Tíminn - 22.03.1989, Blaðsíða 8

Tíminn - 22.03.1989, Blaðsíða 8
8 Tíminn Miðvikudagur 22. mars 1989 Tíiniim MÁLSVARIFRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og _____Framsóknarfélögin í Reykjavík Framkvæmdastjóri Ritstjórar: Aðstoðarritstjóri: Fréttastjórar: Auglýsingastjóri: Kristinn Finnbogason Indriði G. Þorsteinsson ábm. IngvarGíslason OddurÓlafsson BirgirGuðmundsson EggertSkúlason SteingrímurGíslason Skrifstofur: Lyngháls 9, Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasími: 680001. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn, fréttastjórar 686306, íþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Blaðaprent h.f. Frá og með 1. mars hækkar: Mánaðaráskrift í kr. 900.-, verð í lausasölu í 80,- kr. og 100,- kr. um helgar. Grunnverð auglýsinga kr. 595.- pr. dálksentimetri Póstfax: 68-76-91 Bankavald Skýrt hefur verið frá því að Verslunarbanki íslands h/f hafi hagnast um 90 millj. króna á síðasta ári. Hagnaður bankakerfisins í heild er í samræmi við þetta. Lánastarfsemi er arðbærasta atvinnu- grein á íslandi um þessar mundir. Vextir af fé er tryggasta hagnaðarvonin. Þessi arðbæri rekstur lánastofnana gerist á sama tíma sem viðurkennt er að íslenska bankakerfið er umfangsmeira og útþanið umfram það sem gerist í öðrum löndum. Á það hefur verið rækilega bent að íslenskir bankar eru yfirleitt alltof litlir og þar af leiðandi óhagstæðir sem rekstrareiningar. Eigi að síður er stórgróði af rekstri smábanka eins og Verslunarbankans, svo það dæmi sé tekið. Hverjum manni má ljóst vera að í þessu eru mótsagnir. A.m.k. hlýtur það að krefjast svara, hvernig það má verða, að óhagstæðar rekstrarein- ingar, mannfrekar og kostnaðarsamar, eins og íslensku bankarnir, hafa stórgróða upp úr starfsemi sinni. Svarið við þessu er einfaldlega það, að banka- kerfið skammtar sjálfu sér tekjur með vaxta- og þjónustugjöldum, eftir því sem þarf til þess að halda uppi þessu kostnaðarsama bákni og hafa af rekstri þess fullan hagnað. Bankarnir eru ekki reknir á núlli eða þar fyrir neðan. Sú vaxtahækkun, sem nú hefur verið ákveðin og nær að vísu aðeins til óverðtryggðra lána, er í fyllsta máta ótímabær og hefur ekki við rétt rök að styðjast. Þótt ekki skuli úr því dregið að verðbólg- an hefur aukist á undanförnum vikum, þá ber bankakerfinu skylda til að standa af sér verðbólgu- áhrifin eins og sú krafa er gerð til annarra efnahagsþátta og hagsmunaaðilja að fara með gát á þeim viðsjárverðu tímum, sem nú ganga yfir. Bankastjórar landsins hefðu mátt gefa því gaum, að það eru fleiri hagsmunaaðiljar í þessu landi, sem gera kröfu til þess að fá bætta afkomu- skerðingu vegna verðbólgu en þeirra stofnanir. Þeir hefðu mátt vera þess minnugir að þeirra fyrirtæki hafa ekki sýnt halla vegna verðbólgu- áhrifa, þótt útflutningsfyrirtæki og samkeppnisiðn- aður hafi verið í sárum vegna verðbólguþróunar. Hið sama má segja um hagsmuni launþega og heimilisreksturinn í landinu. Ekki fer milli mála að vaxtahækkun bankanna er í andstöðu við efnahagsstefnu og markmið ríkisstjórnarinnar. Hér er um ögrun að ræða, svo að varla getur hjá því farið, að ríkisstjórnin herði á framkvæmd yfirlýstrar vaxtastefnu sinnar. Það er algerlega óviðunandi að bankakerfið í landinu þróist eftirlitslaust til þess að verða óheft þjóðfélagsvald, sem setur metnað sinn í að gína yfir stjórnskipulegum handhöfum ríkisvaldsins, Alþingi og ríkisstjórn. Svo mikilvæg sem banka- starfsemi er atvinnurekstri og efnahagslegri framför, þá ber bönkunum enginn valdaréttur fram yfir aðrar greinar efnahagslífsins. Bankar eru þjónar efnahagslífsins en ekki herrar þess. Þeir eru samráðsaðiljar gagnvart ríkisvaldinu um efnahags- mál, en ekki yfirstjórnendur, þegar á slíkt reynir. GARRI Hið ógurlega Ijónsgin Alþingi úthlutar ómældu fé til margvíslegra lista þótt á hverju ári megi heyra háværar umræður um, að Alþingi eigi hvergi nærri að koma úthlutun á þessu listafé. Er þó staðreynd, að Alþingi saman- stendur af hópi fulltrúa, sem valinn er með fullkomlega lýðræðislegri aðferð, og því ættu fulltrúarnir að sýna vilja kjósenda hverju sinni, eða meirihluta þeirra, sé tekið mið af samsetningu ríkisstjórna. Engu að síður eru þeir aðilar til, sem telja óhæfu, að Alþingi kjósi nefndir til að úthluta fé til lista, eða nefndir til að stjórna ríkisstofnun- um eins og útvarpi og sjónvarpi. Hið eiginlcga réttlæti og frambúð- arlýðræði kemur svo í Ijós, þegar Alþingi lætur stjórnina af hendi til sérstakra félagasamtaka innan list- anna og segir, að nú geti þau sjálf. Skortur á frjálslyndi Til er sjóður, sem nefnist Launa- sjóður rithöfunda. Hann hefur starfað í nokkur ár, en til hans var stofnað eftir svonefnda sameiningu rithöfunda í ein samtök, og veitir Alþingi fé til sjóðsins, en rithöf- undar sjá um að kjösa úthlutunar- nefnd. Oftast hefur úthlutun úr þessum sjóði verið í skötulíki, og nánast barnaskapur að ætla að úthlutanir úr honum nái nokkurn tíma þeim siðferðilcga grunni, sem byggist á lýðræðislegu fyrirkomu- lagi. í fyrsta lagi standa rithöfundar ekki saman í einum samtökum um skipun í stjórn sjóðsins, sem jafn- framt er úthlutunarncfnd. Svo- nefndir hægri menn eru í öðru félagi og eru ekki fjölmcnnir, en á þriðja hundrað eru í samtökunum, þar sem svoncfndir vinstri menn ráða. Nú er ekkert við þvi að segja þótt rithöfundar skiptist í hægri og vinstri, enda línur oft óljósar í þcssum efnum. En úthlutun undanfarinna ára úr Launasjóði rithöfunda ber ekki vitni um mikið frjálslyndi í úthlutunum. Á kennaralaunum Tveir efstu úthlutunarflokkar eru þýðingarmestir, en þar fá höf- undar menntaskólakennaralaun ýmist í átta mánuði eða sex mán- uði. Árum saman hafa sömu höf- undar fengið laun samkvæmt þess- um tveimur efstu flokkum, þótt sjóðnum sé alls ekki ætlað að fastlauna menn með þeim hætti. Forvitnilegra er þó, en kannski í samræmi við fastlaunin, að ein- vörðungu svoncfndir vinstri höf- undar fá úthlutað í þessum tveimur efstu flokkum. Það er því Ijóst, að þeir sem ráða hinum fjölnicnnari samtökum rithöfunda, telja vinstri höfunda cina hæfa til að sinna ritstörfum á kennaralaunum. Vel má vera að það eigi síðar eftir að sannast að þessi skoðun sé rétt, en það hefur ekki sannast í dag. Þess vegna gildir uin úthlutan- ir af þessu tagi, að þær mega með engu móti bera svip pólitískra sjón- armiða og undirróðurs. Samt hefur Alþingi, sem landsmenn hafa kosið til samkvæint lýðræðislegum reglum, afhent algjörum minni- hluta í samfélaginu mál Launa- sjóðsins til meðferðar með þeim árangri sem að framan greinir. Langsetur á launum Þeir seytján höfundar, sem nú skipa tvo efstu flokkana eru eflaust allir vel að launum sínum komnir. Hins vegar er hlægilegt að halda, að þeir séu cinu höfundarnir í landinu, sem þarfnast mánaðar- launa í umtalsverðan tíma til að rita skáldvcrk eða Ijóð. Sumir þessara höfunda hafa setið i þess- uni flokkum ár eftir ár, án þess að nokkur skýring hafl fengist á því hvað veldur slíku dálæti mismun- andi úthlutunarnefnda, sem einn og sami aðili velur. Eitt eiga flestir þessir ástmcgir ritlistarinnar sammerkt. Þeir eru taldir til vinstri manna. Það hlýtur að vera forvitni- legt fyrir kjósendur, sem eru að kjósa sjálfstæðismenn, framsókn- armenn, Kvennalista og alþýðu- flokksmenn á þing, að sjá að ein af mcnningarafurðum Alþingis er að standa að úthlutun til flokksmanna Alþýðubandalagsins ár eftir ár, eða höfunda, sem annað hvort eru í eða utan á bandalaginu, eins og ágætur höfundur orðaði það af öðru tilefni. Þótt gerðar hafi verið tilraunir utan Alþingis til að fá breytingar fram á árlegum úthlutunum út Launasjóði rithöfunda, hafa þær ekki fengist. Menntamálaráðu- neytið mun að líkindum telja að það fyrirkomulag, sem nú ríkir, sé harla gott og þurfl ekki breytinga við. Á úthlutuninni sjálfri hefur það eðlilega enga skoðun. Alþingi hefur afgreitt þetta mál frá sér fyrir löngu og hefur heldur enga skoðun á því. Þess vegna er Ijóst, að tveir efstu og umtalsverðustu flokkar Launasjóðsins falla umyrðalaust í skaut vinstri höfunda næstu áratug- ina. En þeir sem horfa upp á þetta ár eftir ár spyrja sjálfa sig: Hvert er það ógurlega Ijónsgin, sem eng- inn þorir að snúast gegn, þótt lýðræðið í landi veiti mönnum margfalt afl á við þá, sem fá að njóta minnihluta síns með fyrr- greindum ósköpum? Garri . WTIIOICUW llllllll VÍTT QG BREITT Lífskjarabaráttan Hetjuleg barátta stendur nú yfir þar sem foringjar nokkurra félaga ríkisstarfsmanna standa í fylking- arbrjósti að ná fram launahækkun- um og verkalýðsleiðtogar sitja langa fundi og stranga með hver öðrum og atvinnurekendum til að vernda kaupmáttinn. Launanefnd ríkisins og atvinnu- rekendur eru við sama, gamla heygarðshornið. Nú árar ekki til launahækkana, ríkið á kúpunni og atvinnuvegirnir að niðurlotum komnir vegna fjármagnskostnaðar og stjórnvaldsaðgerða, eða að- gerðaleysis. Eigendur og stjórn- endur fyrirtækja bera aldrei ábyrgð á því hvernig komið er. Verkalýðurinn og viðsemjendur hans hafa nú gefist upp á að semja, að minnsta kosti í bráð og ætla að fara að halda upp á páskana. Rabba svo saman seinna og sjá hvort ríkisstjórnin verður ekki búin að leysa málin, með eða án aukafjárveitinga. Árangursrík hótun? Meðal ríkisstarfsmanna harðnar baráttan dag frá degi. Hvert félagið af öðru samþykkir heimild til verk- fallsboðunar og verður vinna lögð niður viku af apríl ef heldur sem horfir. Kennarar, sem orðnir eru verk- fallsglaðasta stétt landsins, munu enn einu sinni láta nemendur finna fyrir tregðu stjórnvalda að borga það sem upp er sett fyrir kennsl- una. Verkfallshótun skömmu fyrir vorpróf er álitin cinkar árangursrík til að bæta kjörin. En ekki dugir að biðja nemend- um vægðar þegar launabarátta kennara er annars vegar. Hitt er annað mál að kannski verður lítill skaði að þótt vorprófum verði húrrað niður einu sinni og nemend- um afhentar prófgráður fyrir haust- ið til að geta haldið áfram námi eftir því sem við á hjá hverjum og einum. Slíkt leysir þó ekki allan vanda og það eru margir starfshópar ríkis- starfsmanna aðrir en kennarar sem nú brýna verkfallsvopnin. Að því er manni skilst er vandi margra ríkisstofnana slíkur fyrir, að verkföll og ef til vill stórauknar launagreiðslur muni draga stórlega úr afkastagetu þeirra. Fyrirsjáan- legt er að loka verður mörgum deildum sjúkrahúsa og verkföll starfsfólks mun stuðla að lokun enn fleiri þeirra. Minna gerir til með skólana því þeir eru lokaðir yfir sumarmánuð- ina hvort sem er. Undarlegt ástand Það er óneitanlega undarlegt ástand sem komið er upp í kjara- málunum. Einkageirinn, eins og opinberir starfsmenn kalla alla at- vinnurekendur nema ríki og sveit- arfélög, býður ekki upp á annað en kauplækkun, sama um hvaða krónutölur verður samið. Verka- lýðsforingjar samþykkja það og ríkisstjórnin er vinsamlegast beðin að sjá um kjarabæturnar. Þarna er hinn frjálsi og heilagi samningsréttur að verki. Ríkisstarfsmenn sækja kjör sín. góð eða slæm, til ríkisvaldsins og annað ekki. Þeir biðja það sama vald ekki um neitt en krefjast oe hóta. Samninganefnd ríkisins vill sparnað í ríkisrekstri, eins og Al- þingi, og lofar engum kauphækk- unum og dregur allar viðræður á langinn. En handhafar hins frjálsa vinn- umarkaðar og samningsréttar hans geta engan veginn samið án ríkis- aðstoðar, fremur en endranær, og bíða þess hvernig hinum opinberu verkfallsstéttum reiðir af. Síðan opinberir starfsmenn fengu verkfallsrétt hafa kjör þeirra versnað ár frá ári, að eigin sögn. Það er ekki einleikið hve ótæpt þarf að ota verkfallsvopninu í bar- áttunni miklu fyrir bættum kjörum stéttanna. Og alltaf verða kjörin hraklegri og kaupmátturinn ves- ældarlegri. Spyrjið bara kennar- ana! En verkalýðurinn sem einu sinni stóð í fararbroddi í baráttunni og háði hetjuleg verkföll, bíður nú rólegur og ætlar að taka sitt á þurru eftir að verkfallsstéttir nútímans hafa knésett ríkisvaldið til kaup- máttaraukningar. Sá er að minnsta kosti tónninn núna. Á hitt er að líta að verkfallsrétt- inum hefur aldrei fylgt réttur til kjarabóta enda ráðast lífskjörin af öðrum atriðum en undirskriftum sem staðfesta launahækkanir. Jafn- vel aðilar vinnumarkaðar einka- geirans eru farnir að skynja þetta.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.