH-ingar léku í gær seinni leik sinn gegn rússnesku risunum í SKIF Krasnodar. Leikurinn átti upphaf- lega að fara fram um næstu helgi en FH-ingar fengu Rússana til að leika seinni leikinn hér á landi. FH-ingar þurftu að vísu að borga Rússunum um 250.000,00 krónur fyrír vikið og var það í ýmsu formi, t.d. lopapeysur handa eiginkonum leikmanna, nýir búningar á liðið, fjórir tennisspaöar o.fl. FH-ingar hófu leikinn af krafti og ætluðu greinilega ekki að láta leika sig eins grátt og í fyrri leiknum. Bergsveinn Bergsveinsson, mark- maður FH, fór hamförum í marki FH og varði hvað eftir annað stór- kostlega. Markvarsla Bergsveins gaf leikmönnum FH byr undir báða vængi og þeir náðu fimm marka Gróttusigur Gróttan tryggði stöðu sína í 1. deild er hún vann KR óvænt 22-17 í gærkvöldi. Jafnt var á fyrstu tölum leiksins en svo sigu Gróttumenn framúr og unnu sanngjaman sigur. Lcikurinn þótti frekar slakur sóknarlega séð en þokkalegur vamarieikur sást á köflum. FH. forskoti þegar um 6 mín. voru til leikhlés. Gunnar Beinteinsson fór á kostum og skoraði hvert glæsimarkið á fætur öðru. En leikmenn Krasno- dar náðu að minnka muninn fyrir leikhlé niður í þrjú mörk, 11-14. En Adam var ekki lengi í Paradís. Leikmenn Krasnodar með Sergej Ladygin fremstan í flokki sýndu það og sönnuðu hvers þeir eru megnugir. Þeir söxuðu á bilið og vel það. Um miðjan seinni hálfleik voru leikmenn Krasnodar búnir að jafna leikinn og þá sprungu leikmenn FH á limminu. Þegar flautað var til leiksloka var öruggur sigur Krasno- dar í höfn, 25-19. Bergsveinn Bergsveinsson var bestur FH-inga í gær. Hann varði alls 17 skot og mörg þeirra úr opnum færum. Gunnar Beinteinsson fór á kostum í fyrri hálfleik og gerði mörg glæsileg mörk. Einnig voru þeir sprækir Guðjón Árna og Óskar Ármanns. Lavrow markvörður og Ladygin voru bestir leikmanna Krasnodar, en annars var rússneska liðið mjög jafnt. Dómarar voru Koppe og Haak frá Hollandi og voru þeir slakir. Mörk FH: Gunnar 7, Guðjón 6/3, Óskar 3 og Þorgils 3. Mörk Krasnodar: Ladygin 5, Ti- tow 4, Stepanenko 4, Kaljasin 3, Zhycharew 3/2, Porurkin 3/1 og Levin 1. FH. an við fengum engin hraðaupphlaup. Þá er því ekki að leyna að við gáfumst upp undir lokin. Við verð- um að horfast í augu við það að Evrópudraumurinn er úti í þetta sinn,“ sagði Viggó Sigurðsson þjálf- ari FH-inga, eftir leikinn á sunnu- daginn. Fyrri hálfleikur var jafn og spenn- andi og Gunnar Beinteinsson kom FH yfir með því að skora fyrstu 2 mörk FH-liðsins. Hinn hávaxni Zhycharew jafnaði fyrir Krasnodar og Þorgils Óttar kom FH yfir á nýjan leik 3-2. Næstu 2 mörk áttu Sovét- mennirnir og j^eir voru komnir yfir 4-3 í fyrsta sinn í leiknum. Næstu 3 mörk gerðu FH-ingar og breyttu stöðunni í 6-4. Héðinn gerði 4. markið en þá tók Óskar Ármanns- son við með tveimur mörkum úr vítaköstum. Tveggja marka forysta FH og útlitið virtist hreint ekki svo slæmt fyrir liðið. En Adam var ekki lengi í Paradís og 4 mörk Svartahafsliðsins litu dagsins ljós á næstu mínútum, þar af 2 á stuttum tíma úr hraðaupphlaup- um, eftir að Lavrov markvörður þeirra hafði varið skot FH-inga. Krasnodar-liðið var nú komið með yfirhöndina í leiknum og virtist ekki á þeim buxunum að láta hana af hendi. Guðjón Árnason gerði tvö mörk úr vítaköstum áður en hálf- leikurinn var úti og staðan 8-10 fyrir sovéska liðið. Þáttur markvarðanna í fyrri hálf- leik var nokkuð skrautlegur. Þeir félagar Bergsveinn Bergsveinsson og Magnús Árnason vörðu sitt skotið hvor í hálfleiknum, meðan félagi þeirra í marki Krasnodar, Andrej Lavrov, varði 12 skot og þar af eitt vítakast. FH-ingar hófu síðari hálfleikinn með látum og náðu þegar af jafna metin 10-10 með tveimur mörkum Guðjóns Árnasonar. Sovésku leik- mennirnir vöknuðu við vondan draum og keyrðu upp hraðann. Þeir gerði 6 mörk í röð, án þess að Hafnfirðingunum tækist að svara fyrir sig og breyttu stöðunni í 10-16. Óskar Ármannsson hafði þá fengið að sjá rauða spjaldið hjá hollensku dómurunum fyrir harðan varnarleik. Þessi munur hélst áfram næstu mínútur, Ólafur Magnússon, ungur leikmaður í liði FH, skoraði 11. markið. Héðinn náði loksins að skora tr hann stökk upp fyrir háa vörn Krasnodar og skoraði 12. mark FH. Gunnar Beinteinsson skoraði sitt 3. mark og 13. mark FH og Guðjón Árnason skoraði 14. markið stuttu síðar. Þá var staðan 14-19 og skammt til leiksloka. Síðustu mínút- urnar gáfust leikmenn FH hreinlega upp og Krasnodar-liðið sigldi fram úr á mikilli ferð. 5 síðustu mörkin í leiknum voru þeirra gegn varamönn- um FH sem léku síðustu mínúturn- ar. Lokatölur leiksins voru því 14-24 og sovéska liðið búið að gera út um hvort liðið kemst áfram í Evrópu- keppninni að þessu sinni. Eftir leikinn sömdu FH-ingar við Sovétmennina um að leika síðari leikinn einnig hér á landi, þar sem ferð til Svartahafs með 10 mörk á bakinu var mjög ófýsilegur kostur fyrir FH. Síðari leikurinn fór fram í gærkvöld og sagt er frá leiknum annars staðar á síðunni. Skytturnar í liði FH brugðust algjörlega í þessum leik. Þær mættu hreinlega ofjörlum sínum og náðu ekki að skjóta yfir vörnina sem var skipuð þremur tveggja metra mönnum. Línusendingar og vítaköst í kjölfar þeirra héldu FH-ingum á floti í fyrri hálfleiknum, en í þeim síðari þéttu Sovétmennirnir vörnina og lokuðu fyrir línusendingarnar. Bergsveinn í marki FH bjargaði liði sínu frá enn stærri skell og varði 5 skot í síðari hálfleik, þar af 3 vítaköst. Lavrov í marki Krasnodar hélt uppteknum hætti í síðari hálf- leiknum og varði 7 skot, þar af 1 vítakast, eða alls 19 skot í leiknum. Hollensku dómararnir dæmdu mjög mikið og tóku hart á leikmönn- um fyrir brot. Mörkin FH: Guðjón Árnason 5/3, Gunnar Beinteinsson 3, Óskar Ár- mannsson 2/2, Héðinn Gilsson 2, Ólafur Magnússon 1 og Þorgils Óttar Mathiesen 1. Krasnodar: Ladigin 6, Titow 4, Zhychrew 4/1, Stepanenko 3/1, Gonatschenko 3/1 og Levin 3. BL Körfuknattleikur: Valdimar Grímsson er hóflega bjartsýnn fyrir síðari leik Vals og Magdeburgar um næstu helgi. Hér skorar Valdimar eitt marka sinna í leiknum á sunnudagskvöld. Blak: Titillinn í augsýn hjá KA-mönnum Unnu öruggan sigur gegn HK um helgina - Öruggur sigur Þróttar gegn Stúdentum í Reykjavík Frá Jnhannesi Bjarnasyni fréllamanni Tímarn: KA-menn færðust skrefl nær íslands- meistaratitlinum í blaki með því að sigra HK í þremur hrinum, en leikurinn fór fram norðan heiða á sunnudagskvöld. Strákarnir úr Kópavogi höfðu lítið í heimamenn að gera og voru sem áhorfend- ur í fyrstu hrinu, sem endaði með öruggum sigri KA-mnnna 15-3. Heldur hresstust þeir þegar líða tók á leikinn, en það fór aldrei á milli mála hvort liðið værí sterkara. Önnur hrina cndaði 15-8 og sú síðasta 15-10. KA-menn eiga eftir tvo leiki í ’ úrslitakeppninni, gegn ÍS heima og Þrótti í Reykjavík. Dugir þcim sigur úr annarrí viðureigninni til að tryggja íslandsmeist- aratitlinum dvalarstað á Akurcyri næsta áríð, við hlið deildarmeistaratitils og hugs- anlega sigurlaunanna úr bikarkeppninni. Allir leikir vetrarins hafa unnist og blakararnir hafa vakið verðskuldaða at- hygli bæjarbúa. í þessum leik var það Fei þjálfari sem best spilaði, en liðið allt er mjög jafnt. HK-piltamir börðust vel í annarri og þriðju hrinu, en voru einfald- lega að etja kappi við sér sterkara lið. í Reykjavík var einn leikur í úrslita- keppni karla. Þróttarar unnu öruggan sigur gegn Stúdentum 3-0 í Hagaskóla. í kvennaflokki vann ÍS 3-0 sigur gegn UBK ■ og á laugardag unnu Víkingsstúlkur örugg- an sigur á Þrótti Nes. 3-0. Einn leikur var í íjögurra liða úrslitum í bikarkeppni kvenna á Húsavík. HK-stúlk- ur unnu 3-0 sigur gegn Völsungi. JB/BL KR vann taugastríðið - Njarðvíkingar úr leik Það ríkti mikil taugaspenna íþróttahúsi Hagaskóla í gærkvöld er KR-ingar tóku á móti Njarðvíking- um í síðari leik liðanna í undanúrslit- um Islandsmótsins í körfuknattleik. Taugastríðið var jafnt inná vellinum sem og í troðfullri áhorfendastúk- unni. Njarðvíkingar urðu að vinna leikinn til þess að eiga möguleika á titlinum og KR-ingar vildu ólmir losna við að fara til Njarðvíkur í oddaleik. Það var mikil pressa á Njarðvík- ingum fyrir þennan leik, eftir tapið á föstudag urðu þeir að vinna leik- inn. Liðið hefur staðið sig allra liða best á mótinu í vetur og því margir sem höfðu reiknað með þeim sem íslandsmeisturum. En KR-ingar voru á öðru máli. Þeir réðu lögum og lofum í Hagaskóla í gærkvöld og unnu öruggan sigur. Fljótlega í leiknum náðu þeir 9 stiga forystu 22-13 og þeir létu þessa forystu ekki af hendi. I leikhléi var staðan 40-32 KR í vil. KR-ingar komnir í úrslit íslandsmótsins í körfuknattleik Það hafa vafalaust margir reiknað með því að Njarðvíkingar rækju af sér slyðruorðið í síðari hálfleiknum en það var öðru nær. Langtímum saman gekk hvorki né rak hjá hvor- ugu liðinu vegna taugaspennu, en um miðjan hálfleikinn hrökk Guðni Guðnason í gang og gerði út um leikinn. Guðni gerði hverja körfuna á fætur annarri og munurinn var allt í einu orðinn 20 stig, 60-40. Þrátt fyrir að KR-ingar misstu 4 leikmenn sína út af með 5 villur á lokamínút- unum þá kom það ekki að sök. Fyrst fór Birgir út af þegar staðan var 62-45 og 5:20 mín. eftir. Guðni hlaut sömu örlög.þegar 4:09 mín. voru eftir og staðan var 62-47. Þeir Matt- hías Einarsson og Lárus Árnason hlutu sömu örlög áður en yfir lauk og sigri KR-inga varð ekki ógnað. Lokatölurnar voru 72-59. Bæði liðin léku mjög illa í þessum leik. Taugaspennan var gífurleg og mistök leikmanna fjölmörg. Þrátt fyrir það var leikurinn mjög skemmtilegur á að horfa, en spennan var þó ekki veruleg eftir að KR hafði náð 20 stiga forystu. ívar Webster átti stórleik hjá KR-ingum og sópaði skotum Njarðvíkinga frá KR-körf- unni sem strákústur. Sem aftasti maður í pressuvörn KR var hann lykilmaður í sigrinum. Guðni Guðnason sýndi að hann er að kornast í sitt gamla form. Hann var KR-ingum mjög mikilvægur í sókn- inni og Birgir Mikaelsson var drjúgur. Annars eiga allir leikmenn KR heiður skilinn fyrir mikla bar- áttu. Lið Njarðvíkinga hefur vart leikið verr í vetur en í þessum leik. Hittni leikmanna var nánast engin og þeir hittu ekki hringinn í skotum sínum undir lok leiksins. Teitur Örlygsson var þeirra skástur þótt hann hitti mjög illa. Þeir mega þó eiga það Njarðvíkingarnir að þeir gáfust ekki upp þótt staða þeirra væri vonlaus. Stigin KR: Guðni 23, Birgir 18, ívar 8, Jóhannes 8, Matthías 5, Gauti 5, Lárus Á. 2, Ólafur 2 og Lárus V. 1. UMFN: Teitur27, Helgi 15, Friðrik Ragnars. 6, ísak 4, Hreiðar 3, Kristinn 3 og Friðrik Rúnars. 1. „Ég vonast til að verða íslands- meistari annað áríð í röð, annars reiknaði ég ekki með að við ynnum Njarðvík í tveimur leikjum. Ég vil þakka þetta því að við höfum lagt mikið á okkur við æflngar og pressu- vörnin gekk upp í leikjunum. Ann- ars er ég bara ánægður og þreyttur,“ sagði ívar Webster KR-ingur eftir leikinn. „Ég er ánægður, en ekki fullkom- lega sáttur við leik minna manna. Við áttum slæma kafla í þessum leik. Það kom okkur til góða í þessum leik að við höfum notað 9 leikmenn ■ öllum leikjum okkar í vetur. Ég reiknaði ekki með því að vinna Njarðvík í tveimur leikjum. í úrslit- unum reikna ég með að lenda á móti Keflvíkingum,“ sagði Laszlo Ne- meth þjálfari KR-inga eftir leikinn í gærkvöld. BL Körfuknattleikur: ÍBK stefnir í úrslitin Vann Valsmenn með 13 stiga mun í Keflavík Frá Margréti Sanders fréttamanni Tímans: Tölur úr leiknum: 2-0,9-10,15-14, 15-25, 28-39, 41-42, 47-49. 49-49, 61-62, 76-69, 85-75, 96-81, 99-86. Keflvíkingar sigruðu Valsmenn 99-86 í fjögurra liða úrslitum íslands- mótsins í körfuknattleik, en leikur- inn fór fram í Keflavík á sunnudags- kvöld. Valsarar leiddu í leikhléi 47-49. Leikurinn var jafn og spennandi og oft og tíðum vel leikinn. Keflvík- ingar komust í 3-0, en þá náðu Valsarar yfirhöndinni og leiddu nær allan hálfleikinn og voru mest 11 stigum yfir 28-39, en Keflvíkingar minnkuðu muninn í lok fyrri hálf- leiks. Liðin skiptust á um forystuna í síðari hálfleik, en um miðjan hálf- leikinn kom góður kafli hjá Keflvík- ingum á meðan ekkert gekk hjá Völsurum og breyttu Keflvíkingar þá stöðunni úr 67-67 í 85-75 og héldu þessum mun til loka. Bestur í liði Vals var Tómas Holton, Matthías Matthíasson var einnig góður og Hreinn Þorkelsson átti góðan leik í fyrri hálfleik. Jón Kr. var bestur Keflvíkinga, skoraði mikið í fyrri hálfleik og spilaði vel allan leikinn. Guðjón Skúlason var góður í síðari hálflcik, einnig stóð Axel vel fyrir sínu. Þokkalegir dómarar voru þeir Jón Otti Ólafsson og Helgi Bragason. Jón Kr. Gíslason 27, Guðjón Skúlason 23, Axel Nikulásson 17, Magnús Guðfinnsson 10, Sigurður Ingimundarson 9, Albert Óskarsson 6, Nökkvi Jónsson 4 og Falur Harð- arson 3. Valur: Hreinn Þorkelsson 22, Matthías Matthíasson 18, Tómas Holton 15, Björn Zoéga 11, Ragnar Þór Jónsson 10, Bárður Eyþórsson 7 og Ari Gunnarsson 3. MS/BL Handknattleikur: Aftur jafntefli hjá KA Annað jafnteflið í suðurferð KA- manna í handknattleiknum var staðreynd um helgina er liðið gerði jafntefli við Stjörnuna í Digranesi 23- 23. Eins og kunnugt er þá gerði KA jafntefli við KR á föstudags- kvöld. Leikurinn á sunnudagskvöld var mjög jafn og spennandi, en gestirnir voru með frumkvæðið lengst af. í leikhléi höfðu norðanmenn 2 mörk yfir 13-15. Jafnræði var mikið með liðunum í síðari hálfleik og þegar upp var staðið var sanngjarnt jafntefli stað- reynd 23-23. KA-menn geta ekki kvartað yfir helginni, þeir fóru ósigr- aðir til síns heima og endanlega sloppnir af fallsvæðinu. Erlingur Kristjánsson, Guðmund- ur Guðmundsson og Sigurpáll Aðal- steinsson voru bestir norðanmanna, en sem fyrr voru þeir Gylfi Birgis- son, Sigurður Bjarnason og Skúli Gunnsteinsson afgerandi hjá Garð- bæingum. Mörkin, Stjarnan: Sigurður 7, Gylfi 6, Skúli 5, Hafsteinn 3, Einar 1 og Axel 1. KA: Erlingur 6, Guð- mundur 5, Sigurpáll 5, Pétur 3, Jakob 2 og Friðjón 2. BL Petta 'eru tolurnar sem upp komu 11. mars. Heildarvinningsupphæð var kr. 4.673.066,- Enginn var með fimm tölur réttar og bætist því fyrsti vinningur sem var kr. 2.151.826,- við 1. vinning á laugardaginn kemur. Bónusvinningur (fjórar tölur + bónustala) var kr. 374.216,- skiptist á 8 vinningshafa og fær hver þeirra kr. 46.777,- Fjórar tölur réttar, kr. 645.392,-, skiptast á 209 vinningshafa, kr. 3.088,- á mann. Þrjártölur réttar kr. 1.501.632,- skiptast á 5.688 vinningshafa, kr. 264,- á mann. Sölustaðirnir eru opnir frá mánudegi til laugardags og loka ekki fyrr en 15 mínútum fyrir útdrátt. Sími 685111. Upplýsingasímsvari 681511.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.