Tíminn - 26.05.1989, Page 5

Tíminn - 26.05.1989, Page 5
Föstudagur 26. maí 1989 Tíminn 5 Stanley Pálsson, verkfræðingur: Milljarðar í viðgerðir á vinnusvikum og fúski „Það er margt sem getur farið úrskeiðis - þetta er bara gróf upptalning á því sem komið getur fyrir í flestum húsum. Einhverjir byggingargallar koma fram í nær öllum húsum,“ sagði Stanley Pálsson, verkfræðingur þegar Tíminn ræddi um „Vinnusvik og mistök“ (sjá dálk hér til hliðar). Þau dæmi nefndi Stanley um algeng vinnusvik og kæruleysi, í fyrirlestri sem hann hélt á endurmenntunar- námskeiði fyrir verk- og tæknifræðinga um „Eftirlit með mannvirkjagerð“ I Háskólanum nú í vor. Þótt öll séu dæmin alvarleg telur Stanley líklegt að fúsk og svik við jámalagnir og steypulögn sé það sem eigi eftir að kosta landsmenn hvað stærstar fúlgur í viðgerðar- kostnaði. T.d. getur kæruleysi, sem sparar járnamönnum óveru- legan tíma, síðar kostað húsbyggj- anda hundruð þúsunda eða millj- ónir í viðgerðakostnað. - Járnalögn sem liggur nálægt alveg úti í mótunum, vegna þess að allafjarlægðarklossavantaði. Múr- arameistarinn, sem hann fékk með sér á staðinn sagði: „Mikið er þetta undarlegt". Hvað?, spurði Stanley. „Þetta vora ekki venjulegir járna- menn sem gerðu þetta - heldur múrarar hjá mér sem unnu þetta sem sveinsstykki. Og prófnefndin kom síðan og tók þetta út og gaf þeim góða einkunn fyrir“. Stanley Pálsson verkfræðingur. útveggjum ryðgar. Járn sem er að gildleika á við fingur heldur áfram að þenjast út og getur orðið álíka og vatnsglas á skömmum tíma og sprengt alla steypu frá sér. Þá þarf að brjóta steypuna frá, fara alveg á bak við járain, hreinsa allt ryð af þeim og bera á þau sérstök grunn- efni, bera lím í sárið og steypa síðan í þetta aftur. Þetta er ofboðs- leg vinna. Svona viðgerðir munu kosta íslendinga milljarða á næstu árum og áratugum. Dýr spamaður Stanley nefndi Eiðisgranda- blokkir Byggungar sem nærtækt dæmi um fúsk og eftirlitsleysi sem var vægast sagt hæpinn spamaður. Lengi hefur verið deilt um það í hvað peningamir fóru hjá Byggung. Þorvaldur Mawby hafi í blaðaviðtali sagt að eftirliti hafi verið sleppt í spamaðarskyni. í þessum húsum lágu járain svo utarlega að vegfarendur gátu séð jámamunstrið í húsunum, enda byrjaði það fljótt að ryðga. En oft sjáist ryðið aftur á móti ekki fyrr en eftir 5-10 ár. Að sögn Stanleys verður viðgerðarkostnaður vegna þessa orðið langt, langt umfram það sem eftirlit hefði kostað - auk þess sem menn hefðu með eftirlits- mönnum fengið yfirlit yfir hve miklir peningar fóru í hvert ein- stakt verk fyrir sig. Ervonágóðu? Annað dæmi nefndi Stanley um mjög alvarleg (og makalaus) vinnusvik - uppslátt fyrir byggingu sem hann kom eitt sinn að í Kópavogi, þar sem jámagrindin lá Með sérstökum tækjum er hægt að finna út hvað jám eru djúpt í steypu og hvar þau eru. Stundum sagði Stanley að menn setji grennri jám en teikning fyrirskipar. „Óburðug" burðarsúla - Ég veit um nýlegt dæmi þar sem verið er að brjóta niður burð- arsúlu í húsi. í stað 8 jáma 25 mm vom aðeins tvö 25 mm jám og önnur tvö 16 mm og ekkert annað. Það vantaði því meira en helming af jámunum sem áttu að vera í súlunni. Að mati Stanleys ættu þeir sem ráðast í byggingarframkvæmdir helst að ráða eftirlitsmann fyrstan allra. - Menn sem leggja í stærri framkvæmdir - og átta sig á hvað þeir em að fara út í og þekkja inn á þennan fmmskóg gera það. Þ.e. fá sér trúnaðarmann sem skilur allar þessar gjaldskrár og samninga og sér hvort hönnun er hagkvæm eða óþarflega dýr. Milljóna „arkitektaleikir“ Stanley nefndi sem dæmi hús- byggjanda einn hér í Reykjavík. Sá byrjaði á að ráða sér góðan arkitekt sem hannaði fyrir hann gullfallegt hús - en „gleymdi" alveg að geta þess að það yrði geysilega dýrt í byggingu. Síðar kom Stanley inn f myndina. - Eftir að hafa skoðað teikning- una sagði ég við hann; þú getur sparað milljón hér og milljón þar með breytingu á þessu og hinu. Það var hægt að spara milljónir í byggingu þessa húss án þess að það liði nokkuð fyrir það. Sumt var bara svona leikur arkitektsins - allt til gamans en alger óþarfi. - Það þarf alltaf einhver að vera með hönnuðum - alltaf einhver sem er bara að tala um peninga, einhver sem passar budduna. Ann- ars getur þetta allt farið út í tóma vitleysu. Stanley segir það hins vegar vandamál, að reyndir eftirhtsmenn séu allt of fáir á lausu. Eftirht sé nefnilega ekki kennt í háskólum heldur verði einungis lært eftir háskóla - í löngum skóla reynsl- unnar. Áhuga verk- og tæknifræð- inga virðist þó ekki vanta ef marka má af því, að innritun á áðumefnt námskeið, sem ætlað var fyrir 24 menn, varð að loka þegar 52 voru komnir á Usta. Stanley hefur einnig rekið sig á þá merkilegu staðreynd að aragrúa bóka er hægt að fá um það hvemig eftirlitsmaður á að snúa sér í hlutunum þegar allt er komið í þras vegna galla og vandræða - en engar bækur um það hvemig hann á að standa að verki og gera til þess að allt sé í lagi. Hreinir svindlarar... Þótt eftiriit geti sparað mönnum mikla peninga og mikil vandræði þá kostar það lfka nokkuð - og hlutfallslega þeim mun meira sem framkvæmdin er minni. Eftirlit með einbýUshúsi gæti farið allt upp í 500 þús., sem mörgum þætti þeir kannski fá lítið fyrir. „Því ef eftir- litið heppnast vel þá sérð þú það ekki - þá er húsið bara í lagi eins og það átti alltaf að vera“. Af þessum sökum sagðist Stan- ley yfirleitt ekki ráðleggja mönnum að kaupa eftirlit með einbýlishús- um. Hvaða ráð gefur hann þeim þá? - Ég ræð fólki að leita ráða vina, kunningja og ættingja um það hvar góða menn er að finna. Þ.e. að láta góða iðnaðarmenn njóta þess að gott orð fer af þeim - því sem betur fer em til iðnaðarmenn sem passa sig og hugsa um gæðin og leggja ekki mannorð sitt að veði fyrir fúsk. - í stórhýsi með 15-20 smiðum er hins vegar reglan að þeir em allt frá ágætum smiðum upp í ómögu- lega. Þá þarf alltaf eftirUt. - Það em t.d. til smiðir sem taka að sér að slá upp fyrir einbýlishúsi. Þeir em kannski rétt byrjaðir þegar þeir koma með mæUnguna og svo kannski einhver 30% ofan á mæl- inguna fyrir allskonar tímavinnu- verk. Þessir menn em hreinlega að svindla. Það er mjög algengt að menn séu að skrifa endalausa reikninga sem fólk borgar og borgar. Þessa menn á að vera hægt að útiloka, því þetta á að berast manna á milli. Af „Hrauninu" í húsaviðgerðir Lengi hafa þó „kónar“ eins og Stanley ver hér að lýsa viljað loða við viðhalds- og viðgerðarvinnuna. - Það er rétt. Þetta var leiðinleg- ur bransi sem eftirsóttir menn komu sér undan. Það voro því ósjaldan menn sem ekki fengu nóg að gera í nýbyggingum sem fóm í viðhaldið - oft varasamir menn. Það var m.a.s. vinsælt héma áður fyrr hjá mönnum sem vom að koma af „Hrauninu“ og fengu enga vinnu, að setja smáauglýsingu í blað, leigja sér tæki hjá tækjaleigu og fara svo í viðhald. Það em margar sorgarsögur til af slíkum mönnum. Núna em hins vegar að koma alvömfyrirtæki sem vinna alveg að þessum viðhaldsverkefn- um. Þótt ekki sé farið út í eftirlit reyndra tæknimanna leggur Stan- ley áherslu á að allt eftirlit sé betra Vinnusvik og mistök Eftirtalin dæmi eru meðal þeirra sem Stanley Pálsson, verkfræðingur, rakti fyrir nemendum sínum sem algeng vinnusvik og kæruleysi sem viðgangast við húsbyggingar á íslandi. 1. Hreinsun á klöpp undir sökkla er mjög oft ábótavant. 2. Gæði klapparinnar undir sökklum em sjaldnast könnuð nægilega. Klöppin sem kom í ljós undir átta hæða háhýsi í Nýja miðbænum, reyndist vera aðeins 10-20 cm skel með 20-80 cm mjúku leirlagi undir. 3. Þjöppun fyllingar er nánast undantekningarlaust svikin. Ýmist er ekki notað nóg vatn eða lagþykktir em allt of miklar. Við þetta bætist að reynt er að nota óhæft fyllingarefni. 4. FrárennsUslagnir í grunni eru oft mjög kæruleysislega unnar. Þær em oft lekar, rangt staðsettar, með öfugum halla eða þær brotna undan óeðlilegu umferðarálagi á byggingartímanum. Það hefur þurft að grafa upp hundruð metra af brotnum frárennslislögnum. 5. Mjög algengt er að verktakar reyni að nota hefðbundið plast undir botnplötu, enda lítur það alveg eins út og þétta plastið sem á að nota, en er miklu ódýrara í innkaupum. 6. Þykkt á botnplötu er mjög oft svikin, enda sparar verktaki sér bæði tímafreka vinnu við jöfnun á grúsinni og oft einnig mikil steypukaup með svikunum. 7. Steypuþekja á jámum er sjaldnast í lagi, enda járnavinna oftast unnin í akkorði. Þar sem steypuþekja á jámum er ekki nægjanleg á útveggjum þá ryðga jámin og sprengja utan af sér steypuna. Það á örugglega eftir að eyða þúsundum milljóna í slíkar viðgerðir á næstu áratugum. 8. Mjög algeng vinnusvik em við lykkjubendingu í súlum og bitum og er þá króknum á lykkjunni sleppt. 9. Niðurlögn á steypu er oft ekki í lagi. Mjög algengt er að nota of mikið vatn í steypuna, láta bílana standa of lengi, láta líða of langt á milli bíla, hafa of mikla fallhæð á steypunni og titra hana ekki rétt. 10. Ef blanda á saman stáli með mismunandi styrkleika í sömu bygginguna þá er mikil hætta á viljandi eða óviljandi notkun á röngu stáli. 11. Fúavöm á timbri er mjög oft svikin, enda erfitt að sjá hvort timbur hafi verið tvímálað með litlausu fúavamarefni áður en það kom á byggingarstað. Eins er full ástæða til að vara sig á gagnfúavörðu timbri. 12. Einangmn útveggja með steinull, er verk sem krefst vandvirkni og samviskusemi. Sem dæmi hefur þurft að láta rífa niður slíka einangrun tvisvar í 3.600 fm verksmiðju. 13. Frágangur á rakasperram er mjög mismunahdi eftir þvf rakastigi sem halda á uppi í húsinu. Verktakar gera sér sjaldan grein fyrir þessu og hafa tilhneigingu til að einfalda sér þessa vinnu. 14. Frágangur á útloftun á þökum er mjög vandasamur og oft hafa verktakar tilhneigingu til að vanda sig ekki nóg. 15. Negling á þakpappa og þakstáli er oft langt frá því að vera í lagi. 16. Glerjun er mjög oft ábótavant. Verktakinn vill nota eigin aðferðir og fer ekki eftir verklýsingunni. 17. Rakamælingar á smíðatimbri, hleðslusteini, gólflögn og múr em oftast vanræktar af verktökum. Mjög algengt er að verktaki kaupi húsþurrt timbur í glugga- og veggjastoðir þótt verklýsing fyrirskipi greinilega notkun á ofnþurrkuðu timbri. Munur á verði er mikill, en það er munurinn á rakastiginu einnig. 18. Telji eftirlitsmaður ekki umferðir af málningu eða Iakki, sem verklýsing segir fyrir (t.d. 7 af glæm lakki á gólfkorki) þá er nokkuð öraggt að verktakinn málar þær ekki allar. 19. Það er jafn nauðsynlegt að þrýstiprófa frárennslislagnir og loftræstilagnir eins og vatnslagnir. Dæmi er til þess, að loftræstilagnir láku 30-35%, en þegar það uppgötvaðist var búið að ganga frá fölskum loftum neðan við lagnimar. 20. Verktaki gerir sér oft ekki grein fyrir hvað þrifnaður hefur mikið að segja. Mjög algengt er að þeir sleppi sprittþvotti á gleri fyrir kíttun og þrífi ekki nógu vel undir gólfflögn. 21. Oft vill verða misbrestur á að verktakar haldi steypu rakri jafnlengi og fyrirskipað er og sömuleiðis eru þeir ansi tregir til að halda gólfum rökum síðustu 24 tímana fyrir gólfflögn. 22. Þakpappi er látinn standa of lengi áður en þakstál er neglt á pappann. 23. Raki safnast í holrúm holplatna og þær eru ekki geymdar rétt á byggingarstað. 24. Veiktakar fá oft rangar upplýsingar um burðargetu stálstoða og telja þær stundum geta borið tvöfaldan þunga miðað við raunvemleikann. 25. Negling á trapitsustáli mistekst næstum alltaf. 26. Alls konar fragangsvinna við hljóðeinangrandi veggi er oft illa unnin. Jafnvel eiginkonan. en ekkert eftirlit. Aðeins það að einhver - t.d. eiginkona eða vinir - komi öðm hvom á byggingarstað og spyrji og skoði, jafnvel þótt viðkomandi hafi kannski ekki mik- ið vit á byggingum, hjálpar það allt, þótt reyndir menn séu vitan- lega bestir. „Menn þora ekki að framkvæma augljósustu glæpina þegar þeir vita aldei nema að þeir verði nappaðir." -HEI

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.