Tíminn - 01.06.1989, Qupperneq 7
Fimmtudagur 1. júní 1989
Tíminn 7
Endurskoðuð aðalnámsskrá grunnskóla komi út:
Nemendur með mismikla
námsgetu saman í
Endurskoðuð aðalnámsskrá fyrir grunnskóla hefur verið
gefin út og kemur hún til framkvæmda í haust, að svo miklu
leyti sem unnt er og að fullu haustið 1990. Námsskráin
leysir af hólmi námsskrána sem tók gildi á árunum 1976 og
’77. Sú námsskrá átti að koma út endurskoðuð 1982, en þá
var ákveðið að hún héldi gildi sínu áfram óbreytt.
f nóvembersl. skipaði menntam-
álaráðherra samráðshóp sem starfa
átti með skólaþróunardeild og var
markmiðið að lagfæra þau drðg
sem gerð höfðu verið. í samráðs-
hópnum áttu sæti fulltrúar
kennara, skólastjóra og yfir-
kennara, foreldra, fræðslustjóra,
Kennaraháskóla íslands og Há-
skóla íslands. Hópurinn skilaði
tillögum sínum til ráðherra þann 6.
mars sl. og í apríl voru ný drög lögð
fram á Alþingi ásamt greinargerð.
í tilkynningu frá menntamála-
ráðuneytinu segir að við lokafrá-
gang bókarinnar hafi verið reynt
að taka tillit til athugasemda frá
mörgum aðilum og ná samkomu-
lagi um álitamál og ágreiningsefni
á þann veg að sem flestir geti sætt
sig við niðurstöðuna.
Samkomulag varð m.a. um að
líta á meginmarkmið, megininntak
og grundvallaratriði varðandi
kennslu, námsmat og aðstöðu sem
bindandi starfsramma, en aðra
þætti sem skýringar og ábendingar.
Samkomulag varð um að skilja
ekki að fræðslu og uppeldi heldur
fella bæði undir umfjöllun um
menntun. Þá var einnig samkomu-
lag um að skýra betur og leggja
áherslu á uppeldisskyldur og upp-
eldisrétt foreldra. Ekki þótti unnt
að draga mjög skarpar línur á
mörkum heimila og skóla. Að
samkomulagi varð einnig að setja
fram skýr tilmæli um að skipa
nemendum með mismikla náms-
getu saman í bekki, draga verulega
úr áherslu á samanburð við aðra
nemendur þegar árangur er metinn
og leggja þunga á þann tilgang
námsmats að vera leiðsögn og
örvun í námi. Mælt er með því að
hver skóli geri ítarlegar starfsáætl-
anir og skólanámsskrár. Þá varð að
lokum að samkomulagi að gera
skuli ráð fyrir undanþágum frá
skyldunámi t.d. af trúarlegum eða
siðfræðilegum forsendum í sam-
ræmi við uppeldisrétt foreldra.
Aðalnámsskrá er nánari útfærsla
á ákvæðum laga sem kveða á um
innra starf grunnskóla. Aðalnáms-
skráin 1989 skiptist í 19 kafla og
fjalla fyrstu fimm kaflamir m.a.
um hlutverk og meginmarkmið
gmnnskóla, almennt nám og
kennslu. í köflum 6 til 16 eru sett
fram markmið og megininntak
námsgreina og gefnar ábendingar
um skipulag náms og kennslu,
námsmat o.fl. Þrír síðustu kaflarn-
ir fjalla m.a. um ýmsa aðra náms-
þætti sem grunnskólum ber að
sinna, þó ekki sé um hefðbundnar
námsgreinar að ræða. Þá er gerð
AÐALNAMSKRA
GRUNIVSKOLA
grein fyrir samvinnu heimila og
skóla, samstarfi innan skóla, hlut-
verki skólastjórnenda og kennara
og að lokum er fjallað um þann
tíma sem skólar hafa til ráðstöfun-
ar og nýtingu hans.
Aðalnámsskránni er dreift til
mjög margra aðila m.a. til allra
grunnskóla og fær hver starfandi
kennari eintak auk stofnana og
einstaklinga sem vinna að skóla-
málum. Haldið verður uppi kynn-
ingu meðal kennara og foreldra og
er hafinn undirbúningur að útgáfu
kynningarbæklings handa foreldr-
um og útgáfu upplýsinga - og
leiðbeiningarrita handa starfsfólki
skóla. - ABÓ
ÖKUMADUR missti stjórn á bifreið sinni á Skothúsvegi um fímm leytið í fyrradag með þeim
afleiðingum að bíllinn steyptist í Tjörnina.
Ökumaðurinn, sem er kona, mun hafa tekið bifreiðina í leyfisleysi frá bróður sínum og keyrt af stað
með fyrrgreindum afleiðingum.
Hún slapp með engin meiðsl og bifreiðin er lítið skemmd. - gs
Tímamynd:Pjetur
VOR "89
ABURÐAR-
DREIFARAR
VICON áburðardreifari fyrir tilbú-
inn áburð. Vicon tryggir nákvæma
dreifingu og sparnað í áburðarkaup-
um.
Þrjár stærðir
PS-303, 275 lítra kr. 44.000,-
PS-503, 500 lítra kr. 64.000,-
PS-753, 750 lítra kr. 69.800,-
Hafið samband við sölumenn
okkar eða umboðsmenn
G/obus?
Lágmúla 5 Reykjavík Sími 681555