Tíminn - 14.03.1989, Qupperneq 15
Tíminn 15
Þriðjudagur 14. mars 1989
II LEIKLIST J
Sviðsmynd frá afmælisleiksýningu Leikfélags Dalvíkur.
Leikfélag Dalvíkur 45 ára
Leikfélag Dalvíkur minnist um
þessar mundir 45 ára afmælis síns.
Starfsemi þess hefur verið með
blóma gegnum árin og mörg smá og
stór verkefni hafa verið á verkefna-
skránni. Félagar íLeikfélagi Dalvík-
ur eru nú um 70 talsins, og stjórn
þess skipa Guðlaug Björnsdóttir
form., Heiða Hilmarsdóttir, Björn
Björnsson, Kristján Hjartarson og
Guðbjörg Antonsdóttir.
Að þessu sinni var leikrit Böðvars
Guðmundssonar Úr aldaannál tekið
til meðferðar, Böðvar samdi þetta
verk á sínum tíma fyrir Litla leik-
klúbbinn á ísafirði.
Verkið er af sögulegum toga og
greinir frá atburðum sem áttu sér
stað í Múlaþingi 1784-86. Nánar
tiltekið, örlagasaga þriggja ungra
manna sem lentu á vergangi og
lögðust út í harðindunum sem urðu
í kjölfar Skaftárelda 1783-84. Leik-
félag Dalvíkur hefur með leyfi höf-
undar breytt nafni leikritsins og
nefnt það „Dysin“ undirtitill „úr
aldaannál". Tónlist við það hefur
Lárus Grímsson samið sérstaklega
fyrir leikfélagið. Leikstjórn er í
höndum Þráins Karlssonar, leikara
og hefur hann líka séð um hönnun
leikmyndar og búninga, lýsingu ann-
ast Ingvar Björnsson. Hlutverk í
leikritinu eru 10 talsins, 4 kvenhlut-
verk og 6 karlhlutverk.
Það er vissulega alltaf einhverjum
erfiðleikum bundið fyrir áhuga-
mannaleikfélög að fá fólk til starfa,
þar sem þessi vinna er mjög krefj-
andi og tímafrek. í dag hefur fólk
líka úr miklu fjölbreyttara tóm-
stundaefni að velja en fyrir nokkrum
árum og auðvitað er það skiljanlegt
að eftir langan og strangan vinnudag
kjósi fólk að setjast fyrir framan
sjónvarpið og láta færa sér skemmt-
unina heim í stofu. En það eru nú
samt alltaf einhverjir sem ganga
með leiklistarbakteríuna og láta sig
hafa það að mæta til æfinga eftir að
hinum almenna vinnudegi lýkur og
skemmta sér við að skapa margskon-
ar manngerðir og vinna hin margvís-
legu störf sem til falla við uppsetn-
ingu á leikriti. Þetta sýnir sig best í
því að á íslandi eru milli 80-90 félög
áhugafólks um leiklist, sem sameig-
inlega mynda Bandalag íslenskra
leikfélaga.
Frumsýning á Dysinni, úr alda-
annál, var föstudaginn 10. mars í
Ungó, leikhúsi Dalvíkinga, og næstu
sýningar verða 14., 17. og 18. mars,
aðrar sýningar verða ákveðnar síðar.
H.D.
llllllllllllllllllllllll BÓKMENNTIR llllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll '!íi..
Setið í höfuðstólnum
Eiríkur Brynjólfsson:
Dagar sem enda,
Oröhagi sf., Rv. 1988.
Ég verð að segja það eins og er að
ég bjóst eiginlega við dálítið átaka-
meiri Ijóðabók frá Eiríki Brynjólfs-
syni heldur en þessari. Hann yrkir
hér ákaflega einlægt og af hrein-
skilni, þannig að hér á með fullum.
rétti við að tala um opin Ijóð. Og
vissulega er hér sitthvað áhugavert
og vekjandi. En svo er þó skemmst
frá að segja að í heild virðist mér að
varðandi flest Ijóðin hér vanti þá
ögun og yfirlegu sem úrslitum ræður
um það hvort tekst að gera góðar
hugmyndir að góðum skáldskap.
Með öðrum orðum að hér hefði
þurft að liggja lengur yfir Ijóðunum,
áður en þau voru send út á bók, og
vinna þau betur. Dæmi um þetta
gæti verið lítið Ijóð sem hér stendur
og heitir um drauma:
í nótt svaf ég
en mig dreymdi ekki neitt
mig dreymir á daginn
það er betra
Hér er vissulega góð hugmynd á
ferðinni, um mismun svefndrauma
og vökudrauma, en ekkert unnið úr
henni, né heldur með hana, og því
er eiginlega ekkert í Ijóðinu sem
kemur lesanda á óvart. Hér hefði að
mínum dómi mátt standa betur að
verki, og gildir það um talsvert mörg
fleiri ljóð hér.
Aftur tekst höfundi nokkuð betur
til undir lokin þar sem hann birtir ein
fimm húsaljóð, sem hann nefnir svo
og fjalla um vandann sem fylgir
húsbyggingum. í þe'im koma fram
ýmiss konar líkingar og ýmsar vel
gerðar, svo sem „ég sit í höfuðstóln-
um/ og undir mér braka vaxtafæturn-
ir“. Og „það færist í vöxt/ að menn
eigi við lán að stríða,/ og lánsmenn
verði ólánsmenn". Hér er vissulega
beitt bæði snerpu og hugmyndaflugi,
sem sýnirgetu höfundarins og mætti
að ósekju vera meira af þarna. í því
efni gilda þau gömlu og góðu sann-
indi að skáldgyðjan er kröfuhörð og
gerir sig ekki ánægða með neitt
minna en að menn leggi sig alla fram
áður en þeir senda Ijóð sín frá sér í
bókarformi til lesenda. -esig
r Lwmvwisj a nnr
Jón Helgason Guðni Ágústsson Unnur Stefánsdóttir
alþingism. alþingismaður varaþingmaður
Sunnlendingar
Árlegir stjórnmálafundir og viðtalstímar þingmanna Framsóknar-
flokksins verða á eftirtöldum stöðum:
1. Ársölum, Selfossi, mánud. 13. mars kl. 21.00.
2. Brautarholti, Skeiðum, þriðjud. 14. mars kl. 21.00.
3. Staður, Eyrarbakka, miðvikud. 15. mars kl. 20.30.
Utanríkis- og umhverfismál
Opinn fundur Utanríkismálanefndar Framsóknarflokksins þriðjudag-
inn 14. mars kl. 18.00 að Nóatúni 21.
Umræðuefni:
1. (sland og Evrópubandalagið.
2. Umhverfisvernd á norðurhveli.
Gestir fundarins: Alþingismennirnir Páll Pétursson og Valgerður
Sverrisdóttir.
Fundarstjóri: Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, formaður Utanríkis-
málanefndar.
Allir velkomnir.
Nefndin
Suðurland
FUF í Árnessýslu
og Félag framsóknarkvenna í Árnessýslu áformar að halda félags-
málanámskeið í lok mars og í apríl. Um er að ræða byrjenda- og
framhaldsnámskeið. Námskeiðin eru öllum opin sem áhuga hafa.
Þátttaka tilkynnist sem fyrst til formanna félaganna.
Siguröar Eyþórssonar í síma 34691
og Ólafíu Ingólfsdóttur í síma 63388.
FUF og FFÁ.
Norðurland vestra
Stjórn kjördæmasambands framsóknarmanna, stjórnir framsóknar-
félaga, blaðstjórn Einherja og fulltrúar í verkalýðsráði eru boðuð til
fundar í Framsóknarhúsinu á Sauðárkróki laugardaginn 18. mars n.k.
Fundurinn hefst kl. 14.00.
Alþingismennirnir Páll Pétursson og Stefán Guðmundsson mæta á
fundinn.
Stjórn K.F.N.V.
SUF í Viðey
Miðstjórnarfundur Sambands ungra framsóknarmanna verður hald-
inn laugefrdaginn 18. mars í Viðeyjarstofu.
Dagskrá og sérmál fundarins auglýst síðar
Framkvæmdastjórn SUF
lllllllllll BLQÐ OG TIMARIT
Nýr Teningur
Sjötta hefti af tímaritinu Teningi
er nýkomið út. Það flytur að vanda
margs konar efni af sviði bókmennta
og annarra fagurra lista, en þó
virðist mér hlutur myndlistar vera
með meira móti að þessu sinni.
Bókmenntirnar eru þó síður en
svo fyrir borð bornar, en það sér-
kennilega er samt að trúlega má það
teljast tvennt af tagi þýdds skáld-
skapar sem líklegast er til að hnippa
í lesendur úr þessu hefti. Annars
vegar eru það nokkur ljóð eftir þrjú
spænsk nútímaskáld, Luis Garcia
Montero, Javier Egea og Alvaro
Salvador, sem hér eru og einna helst
er líklega að segja að fjalli um ástina
og hin ýmsu tilbrigði hennar. Hins
vegar er það sérkennilega og býsna
fagmannlega ofin smásaga eftir höf-
und að nafni Ian McEwan.
Og fleira er þarna þýtt, og reyndar
talsvert meira frumsamið, eftir
nokkuð jafnt áður þekkta sem nýja
höfunda. Þó er svo að sjá að íslenskir
höfundar hafi oft látið meira að sér
kveða heldur en er í þessu hefti. í
heild verður innlenda bókmennta-
efnið hér að teljast býsna hefðbund-
ið og töluvert minna af ætt framúr-
stefnu en menn máski vænta í bók-
mennta- og listatímariti fólks af
yngri kynslóðinni. Helst er að nefna
lítið ljóð eftir Aðalheiði Sigur-
björnsdóttur sem hérna er og heitir
Djúprista; í því þykist ég sjá yfir-
færslu á einhverju í ætt við súrreal-
íska myndgerð yfir í ljóðformið,
sem ekki mörg skáld hafa stundað
hér.
Loks eru þarna einar þrjár tölu-
vert fyrirferðarmiklar greinar um
nútímalistamenn, ásamt allmörgum
ljósmyndum af verkum þeirra. Er
allt það efni út af fyrir sig fróðlegt
fyrir áhugamenn um slík efni, þótt
almenn skírskotun þess sé kannski
ekki tiltakanlega breið. Af tónlistar-
tagi er í heftinu grein um Schumann
eftir Roland Barthes.
Þetta sjötta hefti Tenings er bæði
vel úr garði gert og býsna fjölbreytt
að efni, þannig að ekki þarf að efa
að í því geta margir fundið sér
lestrarefni við hæfi. Á hinn bóginn
leynist það heldur engum að veru-
lega byltingarkennt eða framúr-
stefnulegt efni er hér tæpast á ferð-
inni í neinum umtalsverðum mæli.
Heftið er vandað og vel fram borið,
en í því er þó lítið af sprengiefni.
-esig
Kópavogur
Skrifstofan í Hamraborg 5 er opin þriðjudaga og miðvikudaga kl. 9-13.
Sími 41590. Heitt á könnunni.
Opið hús alla miðvikudaga kl.17-19. Félagsmenn eru hvattir til að
líta inn og taka með sér gesti. Eflum flokksstarfið.
Framsóknarfélögin í Kópavogi.
Borgnesingar - nærsveitir
Spilum félagsvist í Samkomuhúsinu Borgarnesi föstudaginn 17. mars
kl. 20.30. Mætum vel og stundvíslega.
Framsóknarfélag Borgarness.
Reykjanes
Skrifstofa Kjördæmissambandsins að Hamraborg 5, Kópavogi er
opin á mánudögum og miðvikudögum kl. 17 til 19. Sími 43222.
K.F.R.