Tíminn - 01.06.1989, Side 15
Fimmtudagur 1. júní 1989
'minn 15
llllllllllllll MINNING
Oddur Búason
bifreiöarstjóri, Borgarnesi
Þann 23. maí s.l. lést á sjúkrahús-
inu á Akranesi Oddur Búason leigu-
bifreiðarstjóri, Borgarnesi.
Oddur var fæddur þann 26. apríl
1903, að Ballará á Skarðsströnd.
Foreldrar hans voru hjónin Búi
Oddsson og Elínbjörg Jónasdóttir,
sem þá voru heimilisföst að Ballará.
Síðan skildu leiðir þeirra hjóna.
Elínbjörg fluttist með Odd son sinn
að Skarði á Skarðsströnd. Þar ólst
Oddur upp að mestu undir verndar-
væng móður sinnar.
Oddur lærði smíðavinnu á ungl-
ingsárum sínum. Rúmlega tvítugur
fluttist hann í Borgames. Þar var
hans heimili upp frá því, til hinstu
stundar.
Meðal starfa sem Oddur stundaði
í Borgamesi á fyrri ámm sínum þar
var smíði. Hann vann hjá Trésmiðju
Borgarfjarðar hf. er bygging barna-
og unglingaskóla Borgarness var í
framkvæmd. Sú bygging er ennþá
vemlegur hluti af núverandi skóla-
húsi í Borgamesi. Meðal annarra sá
Oddur um innréttindu í skólahúsinu
þá.
Aðalatvinna Odds var bifreiða-
akstur. Fyrst á vöruflutningabifreið-
um, sem Arnbergur Stefánsson gerði
út. Síðar eignaðist Oddur fólksflutn-
ingabifreiðar og eftir það rak hann
leigubifreiðaakstur svo lengi sem
starfsorka hans og aldur leyfðu.
Oddur Búason var þekktur sem
snilldarleigubílstjóri langt út fyrir
sitt heimahérað. Snyrtimennska ein-
kenndist á öllu útliti bifreiða hans og
alltaf vom þær í lagi. Svo vel var
honum treyst sem ökumanni, að
þegar embættismenn í Borgarnesi
notuðu leigubifreiðar, svo sem lækn-
arnir Ingólfur Gíslason, Eggert Ein-
arsson eða Jón Steingrímsson sýslu-
maður, var Oddur Búason alltaf í
keyrslu hjá þeim, eins og hann væri
þeirra fasti bifreiðarstjóri. Af öllum
er til hans þekktu var honum svo vel
treyst til starfa, ekki bara í leigu-
akstri, heldur og til annarra þeirra
starfa, er hann vann að. Snyrti-
mennska, vandvirkni og stundvísi
einkenndi alla hans framkvæmd.
Oddur var virkur í félagsmálum.
Hann var einn af stofnendum Verka-
lýðsfélags Borgamess og virkur þátt-
takandi í félaginu á fyrstu árum
þess. Hann var einnig einn af fyrstu
félögum Rotaryklúbbs Borgarness.
Og nú er hann lést var hann einn af
heiðursfélögum klúbbsins. Þá var
hann einnig í hópi þeirra er stofnuðu
Framsóknarfélag Mýrasýslu og starf-
aði þar alla tíð.
Oddur var einn af þessum sérstak-
lega skemmtilegu og áhugasömu
samherjum í stjórnmálaþátttöku
minni, þó margir fleiri séu, sem ég
minnist með sérstöku þakklæti og
ánægju. Mér eru minnisstæðar Al-
þingiskosningarnar á Jónsmessu 24.
júní 1956. Þegar búið var að telja öll
atkvæði í Mýrasýslu nema utankjör-
fundaratkvæði, rúmlega eitt
hundrað, var ég með 31 atkvæði
færra en frambjóðandi Sjálfstæðis-
flokksins. Á meðan talning utan-
kjörfundaratkvæða fór fram reyndist
biðin löng og erfið. Ég minnist þess
ennþá er ég leit út um stofugluggann
í íbúð minni á Þórólfsgötu í Borgar-
nesi og horfði á fólkið streyma frá
samkomuhúsinu þar sem talið var.
Ég reyndi að lesa út úr gönguhraða
þess, hvort þar mætti ráða fréttir.
Allt í einu heyrði ég hratt hlaupið
í stigann að íbúð minni og Oddur
Búason opnar stofuhurðina hvatlega
og snarast inn með þessum orðum:
„Ég gat ekki beðið lengur með að
óska nýkjömum þingmanni Mýra-
manna til hamingju með sigurinn."
Ég kveð nú í hinsta sinn þann
besta fréttagest sem nokkm sinni
hefur á mitt heimili komið. Þess
vegna kveð ég vin minn Odd Búason
í hinsta sinn með sérstöku þakklæti.
Oddur Búason kvæntist 18. októ-
ber 1930 Guðrúnu Daníelsdóttur,
sem komin er af þekktum borgfirsk-
um ættum, enda mikil sómakona.
Einn son áttu þau, Daníel, sem
veitir forstöðu umboði Samvinnu-
trygginga í Borgamesi. Hann er
giftur Olöfu ísleifsdóttur og eiga þau
eina dóttur, Guðrúnu.
Síðustu ár Odds Búasonar var
heilsa hans þrotin, enda var starfs-
dagur hans þá liðinn svo hvíldin var
honum og hans nánustu kærkomin.
Ég færi frú Guðrúnu, Daníel syni
þeirra Odds og Guðrúnar og fjöl-
skyldu hans innilegar samúðar- og
þakkarkveðjur frá okkur Margréti.
Halldór E. Sigurðsson.
' lllllllllllllllllllillllllll BÓKMENNTIR
Deilurit um réttarfar
og stjórnendur
Að gefnu tilefni - deilurit nefnist
bók eftir Þorgeir Þorgeirsson, sem
út kom í fyrra og er uppseld. Nú er
komin önnur útgáfa og einhver ein-
tök munu enn á boðstólum.
Bókin fjallar um réttarfar, valda-
stóla og stjórnendur okkar í víðasta
skilningi. Frá sjónarhóli almennra
mannréttinda vekur hún spurningar
sem margoft eru fremur óþægilegar
- einkanlega fyrir þá sem með völdin
fara. Er málfrelsi virt hér? Býr hinn
almenni þegn við réttaröryggi?
Njóta dómstólarnir þeirrar almennu
virðingar sem þeim er nauðsynleg?
Hversvegna ekki? Eru daglega fram-
in hér mannréttindabrot sem fara
hljótt og fáir dirfast að nefna? Hver
er virðing stjórnmálamanna sem
þjarka um krónur og aura á meðan
grundvöllur samfélagsins er að
molna?
Fyrsta útgáfa bókarinnar kom á
markað fyrir 8 mánuðum og var lítill
gaumur gefinn af fjölmiðlum. Samt
er hún nú uppseld fyrir löngu og
fengu færri en vildu. Er það mál
dómbærra manna sem lesið hafa
þessa bók að hún sé að öllum
líkindum komin til að vera um sinn.
Enda hreyft í henni mörgum hug-
myndum sem hljóta bráðlega að
verða til gaumgæfilegrar umræðu, ef
fólki á að verða líft hér í fyrirsjáan-
legri framtíð.
Tilefni bókarinnar var upphaflega
Þorgeir Þorgeirsson.
það að ríkissaksóknari hóf mál á
höfundinn fyrir skrif hans um lög-
regluna. Það mál er smávægilegt í
margra augum og myndi vart þykja
umtalsvert ef Þorgeir hefði ekki
kosið að láta reyna á vinnubrögð
réttvísinnar sem virðist hafa kolfallið
á prófinu, því við blasir hrollvekja
sem höfundinum þó auðnast að
segja frá með undraverðri gaman-
semi ogskilningi sem hverjum manni
er hollt að kynnast. En Þorgeiri er
það einkar lagið að skemmta um
hin óskemmtilegustu efni - svo sem
kunnugt er.
Hin nýja útgáfa bókarinnar er 233
blaðsíður að stærð og kostar kr.
1750,- í bókaverslunum en kr. 1250,-
hjá forlaginu Leshúsi að viðbættu
póstkröfugjaldi.
Alexander Stefánsson
alþlngismaður
Vesturlandskjördæmi
Alexander Stefánsson, alþingismaður verður til viðtals og ræðir
þingmál og stjórnmálaviðhorfið, á eftirtöldum stöðum sem hér segir.
Saurbæ, fimmtudaginn 1. júní kl. 16.00
Búðardal, fimmtudaginn 1. júnf kl. 20.30
Reykholt, föstudaginn 2. júní kl. 14.00
Hvanneyri, föstudaginn 2. júní kl. 17.00
Hlöðum, Hvalfjarðarströnd, laugardaginn 3. júní kl. 14.00
Borgarnes, mánudaginn 5. júní kl. 20.30
Akranes, þriðjudaginn 6. júní kl. 20.30
Tímasetning og húsnæði auglýst jafnóðum.
Landsstjórn og
framkvæmdastjórn LFK
Aðal- og varamenn eru boðaðir til fundar að Nóatúni 21, laugardag-
inn 3. júní kl. 10-16.
Dagskrá: Undirbúningur landsþings.
A. Málefni.
B. Framkvæmd.
C. Önnur mál.
Áríðandi er að tilkynna þátttöku í síma 91-24480.
Ath. breyttan fundardag.
Stjórnin.
m
Sumartími:
Skrifstofa Framsóknarflokksins, að Nóatúni 21 í Reykjavík, verðurfrá
og með 1. júní n.k. opin alla virka daga frá kl. 8.00-16.00.
Framsóknarflokkurinn.
Konur í Strandasýslu
Rabbfundur um þjóðmál o.fl. verður haldinn
fimmtudaginn 1. júní kl. 20.30.
Upplýsingar gefur Hafdís Sturlaugsdóttir í síma
3393.
Gestur fundarins verður Unnur Stefánsdóttir
formaður Landssambands framsóknarkvenna.
Mætið allar í vorspjallið.
Stjórn L.F.K.
Flag í fóstur
SUF hefur ákveðið að efna til gróðursetningar-
ferðar í Galtalæk, laugardaginn 10. júní 1989.
Tekinn verður upp þráðurinn frá fyrra ári og haldið
áfram uppgræðslu á því landsvæði sem SUF
hefur tekið í fóstur.
Nánar auglýst síðar.
Framkvæmdastjórn SUF.
Stjórnarfundur SUF
Stjórnarfundur Sambands ungra framsóknar-
manna verður haldinn í Nóatúni 21, föstudaginn
9. júní 1989, og hefst kl. 17:30.
Framkvæmdastjórn SUF
Reykjanes
Skrifstofa Kjördæmissambandsins~að Hámraborg 5, Kópavogi er
opin á mánudögum og miðvikudögum kl. 17 til 19. Sími 43222.
K.F.R. ,
Framsóknarmenn Siglufirði
Munið hádegisfund á Hótel Höfn föstudaginn 2. júní.