Tíminn - 22.03.1989, Blaðsíða 16

Tíminn - 22.03.1989, Blaðsíða 16
16 Tíminn illllllllllllllllll DAGBÓK llllllllllllllll Jónas Ingimundarson píanóleikarí. TónleikarJónasar Ingimundarsonar í Skagafirði Miðvikudagskvöldið 22. mars mun Jón- as Ingimundarson píanóleikari halda tón- leika í Miðgarði, Skagafirði kl. 21:00. Tónleikarnir eru á vegum Tónlistarfé- lags Skagafjarðar, en það hefur á undan- förnum árum staðið fyrir tónleikahaldi í héraðinu. Jónas mun flytja verk eftir Schubert, Appassionata-sónötu Beetho- vens, Dag vonar eftir Gunnar Reyni Sveinsson, svo og Mazurka eftir Chopin og Ungverska Rapsódíu eftir Liszt. Tónleikar þessir verða endurteknir á vegum félagsins í Félagsheimilinu Hofsósi á skírdag kl. 14:00 Blues á Borginni Á skírdag, fimmtud. 23. mars, verður Blues-hátíð á Hótel Borg. .Hljómsveitin VINIR DÓRA leikur, en í henni cru Halldór Bragason (gítar), Þorleifur Guðj- ónsson (bassi), Ásgeir Óskarsson (trommur), Hjörtur Howser (orgel) og Guömundur Pétursson, 16 ára gítarieik- ari, sem hefur vakið verðskuldaða athygli fyrir frábæran blues-gítarleik sinn. Fjölmargir aðrir koma fram þetta kvöld með Vinum Dóra, þ.e. Bubbi Mortens, Andrea Gylfadóttir, Bobby Harris og John Collins sem syngja, Björgvin Gísla- son tekur í gítarinn og Steingrímur E. Guðmundsson í hörpuna. Hljóðstjórn er í höndum Sigurðar Bjólu og Péturs Gíslasonar og sviðsstjórn annast Ágúst Ágústsson. Hátíðin veröur send úl á Rás 2 í beinni útsendingu. Hún hefst kl. 22:07 og stend- ur til miðnættis. Nýtt námskeið fyrir ungt fólk Ákveðið hefur verið að halda í Kenn- araháskóla íslands námskeið í stærðfræði þar sem notuð verða tölvuforrit, forritun- armálið Logo og vasareiknar. Námskeið- ið er fyrir nemendur í 5.-7. bekk grunn- skóla. Kennsluna annast nemendur í stærð- fræðivali við skólann í samvinnu við Önnu Kristjánsdóttur dósent. Þeir sem áhuga hafa skrái sig hið allra fyrsta á skrifstofu Kennaraháskólans, sími 688700, þar sem einnig eru gefnar nánari upplýsingar. Kennt verður í tveimur hópum og verður annar á mánudögum og miðviku- dögum kl. 17:00-19:00, en hinn á sama tíma á þriðjudögum og fimmtudögum. Nemendur í stærðfræðivali við Kennaraháskóla fslands Stakir skúlptúrar - og nokkrar myndir Laugardaginn 18. mars opnaði Sólveig Aðalsteinsdóttir sýningu í Nýlistasafninu við Vatnsstíg 3B. Skúlptúrarnir eru flestir úr gifsi. timbri og ýmsum efnisafgöngum. Myndirnar eru teikningar í silfurrömmum. Sýningin er opin til 2. apríl, kl. 16:00- 20:00 virka daga og kl. 14:00-20:00 unt helgar. Dagsferðir Útivistar um páska Skírdagur 23. mars kl. 13:00: Stór- straums- og kræklingafjöruferð í Hval- firöi. Létt ganga. Föstudagurínn langi 24. mars kl. 13:00: Landnámsgangan 8. ferð: Músarnes - Saurbær. l.augardagur 25. mars kl. 13:00: Þingvellir að vetri - Öxarárfoss. Annar í páskum (mánud.) 27. mars kl. 13:00: Lágaskarð - Eldborg - Raufarhóls- hellir. Skíðagangaoggönguferð. Brottför frá BSl, bensínsölu. Sjáumst. Útivist, ferðafélag Náttúruverndarfélag Suðvesturlands: SJÓFERÐIR fyrir almenning um páskahelgina Náttúruverndarfélagið mun í samvinnu við Eyjaferðir S/f standa að sjóferðum með farþegaskipinu Hafrúnu, sem tekur 60 farþega. Stórir útsýnisgluggar eru á faraþegasal. Skipstjórar verða Pétur Ág- ústsson og Óskar Eyþórsson. Farið verður frá Grófarbryggju, neðan Hafnarhússins og siglt með ströndum Kollafjarðar og víðar. Ekki vcrður farið nema í góðu sjóveðri. Katrín H. Ágústsdóttir sýnir í Jónshúsi í Kaupmannahöfn Miðvikudaginn 22. mars, opnar Katrín H. Ágústsdóttir vatnslitamyndasýningu í Jónshúsi Öster Voldgade 12. Á sýning- unni verða rúmlega 30 verk máluð á þessu og síðasta ári. Katrín hefur haldiö nokkrar einkasýn- ingar og tekið þátt í samsýningum. Sýningin verður opin til 14. apríl á opnunartíma hússins. Páskatónleikar í Hafnarborg, Hafnarfirði á skírdag Sextán félagar úr Sinfóníuhljómsveit íslands halda tónlcika í Hafnarborg á skírdag, 23. mars kl. 16:00. Urn er að ræða 14 málmblásara og 2 slagverksmenn. Hópurinn hélt sína fyrstu tónleika í Fríkirkjunni í Reykjavík á skírdag fyrir ári og ætlunin er, að slíkir tónleikar verði árviss atburður. Efnisskráin er afar fjölbreytt og spann- ar fimm aldir. Elsta verkið er eftir Giovanni Gabrieli, sem var organisti og tónsmiður í Feneyjum um 1600. Enn- fremur verða flutt verk eftir J.S. Baclt, W. Byrd, R. Strauss, B. Britten o.fl. Nánari upplýsingar eru gefnar alla daga í síma 15800 (símsvari). Sundaferð I - Kl. 10:00 á skírdag, laugardag og 2. páskadag (11/2 klst - 900 kr.) Skerjaljörður - Kl. 13:30 Skírdag og 2. páskadag (2 klst.- 1200 kr.) Hvalfjörður - Kl. 13:30: laugardag fyrir páska (4 klst. - 1700 kr.) Sundaferð II - Kl. 17:00 - alla dagana, einnig föstud. langa og páskadag - (35 mín. - 350 kr.) Sundaferð III -Kl. 21:00 - alla dagana, einnig föstud. langa og páskadag - (1 klst. - 600 kr.) Börn 8-16 ára greiða hálft gjald, en ókeypis er fyrir 7 ára og yngri í fylgd með fullorðnum. Skólar og dagvistarheimili gcta pantað sérstakar námsferðir á virkum dögum. í því sambandi verður kcnnurum og fóstr- um boðið í sérstaka kynningar- og undir- búningsferð fimmtud. 30. mars kl. 16:30 frá Grófarhryggju. Ferðin ntun taka um 2 klst. Í anddyri Hafrannsóknarstofnunar, Skúlagölu 4, er sjóker með lifandi sjávar- lífverum og spjöld mcð upplýsingum um líf í sjó. Á cftir Sundaferð I (morgunferð) gefst fólki kostur á að skoða þetta. í Sýningarsal Náttúrufræðistofnunar ís- lands er nýbúið að setja upp skemmtilega sýningu um lífið í hafinu. I Náttúrufræði- stofu Kópavogs, Digranesvegi 12, er kynning á lífríki Kársnesfjöru og merki- legu skeljasafni. Náttúrvcrndarfélag Suðvesturlands. Páskaferðir Útivistar á Snæfellsnes Útivist fer í páskaferð á Snæfellsnes (Snæfellsjökul): Gist er í góðri svefn- pokagistingu í félagsheimilinu að Lýsu- hóli - sundlaug, ölkelduvatn og heitur pottur á staðnum. Skipulagðar göngu- og skoðunarferðir með kunnugum farar- stjórum um ströndina og á Jökulinn. Hægt er að hafa gönguskíði. a. Fimm daga ferð með brottför á skírdag (23. mars) kl. 09:00 og komið til baka annan í pásícum. Ferð fyrir þá sem vilja fullnýta páskafríið. h. Þriggja daga ferð með brottför á skírdag (23. mars) kl. 09:(X). Heimkoma álaugardagskvöld. c. Ný þriggja daga ferð með brottför á laugardagsmorgun (25. mars) kl. 08:00 og heimkomu á annan í páskum. Páskaferö í Þorsmörk (Básar) Því mið- ur er ekki ökufært fyrir rútur í Þórsmörk vegna mikilla snjóa. Ef áhugi reynist munum við bjóða skíðagönguferðir í Þórsmörk með brottför á skírdag (23. mars) og laugardag (25. mars). Gist í Útivistarskálunum Básum. Drangajökulsferð er frestað Upplýsingar og farmiðar á skrifstofunni Grófinni 1, símar 14606 og 23732. Sjáumst. Útivist, ferðafélag ■ Dagsferðir F.í. bænadaga og páska Skírdag 23. mars kl. 13:00 Borgarhólar - Bringur/skíðaferð Ekið austur Mosfellsheiði og farið úr bílnum á móts við Borgarhóla. Gengið á skíðum að Borgarhólum og komið til baka hjá Bringum. (800 kr.) Föstud.langi 24. mars kl. 13:00 - Óttar- staðir - Lónakot: Ekið í Straumsvík og gengið þaðan að Óttarstöðum og til baka um Lónakot að þjóðvegi. (500 kr.) Laugard. 25. mars kl. 13:00: Óseyrar- brú - Eyrarbakki - Garðyrkjuskólinn í Hveragerði/ökuferð. Ekið um Þrengsli, Hafnarskeið, Eyrarbakka, Breiðumýri, Síberíu, Selfoss til Hveragerðis, þar sent Garðyrkjuskóli ríkisins verðurskoðaður. Til Reykjavíkur er ekið um Hellisheiði. (1200 kr.) Annan í páskum, 27. mars kl. 13:00: Skíðagönguferð með I.önguhlið sunnan Hafnarfjaröar. Ekið um Bláfjallaveg vcstari og gengið eins og tíminn leyfir um svæðið í grennd Lönguhlíðar. (800 kr.) Brottför frá Umferðarmiðstöðinni, austanmegin. Farmiðar við bíl. Ferðafélag fslands Páskaferðir Ferðafélagsins Snæfellsnes - Snæfellsjökull. Fjögurra daga ferð frá 23. mars til 26. mars. Brottför er kl. 08:00 á sktrdag. Gist í svefnpokaplássi að Görðum í Staðarsveit. Gengið á Snæfellsjökul (um 7 klst.) og farnar aðrar skoðunarferðir eftir aðstæð- um. Þórsmörk - Langidalur. Vegna ófærðar reynist ekki unnt að fara áður auglýstar fcrðir til Þórsmerkur um páskana. Skíðagönguferð til Landmannalauga 23.-27. mars. I þessari ferð er ekki ekið með farþega í náttstað, þ.e. sæluhús Ferðafélagsins í Landmannalaugum, heldur gengur hópurinn á skíðum frá Sigöldu til Landmannalauga (25 km) og eftir þriggja daga dvöl þar er gengið aftur til baka að Sigöldu, en þar bíður rúta hópsins. Ferðafélagið sér um að flytja farangur til og frá Landmannalaugum. Þá þrjá daga sem dvalið er í Laugum eru skipulagðar skíðagönguferðir um ná- grennið. Fararstjórar: Einar Torfi Finns- son og Páll Sveinsson. Nánari upplýsingar um búnað í páskaferðirnar eru veittar á skrifstofu F.I. Öldugötu 3. Ferðafélag fslands Vikuleg ganga Hana nú Vikuleg laugardagsganga Hana nú í Kópavogi verður laugardaginn 25. mars. LagtafstaðfráDigranesvegi 12 kl. 10:00. „Allir Kópavogsbúar, ungir og gamlir, eru velkomnir í þessa páskagöngu Hana nú. Samvera, súrefni og hreyfing er markmið göngunnar. Nýlagað molakaffi og skemmtilegur félagsskapur," segir í fréttatilkynningu frá Frístundahópnum Hana nú í Kópavogi. Miðvikudagur 22. mars 1989 llillll ÚTVARP/SJÓNVARP llllllllllllllllllllll o Rás I FM 92,4/93,5 Miðvikudagur 22. mars 6.45 Veðurfregnir. Bæn, dr. Bjarni Sigurösson flytur. 7.00 Fréttir. 7.03 í morgunsárið meö Ingveldi Ólafsdóttur. Fréttayfirlit kl. 7.30 og 8.30, fréttir kl. 8.00 og veðurfregnir kl. 8.15. Lesið úr forustugreinum dagblaöanna aö loknu fréttayfirliti kl. 8.30. Tilkynningar laust fyrir kl. 7.30, 8.00, 8.30 og 9.00. 9.00 Fréttir. 9.03 Litli barnatíminn - Sögustund meö Gyöu Ragnarsdóttur, en hún segir sögurnar um Fóu feikirófu og Búkollu. (Einnig útvarpað um kvöldið kl. 20.00). 9.20 Morgunleikfimi. Umsjón: Halldóra Björns- dóttir. 9.30 íslenskur matur. Kynntar gamlar íslenskar mataruppskriftir sem safnaö er í samvinnu viö hlustendur og samstarfsnefnd um þessa söfnun. Sigrún Björnsdóttir sér um þáttinn. 9.40 Landpósturinn - Frá Austurlandi. Umsjón: Haraldur Bjarnason. 10.00 Fréttir. Tilkynningar. 10.10 Veðurfregnir. 10.30 Óskastundin. Helga Þ. Stephensen kynnir efni sem hlustendur hafa óskaö eftir að heyra, bókarkafla, smásögur og Ijóö. Tekið er viö óskum hlustenda á miðvikudögum milli kl. 17.00 og 18.00. 11.00 Fréttir. 11.03 Samhljómur. Kynntur tónlistarmaður vik- unnar: Helga Ingólfsdóttir, semballeikari. Umsjón: Bergþóra Jónsdóttir. (Einnig útvarpaö aö loknum fréttum á miönætti nk. föstudag). 11.55 Dagskrá. 12.00 Fréttayfirlit. Tilkynningar. 12.20 Hádegisfréttir. 12.45 Veöurfregnir. Tilkynningar. 13.05 í dagsins önn - Dagvistun: Börn í geymslu eða námi. Umsjón: Jón Gunnar Grjetarsson. 13.35 Miðdegissagan: „í sálarháska", ævisaga Árna prófasts Þórarinssonar. skráö af Þór- bergi Þórðarsyni. Pétur Pétursson les (17). 14.00 Fréttir. Tilkynningar. 14.05 Norrænir tónar. 14.30 íslenskir einsöngvarar og kórar. Margrét Eggertsdóttir, Karlakórinn Fóstbræöur, Guö- munda Elíasdóttir og Árni Jónsson syngja íslensk lög. (Hljóðritanir Útvarpsins). 15.00 Fréttir. 15.03 Vísindaþátturinn. Umsjón: Jón Gunnar Grjetarsson. (Endurtekinn þátturfrá mánudags- kvöldi). 15.45 Þingfréttir. 16.00 Fréttir. 16.03 Dagbókin. Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Barnaútvarpið - „Dimmalimm“. Arnar Jónsson les og sagt verður frá höfundi sögunn- ar, Guðmundi Thorsteinssyni, Mugg. 17.00 Fréttir. 17.03 Sinfónía nr. 3 í Es-dúr, „Hetjuhljómkvið- an“ eftir Ludwig van Beethoven. Gewand- haushljómsveitin í Leipzig leikur; Kurt Masur stjórnar. (Af hljómdiski). 18.00 Fréttir. 18.03 Á vettvangi. Umsjón: Bjarni Sigtryggsson, Guðrún Eyjólfsdóttir og Páll Heiðar Jónsson. Tónlist. Tilkynningar. 18.45 Veöurfregnir. 19.00 Kvöldfréttir. 19.30 Tilkynningar. 19.32 Kviksjá. Umsjón: Friðrik Rafnsson og Hall- dóra Friðjónsdóttir. 20.00 Litli barnatíminn - Sögustund meö Gyðu Ragnarsdóttur, en hún segir sögurnar um Fóu feikirófu og Búkollu. (Endurtekinn frá morgni). 20.15 Tónskáldaþingið í París 1988. Sigurður Einarsson kynnir verk samtímatónskálda, verk eftir Sylvia Bodorova frá Júgóslavíu og Vasco Martins frá Grænhöfðaeyjum. 21.00 Að tafli. Jón Þ. Þór sér um skákþátt. 21.30 Fjölmiðlauppeldi. Umsjón: Ásgeir Frið- geirsson. (Endurtekinn þáttur frá sl. föstudegi úr þáttaröðinni „I dagsins önn“). 22.00 Fréttir. Dagskrá morgundagsins. 22.15 Veðurfregnir. 22.20 Lestur Passíusálma. Guðrún Ægisdóttir les 49. sálm. 22.30 Mannréttindadómstóll Evrópu. Umsjón: Guðrún Eyjólfsdóttir. 23.10 Djassþáttur. - Jón Múli Árnason. 24.00 Fréttir. 00.10 Samhljómur. Umsjón: Anna Ingólfsdóttir. (Endurtekinn frá föstudagsmorgni). 01.00 Veðurfregnir. Næturútvarp á samtengdum rásum til morguns. FM 91,1 01.10 Vökulögin. Tónlist af ýmsu tagi í næturút- varpi til morguns. Fréttir kl. 2.00 og 4.00 og sagðar fréttir af veðri, færð og flugsamgöngum kl. 5.00 og 6.00. Veðurfregnir frá Veðurstofu kl. 4.30. 7.03 Morgunútvarpið. Leifur Hauksson og Jón Ársæll Þórðarson hefja daginn með hlustend- um, spyrja tíðinda víða um land, tala við fólk í fréttum og fjalla um málefni líðandi stundar. Fréttir kl. 8.00, veðurfregnir kl. 8.15 og leiðarar dagblaðanna kl. 8.30. 9.03 Stúlkan sem bræðir íshjörtun, Eva Ásrún kl. 9. Morgunsyrpa Evu Ásrúnar Albertsdóttur. - Afmæliskveðjur kl. 10.30. 11.03 Stefnumót. Jóhanna Harðardóttir tekur fyrir það sem neytendur varðar á hvassan og gamansaman hátt. 12.00 Fréttayfirlit. Auglýsingar. 12.15 Heimsblöðin. 12.20 Hádegisfréttir. 12.45 Umhverfis landið á áttatíu. Gestur Einar Jónasson leikur þrautreynda gullaldartónlist og gefur gaum að smáblómum í mannlífsreitnum. 14.05 Milli mála, Óskar Páll á útkíkki. og leikur ný og f ín lög. - Útkíkkið upp úr kl. 14 og kynntur sjómaður vikunnar. 16.03 Dagskrá. Dægurmálaútvarp fyrir þá sem vilja vita og vera með. Stefán Jón Hafstein, Ævar Kjartansson og Sigríður Einarsdóttir. - Kaffispjall og innlit upp úr kl. 16.00, hlustenda- þjónustan kl. 16.45. - Bréf af landsbyggðinni berst hlustendum eftir kl. 17. - Stórmál dagsins milli kl. 17 og 18. 18.03 Þjóðarsálin. Þjóðfundur í beinni útsendingu. Málin eins og þau horfa við landslýð. Sími þjóðarsálarinnar er 38500. 19.00 Kvöldfréttir. 19.32 íþróttarásin. Umsjón: íþróttafréttamenn og Georg Magnússon. 22.07 Á rólinu með Önnu Björk Birgisdóttur. 01.10 Vökulögin. Tónlist af ýmsu tagi í næturút- varpi til morguns. Að loknum fréttum kl. 2.00 endurtekinn frá í fyrra 10. þáttur syrpunnar „Gullár á gufunni" í umsjá Guðmundar Inga Kristjánssonar. Að loknum fréttum kl. 4.00 flutt brot úr dægurmálaútvarpi miðvikudagsins. Fréttir kl. 2.00 og 4.00 og sagðar fréttir af veðri, færð og flugsamgöngum kl. 5.00 og 6.00. Veðurfregnir frá Veðurstofu kl. 1.00 og 4.30. Fréttir kl. 2.00, 4.00, 7.00, 7.30, 8.00, 8.30, 9.00, 10.00, 11.00, 12.00, 12.20, 14.00, 15.00, 16.00, 17.00,18.00,19.00, 22.00 og 24.00. SVÆÐISÚTVARP Á RÁS 2 8.07- 8.30 Svæðisútvarp Norðurlands. 18.03-19.00 Svæðisútvarp Norðurlands. SJÓNVARPIÐ Miðvikudagur 22. mars 18.00 Töfragluggi Bomma. Umsjón Ámý Jó- hannsdóttir. 18.50 Táknmálsfréttir. 19.00 Poppkorn. Umsjón Stefán Hilmarsson. 19.25 Hver á að ráða? (Who’s the Boss?) Nýr flokkur í bandaríska gamanmyndaflokknum um einstæða föðurinn sem tekur að sér hr.imilis- störfin fyrir önnum kafna húsmóður. Aðalhlut- verk Tony Danza, Judith Light og Katharine Helmond. Þýðandi Ýrr Bertelsdóttir. dóttir. 19.54 Ævíntýri Tinna. 20.00 Fréttir og veður. 20.35 Dagskrá Sjónvarps. Kynning á sjónvarps- dagskránni yfir hátíðarnar. 20.50 Dagskrá Útvarps. Kynning á útvarpsdag- skránni yfir hátíðarnar. 21.00 Nick Knatterton. Þýsk mynd um ævintýri leynilögreglumannsins snjalla. Sögumaður Hallur Helgason. 21.15 „Af síldinni öll erum orðin rík...“ Ný íslensk heimildamynd eftir Hjálmtý Heiðdal og Finnboga Hermannsson. Myndin fjallar um síldarævintýrið í Árneshreppi á Ströndum er hófst árið 1934 með byggingu síldarbræðslu á Djúpavík. 22.05 Njósnari af lífi og sál. (A Perfect Spy). Lokaþáttur. Breskur myndaflokkur í sjöþáttum, byggður á samnefndri sögu eftir John Le Carré. Aðalhlutverk Peter Egan, Ray McAnally, Rudi- ger Weigang og Peggy Ashcroft. Þýðandi Páll Heiðar Jónsson. 23.00 Seinni fréttir. 23.10 Þriðjl maðurinn. (The Third Man). Banda- rísk bíómynd frá 1949. Leikstjóri Carol Reed. Aöalhlutverk Orson Welles, Joseph Cotten og Trevor Howard. Ungur Bandaríkjamaður kemur til Vínar í lok seinni heimsstyrjaldarinnar til að hitta vin sinn Harry Lime. Þýðandi Jón Thor Haraldsson. Myndin var áður á dagskrá 1977. 00.50 Dagskrárlok. sroo2 Miðvikudagur 22. mars 15.45 Santa Barbara. Bandarískur framhaldsþátt- ur. New World Intemational. 16.30 Miðvikubitinn. Sitt lítið af hverju og stundum að tjaldabaki. Music Box. 17.25 Golf. Sýnt verður frá glæsilegum erlendum stórmótum. 18.20 Handbolti. Sýnt verður frá 1. deild karla. Umsjón: Heimir Karlsson. Stöð 2. 19.1919:19. Fréttir og fréttaumfjöllun, íþróttir og veður ásamt fréttatengdum innslögum. 20.30 Skýjum ofar. Reaching for the Skies. Mjög athyglisverður myndaflokkur í tólf þáttum um flugið. 5. þáttur. CBS. 21.35 Af bæ í borg. Perfect Strangers. Bandarísk- ur gamanmyndaflokkur. Lorimar 1988. 22.00 Leyniskúffan. Trior Secret. Spennandi framhaldsmyndaflokkur í sex þáttum. 4. þáttur. Aðalhlutverk: Michele Morgan, Daniel Gelin, Heinz Bennent og Michael Lonsdale. Leikstjór- ar: Edouard Molinaro, Roger Gallioz, Michel Boisrond og Nadine Trintignant. Framleiðandi: Jacques Simonnet. FM11986. 23.00 Viðskipti. íslenskur þáttur um viðskipti og efnahagsmál í umsjón Sighvatar Blöndahl og Ólafs H. Jónssonar. Dagskrárgerð: María Marí- usdóttir. Stöð 2. 23.30 Indiana Jones og musteri óttans. Indiana Jones and the Temple of Doom. Ævintýra- og spennumynd í sérflokki. Fornleifafræðingurinn Indiana Jones leitar hins fræga Ankara steins. Aðalhlutverk: Harrison Ford, Kate Capshaw, Amrish Puri, Roshan Seth og Philip Stone. Leikstjóri: Steven Spielberg. Framleiðandi: Ro- bert Watts. Paramount 1984. Sýningartími 115 mín. Ekki við hæfi barna. 01.25 Dagskrárlok. röt UTVARP Mjölnisholti 14, 3. h. Opið virka daga 15.00-19.00 Sími 623610

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.