Tíminn - 22.03.1989, Blaðsíða 10

Tíminn - 22.03.1989, Blaðsíða 10
10 Tíminn' Miðvikudagur 22. mars 1989 Miðvikudagur 22. mars 1989 Tíminn 11 Körfuknattleikur: Jón Arnar skaut Englendinga í kaf Tveir sigrar drengjalandsliösins í London um síöustu helgi íslenska drengjalandsliðið í körfu- knattleik náði þeim góða árangri um síðustu helgi að sigra Englendinga í tvígang í landsleikjum þjóðanna. Liöin búa sig nú undir Evrópu- keppnina sem fram fer í næsta mánuði. Liðin léku fyrri leik sinn s.l. föstudagskvöld, en leikurinn var vígsluleikur í nýrri íþróttahöll í London. London Arena. Að sögn Englendinga mun þetta hús vera það fyrsta í 50 ár sem sérstaklega miðast við þarfir áhorfenda, en húsið er gert með það fyrir augum að það nýtist til sem flestra menningarvið- burða. Milli tvö og þrjú þúsund áhorfendur fylgdust með leiknum. Heimamenn höfðu undirtökin framan af leiknum og virtust líklegir til að vinna stórsigur. Þeir voru yfir 4-11 og 12-20, en þá náðu okkar menn örlítið að klóra í bakkann. í leikhléi var staðan 26-31 Englend- inguni í vil. Fyrri hálfleikurinn var lélegur, mikið um mistök á báða bóga. íslenska liðið mætti tvíeflt til leiks í síðari hálfleik og náði forystunni 35-33 með þriggja stiga körfu Óskars Kristjánssonar. Þegar staðan var 45-42 fyrir fsland fékk besti maður íslenska liðsins, Jón Arnar Ingvars- son, sína 4. villu og var skipt útaf. Þá tók Marel Guðlaugsson við í sóknarleiknum, en hann gerði 14 af 16 stigum sínum í leiknum í síðari hálfleik. ísland komst í 55-44 og 69-55. Jón Arnar kom aftur inná og skoraði grimmt síðustu 5 mín. þegar íslenska liðið kafsigldi það enska. ísland vann síðan leikinn með 20 stiga mun 79-59. Jón Arnar gerði 29 stig, Marel 16, Óskar 11, Hjörtur Harðarson 9, Eggert Garðarsson 5, Birgir Guðfinnsson 5, Bergur Hin- riksson 3 og Sigurður Jónsson 1. Liðin mættust aftur á laugardag og þá var leikið í skólahöll í úthverfi London. fslenska liðið hóf leikinn af krafti og komst í 14-2 og 20- 5 í upphafi leiksins. Þá kom góður kafli Englendinga, sem minnkuðu mun- inn í 22-18. Aftur náði ísland að bæta við og í leikhléi var staðan 44- 32 fyrir ísland. Síðari hálfleikur var í jafnvægi og sigur íslands var aldrei í hættu. Lokatölur voru 95-81. Jón Arnar fór á kostum í þessum leik og Englendingar reyndu allt til þess að stöðva hann, en án árangurs. Jón Arnar skoraði 39 stig, Marel gerði 22, Hjörtur 20, Óskar 9, Eggert 3 og Sigurður 2. Arangur íslenska liðsins er frábær, en hafa ber í huga að mikið starf hefur verið unnið við þjálfun liðsins og allan undirbúning fyrir Evrópu- keppnina. Jón Sigurðsson þjálfari íslenska liðsins sagði í samtali við Tímann að við ramman reip yrði að draga á EM, cn þar er ísland í riðli með Belgum, Frökkum og Hollend- ingum. Enska liðið sem keppt var við um helgina sigraði með yfirburð- um í Bretlandseyjakeppninni og í liðinu eru 2 leikmenn yfir 2 metra á hæð. íslenska liðið heldur í Evróp- ukeppnina í Belgíu í apríl. BL Körfuknattleikur: Fjögur íslensk lið fara á Scania-cup Úrslitaleikur íslandsmótsins í körfuknattleik verður í Keflavík í kvöld er heimamenn mæta KR-ingum. Hér er um hreinan úrslitaleik þessara liða að ræða. Hart verður áreiðanlega barist eins og í leik liðanna í mánudag í Hagaskóla, en þá var þessi mynd tekin. BL Skíði: Handknattleikur: „Leikmönnum hef ur verið hampað allt of mikið‘ segir Jóhann Ingi Gunnarsson þjálfari 21 árs landsliðsins sem mætir Belgum um páskana íslenska landsliðið í handknattleik skipað lcikmönnunt 21 árs og yngri mætir Belgum í forkeppni hcimsmeist- aramótsins tvívegis hér á landi unt páskana. Stefnt verður að þvi að liðið koniist í úrslitakeppnina sem fram fer á Spáni í september og eru leikirnir gegn Belgum fyrstu skrefin á leiðinni þangað. Leikið verður í LaugardalshöII á laugardag kl. 15.00 og á sunnudag kl. 16.00.21 árs liðið er skipað eftirtöldum lcikmönnum: Markverðir: Bergsveinn Bcrgsveinsson .... EH Leifur Dagfinnsson ............. KR Sigtryggur Albertsson......Gróttu Bjarni Frostason.................HK Aðrir leikmenn: Kotiráð Olavsson................ KR Einvarður Jóhannsson ........... KR Davíð Gíslason...............Gróttu Sigurður Sveinsson ............. KR Þorsteinn Guðjónsson ........... KR Finnur Jnhannsson ...............ÍR Héðinn Gilsson............. . . FH Hilmar Hjaltason .......Stjörnunni Sigurður Bjarnason . . Arni Friöleifsson . . . . Júlíus Gunnarsson . . . Halldór Ingólfsson . . . Páll Ólafsson ....... Guðmundur Pálmason Stjörnunni Víkingi . Fram Gróttu . . KR . . KR Vinnist sigur á Bclguni, sem veröur að teljast mjög liklegt, þá verða Sviss- lendingar næstu mótherjar okkar. Þeir hafa þegar leikið gegn Kýpur og sigr- uðu þá 39-8 og 33-8. Báðir leikirnir fóru frain í Sviss og nú hafa Svisslend- ingar boðið íslendingum að leika báða leikina ytra og þeir greiði allan ferða- kostnað íslenska liðsins. „Ég trúi því ckki að HSÍ selji sál sína með því að taka þessi boði Svisslend- inga. Til þess er of mikið í húfi fyrir okkur, því cf við töpum fyrir Sviss þá missa leikmennirnir af gífurlcgri reynslu, sem þeir fengju í úrslitakeppn- inni. Við yrðum hálft til hcilt ár aö vinna það upp," sagði Jóhann Ingi Gunnarsson þjálfari liðsins. Jóhann Ingi hefur miklar áhyggjur af liðsheildinni í 21 árs liöinu þrátt fyrir að það sé skipað sterkum leikmönnum. „Þctta ersíðasti mögulciki þessa liðs að gera góða hluti, en þetta lið hefur aldrci náð neinum árangri. Þetta er sterkt liö á pappírunum, en leikmönn- um hefur verið hampað allt of mikiö í fjölmiðlum og liðsheildin er alls ekki nógu góð. Þessir strákar vcrða að skilja hvað efreksíþróttamaður þarf að gera til þess að ná árangri. Ég hef áhyggjur af þeirra lífsstíl og það er mikil vinna framundan við „karakter" Icikmanna," sagði Jóhann Ingi. Þjálfari Svisslendinga hefur boðað komu sína til landsins til þess að fylgjast með íslenska liðinu og hann hefur fengið leyfi IHF til þess að taka leikina upp á myndband. Það er því greinilcgt að Svisslcndingar ætla sér stóra liluti, en þeir cru á mikilli uppleið í handknattleiknum eins og menn vita. Það er því ekki gefið að íslenska liðið komist í úrslitakeppnina, en 21 árs liðiö verður að öllum líkindum þaö liö sem verða mun A-landslið íslands í A-heimsmeistarakcppninni hér á landi 1995. Leikirnir vcrða sem áður segir á laugardag kl. 15.0(1 og páskadag kl.16.00 í Laugardalshöll. BL Frjálsar íþróttir: íslensk liö taka nú um páskana í 5. sinn þátt í Scania-cup, Norður- landamóti félagsliða í körfuknattleik unglinga. Fjögur lið fara héðan á morgun til Södertálje í Svíþjóð, þar sem mótið fer fram. í 9. flokki fara 2 lið, frá Haukum og ÍR. íslandsmeistararnir í 8. flokki, ÍR-ingar, fara einnig, svo og íslandsmeistararnir í 7. flokki, ÍBK. íslensk lið hafa í gegnum árin náð Norðurlandamót félagsliða góðum árangri á mótinu og móts- haldararnir, Södertálje BBK, hafa. lagt áherslu á að fá héðan lið á mótið til þess að það verði sem sterkast. Þá hafa einstakir leikmenn verið valdir í Norðurlandaúrvalið og sem bestu leikmenn Norðurlanda. Þeir Jón Arnar Ingvarsson Haukum, sem leikið hefur mjög vel með úrvals- deildarliði Hauka og drengjalands- liðinu að undanförnu, og bræðurnir Sl uðaland Ismótið sett E Siglufii rði í kvöld úr ÍR, Herbert og Márus Arnarsyn- ir, hafa allir hlotið titilinn Scania- king, eða besti leikmaður á Norður- löndum. Mótið hefst á föstudaginn langa og því lýkur á páskadag. BL Skíðalandsmótið fer sem áður fram um páskana, en í ár verður keppt á Siglufirði. Keppni í göngu og stökki fer fram við íþróttamið- stöðina á Hóli, en í alpagreinum verður keppt á hinu nýja og glæsi- lega skíðasvæði í Skarðsdal. _ekki heppH' Sala qetraunaseöla lokar á laugardögum kl. 14:45. 12. LEIKVIKA- 25. MARS 1989 Leikur 1 Aston Villa West Ham Leikur 2 Charlton Leikur 3 Coventry Leikur 4 Derby Nott. For. Everton Millwall Leikur 5 Man. Utd. Luton Leikur 6 Leikur 7 Leikur 8 Sheff. Wed. Southampton Q.P.R. Arsenai Wimbledon - Middlesbro Leikur 9 Chelsea - Bournemouth Leikur 10 Stoke - Barnsley LeikurH Sunderland - Ipswich Leikur 12 Swindon W.B.A. 1 Símsvari hjá getraunum á 1.17:fí kl. um eftir 5 er 91-84590 og -84464. FJORFALDUR POTTUR og stefnir í metpott» 59 glímdu á grunnskólamóti Þar hafa miklar framkvæmdir staðið yfir í haust og í vetur við tvær skíðalyftur. Svæði þetta er sérstaklega glæsilegt og brekkur við allra hæfi af náttúrunnar hendi. Keppendur á mótinu verða alls um 75 frá Reykjavík, Akureyri, ísafirði, Dalvík, Ólafsfirði Siglufirði og Fljótum. Landsmótið verður sett í kvöld í Siglufjarðarkirkju kl. 20.00 en um kl. 16.00 verða nýju skíðalyfturrtar vígðar. Á morgun hefst síðan sjálf keppnin, en þá verður keppt í svigi kvenna, stórsvigi karla og göngu. Á föstudag verður keppt í norrænni tvíkeppni og stökki, en á laugardag er það svig karla, stórsvig kvenna og ganga, sem verður á dagskránni. Keppninni lýkur á sunnudag með keppni í samhliðasvigi karla og kvenna og boðgöngum. Verðlaun- aafhending og mótsslit verða um kl. 20.30 en lokadans- leikurinn stendur til kl. 04.00 á Hótel Höfn. BL Martha Ernstdóttir þriðja af Norðurlandabúum á HM í víðavangshlaupi Grunnskólamót GLÍ fór fram laugardaginn 18. mars. Keppt var í 3. til 9. bekk drengja og 3. til 8. bekk stúlkna. Skráðir keppendur voru 66. Þátt tóku 59. Sigurvegarar voru þessir: Drengir: 3- b. Oðinn Kjartansson. Barnask. Laugarv. 4- b. Lárus Kjartansson. Barnask. Laugarv. 5- b. Torfi Pálsson. Barnask. Laugarv. 6- b. Ottó Árnarsson. Skútustaðaskóla. 7- b. Jóhann R. Sveinbjörnsson. Barnask. Laugarv. 8- b. Árni H. Arngrímsson. Reykholtsskóla, Bisk. 9- 3. Ingibergur J. Sigurðsson. Snælandsskóla, Kópav. Stúlkur: 3- b. Sjöfn Gunnarsdóttir Bárnask. Gaulverja. 4- b. Karólína Ólafsdóttir. Barnask. Laugarv. 5- b. Ingveldur Geirsdóttir. Barnask. Gaulverja. 6- b. Erna Héðinsdóttir. Skútustaðaskóla. 7- b. Harpa Rúnarsdóttir. Skútustaðask. 8- b. Jóhanna Kristjánsdóttir. ; Skútustaðask. Martha Ernstdóttir, langhlaupari úr ÍR og íslandsmethafi í 5000 m hlaupi, sýndi um helgina að hún er í góðri æfingu um þessar mundir. Hún hafnaði í 40. sæti, af 118 keppendum, í kvennafiokki á heims- meistaramótinu í víðavangshlaupi sem fram fór í Stavanger á sunnudag- inn. Aðeins tveimur Norðurlanda- búum tókst að bera sigurorð af henni, einni norskri stúlku og einni finnskri. Hlaupnir voru 6 km i hæð- óttu landslagi, og ekki gerði það hlaupurum léttara um vik að mikil rigning var í Stavanger deginum fyrir keppnina. Þrjár aðrar stúlkur kepptu fyrir Islands hönd, Fríða Rún Þórðardótt- ir úr Umf. Aftureldingu, varð í 113. sæti, Margrét Brynjólfsdóttir, úr UMSB, varð í 116. sæti og Hulda Pálsdóttir úr ÍR varð í 118. sæti. I karlaflokki kepptu 8 íslendingar. Fyrstur þeirra varð Jóhann Ingi- bergsson, FH, í 180. sæti, þá komu Frímann Hreinsson, FH, í 181. sæti, GunnlaugurSkúlason, UMSS, í 187. sæti, Ágúst Þorsteinsson, UMSB, í 190. sæti, Sigurður P. Sigmundsson, UFA, í 191. sæti, Daníel Guð- mundsson, USAH, í 192. sæti og Kristján Skúli Ásgeirsson, ÍR, í 194. sæti. Már Hermannsson, UMFK, varð að hætta vegna verkja í kviðar- holi, en var þá fremstur íslending- anna. Björn Pétursson, FH, keppti einn Islendinga í unglingaflokki og hafn- aði í 131. sæti af 134 keppendum. Stærsti hluti þessa hóps mun dvelja áfram í Stavanger við æfingar næstu viku. Fimleikar: Handknattleikur: Fimm ieikir í kvöld í kvöld verða á dagskrá 5 lcikir í 1. deild karla á íslandsmótinu í handknatlleik. Kl. 19.00 leika í Digranesi Stjarnan og ÍBV og strax á eftir þeim lcik, eða kl. 20.15, mætast UBK og KA. Á sama tíma hefst í íþróttahúsinu við Strandgötu leikur FH og KR og kl. 20.00 leika Fram og Grótta í Laug- ardalshöll. Valsmenn byrja snemma og mæta Vikingum kl. 18.15 að Hliðarenda. BL Guðjón sigursæll Ragnheiður með 6 met Séð yfir hið nýja skíðasvæði Siglfirðinga í Skarðsdal. ’ms *ss Guðjón Guðmundsson úr Ár- manni var sigursæll á fslandsmeist- aramótinu í fimleikum, sem fram fór í Laugardalshöll um helgina. Guðjón vann yfirburðasigur í frjálsum æfingum, en í kvennaflokki sigraði Lilja Steinunn Pétursdóttir Björk eftir harða keppni við Fjólu Ólafsdóttur Ármanni. I skylduæfingum á áhöldum sigr- aði Guðjón í 5 greinum af 6. Jóhann- es Níels Sigurðsson náði að hafa ein gullverðlaun af Guðjóni, en það var í keppni í bogahesti. Fjóla Ólafs- dóttir sigraði í skylduæfingum á tvíslá og í gólfæfingum, en Bryndís Guðmundsdóttir sigraði í keppni á slá. I stökki bar IngibjörgSigfúsdótt- ir sigur úr býtum. BL Ragnheiður Runólfsdóttir frá Akrancsi setti 6 íslandsmet á innan- hússmeistaramótinu í sundi, sem fram fór í Sundhöll Reykjavíkur um helgina. Þá setti Birna Björnsdóttir SH 5 íslandsmet í unglingaflokki á mótinu. Ragnheiður bætti metin í 200 m fjórsundi, tvíbætti metin í 50 m og 100 m bringusundi og loks í 200 m bringusundi. BL Páskahappdrætti SUF 1989 Útdráttur í Páskahappdrætti SUF er hafinn. Vinningsnúmer eru sem hér segir: 20. mars, vinningur no. 1, 5242 vinningur no. 2, 3145 Hvert miðanúmer gildir alla útdráttardagana það er 20 til 26 mars 1989. Velunnarar SUF eru hvattir til að leggja baráttunni lið. Munið, ykkar stuðningur styrkir okkar starf. SUF LEKUR ER HEDDIÐ BLOKKIN? SPRUNGIÐ? Viðgeröir á öllum heddum og blokkum. Plönum hedd og blokkir - rennum ventla. Eigum oft skiptihedd í ýmsar gerðir bifreiða. Viðhald og viðgerðir á iðnaðarvélum -járnsmíði. Velsmiðja Hauks B. Guðjónssonar Súðarvogi 34, Kænuvogsmegin - Sími 84110 • í—- ' i»~Á fi TÖLVUNOTENDUR Við í Prentsmiðjunní Eddu hönnum, setjum og prentum allar gerðir eyðublaða fyrir tölvuvínnslu. Við höfum eínníg úrval af tölvupappír á iager. Reynið viðskiptín. Smiðjuvegí 3, 200 Kópavogur. Sími 45000 Umboðsmenn Tímans: Kaupstaður: Nafn umboðsmanns Heimili Sími Hafnarfjörður Ragnar Borgþórsson Hamraborg 26 641195 Kópavogur Linda Jónsdóttir Holtagerði 28 45228 Garðabær Ragnar Borgþórsson Hamraborg 26 641195 Keflavík GuðríðurWaage Austurbraut 1 92-12883 Sandgerði Margrét Magnúsdóttir Hjallagötu 4 92-37771 Njarðvík Kristinn Ingimundarson Faxabraut4 92-13826 Akranes Aðalheiður Malmqvist Dalbraut55 93-11261 Borgarnes Inga Björk Halldórsdóttir Kveldúlfsgata 26 93-71740 Stykkishólmur Erla Lárusdóttir Silfurgötu 25 93-81410 Ólafsvík LindaStefánsdóttir Mýrarholti 6A 93-61269 Grundarfjörður Anna Aðalsteinsdóttir Grundargötu 15 93-86604 Hellissandur Ester Friðþjófsdóttir Háarifi 49 93-66629 Búðardalur Kristiana Guðmundsdóttir Búöarbraut 3 93-41447 ísafjörður Jens Markússon Hnífsdalsvegi 10 94-3541 Bolungarvík Kristrún Benediktsdóttir Hafnargötu 115 94-7366 Flateyri Guðrún Kristjánsdóttir Brimnesvegi2 94-7673 Patreksfjörður Ása Þorkelsdóttir Uröargötu 20 94-1503 Bíldudalur HelgaGísladóttir Tjarnarbraut 10 94-2122 Þingeyri KaritasJónsdóttir Brekkugötu 54 94-8131 Hólmavík Elísabet Pálsdóttir Borgarbrautð 95-3132 Hvammstangi FriöbjörnNíelsson Fífusundi 12 95-1485 Blönduos Snorri Bjarnason Urðarbraut 20 95-4581 Skagaströnd ÓlafurBernódusson Bogabraut27 95-4772 Sauðárkrókur Guörún Kristófersdóttir Barmahlíð 13 95-5311 Siglufjörður Guöfinna Ingimarsdóttir Hvanneyrarbraut54 96-71555 Akureyri Jóhannes Þengilsson Kambageröi 4 96-22940 Svalbarðseyrl ÞrösturKolbeinsson Svalbaröseyri 96-25016 Húsavík Ólafur Geir Magnússon Hjarðarhóli 2 96-41729 Ólafsfjörður HelgaJónsdóttir Hrannarbvaað8 96-62308 Raufarhöfn Ófeigurl. Gylfason Sólvöllum 96-51258 Þórshöfn Kristinn Jóhannsson Austurvegi 1 96-81157 Vopnafjörður Svanborg Víglundsdóttir Kolbeinsgötu 44 97-31289 Egilsstaðir Páll Pétursson Árskógar 13 97-1350 Seyðisfjörður Anna Dóra Árnadóttir Fjarðarbakka 10 97-21467 Neskaupstaður Kristín Árnadóttir Nesbakka16 97-71626 Reyðarfjörður Marínó Sigurbjörnsson Heiöarvegi 12 97-41167 Eskifjörður Þórey Dögg Pálmadóttir Svínaskálahlíö 19 97-61367 Fáskrúðsfjörður Guöbjörg H. Eyþórsdóttir Hlíðargötu4 97-51299 Stöðvarfjörður SvavaG. Magnúsdóttir Undralandi 97-58839 Djúpivogur ÓskarGuðjón Karlsson Stapa, Djúpavogi 97-88857 Höfn Ingibjörg Ragnarsdóttir Smárabraut13 97-81255 Selfoss Margrét Þorvaldsdóttir Skólavöllum 14 98-22317 Hveragerði Lilja Haraldsdóttir Heiöarbrún 51 98-34389 Þorlákshöfn ÞórdísHannesdóttir Lyngberg 13 98-33813 Eyrarbakki ÞórirErlingsson Túngötu 28 98-31198 Stokkseyri Hjörleifur Bjarki Kristjánsson Sólvöllum 1 98-31005 Laugarvatn Halldór Benjamínsson Flókalundi 98-61179 Hvolsvöllur JónínaogÁrnýJóna Króktún 17 98-78335 Vík VíðirGylfason Austurveg 27 98-71216 Vestmannaeyjar MartaJónsdóttir Helgafellsbraut29 98-12192

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.