Tíminn - 16.06.1989, Page 11

Tíminn - 16.06.1989, Page 11
10 T,íminn Föstudagur 16. júní l^ö9 Föstudagur 16. júní 1989 . tíhVihn Í1 Svo virðist sem kominn sé fram nýr tónn í afstöðu Alþjóða hvalveiðiráðsins gagnvart málstað fslendinga í hvalamál- inu svokallaða. Eftir að samstaða náðist á ársfundi Alþjóðahvalveiðiráðsins um ályktunartillögu varðandi hvalveiðar ís- lendinga í vísindaskyni segist Halldór Ásgrímsson sjávarútvegsráðherra vera bjartsýnni en nokkru sinni fyrr hvað varðar stöðu íslendinga og segist jafn- framt vera bjartsýnn á að hvalveiðar í atvinnuskyni geti hafist að nýju árið 1991. Á fundi með blaðamönnum í gær kom einnig fram í máli ráðherrans að sam- þykkt tillögunnar feli í sér samstarfsvilja annarra þjóða hvað varðar stefnu íslend- inga. Sjávarútvegsráðherra sagði einnig að stefna íslendinga væri enn sú að nýta hvalastofnana og stefnt verði aö því að hefja hvalveiðar í atvinnuskyni að nýju. Slík ákvörðun verði þó tekin með tilliti til niðurstaðna vísindarannsókna á stærð hvalastofnanna. Hvalveiðar á ný 1991? í ár lýkur veiðum samkvæmt rannsókn- aráætlun varðandi hvalveiðar í vísinda- skyni og er ráðgert að veiða 68 langreyðar sem er sami fjöldi og í fyrra. í upphafi fundar hvalveiðiráðsins lýsti Halldór Ás- grímsson því yfir að íslendingar myndu ekki veiða hvali í vísindaskyni á árinu 1990 og að frekari ákvarðanir biðu niður- stöðu heildarúttektar á hvalastofnunum sem á að vera lokið fyrir næsta ársfund hvalveiðiráðsins sem verður í júní eða júlí á næsta ári. Sjávarútvegsráðherra sagði á fyrr- nefndum blaðamannafundi að hann teldi ekki miklar líkur á að endanlegar niður- stöður fáist á næsta ársfundi en vænti þó þess að á fundi hvalveiðiráðsins sem haldinn verður í maí 1991 í Reykavík ráðist framtíð hvalveiða íslendinga í atvinnuskyni. Ályktunartillagan Að ályktunartillögunni sem olli þessum umskiptum í stöðu fslendinga stóðu ell- efu þjóðir, þar á meðal Vestur-Þýska- land, Bandaríkin, Sviss og Svíþjóð sem hingað til hafa gagnrýnt harðlega hval- veiðar íslendinga í vísindaskyni. Við undirbúning ályktunarinnar var haft samráð við íslendinga og var hún sam- þykkt samhljóða. f ályktuninni kemurfram meðal annars að ísland hafi staðið við fyrirheit um að ieggja fram sérstaka skýrslu um niður- stöðu veiðanna 1988 og að gerðar hafi verið ýmsar endurbætur á rannsóknar- áætluninni. Einnig er þess getið að hvala- talningar íslendinga hafi verið mikilvægt framlag til vitneskju um hvalastofna í Norður-Atlantshafi og að rannsóknir ís- lendinga hafi verið framkvæmdar af vís- indalegri nákvæmni. Þá segir einnig að íslenska sendinefndin hafi lýst því yfir að fallið verði frá veiði á tíu sandreyðum sem fyrirhuguð var í sumar. í tillögunni er mælst til þess að ísland endurskoði fjölda veiddra langreyða í sumar en upphaflega áætlunin gerir ráð fyrr töku 80 dýra. Sendinefnd íslands ákvað að verða við þessum tilmælum og lýsti því yfir að veiddar yrðu allt að 68 langreyðar. Lýstu Bandaríkjamenn yfir sérstakri ánægju með skjót viðbrögð íslendinga við ályktuninni og ákvörðun um fækkun veiddra dýra og töldu þeir mikils að vænta af niðurstöðum rannsóknanna. Á fundinum bauð talsmaður íslensku sendinefnarinnar að aðalfundur ráðsins árið 1991 yrði haldinn í Reykjavík og var það samþykkt með lófataki. Þetta boð sendinefndarinnar er til komið fyrst og fremst vegna þess að annars hefði fundur- inn ekki verið haldinn fyrr en um haustið en slíkt er of seint með tilliti til hugsan- legra hvalveiða þá um sumarið. Þess má geta að sendinefnd Bandríkj- anna fór lofsamlegum orðum um vísinda- áætlun íslendinga, en hingað til hafa Bandaríkin, auk nokkurra annarra þjóða, sýnt tortryggni gagnvart áætlun- inni. Stuðningur Bandaríkjanna er sér- staklega mikilvægur þar sem þau hafa hingað til verið mjög valdamikil innan hvalveiðiráðsins og haft þar mest áhrif á undanförnum árum. Framhaldið í júlí og ágúst eru fyrirhugaðar alþjóð- legar hvalatalningar á Norður-Atlants- hafi og munu íslendingar taka þátt í þeim með svipuðum hætti og 1987. Alls munu tvær flugvélar og 15 skip frá Noregi, íslandi, Spáni, Færeyjum og Danmörku taka þátt í þessu viðamikla verkefni. Af íslands hálfu mun fyrst og fremst verða stefnt að því að meta útbreiðslu og stofnstærð sandreyðar á miðunum vestur og djúpt suður af landinu. Talningar íslendinga 1987 beindust fyrst og fremst að stofnum langreyðar og hrefnu. Gert er ráð fyrir að úrvinnslu niður- staða talninganna verði lokið fyrir árs- fund vísindanefndar Alþjóðahvalveiði- ráðsins árið 1990. í rannsóknaráætlun Hafrannsókna- stofnunar er gert ráð fyrir að niðurstöður hvalarannsókna íslendinga liggi fyrir á árinu 1990 og verði þannig sérstakt framlag íslands til heildarúttektar hval- veiðiráðsins á ástandi hvalastofna heims. Samkvæmt ákvörðun ráðsins frá 1982 átti þessu verki að ljúka árið 1990 er ráðið lantlshafi þannig að niðurstöður Iiggi fyrir fundi ráðsins í maí 1991. Hrefnuveiðarnar Á ársfundinum lagði íslenska sendi- nefndin fram sérstaka skýrslu um hrefnu- veiðar þar sem sérstaklega er fjallað um hagsmuni tveggja byggðarlaga, Ár- skógsstrandar og Brjánslækjar. Skýrslan vakti mikla athygli og var talin vel unnin og að þar kæmi ljóslega fram að í þessum byggðarlögum væru fjölskyldur sem ættu við mikla erfiðleika að etja vegna veiði- bannsins. Halldór Ásgrímsson sagði að á fundinum hefði komið fram mun meiri skilningur á þessu máli en hann átti raunverulega von á einnig frá þjóðum sem hingað til hafa verið andsnúnar málstað íslendinga eins og sjávarútvegs- ráðherra orðaði það. í framhaldi af þessum viðbrögðum sagðist sjávarútvegs- ráðherra vona að hrefnuveiðar geti hafist á ný eftir nokkur ár. Mótmæli Þó málstaður íslendinga hafi hlotið meðbyr innan hvalveiðiráðsins þá hefur afstaða Grænfriðunga og annarra um- hverfisverndarsamtaka ekki breyst. Hafa samtökin mótmælt samþykkt ályktunar- tillögunnar varðandi hvalveiðar fslend- inga sem þau segja enn að séu einungis dulbúnar hvalveiðar í atvinnuskyni og rétt hefði verið af ráðinu að fordæma og leggja algert bann við vísindaveiðunum. Hefur meðal annars komið fram í tali fulltrúa samtakanna að þeir munu í kjölfar þessarar samþykktar ráðsins herða áróðurinn gegn íslendingum. Varðandi afstöðu þessara samtaka sagði Halldór Ásgrímsson meðal annars: „Ef Grænfriðungar tala núna um að fara að herða aðgerðir gegn íslendingum þá veit ég ekki hvernig þeir hugsa og hlýtur slíkt að byggja á illvilja og koma í bakið á þeim ef þeir hyggjast beita sér með þeim hætti. Þeir lögðu fram óljóst tilboð í sumar að ef við hættum veiðum núna þá myndu þeir hætta aðgerðum sínum. Sannleikurinn er sá að það er erftitt að treysta þessu fólki. Þetta er sundurlaus hópur sem ekki er hægt að semja við;“ tæki fyrir endurskoðun tímabundinnar veiðistöðvunar atvinnuveiða. Nú er hins- vegar ljóst að töluvert er í land að þessari heildarúttekt ljúki á tilsettum tíma. Ráð- ið ákvað hinsvegar að beina kröftum vísindanefndarinnar, fram að næsta árs- fundi, að úttekt á ástandi hrefnustofna á Suðurhveli og Norður-Atlantshafi, jafn- framt því sem unnið yrði að þróun erfðafræðilegra aðferða við hvalarann- sóknir og nýrra aðferða við stjórnun hvalveiða, sem unnið hefur verið að um árabil, m.a. með þátttöku íslendinga. Þá var tillaga íslands samþykkt um sérstakan fund nefndarinnar í lok ársins 1990, er helgaður verði alfarið sérstakri úttekt á ástandi langreyðastofna í Norður-At- i

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.