Tíminn - 04.04.1989, Qupperneq 6
6 Tíminn
Þriðjudagur 4. apríl 1989
Fyrri hluti K-byggingar opnaður:
Fyrri afangi K-byggingar Landspítalans var formlega
opnaður á föstudag. Um er að ræða tæplega 4/10 af allri
byggingunni. Þessi áfangi hefur náð til uppsteypu og lokunar
hússins, fullnaðar frágangs á rými geislameðferðareiningar á
neðstu hæð og einangrunar og grunnhitunar á annarri og
þriðju hæð. Á þessu ári verður svo hafíst handa við
bráðabirgða innréttingu fyrir rannsóknarstofur á þeim
hæðum. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvenær hafíst
verður handa við seinni hluta
Hlutverk K-byggingarinnar verð-
ur í framtíðinni að vera miðstöð
rannsókna, skurðlækninga, krabba-
meinslækninga, myndgreininga-
tækni, röntgenrannsókna, gjörgæslu
og annarrar hátækni læknisfræði.
Heildarkostnaður við fyrri áfanga
verður um 560 milljónir króna á
verðlagi í mars 1989. Par af má rekja
um 30 milljónir til þess að verkþættir
hafa verið færðir úr síðari í fyrri
áfanga. Kostnaður við fyrri áfanga
eins og hann var upphaflega skil-
greindur nemur því 530 milljónum.
Þetta er rúmum 50 milljónum króna,
eða 11%, umfram þá frumáætlun
um kostnað sem lögð var fyrir stjórn-
völd vegna ákvarðana um bygging-
una á árunum 1983-84.
Heildarkostnaðurinn skiptist
þannig að almennur kostnaður við
hönnun, stjórnun og eftirlit nemur
76 milljónum, byggingakostnaður
nemur 383 milljónum og kostnaður
við kaup tækja og búnaðar nemur
101 milljón króna.
byggingarinnar.
Línuhraðall
Sem fyrr segir er geislameðferðar-
eining K-byggingarinnar nú fullgerð
og er það merkur áfangi í sögu
krabbameinslækninga á íslandi.
Ákvörðun Lions-hreyfingarinnar
um fjársöfnun til kaupa á línuhraðli
til krabbameinslækninga átti mikinn
þátt í því að heilbrigðisyfirvöld
ákváðu að ráðist skyldi í fram-
kvæmdir við K-bygginguna. Til-
koma línuhraðalsins mun skila
geislameðferð gegn krabbameins-
sjúkdómum hérlendis í nútímalegt
horf. Þess má geta að tæki af þessu
tagi kostar um 45 milljónir króna á
núverandi gengi.
Við krabbamcinsmeðferð með
línuhraðli er rafeindum sem hraðað
er í rafsegulsviði ýmist skotið beint
á meðferðarsvæði í sjúklingnum eða
breytt í háorkuröntgengeislun þegar
slík geislun hentar betur vegna legu
æxlis djúpt í líkamanum.
Þessir kostir gefa m.a. tæknilega
möguleika á meðferð sem ekki hefur
verið unnt að sinna hérlendis. Má
Fjöldi gesta var við opnun K-byggingarinnar. F.v. Guðmundur Bjarnason, Guðrún Helgadóttir, Steingrímur
Hermannsson, Edda Guðmundsdóttir, Ragnhildur Helgadóttir og Guðmundur G. Þórarinsson.
Timamynd: Árni Bjarna
þar nefna geislun á allan líkamann
fyrir mergígræðslu. Einnig verður
nú unnt að veita meðferð, þar sem
geislun er gefin á miðtaugakerfi
ungra barna svo og aukna nákvæmni
og gæði geislameðferðar á brjóstvef
kvenna sem halda brjóstinu í fram-
haldi fleygskurðar. Einnig aukast
gæði meðferðar gegn krabbameins-
sjúkdómum í eitlum og nákvæmni
meðferðar krabbameinssjúkdóms í
þvagblöðru, blöðruhálskirtli og
brisi.
Stjórnkerfi línuhraðalsins er mjög
fullkomið. Það er að mestu leyti
tölvuvætt og er gert ráð fyrir því að
framhaldsþróun hugbúnaðar, bæði
hvað varðar stjórn tækisins svo og
meðferðarmöguleika línuhraðalsins
nýtist á komandi árum. SSH
Línuhraðallinn. Geislameðferðin er tölvuvædd og öryggistækni mjög
fullkomin. Þess má geta að armur tækisins vegur sex tonn.
Tímamynd: Árni Bjarna
| W.
Niöurstööur könnunar um störf og aöbúnaö kvenna:
Brauð, rósir og
spítalamórall
Niðurstöður könnunar senr gerð
var á vegum Jafnréttisnefndar
Reykjavíkurborgar, varðandi
stöðu og kjör kvenna, liggja nú
fyrir. Margt athyglisvcrt kom fram
í þessari könnun. Eins og til dæmis
það að mikiö er hægt að bæta
stöðuna án þess að einskorða sig
við launaumræðu. Einnig varáber-
andi „spítalamórall‘% eins og einn
nefndarmanna sagði, atlrar athygli
verður auk rnargra fleiri atriða.
Könnunin snérist um stöðu og
kjör kvenna sem starfa á vegum
borgarinnar. Meðal þess sem spurt
var um var vinnutími, aðbúnaður
og samskipti á vinnustað, launa-
kjör, félags- og fræðslustörf auk
stjómunarstarfaog stööuhækkana.
Úrtak könnunarinnar náði til
níu hundruð kvenna og svör bárust
frá um 75% þáttakenda.
Ýmislegt kom fram í þessari
könnun sem ekki er vitað til að hafi
fengist staðfest áður í öðrunr þeim
könnunum sem gerðar hafa verið,
í sama eða svipuðum tilgangi, hér
á landi.
Til dæmis má nefna að í fcbrúar
í fyrra voru yfir sextíu prósent
kvennanna með 35-55 þúsund
krónur f laun á mánuði. Miðað við
tiu til eliefu prósenta hækkun sem
varð á töxtum launa aðildarmanna
starfsmannafélags Reykjavtkur-
borgar að meðaltalí á síðasta ári,
má gera ráð fyrir að launin séu nú
frá 39-61 þúsund krónur. Tæpur
helmingur kvennanna eða 45% sjá
einar um tekjuöflun heimilisins.
Hlunnindi í starfi eru lítil og rýr.
Aðeins þriðjungur þátttakenda
taldi einhvcr hlunnindi fylgja starfi
sínu. Af þeím má helst nefna
sundlaugar- og strætisvagnamiða,
(organg að dagheimilum og niður-
greitt fæði.
40% telja aðbúnað á vinnustað
vera sæmilegan eða lélegan og var
aðallega kvartað uniían léiegri loft-
ræstingu. slæmri hvíidaraðstöðu og
tæknibúnaði. í því sambandi
nefndi Þórunn Gestsdöttirformaö-
ur Jafnréttisnefndarinnar „brauð
og rósir“. Það er að segja að þótt
brauðið eða launin væru auövitað
forgangsverkefni væri svo margt
annað sem kippa mætti í lag án
mikils tilkostnaðar hvað varðar
starfsaðstöðu eða rósirnar.
Starfsandi á vinnustöðum borg-
arinnar var einnig lalinn frekar
góður með einni áberandi undan-
tekningu þó. En það var á Borgar-
spítalanum sem konur í öllum'
starfsstéttum voru sammála því að
samskipti manna á rneðai væru
slæm. Ein þeirra lét eftirfarandi
athugasemd fylgja svörunt: „Ég
vikli að yfirmenn stærri stofnana
eins og Borgarspítalans heföu
meira samband við okkur sem
vinnum störfin." Nefndarmenn
töldu Borgarspítalann ckki vera
neitt einsdæmi hvað þetta varöar.
Þær minntust á svokallaðan „spít-
alamórai“ sem væri gegnumgang-
andi mjög áberandi ásjúkrahúsum
almennt.
Jafnréttisnefndin hefur í hyggju
aö fara ýtarlcga yfir skýrsluna og
semja að því loknu framkvæmda-
áætlun. Þeim tiimælum verðursíð-
an beint til viðkomandi yfirvaida
að úrbætur verði gerðar í samræmi
við áætlunina. jkb
Verður miðstöð
hátækniþjónustu
Heimild í fjárlögum þjóðgarðsins, annað árið í röð, til að kaupa Hótel Valhöll:
Þingvallanefnd undir-
býr tilboð í Valhöll
Lögmaður Þingvallanefndar, Jón-
as A. Aðalsteinsson, hrl., hefur
síðan í febrúar verið að kanna fyrir
hönd Þjóðgarðsins á Þingvöllum
grundvöll að hugsanlegum kaupum
á Hótel Valhöll á Þingvöllum. Fleiri
aðilar hafa auk þess unnið að úttekt
og undirbúningsþáttum til að hægt
verði að setjast niður og ræða við
eigendurna um verð og skilmála. Að
sögn Hjörleifs Guttormssonar, al-
þingismanns og eins nefndarmanna,
er málið á það miklu byrjunarstigi
að ekki hefur enn verið rætt um
verð. Hins vegar benti Hjörleifur á
að heimild væri fyrir hendi í fjárlög-
um 1989 til að kaupa hótelið og taka
til þess nauðsynleg lán.
Heimild þessi á fjárlögum var
einnig til staðar í fyrra og var einnig
farið af stað með athugun á hótel-
kaupum. Þá mun ekki hafa gengið
saman með eigendum og nefndar-
mönnum vegna tilboðs hinna síðar-
nefndu, sem tók mið af brunabóta-
mati húseignanna, um 70 millj.kr. á
þávirði.Nú hefur hins vegar forsvars-
maðureigendanna, Jón Ragnarsson,
veitingarmaður, látið að því liggja
að hótelið gæti verið til sölu ef
viðunandi tilboð fæst. „Er ekki allt
falt ef vel er boðið,“ sagði Jón, en
ítrekaði að vegna sögu staðarins og
staðsetningar væri kaupverðið mun
hærra en sem nemur mati á húseign-
um einum sér. „Viðskiptavild Hótel
Valhallar er mikil og tengsl okkar
eigendanna við staðinn eru sterk,
þannig að við munum ekki selja
nema gegn viðunandi verði.
Framkvæmdarstjóri Þingvalla-
nefndar og þjóðgarðsvörður, sr.
Heimir Steinsson, sagði að mál þetta
væri á forstigi og ekki hafi enn verið
ákveðið hvenær nefndin komi saman
til að ræða þessi mál formlega.
Sagðist hann telja að enginn sérstak-
ur hraði væri á þessu máli af hálfu
þjóðgarðsmanna. Nú mun vera farið
að styttast í vorfund nefndarinnar
þar sem búast má við að Valhallar-
málin verði m.a. rædd og verður
hann líkast til haldinn í næstu viku
eða vikunni þar á eftir. KB
Um 640 húðsjúkdóma>
læknar til Islands
Um 640húðsjúkdómalæknareru
væntanlegir til íslands þann 6.
apríl til ráðstefnuhalds í boði lyfja-
fyrirtækisins Gist-brocades. Ráð-
stefnan verður haldin á Hótel Sögu
og verður m.a. unnið að kynningu
á nýju lyfi Gist-brocades er hefur
áhrif á húðsjúkdómana Psoriasis
og Exemi.
Ráðstefnugestir koma frá Dan-
mörku, Svíþjóð, Noregi, Finn-
landi, Hollandi, Belgíu, Englandi,
írlandi, Austurríki og V-Þýska-
landi.