Tíminn - 04.04.1989, Síða 20

Tíminn - 04.04.1989, Síða 20
AUGLYSINGASIMAR: RÍKISSKIP NtrrÍMA FLUTNINGAR Hatnarhúsinu v/Tryggvogötu, S 28822 ^ffénnéleru^rf^ tftRflBRtfftMlflSKIPn SAMVINNUBANKANS SUÐURLANDSBRAUT 18, SlMI: 688S68 „LÍFSBJÖRG í ,e<ILAsfoö, NORÐURHÖRJM" Útvegsbankinn Seltj. Gíró-1990 ÞRÚSTIIR 685060 Gegn náttúruvernd á villigötum VANIR IVIENN Tíniiiiii ÞRIÐJUDAGUR 4. APRÍL 1989 Samningaviðræður ASl og VSÍ hlupu í hnút í gær. Guðmundur J. Guðmundsson telur hugsanlegt: 'i SAMNINGAÞÓF FRAM Á VORID „VSI hafnaði tillögu okkar Verkamannasambands- manna um skammtímasamning í 40 daga og tíminn yrði notaður til að koma saman langtímasamningi,“ sagði Guðmundur J. Guðmundsson. Guðmundur sagði að í tillögu þeirra hefði verið gert ráð fyrir einhverri kauphækkun, t.d. í krónutölu og verðstöðvun þessa 40 daga. skref til vaxtalækkunar. „VSÍ mcnn umpóluðust þegar þeir heyrðu minnst á verðstöðvun og sögðu að verðhækkanir hjá fyrirtækjum væru óhjákvæmilegar en skilgreindu það ekkert frekar," sagði Guðmundur. Guðmundur sagði að sér hefði komið nokkuð á óvart hversu lítið VSÍ menn vildu gera úr vaxta- lækkun að undanteknum fulltrúa Vinnumálasambands samvinnu- félaga. Ágreiningur varð í gær meðal Þá yrðu einnig tekin fyrstu samningamanna ASÍ um hug- mynd Guðmundar J. og félaga um 40 daga skammtímasamning en þó fór svo að ofan á varð að leggja hana fram á samningafundinum sem hófst kl. 14 í gærdag í húsa- kynnum ríkissáttasemjara. Guðmundur sagði Tímanum að samningaviðræður hefðu hingað til verið að mestu ófrjótt pex fram og til baka. Því hefðu þeir Verka- mannasambandsmenn viljað höggva á hnútinn með skamm- tímasamningi og menn settust síð- an niður og gerðu samning til langs tíma. Það hefði því komið á óvart að þessu hefði verið hafnað. VSÍ- menn hefðu hins vegar sagst vilja semja en fram hefði komið að þeir vildu ekki leggja spilin á borðið þegar ASÍ menn vildu vita hvað þeir vildu semja um. Guðmundur sagði að greinilegt væri að VSÍ vildi draga samninga- viðræður á langinn, trúlega næstu 40 daga. Svo virtist sem þeir vildu bíða eftir ákveðnum erfiðleikum hjá ríkisstjórninni. Einnig virtist sem þeir vildu freista þess að láta ríkisstjórnina greiða hugsanlegar kjarabætur með einum eða öðrum hætti. Það væri því ekki hátt risið á einkaframtakinu þessa stundina. -sá Guðmundur J. Guðmundsson. Páll Pétursson um væntanlegar heræfingar Bandaríkjahers hér á landi: Jón Baldvin á að neita þeim Páll Pétursson formaður þing- flokks framsóknarmanna óskaði eftir umræðum utan dagskrár í gær um væntanlegar heræfingar Banda- ríkjahers hér á landi í júní n.k. Þar skoraði hann á Jón Baldvin Hanni- balsson utanríkisráðherra að veita ekki leyfi fyrir umræddum her- æfingum. Sagði Páll meðal annars að sér skildist að hér væri um að ræða svo kallaða varaliðsæfingu, bandaríska heimilisfeður, sem ættu að skríða hér á fjórum fótum, í kringum sólstöður. „Ég fæ ekki séð að þessar æfingar komi til með að auki öryggi Islands og utanríkis- ráðherra ætti að taka á sig rögg og leyfa þær ekki,“ sagði Páll Péturs- son. í svari Jóns Baldvins kom fram að fyrst á sunnudag bárust honum fullnægjandi gögn til að taka ákvörðun um hvort leyfa ætti her- æfingarnar eða ekki. Hann sagði það sína skoðun að of seint væri að koma í veg fyrir þessar æfingar, en eftir væri að fjalla um málið í ríkisstjórninni. Páll Pétursson alþingsmaður. Umræður stóðu fram á nótt í gær og verður nánar fjallað um þær í Tímanum á morgun. - ÁG Könnun á vegum jafnréttisnefndar Reykjavíkurborgar: Einkaritararnir sjaldan í fangi forstjóra sinna? Athygli hefur vakið að töluverður fjöldi fóstra sem vinnur hjá borginni telur sig hafa orðið fyrir kynferðis- legri áreitni í starfi. Einnig er merki- legt að áreitnin eykst því ofar sem dregur í starfsstéttapýramídanum. Sem og að íslenskir einkaritarar virðast ekki oft lenda í fangi forstjór- ans. Á síðustu tímum hcfur mikið verið rætt um kynferðislega áreitni á vinnustað bæði hér heima og erlend- is. í könnun sem Hansína B. Einars- dóttir cand.mag. og Herdís D. Bald- vinsdóttir vinnusálfræðingur gerðu fyrir jafnréttisnefnd Reykjavíkur- borgar kom fram að tæplega 13% kvennanna sem tóku þátt í könnun- inni töldu að þær hefðu einhvern- tíma orðið fyrir kynferðislegri áreitni á vinnustað. Aðstandendur könnunarinnar tóku það þó fram að ekki þyrfti endilega að vera um núverandi vinnustaði kvennanna að ræða. I skýrslu unninni upp úr niður- stöðum könnunarinnar er konum sem vinna hjá borginni skipt upp í ellefu hópa. Óvíst er hvort þessi greininggefi tölfræðilega marktækar upplýsingar um hvern hóp fyrir sig. Einn þessara hópa eru fóstrur. Tí- unda hver fóstra segist hafa orðið fyrir kynferðislegri áreitni í starfi en í hvaða formi er ekki skilgreint nánar. Hverjir áreittu konurnar er ekki heldur tekið fram sérstaklega. En ólíklegt hlýtur að teljast að þar geti verið um að ræða samstarfs- menn því fóstrustéttin er svo til eingöngu skipuð konum. Áberandi var einnig að samkvæmt svörunum virtist tíðni kynferðislegr- ar áreitni aukast eftir því sem ofar dró í starfsstéttapýramídanum. En auk kvenna í verkakvennafélaginu Framsókn, töldu um 20% hálauna og háskólamenntaðra kvenna sig hafa orðið fyrir kynferðislegri áreitni á vinnustað. Aðstandendur könn- unarinnar bentu í því sambandi á hliðstæðar kannanir erlendis sem gefið hafa svipaðar niðurstöður varðandi hópa þolenda. Hugsanlega skýringu töldu þær vera þá að þátt- takendum var gefin frjáls skilgrein- ing áreitninnar og verið gæti að konur í fyrrgreindum hópum væru sér frekar meðvitaðar um málið en aðrar. Þá virðist skopmyndin af einkarit- aranum í fangi forstjórans ekki standast heldur. Því að kynferðis- lega áreitnin var augljóslega minnst hjá skrifstofukonum. En aðeins 2,6% þeirra svöruðu spurningunni játandi. Spurningar könnunarinnar voru margvíslegar. Athygli vakti að þess- ari spurningu svöruðu 95% þátttak- enda könnunarinnar þrátt fyrir að spurningum á undan og á eftir væri í mörgum tilvikum ekki svarað. Það hlýtur að benda til þess að konum þyki þetta atriði mikilvægt. Flestar kvennanna sem fyrir áreitninni höfðu orðið voru á aldrin- um 18-25 ára eða um 20%. Þó mátti finna konur allt að 74 ára sem einnig sögðust hafa orðið fyrir einhvers- konar áreitni. jkb

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.