Tíminn - 04.04.1989, Side 12

Tíminn - 04.04.1989, Side 12
12 Tíminn FRÉTTAYFIRLIT WASHINGON -Hosni Mu- barak forseti Egyptalands hitti George Bush forseta Banda- ríkjanna aö máli og sagði nú væri betra tækifæri en nokkru sinni aö halda árangursríka ráðstefnu til að koma á friði í Miðausturlöndum. Fundurinn var sá fyrsti í viðræðum Bush við ráðamenn í Miðausturlönd- um sem hliðhollir eru Banda- ríkjamönnum, en Bush mun einnig ræða við Yitzhak Sham- ir forsætisráðherra Israels og Hussein konung Jórdaníu. BEIRÚT - Kristnir hermenn og sveitir múslíma sem njóta stuðnings Sýrlendinga börðust ■ af mikilli hörku nærri Beirút og eru íbúar Beirútborcjar nú búnir að þola hörð átök í þrjár vikur, samfleytt og búast við að hild- arleikurinn eigi enn eftir að versna. HAVANA - Mikhaíl Gorbat-, sjov leiðtogi Sovétríkjanna * sagði að Rómanska Amerika gæti átt frábæra framtíð, en hann er í heimsókn hjá Kastró á Kúbu. Talið er að Gorbatsjov setji vandamál Rómönsku Am- eríku á oddinn í viðræðunum við Kastró. SANTÍAGÓ - Formaður efnhagsnefndar ríkisstjórnar Augustos Pinochet í Chile sagði af sér. í kjölfarið leysti Pinochet upp átján manna ríkisstjórn sina. VARSJA - Lech Walesa sakaði stjórnvöld kommúnista um að reyna að skapa gervi- stjórnarandstöðu. Walesa er nú að búa sig undir lokaumferð viðræðna stjórnarandstöðunn- ar og stjórnvalda. TÚNIS - Stjórnarflokkurinn í Túnis vann öll sætin 141 á þingi landsins í kosningum sem fram fóru um helgina. Með því hurfu vonir frjálslyndr- arstjórnarandstöðunnar um að hafa áhrif á stjórn landsins og brjóta á bak aftur 30 ára ein- veldi stjórnarflokksins. Þriöjudagur 4. apríl 1989 ÚTLÖND Skæruliöar Swapo og suður-afrískir hermenn berjast á landamærum Namibíu og Angóla: Sjálfstæði Namibíu í hættu eftir blóðbað Þaö ætlar ekki að ganga andskotalaust fyrir íbúa Namibíu aö hljóta sjálfstæði sitt þrátt fyrir samninga þar um. Skömmu eftir að sjálfstæðisáætlun Sameinuðu þjóðanna tók gildi á laugardag brutust út blóðugustu bardagar sem skæruliðar Swapo og stjórnarher Suður-Afríku hafa háð þau tuttugu og þrjú ár sem borgarastyrjöld hefur verið í landinu. Að minnsta kosti hundrað og fjörutíu manns hafa fallið, flestir úr hópi skæruliða. Sjónarvottar sögðu í gær að lík liggi eins og hráviði við landamærin og að suður-afrískir hermenn ráðist á skæruliða með þungvopnuðum þyrlum, en skæruliðar verji sig með ioftvarnarskeytum. Eins og oft vill verða bendir hvor aðilinn á hinn sem sökudólg. Hér- aðslögregla hvítra manna í landa- mærahéruðum Namibíu og Angóla segja að þúsund vopnaðra skæruliða hafi komið yfir landamærin frá Ang- óla í trássi við friðasamkomulag Sameinuðu þjóðanna. Sam Nujoma leiðtogi Swapo- hreyfingarinnar segir hins vegar að lögregla og suður-afrískir hermenn hafi ráðist á liðsmenn Swapo fyrir það eitt að þeir gengu í bolum áletruðum slagorðum samtakanna. Hins vegar neitar hann ekki að liðsauki hafi borist frá Angóla eftir að átök brutust út í Namibíu. Sam Nujoma hefur lýst yfir vilja sínum til að binda enda á bardagana svo sjálfstæðisáætlun Sameinuðu þjóðanna renni ekki út í sandinn og Suður-Afríkumenn hætti við að fara frá landinu. - Við gætum stöðvað bardagana á á örfáum klukkustundum ef við gætum flogið með herforingja okkar á bardagasvæðin, sagði Nujoma við fréttamenn í gær. Pik Botha utanrfkisráðherra Suð- ur-Afríku krafðist þess í gær að Sameinuðu þjóðirnar fordæmi Swapo harðlega fyrir bardagana í Namibíu. Hann sagði að viðbrögð Suður-Afríkustjórnarr hafi einungis verið viðbrögð við innrás skæruliða Swapo og að áframhaldandi við- brögð Suður-Afríku myndu mótast af. viðbrögðum Sameinuðu þjóð- anna. Öfgafullir hægriþingmenn í Suð- ur-Afríku gengu mun lengra og segja að Suður-Afríka eigi óskorað- an rétt til yfirráða í Namibíu og að utanríkisráðherra og forsætisráð- herra Suður-Afríku eigi að víkja vegna linkindarinnar í Namibíu. > Perez de Cuellar aðalritari Sam- einuðu þjóðanna hefur farið fram á að Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna haldi fund í snatri og ræði málefni Namibíu og hvernig bregðast skuli við. Of fámennt friðargæslulið Sameinuðu þjóðanna varð að horfa upp á blóðuga bardaga á fyrsta degi starfs síns í Namibíu, en friður og sjálfstæði átti að vera í sjónmáli þar. Skæruliðar Swapo og suður-afrískir hermenn áttu í blóðugum átökum við landamærin að Angóla og þessir bresku friðargæsluliðar geta ekki annað en staðið ráðalausir hjá. Friðargæslulið Sameinuðu þjóð- anna kom til Namibíu í síðasta mánuði, en var alls ekki í stakk búið til að takast á við friðargæslu. Upp- haflegla áttu friðargæsluliðarnir að vera tæplega átta þúsund talsins og þótti mörgum það of fámennt lið. Hins vegar var liðið skorið niður vegna kostnaðar og eru rétt rúmlega fjögurþúsund hermenn á vegum Sameinuð þjóðanna í Namibíu til að tryggja framkvæmd friðarsamkomu- lags og sjálfstæðisáætlunar. BYLTINGARTIL RAUN Á HAITI Stjórnarbyltingar eru að verða þjóðaríþrótt á Haiti, en á sunnudag- inn var gerð tilraun til að velta Prosper Avril forseta landsins af stóli. Voru þar að verki leiðtogar svokallaðrar Hlébarðadeildar hersins. Avril, sem sjálfur komst til valda eftir hallarbyltingu, náði að standa af sér áhlaupið, en þrátt fyrir það ríkir mikil ólga á eynni. í gærkveldi bárust síðan fregnir af því að her- menn úr Hlébarðadeildinni hefðu lokað vegum til og frá flugvellinum í Petionville og hóti að leggja höfuð- borgina Port-au-Prince í rúst verði leiðtogum þeirra ekki sleppt úr haldi. Hlébarðahermenn kváðust hafa komið í flokkum að höfuðstöðvum ríkissjónvarpsins á Haiti og hótað að sprengja þær í loft upp. Þær stóðu þó enn er síðast fréttist. Sjónarvottar segja að stjórnarher- menn hafi komið að Petionville, en snúið frá er þeir sáu hvað Hlébarða- hermennirnir aðhöfðust. Skólar, verksmiðjur og verslanir í Port-au-Prince voru lokaðar í gær og íbúar Haiti héldu sig innandyra til að lenda ekki í hugsanlegum átökum milli stjórnarhermanna hliðhollum Avril forseta og Hlébarðahermanna. Ástæða valdaránstilraunarinnar á Haiti á sunnudaginn er talin nokkuð örugglega tengjast viðleitni Avrils til að koma í veg fyrir eiturlyfjasmygl, en undanfarin ár hefur Haiti verið ein helsta bækistöð eiturlyfjasmygl- ara sem smyglað hafa eitulyfjum til Bandaríkjanna. Háttsettir menn innan hersins hafa verið með puttana í smyglinu og á fimmtudaginn rak Avril fjóra liðsforingja Hlébarða- herdeildarinnar fyrir aðild að eitur- lyfjasmygli. Það voru einmitt þeir sem gerðu valdaránstilraunina. Þá hafði Avril komið á fót sérstakri stofnun sem rannsaka á eiturlyfja- stofnun innan hersins til að koma í veg fyrir eiturlyfjasmygl. Tilburðir Avrils gegn eiturlyfjum kemur þó ekki til vegna umhyggju hans fyrir ungmennum í Bandaríkj- unum sem verða fórnarlömb eitur- lyfjavofunnar, heldur er þetta eina leiðin til að hljóta fjárstuðning Bandaríkjastjórnar, en Haiti er fá- tækasta ríki Vesturálfu. Eins og áður sagði má fara að kalla byltingartilraunir þjóðaríþrótt á Haiti. Jean-Claude „Baby Doc“ fyrrum einræðisherra landsins var steypt af stóli í víðtækri byltingu árið 1986. í kjölfar hennar var sett á fót herforingjastjórn, þá tók lýðræðis- legakjörin stjórn við völdum eftir blóðuga kosningabaráttu, þá var gerð bylting af hernum síðastliðið vor og Avril komst til valda í bylt- ingu í septembermánuði. Lík fjörutíu fórnarlamba Strössners grafin upp Mannréttindasamtök í Parag- væ segjast hafa fundið jarðneskar leifar að minnsta kosti fjörutíu pólitískra andstæðinga harðstjór- ans Strössners í sérstökum graf- reiti. Er talið næsta víst að örygg- islögregla Stössners hafi komið fólkinu fyrir kattarnef, en sumir þeirra er borið hefur verið kennsl á voru sannanlega handteknir af lögreglu áður en þeir hurfu. Grafreiturinn fannst eftir vís- bendingu heimamanna í Colonia Esperanza og er talið að tveir lögregluforingjar í nágrenninu beri ábyrgð á morðunum á fólk- inu í grafreitnum. Strössner var steypt af stóli 3. febrúar síðastliðinn, en þá hafði hann ríkt með harðri hendi í Paragvæ í þrjátíu og fjögur ár. Táragasi beitt í Katmandu Lögreglan í Katmandu höfuðborg Nepals beitti táragasi gegn mót- mælagöngu nokkurra þúsunda námsmanna eftir að stjórnin hafði lokað nokkrum skólagörðum í borg- inni. Þá beitti lögreglan reyrstöfum á skrokk námsmannanna. Ríkisstjórnin ákvað að loka stúd- entagörðum Tribuvan háskólans og bað stúdenta um að yfirgefa gisti- heimili eftir væringar Nepala og Indverja að undanförnu. Stúdentarnir kölluðu slagorð gegn stjórnvöldum í Indlandi og gegn stjórnkerfinu í Nepal. Nepalar eiga nú í erfiðleikum vegna þess að Indverjar hafa sagt upp viðskiptasamningum ríkjanna og telja stjórnvöld í Nepal sig ekki hafa bolmagn til að reka stúdenta- garðana. Nú er mikill skortur á matvælum og eldsneyti í Nepal vegna aðgerða Indverja. Indverjar lokuðu öllum landamærastöðvum að Nepal nema tveimur eftir að samningarnir runnu út 23. mars. Indversk stjórnvöld saka stjórn- völd í Nepal um að hafa ekki sinnt nauðsynlegum undirbúningi til að endurnýja viðskiptasamningana og því þurfi að semja frá grunni. Nepalar vilja aðskilja viðskipta- samning ríkjanna þannig að við- skipti og flutningar afurða til og frá höfnum séu aðskildir, en nú eru þessir samningar í einum pakka. Vilja Nepalar fá ótímabundinn samning um vöruflutninga til og frá indverskum höfnum. Segja þeir slíkt rétt landluktra landa.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.