Tíminn - 10.06.1989, Side 8
HELGIN
Laugardagur 10. júní 1989
GETTU NÚ
Myndin í getrauninni fyrir
viku var úr Hljóðaklettum í
Þingeyjarsýslu, ekki langt
frá Asbyrgi.
En nú er það gamalkunn-
ur áningarstaður vegfar-
enda, sem um er spurt. Þar
er landslag fagurt og hefur
kunnur dægurlagahöfund-
ur helgað staðnum sérstak-
an vals.
TÍMANS RÁS
Atli
Magnússon:
Að
Ferlegir atburðir síðustu daga í
Peking hafa minnt á að flest er á
hverfanda hveli í heiminum nú unt
stundir. Bendir sitthvað til þess að
sú heimsmynd sem þeir cr nú eru
af æskuskeiði hafa þekkt og talið
nokkuð vel mótaða verði alls úrelt
fyrr en varir. Meðan Ráðstjórninni
hefur tekist að gera ímynd sína
stórum þekkilegri en var fyrir til-
verknað opnunarstefnunnar, turn-
ast holdrosinn á hami kínverska
drekans út í einu vetfangi: Notaleg
mynd sú sem menn höfðu af bros-
leitu fólki á reiðhjólum, sem af
myndum að dæma virtist helst hafa
það fyrir stafni að framleiða
sjónvörp, heyrir gærdeginum til.
Leiðtogar Kínverja mega nú reyna
hve satt það var sem vitringur
þeirra Lao Tse sagði: Að stjórna
víðlendu ríki er eins og að sjóða
litla fiska í stórum potti.
Vangaveltur um atburðina í
Kína hljóta þó að verða til þess að
bestu stjórnmálaspekingar finna
vanmátt sinn, svo óyfirskyggnan-
legrar stærðar sem land og þjóð er
þar syðra. Sem vænta má meta
margir atburðina sem afleiðingar
hins kommúníska stjórnarfars
landsins, en því skal haldið opnu
hér að eitthvað áþekkt hefði getað
gerst í landinu, hvert svo sem
stjórnarfarið hefði verið. Pað er
ofmat á pólitískri teoríu, sem ekki
hefur verið í brúkinu nemafjörutíu
ár, að hún hefði náð að beisla til
fullnustu það afl sem hin forna
þjóð Kína er. Sá sem ætlar að
stjórna í Kína er í áþekkri aðstöðu
og Ahab skipstjóri utan á hval-
skrokkinum, þegar ferlíkið bærir á
sér, og einmitt í þá veru voru fræg
orð Churchills eftir síðustu
styrjöld: „Kína er sofandi risi -
„Kína er sofandi risi, Guð hjálpi oss þegar hann vaknar,“ sagði Churchill. Sama mega leiðtogar Kínverja segja nú.
Guð hjálpi oss þegar hann
vaknar.“
Sjálfsagt munu einhverjir segja
að nú séu aðstæður mjög breyttar
og að Kínverjar nútímans séu
orðnir tæknivædd þjóð og liafi
tileinkað sér hugmyndir ólíkar
feðrum sínum. En að hve miklu
leyti er þetta rétt? Það kann að
virðast svo í stærstu borgum og
helstu iðnhéruðum - en það er nú
öldungis ekki allt Kína. Kínverjar
eru gamalvanir borgarastyrjöldum
og flokkadráttum voldugra her-
manna, sem sannarlega hafa ekki
ætíð verið neinir menntamenn.
Einmitt nú er líka spurt hve hollur
herinn reynist stjórnvöldunum -
og ekki bara í Peking og þar um
kring. Þess skal einlæglega beðið
að til slíks komi ekki, því ef að
vanda lætur yrðu umbótavonir al-
mennings það sem dýpst af öllu
væri í jörð grafið er slíkar hamfarir
yrðu til lykta leiddar. Annars verð-
ur að viðurkenna að frelsis og
umbótakröfur stúdentanna á Torgi
hins himneska friðar virtust ekki
mjög skýrt mótaðar - eða þá að
stúdentunum hefur ekki tekist að
koma þeim nægilega vel til skila til
umheimsins. Helst var að sjá að
þeir treystu á „sína menn“ í valda-
kerfinu til þess að gera eitthvað
sem væri það „rétta“. Kannske
hefði slík lausn getað afstýrt harm-
leiknum í Peking. Hver veit.
En lítið stoðar að segja „ef“ að
óhöppunum orðnum. Taugaveikl-
aðir og cinstrengingslegir menn
gripu til sinna ráða, ákveðnir í að
segja með Strössner karlinum í
Paraguay: „Vér stjórnum svo sem
vér höfum stjórnað og munum
stjórna...“ Það skyldi nú vera að
veldisstóll þeirra stæði á litlu
traustari fótum en vargs þeirra í
Suður-Ameríku.
sjóða litla fiska