Tíminn - 22.03.1989, Blaðsíða 3

Tíminn - 22.03.1989, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 22. mars 1989 Tíminn 3 Veröa sauðfjárbændur að fjármagna áburðarkaup og annan rekstrarkostnað á almennum lánamarkaði? Fá ekki rekstrarlán út á framleiðslu í ár Búnaðarbankinn, Samvinnubankinn og Landsbankinn munu ekki veita sauðfjárbændum rekstrarlán út á framleiðslu þessa árs að öllu óbreyttu. Þetta þýðir að þeir sauðfjárbændur sem hafa ekki handbært rekstrarfé þurfa að leita út á almennan fjármagnsmarkað til að fjármagna búrekstur og heimilishald, allt fram í miðjan nóvember. Ein af ástæðum þess að bankarnir hafa ekki gefið út lánsloforð, er sú að þeir telja sig ekki hafa bolmagn til þess að lána svo mikla fjármuni, verði bindiskylda óbreytt. Önnur er sú að veð fyrir afurðalánum og rekstrarlánum séu ekki nógu trygg á meðan sláturleyfishafar tapi tugum og jafnvel hundruðum milljóna á hverju ári. Að sögn Geirs Magnússonar bankastjóra Samvinnubankans var landbúnaðarráðherra skrifað bréf er afurðalán voru veitt í septembers.!., þar sem farið var fram á að afurða- lánakerfið yrði endurskoðað, áður en rekstrarlán yrðu veitt. Þetta var gert vegna þess að rekstrarlán eru í raun fyrsta greiðsla væntanlegra afurðalána. í endurskoðun kerfisins tækju þátt allir aðilar er að þessum viðskiptum kæmu, þ.e.a.s. bændur, sláturleyfishafar, viðskiptabankar, seðlabankinn og ríkið. Að sögn Geirs hefur þessi beiðni verið ítrek- uð eftir áramót, bæði af bönkunum og sláturleyfishöfum, en án árang- urs. Boltinn sé hjá ríkisstjórninni og á meðan hún sé aðgerðalaus veiti þeir ekki rekstrarlán til bænda. Geir var ekki kunnugt um að stjórnvöld hefðu haft samband við fulltrúa bankanna þriggja, en forsvarsmenn bænda út um land hringdu mikið til Samvinnubankans í gær út af þessu máli. Á ríkisstjórnarfundi í morgun var málið tekið fyrir og Steingrími J. Sigfússyni landbúnaðarráðherra fal- ið að skipa tvær nefndir, aðra til að endurskoða fyrirkomulag afurða- lána til iðnaðar og hina til að endur- skoða afurðalán og rekstrarlán til landbúnaðar. Ekki hefur enn verið skipað í nefndirnar en að sögn Steingríms J. mun það gert á næstu dögum og vinnu þeirra hraðað sem kostur er. Viðskiptabankarnir þrír fóru fram á í haust að skipuð yrði nefnd sem endurskoðaði afurðalánakerfið í heild. Sú nefnd var ekki skipuð og eiga nefndirnar tvær að inna þau störf af hendi í staðinn. Landbúnað- arráðherra sagði að ekki hefðu verið sett tímamörk fyrir nefndirnar til að skila af sér, en þess verður freistað að semja við viðskiptabankana um að veita lánin strax á meðan beðið er eftir niðurstöðum nefndanna. Venjan hefur verið sú að bændur fá rekstrarlán út á væntanlega fram- leiðslu, á milli 20% og 30% af innleggi. Fyrsta greiðsla þess hefur komið í mars, 15% af iáninu, og síðan mánaðarlega greiðslur til haustsins. Fullt lán á hvert innlagt lamb var 1050 kr. fyrir árið í fyrra og má reikna með að upphæðin verði um 1400 kr. nú, ef rekstrarlán verða veitt. Þegar innlegg sauðfjárbænda kemur að hausti eru rekstrarlánin dregin frá þeim með vöxtum og verðbótum. Tíminn hafði samband við nokkra fulltrúa kaupfélaganna úti á landi í Verslunarbankinn: Styrkir hlut sinn fyrir breytingar Aðalfundur Verslunarbankans samþykkti á laugardaginn að auka hlutafé um 100 milljónir króna á næstunni til þess m.a. að styrkja stöðu hans í væntanlegum breyting- um á skipulagi bankakerfis á íslandi. Formaður bankaráðs, Gisli V. Ein- arsson, gerði í ræðu sinni grein fyrir þeim viðræðum sem farið hafa fram við aðra banka og sparisjóði vegna hugsanlegra sameiningarmála og kaupa á hlutabréfum ríkisins í Ut- vegsbankanum. I ræðu bankaráðsformannsins kom fram að stærsta verkefni ný- kjörins bankaráðs verði án efa að taka afstöðu til þess hvort Verslunar- bankinn muni áfram starfa sjálfstætt eða ganga inn í sameiningarmál. Nú verði að leiða til lykta hvort Verslun- arbankinn kaupi hlut í Útvegsbanka ásamt Alþýðubankanum, en einnig verði kannað hvort taka eigi upp viðræður við Iðnaðarbanka að nýju eftir nokkurra vikna hlé á sameining- arviðræðum. Verslunarbankinn hefurekki lifað jafn gott ár allt frá stofnun bankans miðað við ársskýrslur síðasta árs. Hagnaðurinn varð 90 milljónir króna. Heildartekjurnar jukust um 42% en heildarútgjöld um 36%. Innlánsaukning varð með mesta móti miðað við aðra banka, eða 27,2% og voru heildarinnlán í árslok tæpir 4,2 milljarðar króna. KB Gildi hf. skuldar söluskatt: Hótel Saga yf irtekur veitingareksturinn Hótel Saga hefur tekið yfir veit- ingarekstur á hótelinu vegna sölu- skattsskulda Gildis hf. sem hefur haft þennan rekstur á leigu. Gildi hf. hefur ekki möguleika á að taka við rekstrinum aftur nema þá að gera skil á söluskattinum sem fyrirtækið skuldar. Konráð Guðmundsson, hótel- stjóri, sagði í samtali við Tímann í gær að Gildi hf. hefði ekki staðið í skilum með söluskatt og því hefði staðið fyrir dyrum að fyrirtækinu yrði lokað. „Við urðum auðvitað að gæta hagsmuna okkar gesta og sjá þeim fyrir þjónustu, þannig að Gildi hf. fór fram á það við okkur að við tækjum við rekstrinum," sagði Konráð. - Eru einhverjar líkur á því að Gildi hf. taki við þessum rekstri aftur? „Það er ómögulegt að segja, málið er í algjörri pattstöðu eins og er.“ Konráð fór þess á leit að tekið yrði fram að öll þjónusta og allt sem búið væri að lofa eða gera samninga um muni standa og þessi breyting muni ekki koma niður á þjónustunni. SSH Jóhannes Kristjánsson um stöovun rekstrarlána til sauö- fjárbænda: „Kemur sér mjog „Þetta kentur scr mjög illa l'yrir bændur, sérstaklega yngri bændur sem staðið hafa í framkvæmdum og treyst á að fá þetta fé,“ sagði Jóhannes Kristjánsson formaður Félags sauðfjárbænda er Tíminn innti hann eftir hvaða áhrif það hefði fyrir sauðfjárbændur að fá ckki rekstrarlán eins’og þeir hafa reiknað með. „Þetta er dæmigert fyrir landbúnaðargcirann," sagði Jóhannes, „menn vakna ekki fyrr en allt er komiö í óefni". Jóhanncs tók dæmi af bónda sem staðið hefði í framkvæmdum og hefði gert sínar skuldbindingar með hliðsjón af því að fá rekstrar- lán í byrjun apríl. Með þessari ákvöröun að veita lánin ekki væri bóndinn orðinn vanskilamaður á mörgum stöðum. Hann yrði að fara út á almennan lánamarkað og óvíst hvernig honum reiddi af þar. Þetta kæmi sér ekki einungis illa fyrir viðkomandi bónda og við- skiptatraust hans, þetta væri einnig slæmt fyrir lánardrottna hans sem ekki fengju greitt á réttum tíma. Jóhannes líkti þess við að launþegi fengi ekki greidd laun sín um næstu mánaðamót eins og hann hefði reikað með. Þess má svo geta að Jóhannes hafði ekki heyrt þær fréttir að viðskiptabankarnir ætluðu ekki að veita rekstrarlán til sauðfjárbænd^ fyrr en blaðamaður Tímans sagði honum það. - AG gær og var þungt í þeim hljóðið. Bændur hafa á undanförnum árum fjármagnað áburðarkaup með rekstrarlánum frá viðskiptabönkun- um og var það samdóma álit manna að ef lánin fengjust ekki gætu kaup- félögin ekki, vegna slæmrar fjár- hagsstöðu, veitt sauðfjárbændum aukna fyrirgreiðslu. Það væri því lífsspursmál fyrir sauðfjárbændur og fjölskyldur þeirra að rekstrarlánin yrðu veitt áfram. - ÁG COMPLAINTS formula Mt: 3 I Innri gagnrýni! Ekki verður annað sagt en innri gagnrýni sé haldið á lofti innan Sölusamtaka lagmetis. Hér gefur að líta „skrifblokk“ eða „eyðublöð“ sem SL dreifir til viðskiptavina sinna í því skyni að því er virðist til að komast að því hvað þeir telja til betri vegar horfa í rekstri fyrirtækisins. Undir „skrifblokkinni“ stendur skýrum stöfum að hver kvörtun eða ábending verði tekin til gaumgæfi- legrar athugunar. Er ekki að efa að margar nýtilegar ábendingar berast nú til SL í vanda þeirra í sölumálum. Verst þykir þó að skýringarnar eru á ensku en ekkiþýsku. Tímamynd Ámi Bjarna

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.