Tíminn - 22.03.1989, Blaðsíða 7

Tíminn - 22.03.1989, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 22. mars 1989 Tíminn 7 Svavar Gestsson menntamálaráð- herra um kjötiðnað: Aðstaða til menntunar er engin Svavar Gestsson menntamála- ráðherra segir aðstöðu til menntunar í kjötiðnaði nánast enga hér á landi, en brýnt sé að koma henni upp. Fyrir liggi samn- ingur milli Kópavogsbæjar og menntamálaráðuneytisins um að komið verði upp kennsluaðstöðu í tengslum við M.K., fyrir ferða- þjónustugreinar, kjötvinnslu, matvælaiðnað, húshald og fleira. Verði ekki verulegum fjármun- um veitt til þessa verkefnis á fjárlögum 1990, sé ljóst að Al- þingi ætli sér ekki að standa við þennan samning. Þetta kom fram í svari mennta- málaráðherra við fyrirspurn Jóns Kristjánssonar þingmanns, hvernig unnið hefði verið að framkvæmd þingsályktunartil- lögu frá 1986 um stofnun mennta- stofnunar á sviði matvælaiðnað- ar, hótel-, veitinga-, og almennr- ar ferðamannaþjónustu. Davíð Aðalsteinsson fyrrverandi alþing- ismaður Vestlendinga flutti fyrir- spumina ásamt fleirum af þing- mönnum Framsóknarflokksins. í svari menntamálaráðherra kom fram að ekkert hefur verið unnið að framkvæmd þessa máls og hefur fyrst og fremst strandað á því að fjármunir hafa ekki verið veittir sérstaklega í þessu skyni. Jón Kristjánsson sagðist telja nauðsynlegt að Alþingi tæki af skarið í þessum málum, hvort sem það yrði með efndum samn- ingsins við Kópavogsbæ eða með nýtingu vannýtts húsnæðis í þessu skyni. -ÁG Framtíðarskipulag Laugardalsins í Rcykjavík. Örin bendir á húsdýragarðinn. Húsdýragaröur verður opnaður í Laugardal vorið 1990: Framkvæmdir hefjast í vor „Húsdýragarðurinn fellur inn í heildarskipulag Laugardals- ins og hann verður innan þess svæðis sem afmarkast af Múlavegi, Engjavegi og Holtavegi og verður hann umhverfis og austan við Hafrafell, fyrrverandi bústað Örlygs Sigurðs- sonar listmálara,“ sagði Reynir Vilhjálmsson landslagsarki- tekt. Reynir hefur unnið að skipulagi garðsins og kynnti tillögur sínar fyrir umhverfismálaráði borgarinnar ný- lega þar sem þær voru samþykktar samhljóða. Svæði það sem ætlað er garðinum er tæpir tveir hektarar að flatarmáli og verður lögð áhersla á að öll íslensk húsdýr verði þar til sýnis í sem eðlilegustu umhverfi húsdýra. Síðar er ætlunin að koma upp nokk- urs konar fræðslumiðstöð þar sem hægt verður að veita fræðslu og upplýsingar. Auk húsdýranna verða einnig ís- lensk spendýr, svo sem hreindýr, refir, minkar, mýs og selir. Byggð verða fjögur hús fyrir dýrin, hvert tæpir 200 fermetrar að grunnfleti. Þetta verða timburbygg- ingar á steyptum grunni sem auðvelt verður að breyta í samræmi við hugsanlega framtíðarþróun í starf- semi garðsins. Gripahúsin verða byggð umhverf- is lokað hlað, eins konar bæjarhlað. Þar verða ýmis dýr látin ganga frjáls um og fólk getur þar hitt þau augliti til auglitis, nálgast þau og klappað. Þar verður reiðgerði þar sem börn geta fengið að sitja hest. í útjaðri garðsins verða hólf fyrir refi og minka og fiskeldisker. Þá verður komið upp hólfum fyrir ali- fugla í trjágarðinum umhverfis Hafrafell. Reynir sagði að hann sjálfur og garðyrkjustjóri borgarinnar, Jóhann Pálsson hefðu skoðað húsdýragarða í bæði Kaupmannahöfn og Amster- dam og væri ætlunin að hafa garðinn í Laugardal með líku sniði og þá, þótt vitanlega verði áherslur allar íslenskar. Framkvæmdir við garðinn hefjast í vor og verður lokið við að steypa grunna húsanna og vinna alla jarð- vinnu fyrir næsta vetur. Garðurinn verður opnaður vorið 1990. -sá Leikfélag Hofsóss sýnir gamanleik: Leynimelur 13 er sýndur á Hofsósi Frá Emi Þórarinssyni, fréttaritara Tímans í Fljótum: Leikfélag Hofsóss sýnir um þessar mundir gamanleikinn „Leynimel 13“ eftir Þrídrang. Leikstjóri er Hilmir Jóhannesson á Sauðárkróki. Hann hefur áður stjórnað uppfærslum hjá Hofsósingum, síðast fyrir tveimur árum á „Þið munið hann Jörund.“ Leynimelur 13 er vel þekkt stykki hér á landi.en leikritið er fyrst og fremst gamanleikur. Segja má að það sé ekki illa til fundið hjá leikfé- laginu að taka slíkt verk til sýningar um þessar mundir sem e.t.v. nær að hrista hluta af óveðurs- og ófærðar- drunganum sem lagst hefur á Skag- firðinga síðustu vikur. Hlutverk í Leynimelnum eru 17 þar af eru börn í fjórum hlutverkum. Aðalhlutverk- ið, K.K. Madesen húseiganda, leik- ur Einar Einarsson. Aðrir leikarar sem með stór hlutverk fara eru Björn ívarsson, Fríða Eyjólfsdóttir, Svandís Ingimundardóttir og Gísli Einarsson. Leikritið hefur verið sýnt þrívegis í félagsheimilinu Höfðaborg á Hofsósi við ágætar undirtektir. Gert verður hlé á sýningum í páska- vikunni en síðan er fyrirhugað að hefja sýningar á ný og heimsækja þá jafnvel nágrannabyggðarlög. For- maður Leikfélags Hofsóss er Fríða Eyjólfsdóttir. Ríkisstjórnin um Háskólann á Akureyri: Sjávarútvegs- braut samþvkkt Síðastliðinn föstudag samþykkti ríkisstjórnin að frá og með næstu áramótum skuli hafín starfsemi sjávarútvegsbrautar við Háskólann á Akureyri. I samþykkt ríkisstjórnarinnar segir að menntamálaráðuneytið muni í samvinnu við fjármálaráðuneytið beita sér fyrir endurmati á þeim tillögum sem fyrir Iiggja um fjárframlög til brautarinnar. Endanlegar ákvarðanir verða því ekki teknar fyrr en með afgreiðslu fjárlaga fyrir árið 1990. Undirbúningur fyrir starfsemi brautarinnar hefur staðið í nokk- urn tíma en skýrslu um skipulag brautarinnar var skilað til mennta- málaráðuneytisins í nóvember s.l.. Þar er gert ráð fyrir að fjárframlög til brautarinnar verði á bilinu 45-50 milljónir króna. I samtali við Tímann sagði Har- aldur Bessason rektor Háskólans á Akureyri að hann fagnaði því mjög að þetta samþykki lægi fyrir. „Beiðni okkar um fjárframlög verður þó ekki afgreidd fyrr en við næstu fjárlög. Með tilkomu þessar- ar brautar er verið að stíga mjög stórt skref og ég geri ráð fyrir að við endurmat á tillögum um fjár- framlög, sem voru settar fram eftir rækilega athugun, verði haft sam- ráð við sambærilegar stofnanir í nágrannalöndunum sem hafa mikla reynslu á þessu sviði. Það er búið að vinna lengi að skipulagn- ingu þessarar námsbrautar og hug- myndin hefur frá upphafi verið sú að hún verði þungamiðja í há- skólanum hér á Akureyri. Ég lít ekki svo á að boðun um endurmat tillagnanna feli í sér höfnun, alls ekki.“ Haraldur sagði jafnframt að stofnkostnaður við deild af þessu tagi væri mikill. „Við höfum lagt áherslu á sparnað, t.d. hvað varðar húsnæði og við munum alls ekki fara þá leið að byggja dýrar bygg- ingar sem við ráðum ekki við, en það er ljóst að deildin þarf stórt húsnæði," sagði Haraldur. Eins og Tíminn hefur sagt frá hefur komið til tals að kaupa tilbúnar byggingar frá Noregi, e.k. „skúra“ sem innihalda fullkomið kennsluhúsnæði og rannsóknar- stofur. Haraldur sagði að enn hefði ekki verið tekin ákvörðun um kaup á slíku en slíkt húsnæði hefði reynst mjög vel fyrir starfsemi af þessu tagi. Ekki liggur fyrir hve margir nemendur verða teknir inn á ári, Haraldur Bessason, rektor en ljóst er að auk þess að hafa stúdentspróf verða umsækjendur að hafa „legið eitthvað í salti“, eins og Haraldur orðaði það, þ.e. hafa reynslu af störfum við sjávarútveg. SSH

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.