Tíminn - 22.03.1989, Blaðsíða 5

Tíminn - 22.03.1989, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 22. mars 1989 Tíminn 5 Lánskjaravísitalan: Hækkaði um 2,05% Lánskjaravísitalan hækkar 2,05% milli mars og apríl - úr 2346 í 2394, sem er sú vísitala sem gildir í aprílmánuði. Umreiknað til heils árs svarar þessi hækkun til 27,5% verðbólgu. t>ar sem bæði vísitala framfærslu- kostnaðar og byggingarkostnaðar hækkuðu um 2,7% í þessum mánuði hefði lánskjaravísitalan gert það einnig ef hún væri enn reiknuð eftir „gamla laginu“, þar sem (engra) launahækkana gætir mun minna heldur en í nýju útreikningsreglun- um. -HEI Yfirlýsing frá Grænfriðungum Tímanum hefur borist yfirlýsing frá Greenpeace samtökunum, þar sem þeir tíunda rangfærslur, að mati samtakanna, í myndinni Lífsbjörg í Norðurhöfum. Er um að ræða nokk- urra metra langt skjal og sökum plássleysis getur Tíminn ekki birt það fyrir páska. Hinsvegar má telja víst að Sjónvarpið muni lesa skjalið upp í heild sinni í einhverjum frétta- tímanum á næstu dögum. Innanlandsflug allt úr skorðum Innanlandsflug Flugleiða gekk heldur erfiðlega í gær, einkum vegna þess að í fyrrakvöld lokuðust fjórar Fokkerflugvélar félagsins inni á Akureyrarflugvelli, vegna ofankomu. Flugvélarnar fjórar komu til Ak- ureyrar í fyrrakvöld, en þá hafði ekkert verið hægt að fljúga þangað allan daginn. Ekki tókst að fljúga vélunum burt frá Akureyri fyrr en um hádegisbil í gær. Var því aðeins ein flugvél á Reykjavíkurflugvelli til að sinna innanlandsflugi í gær- morgun, en þá viðraði ágætlega til flugs á flesta áætlunarstaði Flug- leiða, fyrir utan ísafjörð og Þing- eyri. Vegna þessa fór allt áætlun- arflug úr skorðum og urðu því miklar seinkanir á flugi. Á sjöunda tímanum var veður á Vestfjörðum orðið skaplegt og fóru þrjár vélar til ísafjarðar með farþega sem áttu bókað flug með félaginu í fyrradag, en þeir farþegar sem áttu að fara í gær komust hins vegar ekki og áttu að athuga með flug í birtingu í morgun. Veðurspáin fyrir ferðalanga, sem hafa hugsað sér að dveljast hjá vinum og ættingjum yfir hátíðarnar er ekki eins og best verðu á kosið. Gert er ráð fyrir að í dag verði norðaustan stinningskaldi eða all- hvasst og éljagangur um Vestfirði og Norðurland vestra. Búast má við norðaustan stinningskalda og éljum allt austur á firði og á Austfjörðum verður norðaustan og norðan kaldi, snjó- eða slydduél, -ABÓ einkum á miðum. Fjöldi farþega beið í innanlandsafgreiðslu Flugleiða um hádegisbil í gær eftir að flugvélarnar sem vcðurtepptar urðu á Akurcyri skiluðu sér til Rey kja víkur og héldu á ný af stað til áfangastaðar. Tínuiniynd Pjetur Tæplega tvö þúsund háskólamenntaðir ríkisstarfsmenn hafa boðað verkfall 6. apríl án þess að hafa mótað launakröfur. Páll Halldórsson formaður BHMR: „Kjörin verði svipuð og í einkageiranum" „Tíu félög háskóiamenntaðra ríkisstarfsmanna hafa samþykkt aö ieggja niður vinnu, hafí samningar ekki tekist fyrir 6. apríl n.k.,“ sagði Páll Halidórsson formaður Bandaiags háskóiamanna í þjónustu ríkisins. Páll sagði að helstu kröfur vaeru þær sem BHIVfR hefði lengi sett á oddinn - að laun háskóiamenntaðra manna hjá ríkinu yrðu sambærileg þeim sem slíkir menn fá á almenna vinnumarkaðnum. Munurinn þarna á milli væri æði mikill þótt vissulega væru eitt og eitt dæmi um annað. Páll sagði að fulltrúar BHMR í samningaviðræðum við launancfnd ríkisins hefði óskað cftir því að þctta yrði grundvöllur viðræðna en himin og haf bæri í milli. Pað kom fram hjá Páli að ckki hefðu enn verið lagðar fram kröfur urn beinar launa- og taxtahækkanir, hcldur vildi BHMR ræða markaðsviðmið- anir, eins og hann orðaði það, cn ríkið byði hins vegar áframhald- andi kaupmátt fyrsta ársfjórðungs þessa árs. Pví væri í raun ckki komið að því að ræða launataxta. „Auðvitað hlýtur að koma að því þegar vinnu- stöðvunin nálgast og menn standa frammi fyrir því að þurfa að ganga frá samningi. Ég á því von á að alvöru samningaviðræður geti haf- ist fljótlega upp úr páskahelginni," sagði Páll. - Þegar gluggað er í fréttabréf kjararannsóknanefndar opinbcrra starfsmanna kemur í Ijós að vcru- legur munur er á mánaðarlaurium og meðalmánaðartekjum. Kennar- ar innan HÍK sem kenna í fram- haldsskólum hafa á mánuði að meðaltali 69.680 kr. í laun en meðalmánaðartekjur eru hins veg- ar 116.640 kr. Mismunurinn er 45.960. Mcðalmánaðarlaun náttúru- fræðinga eru 78.090 kr en meðal- mánaðartekjur eru hins vegar 112.740. Mismunur er 34.650. Sálfræðingar fá í meðaimánaðar- laun 80.999 en meðalmánaðartekj- urnar em 102.680. Mismunur er 21.681. Lögfræðingarnir hafa 76.200 á mánuði en tekjurnar eru 124.470 aðmeðaltali. Mismunurer 48.270. Eftir þessu að dæma sýnist að lögfræðingamir eigi auðveldast með að lyfta upp tekjum sínum með aukavinnu og næstir þcim komi framhaldsskólakennarar og þá vaknar sú spuming hvort taxtar séu ekki miðaðir við óeðlilega lítið vinnuframlag þegar mismunur taxta og tekna cr slíkur. Páll tók ckki undir það heldur sagði að þetta sýndi að yfirvinna væri gcgndarlaus og tekjumunur milli félaga innan BHMR stafaði fyrst og fremst af því hversu gott færi menn hefðu á að ná sér í yfirvinnu. - En er verið að feia laun manna bak við einhverja taxta sem alls ekki gefa rétta mynd af raunveru- legum tekjum manna? Páll sagði: „Við viljum fá launin gcgnum raunverulega taxta og ástæðurnar fyrir því eru margar en þessar helstar: í fyrsta lagi yrði kerfið gegnsætt og auðskiiið. í öðru lagi þá reiknuðust tekjurnar að mestu leyti til lífeyris, sem skiptir auðvit- að gríðarmiklu máli. Pað er því í okkar þágu að taka við greiðslum sem koma inn í Itfeyrisgreiðslu- kerfið,scmyfirvinnangerirekki.“ „Við erurn ekki búin að koma okkur niður á lokatölu í kröfugerð okkar því ætlunin var að láta hana mótast nokkuð af því sem ríkið kæmi með. Ríkiðhefurekki boðið neitt enn, svo endirinn verður líklega að við verðum að gera þetta ein. Ég vil hins vcgar kynna samn- ingsaðilanum okkar kröfur áður en þær komast í blöðin,“ sagði Wincie Jóhannsdóttir formaður HÍK. - Er þá engin kjarakrafa komin fram af ykkar hálfu sem t'orscnda verkfallsboðunarinnar 6. apríl n.k.? „Mcginkröfur okkar liggja fyrir og ég hélt að þær væru löngu Ijósar. í launalið þeirra förum við meðal annars fram á verulega hækkun launa þannig að taxtar hækki, mcnntun verði meira metin tii iauna og starfsaldurshækkanir fáist á skemmri tíma en nú, laun verði verðtryggð og vinnutími styttist.“ Wincie sagði að kennarar hefðu mctið það svo að santningaviðræð- ur ættu að ganga betur ef ekki væri komið til viðræðnanna með fast- neglda kaupkröfu, heldur reyndu samningsaðilar að nálgast hvor annan í grundvallaratriðum áður. Nú hafa tíu félög af 23 innan BHMR boðað verkfall þann 6. aprfl. Pessi tíu félög eru; Hið íslenska kennarafélag en á kjörskrá þess var 1.161 þegar greidd voru atkvæði um verkíails- boðunina, Félag háskólamennt- aðra hjúkrunarfræðinga með 127 á kjörskrá, Stéttarfélag lögfræöinga í rfkisþjónustu með 130 á kjörskrá, Féiag bókasafnsfræðinga með 70, Félag íslenskra fræða með 35, Félag tslcnskra náttúrufræðinga með 308, Félag íslenskra sjúkra- þjálfara með 29, Iðjuþjálfafélag íslands með 16, Matvæla- og nær- ingarfræðingafélag íslands með 36, og Sálfræðingafélag íslands mcð 54. Verði af verkfalli þann 6. apríl munu því tæplega tvö þúsund manns leggja niður vinnu og mun verða veruleg truflun á þjóðltfinu. Frant h a I dsskól a r n i r m u n u stöðvast, dómstólarnir verða ó- starfliæfir, veruleg röskun vcrður á starfi sjúkrahúsa og -stolnana, og söfnin verða að loka. Þá mun Veöurstofan verða óstarfhæf þar sem veðurfræðingar eru í Félagi (sl. náttúrufræðinga. Við það verða verulegar truflanir á samgöngum, einkum flugsamgöng- um. Páll sagðist ekki geta spáð neinti um hvort af verkfalli yrði né hversu langt þaö yrði. -sá

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.