Tíminn - 16.06.1989, Síða 19
Föstudagur 16. júní 1989
Tíminn 19
llllllllllllllllllli. ÍÞRÓTTIR ,
Körfuknattleikur:
Pétur Guðmundsson
með Lakers í sumar
- kemur heim í ágúst til þess að æfa með landsliðinu
VfsA
Kortnr.: □□□□□□□□□□□□□□□□
ÁSKRIFANDI:.
Á þessarí mynd sést vel hve gott færið var sem Sigurður Grétarsson fékk á 12. mín. síðari hálfleiks landsleiksins í fyrradag. Fyrir opnu marki skaut Sigurður
framhjá. langt er í næsta vamarmann Austumkis og markvörðurinn hefði ekki átt möguleika á að verja, hefði knötturinn hitt markið. Þetta færi var mun
opnara og betra en færið er Sigurður skaut í þverslána. rinunyad: Pjtiar.
Mippið hér
Tíminn
□ ER ÁSKRIFANDI
□ NÝR ÁSKRIFANDI
Dags.:
BEIÐNIUM
MILLIFÆRSLU
ÁSKRIFTARGJALDS
Ég undirrítuö/aður óska þess að áskriftar-
gjald Tlmans verði mánaðarlega skuld-
fært á greiðslukort mitt.
UNDIRSKRIFT.
SENDIST AFGREIÐSLU BLAÐSINS
LYNGHÁLSI 9. 130 REYKJAVÍK
PÓSTNR. - STAÐUR:.............. SÍMI:.
Knattspyrna:
Þorsteinn
Guðjónsson
til Gróttu
Þorsteinn Guðjónsson knatt-
spymumaður úr KR hefur tilkynnt
félagaskipti í 3. deildarlið Gróttu á
Seltjamamesi.
Þorsteinn, sem einnig er hand-
knattleiksmaður með KR, er ný
tekinn til við knattspyrnuæfingar,
en hann æfði í vor með 21 árs
landsliðinu í handknattleik.
Ekki er að efa að Þorsteinn á eftir
að styrkja lið Gróttu mikið í barátt-
unni í sumar, en hann verður lögleg-
ur með liðinu í síðari umferð íslands-
mótsins. BL
MARGT SMATT
Ottawa-Toronto. Tveir
kanadískir íþróttamenn voru í gær
dæmdir í keppnisbann vegna þess að
þeir höfðu notað hormónalyfið stan-
ozolol. Það voru þau Lulie Rochel-
eau-Baumann 100 m grindahlaupari
og lyftingamaðurinn Bob Karsch.
Genf. Karl-Heinz Rummenigge
lauk knattspymuferli sínum í fyrra-
dag með því að skora mark í 4-2 sigri
Servette á Bellinzona í svissneska
knattspyrnunni. Kappinn skoraði
alls 313 mörk á 15 ára ferli sínum.
London. Manchester United
gekk í gær frá kaupum á þeim Neil
Webb frá Nottingham Forest og
Michael Phelan frá Norwich.
Pétur Guðmundsson körfúknatt-
leiksmaður, sem undanfarin ár hefur
leikið í NBA-atvinnumannadeild-
inni í Bandaríkjunum, hefur nú náð
sér af meiðslunum sem hrjáðu hann
í vetur. Pétur var á samningi hjá San
Antonio Spurs s.l. 2 ár, en er nú með
lausan samning.
Forráðmenn Los Angeles Lakers
hafa sýnt Pétri mikinn áhuga að
undanfömu og buðu honum meðal
annars að leika með liðinu í úrslita-
keppninni. Pétur varð að hafna því
boði vegna meiðslanna, en hann
hefur nú tekið boði liðsins um að æfa
og leika með Iiðinu í æfingamótum í
sumar.
Lakers-liðið leitar nú að stórum
miðherja til þess að fylla skarð
Kareem Abdul-Jabbars, en hann
hefur nú sem kunnugt er lagt skóna
á hilluna eftir 20 ár í atvinnumennsk-
unni, enda orðinn 42 ára gamall.
Pétur lék sem kunnugt er með
Lakers fyrir 3 árum, en var seldur frá
liðinu, þar sem hann átti við bak-
meiðsl að stríða.
Stórir miðherjar eru ekki á lausu
í Bandaríkjunum um þessarmundir,
frekar en annars staðar og því er
ekki ólíklegt að Lakers bjóði Pétri
samning í haust. Þótt Michael
Thompson komi til með að leika í
miðherjastöðunni í byrjunarliði
Lakers, þá vantar liðið stærri mann
til að skipta við Thompson. Lakers-
liðið þarf að hafa vamarmann sem
gætt getur risa eins og Mark Eaton,
Chuck Nevitt og Manut Bol, en
þessir kappar eru allir töluyert hærri
en Pétur, sem þó er 2,18 m á hæð.
Pétur kemur væntanlega til ís-
lands f ágúst til þess að æfa með
landsliðinu, en hann varð nýlega
löglegur með liðinu. í september
heldur landsliðið til Englands til
þátttöku í forkeppni heimsmeistara-
keppninnar og þar mun Pétur líklega
leika sína fyrstu landsleiki í ein 8 ár.
BL
Frjálsar íþróttir:
Jóhann og Gunnlaugur
bættu sig í Koblens
- hlupu í fyrsta sinn 5000m undir 15 mínútum
Hópur frjálsíþróttamanna er nú
við æfingar og keppni í V-Þýska-
landi. f fyrrakvöld kepptu þeir
Jóhann Ingibergsson FH og Gunn-
laugur Skúlason UMSS i 5000m
hlaupi á móti í borginni Koblens,
þar sem árnar Rín og Móseí
mætast.
Þeir félagar bættu báðir fyrri
árangur sinn verulega. Jóhann
hljóp á 14:52,35 mín. en átti áður
best 15:10 mín. Gunnlaugur hljóp
á 14:57,53 mín. en besti árangur
hans áður var 15:25 mín. Að sögn
Guðmundar Karlssonar landsliðs-
þjálfara í frjálsum íþróttum er
þessi árangur þeirra Jóhanns og
Gunnlaugs, miklum æfingum
þeirra f vetur að þakka, svo og
góðum aðstæðum í V-Þýskalandi.
Aðeins einn íslendingur hefur
áður hlaupið 5000m á tíma undir
15 mín. en það er Keflvíkingurinn
Már Hermannsson. Már má því
eiga von á harði keppni á mótum
hér heima síðar í sumar.
Daníel Guðmundsson USAH
keppti fyrir skömmu á móti í Essen
°g þar náði hann þeim árangri að
hlaupa í fyrsta sinn á tíma undir 4
mín. Daníel fékk tímann 3:59,2
mín. bl