Tíminn - 16.06.1989, Síða 13

Tíminn - 16.06.1989, Síða 13
Föstudagur 16. júní 1989 Tíminn 13 Aðalfundur Sölusambands íslenskra fiskframleiðenda hvetur félagsmenn til samstöðu og þannig: Virða langtímahagsmuni íslensks saltfiskiðnaðar Á aðalfundi SÍF sem haldinn var á dögunum var samþykkt ályktun þar sem skorað er á stjórnvöld að flýta ákvörðun um tillögu hagsmuna- samtaka í sjávarútvegi um aflamiðl- un sem mun fylgjast með útflutningi á öllum óunnum fiski. Þessi ályktun er m.a. tilkomin vegna þeirrar sam- keppni sem íslenskur saltfiskur er að lenda í við íslenskan fisk sem fer til söltunar á Spáni og í Evrópu og mikið var rætt um á fundinum. Afkoma saltfiskframleiðenda á síðasta ári versnaði mikið frá árinu 1987. „Það hefur síðan heldur hallað undan fæti fyrrihluta þessa árs,“ sagði Magnús Gunnarsson fram- kvæmdastjóri SÍF í samtali við Tímann. f ræðu stjórnarformannsins Dagbjartar Einarssonar kom fram að þrátt fyrir þrengingar á mörkuð- um, þá hafi SIF flutt út á árinu 1988 61.331 tonn af saltfiski að verðmæti 223 milljónir Bandaríkjadollara. Þetta svarar til útflutningsverðmæta að upphæð 12,6 milljarðar íslenskra króna á gengi í dag. í einni af ályktunum aðalfundarins er varað við útflutningi á fiski sem saltaður er erlendis og seldur sem íslenskur saltfiskur í beinni sam- keppni við íslenskan saltfisk. Magn- ús sagði að mikil samstaða hefði verið um að menn reyndu að vinna eins mikið saman og unnt væri. Þeir aðilar sem selt hafa erlendum aðilum flattan fisk ósaltaðan, hafa fyrst og fremst bent á að stóri kosturinn við þetta sé sá að greiðslur berist mjög hratt, meðan þeir sem salta hér heima hafa þurft að veita lengri greiðslufrest til kaupendanna, í sam- keppni við Norðmenn. Fundurinn hvatti stjórn SÍF til að leita allra leiða til að gera það sem hagkvæmast fyrir framleiðendur að salta fisk á íslandi. Fundurinn hvatti félagsmenn til samstöðu og virða þannig langtímahagsmuni íslensks saltfiskiðnaðar. Þá samþykkti fundurinn einnig ályktun þess efnis að stjórn sam- bandsins beiti sér fyrir í samráði við önnur bagsmunasamtök í sjávarút- vegi og stjórnvöld, að mörkuð verði heilsteypt sjávarútvegsstefna sem taki í senn til veiða og vinnslu.-ABÓ ÚTSKRIFT í FLENSBORG Laugardaginn 10. júní s.i. voru 42 stúdentar brautskráðir frá Flensborgarskólanum. Flestir brautskráðust af viðskiptabraut eða 13, 9 af málabraut, 9 af félagsfræða- eða uppeldisbraut, 8 af náttúrufræðabraut og 3 af eðlisfræðibraut. Bestum námsárangri náði Marta Einarsdóttir, viðskiptabraut, nemandi í öldungadeild skólans, en hún hlaut 36 A og 8 B í einkunn. Við brautskráningarathöfnina tóku til máls auk skólameistara, Kristjáns Bersa Ólafssonar, Lúðvík Kristjánsson sagnfræðingur, sem flutti kveðju og gjöf frá þeim sem luku gagnfræðaprófi frá skólanum fyrir 60 árum, séra Bjarni Sigurðsson sem flutti kveðju og gjöf frá 50 ára gagnfræðingum, og einn úr hópi hinna nýju stúdenta, Páll Jakob Malmberg. Kór Flensborgarskólans undir stjórn Margrétar J. Pálmadóttur söng við athöfnina. Höfuðborgarveðrið í maí: 191 stundarsól, 126mm úrkomaog4,1 stigshiti: „Bara að ’ann hangi þurr“ Þótt kuldahrollur hafi hrjáð marga það sem af er sumri (m.a. páfa og preláta) segja mælingar Reykvíkinga hafa notið heldur meiri sólar í maímánuði s.l. heldur en í meðalári, og litlu minni en í maí í fyrra. Úrkoma í borginni var samt óvenju mikil nú í maí, eða 126 mm, sem er hátt í þrefalt meira en í meðalmaí. Höfuðborgarbúar mega nú líklega óska sér hvað heitast að ekki taki við jafn grár júnhnánuður eins og í fyrra. Þá skein sólin aðeins 72 stundir á Reykvíkinga, samanborið við nær 190 stundir í meðalári. Samkvæmt upplýsingum Veður- stofunnar var meðalhiti í Reykjavfk nú í maí aðeins 4,1 stig (4,7 á Akureyri). Meðalhiti Reykjavíkur í maí er 6,9 stig, en 7,5 stig í maí í fyrra. Frá tólfta til átjánda maí var hitinn þá allt frá 11 og upp undir 19 stig (og glampandi sólskin) um há- daginn og 9-14 stig það sem eftir lifði mánaðarins. Hitamunurinn hef- ur því verið mikill milli ára. Þessi kuldi í maí stafar þó ekki af því að sólin hafi svikið borgarbúa. Veðurstofan mældi 191 sólskins- stund í Reykjavík, sem var að vísu nokkru minna en í maí í fyrra (202 klst.), en heldur meira en í meðalári (189 klst.). Þótt flestir hafi nú kannski gleymt því þá fylgdi í fyrra einstaklega grár júnímánuður í kjölfar sólríks maí. Veðurstofan lýsti honum svo: „Tíð- arfar var leiðinlegt vestan- og sunn- anlands sökum úrkomu og sólarleys- is“ (þótt á Norðurlandi drægju þurrkar úr sprettu). í þessum bjart- asta mánuði ársins skein sólin aðeins 72 stundir í Reykjavík (70 stundir í Fljótshlíð), sem var aðeins rúmlega þriðjungur af meðal sól í júnímánuði í Reykjavík. Meira en helming mán- aðarins sást annað hvort ekki til sólar eða að hún skein innan við einn klukkutíma á dag. Aðeins þann 30. júní náði sólin að skína í 10 tíma. í Reykjavík var 126 mm úrkoma í maí s.l., sem var nær fjórðungi meira en í fyrra og nær þrefalt meiri úrkoma heldur en t maí í meðalári í Reykjavík. Á Akureyri var úrkoma 15 mm sem er nálægt meðallagi þar um slóðir. -HEI ral ’ A ' 'T --a 1 -1 -i vi\rvo«J ■ «nr Jón Kristjánsson, alþingismaður, verður með viðtalstíma og fundi, og situr fyrir svörum um stjórnmálaviðhorfið og þingstörfin. Á Vopnafirði, viðtalstími í Miklagarði ki. 17.00-19.00 og almennurfundur á sama stað kl. 20.30 miðvikudaginn 21. júní. Jún Kristjánsson Vorhappdrætti Framsóknarflokksins Dregið var í Vorhappdrætti Framsóknarflokksins 9. júní. Vinnings- númer eru sem hér segir: 1. vinningur númer 17477 2. vinningur númer 36272 3. vinningur númer 33471 4. vinningur númer 37116 5. vinningur númer 38156 6. vinningur númer 27174 7. vinningur númer 8313 Vinningsmiðum skal framvísa á skrifstofu Framsóknarflokksins í Nóatúni 21, Reykjavík. Ógreiddir miðar eru ógildir. Vinninga skal vitja innan árs frá útdrætti. Allar frekari upplýsingar i síma 91-24480. Framsóknarflokkurinn Landsþing L.F.K. á Hvanneyri 8.-10. september 1989. 4. landsþing L.F.K. verður haldið að Hvanneyri dagana 8.-10. september n.k. Dagskrá þingsins verður tilkynnt síðar. Framsóknarkonur eru hvattar til að fjölmenna eins og á undanfarin þing. Stjórn L.F.K. Framsóknarmenn Siglufirði Munið hádegisfund föstudaginn 16. júní. Sumartími: Skrifstofa Framsóknarflokksins, að Nóatúni 21 í Reykjavik, verðurfrá og með 1. júní n.k. opin alla virka daga frá kl. 8.00-16.00. Framsóknarflokkurinn. Súgþurrkunar- blásarar Til sölu súgþurrkunarblásarar H12 og H22 með mótorum 71/2 hö. og 13 hö. Þéttar og spólurofar fylgja. Upplýsingar í síma 98-75078. SUMAR I GARÐINUM

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.