Tíminn - 22.03.1989, Blaðsíða 13

Tíminn - 22.03.1989, Blaðsíða 13
Miðvikudagur 22. mars 1989 UTLÖND Herinn í Júgóslavíu: Hyggst berja niður þjóðernissinna Háttsettur pólitískur foringi innan júgóslavneska hersins skýrði frá því í gær að herinn myndi koma í veg fyrir það að uppreisn þjóðcrnissinna eyðilegði Júgóslavíu. Varaaðmírállinn Peter Simic sem situr í stjórnarnefnd kommúnista- flokksins fyrir hönd hersins var á ferð um Kosovo, þar sem hermenn á skriðdrekum hafa séð til þess að lög og regla haldist, þegar hann lét þessu ummæli falla. Simic tók skýrt fram að þar ætti hann ekki einungis við þjóðernis- hreyfingu Albana í Kosovo heldur allra þjóðernisbrota í Júgóslavíu. Herinn tæki til sinna ráða ef menn gengju of langt. Margir hinna albönsku verkam- anna sem fóru í allsherjarverkfall í byrjun mánaðarins hafa ekki snúið aftur til vinnu þrátt fyrir hótun yfirvalda um fangelsun. Þjóðernissinnar innan mismunandi þjóða í Júgóslavíu hafa verið áberandi að undanförnu. Herinn er á móti slíku fólki. IRA með enn eitt hermdarverkið: Háttsettir lögreglu- menn myrtir írski lýðveldisherinn myrti tvo tveir voru á leið yfir til írlands þar háttsetta lögreglumenn á Norður- sem þeir hugðust ræða við kollega írlandi eftir umsátur og telja menn sína um öryggisvörslu á landamær- möguleika á að IRA hafi komist yfir unum. Því voru þeir með leyniskjöl mikilvæg leyniskjöl úr bifreið þeirra. meðferðis. Þá velta menn því fyrir sér hvort Þá gátu lögreglumennirnir enga IRA hafi komið „moldvörpu" fyrir björg sér veitt þar sem þeir voru innan raða lögreglunnar sem gefi óvopnaðir, en það er venjan þegar samtökunum upplýsingar um ferðir lögreglumenn ferðast yfir landamær- háttsettra lögreglumanna. in til samstarfs og viðræðna. Þeir Lögregluforingjarnir tveir eru að voru á ómerktum lögreglubíl og líkindum hæst settu fórnarlömb IRA þykir það styðja tilgátuna um „mold- innan lögreglunnar í tuttugu ár. vörpu“. Kólumbískur námsmaður í London: Gleypti heróín- smokka og lést Kólumbískur námsmaður lést í London eftir að hafa gleypt smokka fyllta af kókaíni. Námsmaðurinn hafði gleypt yfir þrjátíu fyllta smokka sem hann smyglaði inn í Bretland. Hann lést átta dögum eftir komuna. Stewart Hall rannsóknarlögreglu- maður hjá Scotland Yard skýrði frá því fyrir rannsóknarrétti að hinn sautján ára Giovanni Rodriguezsem bjó í London hafi verið fluttur á sjúkrahús þegar smokkarnir stífluðu meltingarveg hans, en hann lést 12. mars. - Okkur hefur tekist að hafa upp á nafni mannsins sem skipulagði innflutninginn á eitrinu, en hann er kominn aftur til Kólumbíu, sagði Hall. Heróín í Búlgaríu Tollverðir í Búlgaríu komust yfir sex kílógrömm af heróíni er þeir leituðu gaumgæfilega í far- angri tveggja Tyrkja sem voru á leið frá Tyrklandi til Vestur-Evr- ópu. Tyrkirnir voru teknir í gegn á Kapitan Andreevo landamæra- stöðinni á landamærum Tyrk- lands og Búlgariu. Tyrkirnir voru með heróínið falið í bíl sem var á vesturþýsku númeri. Stærsti hluti þess heróíns sem kemur á markað í Vestur-Evrópu frá vesturhluta Asíu fer í gegnum Búlgaríu. Yfirvöld í Sófíu hafa nú lagt áherslu á að uppræta þetta eitur- lyfjasmygl. Tík Bush með hita Forsetatíkin Millie er með hita eftir að hafa gotið sex heilbrigð- um hvolpum í móttökuherbergi Hvíta hússins. Frá þessu var skýrt í sérstakri yfirlýsingu frá skrif- stofu Barböru Bush, en hún ann- ast tíkina þar sem Georg hefur yfirleitt í öðru að snúast. Millie sem er ættgöfug „Eng- lish spaniel" tík var með 40 stiga hita á celsíus, en eðlilegur líkams- hiti hunda er 38 gráður. Ástæða hitans er sýking í þvag- rás Milliar sem kom í kjölfar gotsins, sem Bandaríkjaforseti var viðstaddur að hluta. Hann tók á móti einum hvolpi en Bar- bara hinum fimm. - Millie er á batavegi eftir að hafa fengið ampecillin töflur sem hún tekur á þriggja tíma fresti, sagði í yfirlýsingu Hvíta hússins. Tékkneskur áfrýjunardómstóll mildar dóm yfir andófsmanni: Stytti dóm yfir Havel Tékkneskur áfrýjunardómstóll. stytti fangelsisdóm andófsmannsins Vaclav Havel um einn mánuð í gær. Mun Havel því einungis dúsa í átta mánuði í fangelsi vegna aðildarsinn- ar að hinum fjölmennu mótmæla- fundum tékknesks almennings í janúar. Þá var píslarvottarins Jan Palach minnst, en hann svipti sig lífi fyrir tuttugu árum til að mótmæla innrás og kúgun Sovétmanna þegar „Vorið í Prag“ var kæft árið 1968. Fangelsun leikritaskáldsins Vacl- av Havel hefur verið fordæmd víða um heini og hefur almenningur í Tékkóslóvakíu mótmælt handtöku hans af mætti. Voru nokkur hundruð andófsmanna fyrir utan dómshúsið er áfrýjunarrétturinn kvað upp dóminn. Hvort sem alþjóðleg mótmæli og ólga meðal Tékka hafi einhverju ráðið um, þá úrskurðaði dómstóllinn að Havel skuli afplána dóm sinn í fangelsi þar sem aðstæður eru mun betri en í því fangelsi það sem hann hefur verið í að undanförnu. Tíminn 13 Kópavogur Gissur Pétursson Opið hús miðvikudaginn 29. mars n.k. kl. 17.30 að Hamraborg 5. Málefni dagsins. Stjórnmálin og unga fólkið. Frummælandi: Gissur Pétursson formaður S.U.F. Steingrímur Hermannsson Almennur stjórnmálafundur með Steingrími Hermannssyni forsætisráðherra verður haldinn í Félagsheimili Kópavogs fimmtudaginn 13. apríl n.k. Flokksstarfið Skúli Sigurgrímsson Skrifstofan að Hamraborg 5 er opin þriðjudaga og miðvik- udaga kl. 9-12 s. 41590. Alltaf heitt á könnunni. Opið hús alla miðvikudaga kl. 17.-19. Skúli Sigurgrímsson bæjarfulltrúi er til viðtals alla miðviku- daga kl. 17.30-19.00. Einnig eftir nánara samkomulagi. Vinnuhópar eru að fara í gang um hina ýmsu þætti bæjarmála. Komið, látið skrá ykkur í hópana og takið þátt í stefnumótun og starfi flokksins. Framsóknarfélögin í Kópavogi. Halldór Ásgrímsson Jón Kristjánsson Almennir stjórnmálafundir Halldór Ásgrímsson sjávarútvegsráðherra og Jón Kristjánsson al- þingismaður boða til almennra stjórnmálafunda á Austurlandi vikuna 28. mars-2. apríl sem hér segir. í Valaskjálf Egilsstöðum, þriðjudaginn 28. mars kl. 20.30. í Skrúð Fáskrúðsfirði, miðvikudaginn 29. mars kl. 20.30. í kaffistofu Hraðfrystihússins Breiðdalsvík, fimmtud. 30. mars. kl. 20.30. í Félagsheimilinu Stöðvarfirði, föstudaginn 31. mars kl. 20.30. Á Djúpavogi, laugardaginn 1. apríl kl. 15.00. í Hofgarði Oræfum, sunnudaginn 2. apríl kl. 15.00. Sunnlendingar Framsóknarfélögin í Árnessýslu halda sína árlegu árshátíð síðasta vetrardag 19. apríl í Hótel Selfoss. Allir velkomnir. Nánar auglýst síðar. Nefndin. Suðurland FUF í Árnessýslu og Félag framsóknarkvenna í Árnessýslu áformar að halda félags-' málanámskeið í lok mars og í apríl. Um er að ræða byrjenda- og framhaldsnámskeið. Námskeiðin eru öllum opin sem áhuga hafa. Þátttaka tilkynnist sem fyrst til formanna félaganna. Sigurðar Eyþórssonar í síma 34691 og Ólafíu Ingólfsdóttur í síma 63388. FUF og FFÁ.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.