Tíminn - 26.05.1989, Page 13

Tíminn - 26.05.1989, Page 13
Föstudagur 26. maí 1989 Tíminn 13 ÚTLÖND Sprengingin mannskæða í orrustuskipinu lowa: Morð eða sjálfsvíg orsök sprengingar? Bandaríska vamarmálaráðuneyt- ið vildi í gær hvorki játa því né neita að orsakar sprengingarinnar í orr- ustuskipinu Iowa í síðasta mánuði mætti jafnvel rekja tií morðs eða Hæstaréttardómarinn sem dæmdi hinn 23 ára Barend Strydom til dauða sagði að hann hefði brosað og hlegið á meðan hann hljóp um götur Pretoríu og skaut sjö blökkumenn til bana af handahófí. Sagði dómar- inn að glæpur Strydoms væri alvar- legri en önnur hryðjuverk. Strydom brosti ekki aðeins þegar hann myrti blökkufólkið, heldur brosti hann sínu breiðasta þegar dómurinn var lesinn yfir honum í byggingu hæstaréttar í Pretoríu, sama stað og Nelson Mandela leið- togi blökkumanna í Suður-Afríku var dæmdur í ævilangt fangelsi fyrir 25 ámm. - Hann er verri en aðrir hryðju- verkamenn. Hann er brosandi reiðu- búinn til að skjóta saklaust fólk á meðan hann horfir í augun á því. Aðrir skilja eftir sprengjur, sagði sjálfsvígs sem tengdist uppgjöri tveggja sjóliða sem „átt hafi í sér- stöku sambandi“. Bandaríska sjónvarpsstöðin NBC skýrði frá því í fréttatíma sínum að Louis Harmas hæstaréttardómari um Strydom og vísaði til sprengjutil- ræða blökkumanna. Strydom er gallharður stuðnings- maður öfgafullrar hægrihreyfíngar hvítra manna í Suður-Afríku sem berst fyrir áframhaldandi forréttind- um og yfirráðum hvítra mann í Suður-Afríku og líta á blökkumenn sem réttlausa. Strydom sem myrti blökkukonu viku áður en hann skaut blökku- mennina átta í Pretoríu sagði að það hefði verið æfing fyrir seinni morðin. Strydom sagði einnig í vitnaleiðsl- unum að hann hefði drepið fólkið þar sem hann teldi að há fæðingar- tíðni hjá blökkumönnum ógnaði stöðu hinna hvítu Afríkana í Suður- Afríku. Strydom sagði einnig að Guð styddi hann og að hann myndi halda áfram morðum á blökku- mönnum ef hann hlyti frelsi að nýju. sérstök rannsóknarnefnd vamar- málaráðuneytisins sem kanni orsakir sprengingarinnar í Iowa sem kostaði 47 sjóliða lífið, hallist nú að því að sprengingin hafi verið undirbúin af mannavöldum og að um sjálfsvíg eða jafnvel morð hafí verið að ræða. NBC sjónvarpsstöðin segir að rannsóknarnefndin einbeiti sér nú að því að rannsaka náið samband Claytons Hartwigs, 24 ára sjóliða sem fórst í sprengingunni og félaga hans um borð í Iowa sem ekki fórst í sprengingunni. Félagi Hartwigs neitar staðfast- lega að eiga nokkra aðild að harm- leiknum, að sögn NBC. Hins vegar hefur NBC grafið upp að félagi Hartwigs eigi að erfa hann og fær því 100 þúsund dollara líftryggingu Hartwigs, reynist hann með hreinan skjöld. Samkvæmt heimildum NBC innan flotans hafði náið samband Hartwigs og félaga hans kólnað mjög fyrir sex mánuðum eða svo. NBC bætti því síðan við að félagi Hartwigs hefði staðfastlega neitað að þeir hafi átti í gagnkynhneigðu sambandi. Bretar í hreinsunum: Fjórum Tékkum vísað úr landi Þaö er greinilegt að Bretar standa í stórhreinsunum hvað erlenda njósnara varðar. í gær vísuðu þeir fjórum tékkneskum sendi- ráðsstarfsmönnum úr iandi fyrir „athæfi sem ekki sam- rýmist stöðu þeirra“ en það er alþjóðlegt rósamál yfír njósnir sendirráðsmanna sem njóta friðhelgi. Fá þeir hálfan mánuð til að hypja sig úr landi með sitt hafurtask. Pað er ekki nema vika síðan Bretar vísuðu ellefu sovéskum sendiráðsmönnum úr landi af sömu sökum. Viðbrögð Sovétmanna þá voru hörð, ellefu Bretum var vísað frá Sovétríkjunum og breskum stjómvöldum gert að fækka í starfs- liði sínu við sendiráð Bretlands í Sovétríkjunum um hundrað og fjörutíu manns. Bresk stjómvöld segja að brottvís- un Tékkanna eigi ekkert skylt við mál Sovétmannanna ellefu. Jan Fidler sendiherra Tékkó- slóvakíu f London var kallaður á fund utanríkisráðuneytisins breska og honum kynnt ákvörðun Breta um að vfsa mönnunum fjómm úr landi. Notuðu Bretar tækifærið og minntu Fidler á að í septembermánuði hefði honum verið tilkynnt að bresk stjómvöld myndu ekki sætta sig við „athæfí tékkneskra sendiráðsmanna sem ekki hæfði stöðu þeirra“. Þá höfðu Bretar vísað þremur Tékkum úr landi og Tékkar svarað með því að vísa tveimur Bretum úr landi. Ekki er ljóst hvort Bretar hafi komist að njósnum Tékkanna hjá tékkneska sendiráðsmanninum Vlastimil Ludwik sem var l.ritari tékkneska sendiráðsins í London, en Ludwig stakk af og bað um pólitískt hæli í Bretlandi. í Suður-Afríku, berst af alefli gegn því að blökkumenn hljóti aukin réttindi. Einn meðlimur hreyfingarinnar var í gær dæmdur til dauða fyrír fjöldamorð á blökkumönnum. Suður-Afríka: Hvítur öfgamaður dæmdur til dauða fyrir fjöldamorð Hvítur fyrrum lögreglumaður sem myrtí átta blökkumenn á götu í Pretoríu í Suður-Afríku í fyrrahaust var dæmdur tíl dauða í gær og skal hann hengdur. Frá Félagi eldri borgara Opið hús í Tónabæ á morgun laugardaginn 27. maí. Kl. 13.30: Frjálst spil og tafl. Kl. 15.00: Bingó. Spilaðar verða 12 umferðir. Aðalvinningar eru: Ferð fyrir tvo til Glasgow og vikudvöl í Ölfusborgum. Kl. 20.00: Lokaskemmtun, dans og skemmtiatriði. Meðal annars koma fram Árni Sighvatsson, kór Átthagafélags Strandamanna ásamt Gilsbræðr- um. Þrír kórar aldraðra syngja saman í Fella- og Hólakirkju, laugardaginn 27. maí kl. 15.00. Forstöðumaður óskast Dagvistun barna auglýsir stöðu forstöðumanns á dagheimilinu Laugaborg lausa til umsóknar. Staðan veitist frá 1. ágúst n.k. Umsóknarfrestur er til 15. júní. Fóstrumenntun áskilin. Upplýsingar veita framkvæmdastjóri og umsjón- arfóstrur í síma 27277. Umsóknareyðublöð liggja frammi á afgreiðslu Dagvistar barna, Hafnarhúsi við Tryggvagötu. >fv . Ke&^^r&W TÖLVUNOTENDUR Við í Prentsmiðjunni Eddu hönnum, setjum og prentum allar gerðir eyðublaða fyrir tölvuvinnslu. Smiðjuvegi 3, 200 Kópavogur. Sími 45000 t Útför Margrétar lllugadóttur Syðri Hömrum, Ásahreppl fer fram frá Kálfholtskirkju mánudaginn 29. mai kl. 2. Gísll Ástgeirsson

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.