Tíminn - 14.03.1989, Qupperneq 19

Tíminn - 14.03.1989, Qupperneq 19
rriVi i v4 r ic’ Þriöjudagur 14. mars 1989 rrrrjn°—— Tíminn 19 ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ Óvitar barnaleikrit eftir Guðrúnu Helgadóttur Ath! Sýningar um helgar hefjast kl. tvö eftir hádegi. Laugardag kl. 14. Uppselt Sunnudag kl. 14.00. Uppselt Sunnudag 2.4. kl. 14.00. Uppselt Miðvikudag 5.4. kl. 16 Fáein sæti laus Laugardag 8.4. kl. 14.00 Fáein sæti laus Sunnudag 9.4. kl. 14.00 Fáein sæti laus Laugardag 15.4. kl. 14.00 Fáein sæti laus Sunnudag 16.4. kl. 14.00 Fáein sæti laus Fimmtudag 20.4. kl. 16.00 Fáein sæti laus Háskaleg kynni leikrit eftir Christopher Hampton byggt á skáldsögunni Les Liaisons Dangereuses eftir Lados Miðvikudag kl. 20 8. sýning Föstudag 9. sýning Sýningum lýkur fyrir páska. Kortagestir ath.! Þessi sýning kemur í stað listdans í febrúar. Haustbruður Nýtt leikrit eftir Þórunni Sigurðardóttur Fimmtudag kl. 20.00 3. sýning Lau. 18.3.4. sýning Þri. 21.3.5. sýning Mi. 29.3.6. sýning London City Ballet gestalelkur frá Lundúnum Föstudag 31.3. kl. 20.00. Uppselt Laugardag 1.4. kl. 14.30 Aukasýning Laugardag 1.4. kl. 20.00. Uppselt Litla sviðið: ORUtfR nýtt leikrit eftir Valgeir Skagfjörð Fimmtudag kl. 20.30 Laugardag kl. 20.30 Miðasala Þjóðleikhússinseropin alladaga nema mánudaga frá kl. 13-20.00 og til kl. 20.30, þegar sýnt er á Litla sviðinu. Simapantanir einnig virka daga frá kl. 10-12. Simi 11200. Leikhúskjallarinn er opinn öll sýningarkvöld frákl. 18.00. Leikhúsveisla Þjóðleikhússins: Máltiðog miði á gjafverði. ______________________I SAMKORT ,1 KÍMVER5HUR UEITIMC3A5TAÐUR MÝBÝLAVEGI 20 - KÖPAVOOI S45022 Él GULLNI HANINN .. LAUGAVEGI 178, SlMI 34780 BISTRO A BESTA STAÐÍ BÆMJM I.KIKI'I-IAC 22 RKYKIAVlKlJR SVEITASINFÓNÍA 'tWWSS' eftir Ragnar Arnalds Tónlist: Atli Heimir Sveinsson Leikmynd og búningar: Sigurjón Jóhannsson Leikstjóri: Þórhallur Sigurðsson Laugardag 18. mars kl. 20.30 Örfá sæti laus Sunnudag 19. mars kl. 20.30 Þriðjudag 21. mars kl. 20.30 Ath. Siðustu sýningar fyrir páska llM eftir Göran Tunström Ath. breyttan sýningartima I kvöld kl. 20.00 Uppselt Fimmtudag 16. mars kl. 20.00 Uppselt Föstudag 17. mars kl. 20.00 Uppselt Ath. Síðustu sýningar fyrir páska Barnaleikrit eftir Olgu Guðrúnu Árnadóttur Leikstjóm: Ásdls Skúladóttir Leikmynd og búningar: Hlin Gunnarsdóttir Tónlist: Soffía Vagnsdóttir Aðstoðarleikstjóri: Margrét Árnadóttir Lýsing: Lárus Bjömsson og Egill Öm Ámason Aðstoð við hreyfingar: Auður Bjarnadóttir Leikendur: Kjartan Bjargmundsson, Margrét Ámadóttir, Edda Björgvinsdóttir, Ása Hlín Svavarsdóttir, Stefán Sturla Sigurjónsson, Valgerður Dan Jónsdóttir, Rósa Guðný Þórsdóttir, Ólöf Sverrisdóttir, Amheiður Ingimundardóttir, Ólöf Söebech, Margrét Guðmundsdóttir, Kristján Franklín Magnús og Sigrún Edda Björnsdóttir. Miðvikudaginn 15. mars Uppselt Laugardag18. marskl. 14 Sunnudag19. marskl. 14 Miðasala i Iðnó sími 16620 Opnunartími: Mán-fös. kl. 14.00-19.00, lau.-sun. kl. 12.30-19.00 og fram að sýningu þá daga sem leikið er. Simapantanir virka daga frákl. 10-12. Einnig símsala með VISA og EUROCARD á sama tima. Nú er verið að taka á móti pöntunum til 9. apríl 1989. I I I I VDTnRNINA Fjölbreyttur matseðill um helgina. Leikhúsgestir fá 10% afslátt af mat fyrir sýningu. Simi 18666 LONDON - NEW VÖRK - STOCKHOLM DALLAS TOKYO C^IFE Kringlunni 8— Í2 Sími 689888 Hér er snillingurinn Steven Spielberg ásamt fvrrum eiginkonu sinni, leikkonunni Amy Irving. Hjónaband þeirra var stormasamt og þau eignuöust eitt barn saman. Varla hefur Amy farið af því hún átti ekki fyrir salti í grautinn. Þeir ríku verða ríkari Einhverntíma í fyrra var leitt að því getum í banda- rísku tímariti að kvikmynda- leikstjórinn Steven Spielberg væri um það bil hálfs ellefta milljarðs króna virði. Þess ber að geta að sá útreikningur er í íslenskum krónum. Ann- ars er tóm vitleysa að vera að breyta tekjum bandarísks fólks í íslenskar krónur því upphæðirnar verða svo svim- andi að íslendingar átta sig ekki á þeim nema þeir vinni við fjárlagagerð ríkisins. Allir vita hins vegar að dollari er 50 IKR með smávegis frávik- um öðru hvoru. Hvað um það, þessi áætlun var gerð áður en myndbandið með geimverunni E.T. var sett á frjálsan markað. Spiel- berg fær sjálfur í sinn hlut einar 210 krónur af hverri seldri spólu og strax fyrir jól höfðu selst 15 milljón spólur í Bandaríkjunum einum. Þá er að halda áfram að basla við háu tölurnar og reikna út að Spielberg hefur þarna fengið rúmlega þrjá milljarða inn á bankabókina sína, sem jafn- gildir því sem hann græddi á bíómyndinni sjálfri á sínum tíma. í ofanálag má gera ráð fyrir að þó nokkrar spólur hafi selst utan Bandaríkjanna og líka á þessu ári bæði heima og erlendis. Segja má að þetta sé ekki svo slæmt kaup fyrir eitt sviplegt andartak, þegar smellinni hugmynd laust nið- ur í kollinn og það sem fyrir var í kollinum réðst í að framkvæma hana. Allt of margar góðar hugmyndir verða því miður aldrei annað en hugmyndir. Cosby orðinn móðursjúkur Hér er Bill Cosby drjúgur með vindil en vindlar hafa verið förunautar hans og vörumerki árum saman þó Bill haldi því fram að hann reyki alls ekki. Nú er óttinn orðinn vindlinum yfirsterkari. Bill Cosby þaut eins og örskot til læknis síns nýlega, baðaður köldum svita af skelfingu, þegar hann fór að klæja í upphleyptan fæðing- arblett á bringunni og fannst hann hafa stækkað og breytt sér. Vitað er að skyndileg breyting á fæðingarblettum getur verið vísbending um melanoma, eina banvænustu tegund húðkrabbameins. Petta er svo sem ekki í fyrsta sinn sem Cosby þykist finna einkenni krabba. Á sl. ári fór hann þrisvar sinnum í allsherjarrannsóknir og hann er sífellt að skipta um matar- æði og æfingadagskrár. Ótti um líf og heilsu, auk hreinnar skelfingar við að eldast hefur löngum verið þekkt fyrirbæri meðal leikara og skemmtikrafta. - Ég er hræddur við dauðann, sagði Cosby í blaðaviðtali, þegar hann varð fimmtugur. - Ég vil ekki deyja. Læknar Cosbys fullyrða að ekkert sé að honum, hann sé mjög vel á sig kominn eftir aldri og fæðingarbletturinn hafi bara verið að stríða honum. Einn vina Cosbys lét hafa eftir sér nýlega að þó sér þætti leitt að segja það, þá væri Bill einfaldlega orðinn móðursjúkur af veikinda- hræðslu. Hann hugsaði nán- ast ekki um annað en heilsu sína. Hann lifir í stöðugum ótta um að deyja úr sjúkdómi sem hægt hefði verið að fyrir- byggja, segir vinurinn. - Hann borðar ósköpin öll af náttúrlegum trefjum eftir að hann las að þær gætu spornað gegn krabbameini, heldur vinurinn áfram og bætir við: - Það er kannski von að maður sem á góða konu, fimm börn og 100 milljónir dollara óttist að tapa því öllu í baráttunni við krabbamein. Hann er meira að segja að íhuga að hætta að reykja vindla þó hann segist aldrei hafa tekið reykinn niður í lungun. Það sýnir best hvað hann er hræddur, því stórir vindlar hafa nánast verið hans líf og yndi og vörumerki um árabil.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.