Tíminn - 16.06.1989, Side 20

Tíminn - 16.06.1989, Side 20
AUGLÝSINGASÍMAR: 680001 —686300 =1 RÍKISSKIP NÚTÍMA FLUTNINGAR Hatnarhúsinu v/Tryggvagötu, S 28822 1 . ‘O&0#- ^ £>(A % 0 SAMVINNUBANKI ISLANDS HF. 0rB,tAsr0 ÞRttSTUR 685060 VANIR MENN PÓSTFAX TIMANS 687691 Tíniiini FÖSTUDAGUR 16. JÚNÍ1989 BANASLYS Á LAUGAVEGI Banaslys varð á horni Laugavegs og Vitastígs á níuntla tímanum í gærmorgun, þegar strætisvagn sem var á leið niður Laugaveg og Volks- wagenbifreið á leið upp Vitastíg skullu saman. Ökumaður fólksbif- reiðarinnar, stúlka fædd árið 1970, vur látin þegar komið var með hana á slysadeild og farþegi sem í bílnum var, einnig ung stúlka, slasaðist mikið. Farþegar og ökumaður strætisvagnsins sluppu ómeiddir. Við áreksturinn hentist fólksbifreið- in til um nokkra metra og hafnaði á búðarglugga, sem brotnaði. Tildrög slyssins eru ekki að fullu kunn. -ABÓ Benedikt Gröndal segir starfi sínu lausu, gagnrýnir ráðherra og kennir honum um; Einangrun og starfsleysi Benedikt Gröndal hefur beðið forseta íslands lausnar frá starfi ferðasendiherru. í bréfi sem hann sendi forsetanum segir hann sínar farir ekki sléttar. Benedikt segir starf ferðasendiherra í Japan, Kína og fleiri Kyrrahafs- löndum, sem hafi þróast í áratugi, byggist á embættisferðum scm lengi liafa verið tvær á ári. Hann segir augljóst að utanríkisráðherra, Jón Baldvin Hannibalsson, vilji losna við sig úr utanríkisþjónustunni eða Agæt veiði í Kjósinni „Þetta er allt að smella saman. Vatnið er orðið mjög gott og jafnar göngur eru í ána,“ sagði Árni Baldursson í samtali við Tímann í gær þegar hann var spurður um veiði. Fyrstu dagana var áin bakka- full og skoluð. Hún hefur nú jafnað sig og hefur veiði verið viðunandi þrátt fyrir aðstæður. Á hádegi í gær voru komnir þrjátiu laxar á land, allir á bilinu níu til sextán pund. Veiði hófst í Laxá í Kjós þann 10. júní. Allir fiskarnir, sem veiðst hafa, fengust neðan Laxfoss og hefur Kvíslarfossinn gefið best. Fyrir hádegi í gær komu átta fiskar á land, vatnið orðið mjög gott og má því búast við stórum tíðindum á næstu döguni. Árni Baldursson er reyndar fullviss um að þann tuttugasta „byrji ballið" eins og hann orðaði það. „Það er stór straumur á þriðjudag og upp úr því verður sprenging. Algjör sprenging," sagði Árni. Seinnipartinn þann 13. tók Árni fimm fiska í beit á pallinum rétt fyrir ofan brúna. Rúta full af ferðamönnum stoppaði til að fylgjast með atgangnum og voru margar vídeótökuvélar sem beindust að kappanum. Einnig voru ljósmyndir teknar í gríð og erg. Árna varð að orði þegar sá fimmti var kominn á land að nú væri sumarið byrjað. -ES að minnsta kosti halda honum ein- angruðum og starfslausum. Nefnir hann því til stuðnings að nauðsynleg ferð til Japans hafi síð- astliðinn vetur vcrið bönnuð, eins og segir orðrétt og síðan hafi ríkt ferð- abann. Jafnframt hafi sendiherra ekki verið leyft að taka þátt í viðræðum við sendimenn frá Japan. Benedikt segir ráðherra hafa lýst því yfir að starfið sé óþarft og verði afnumið. „Þessari stefnu hans hefur þegar verið fylgt í raun og sendiherra verið að miklu leyti starfslaus" segir í bréfinu. Hann segir tilgangslaust að troða illsakir við ráðhcrra og segi því starfi sínu lausu, á besta aldri og við góða heilsu, eftir sjö ára starf sem sendiherra. Auk alls þessa hafi ráðherra ekk- ert haft samband við sendiherra um ofangreind mál né neitt annað varð- andi starfið. Skrifstofa sendiherra sé utan ráðuneytisins og úr tengslum við flest sem þar gcrist. Fyrir utan það að Jón Baldvin hafi ekki svarað orðsendingum né skýrslum send- iherra einu orði allt árið. jkb l ormaöur BSKB og forsætisráðherra á fundinum í stjórnarráðinu í gær Viðræður BSRB forystunnar og ríkisstjórnarinnar í gær. Ögmundur Jónasson: Ræddum kauphækkun og lækkun verðlags „Þetta var mjög-gagnlegur fundur. Við, fyrir hönd BSRB, skýrðum hvers vegna við hefðum haft uppi yfirlýsingar um að ríkisstjórnin hefði ekki staðið við skuldbindingar sem hún gekkst undir gagnvart okkur í síðustu samningum. Við lögðum fram kröfur um að þessu yrði kippt í liðinn. f því sambandi ræddum við um kaup- hækkanir, við ræddum um verð- lagslækkanir og um nauðsyn á verðstöðvun." Þetta sagði Ögmundur Jónasson formaður BSRB í gær eftir fund hans og fleiri forystumanna banda- lagsins og Steingríms Hermanns- sonar og fleiri ráðherra í gær. Ögmundur sagði að niöurstaða fundarins hefði orðið sú að aðilar urðu ásáttir að ræða ofannefndar kröfur BSRB nánar á næstu dögum. Samstarf hefði um sinn verið milli ASÍ og BSRB um viðbrögð við verðlagshækkunum undanfarinna vikna en á fundinum í gær hefðu þær vitanlega verið til umræðu. Þó hefði ekki síður verið ræddir kjarasamningar BSRB og ríkisins og ýmis atriði þeirra er að þessum málum lúta. „Okkur er verulega umhugað um að ná árangri hið fyrsta og mér fannst tónninn vera sá hjá ráðherr- um að þeir væru sama sinnis og að nauðsynlegt væri að grípa til ein- hverra aðgerða til að stuðla að því að grundvöllur kjarasamninganna haldist. Það voru gerðir í vor kjarasamningar til ákveðins tíma og við viljum að þeir haldi,“ sagði Ögmundur. SÁ Flugleiðirog Flugvirkjafélag íslandsdeilaumyfirvinnu: TELJA YFIRVINNU ■■ BANNIÐ 0L0GLEGT Fulltrúar í samninganefnd Flugvirkjafélags íslands tjáöu samninganefnd Flugleiða, á fundi hjá ríkissáttasemjara í gær, að félagið myndi beita sér gegn því að flugvirkjar í þjónustu Flugleiða ynnu yfirvinnu á meðan á kjaradeilu stæði. OPIÐ BEINBROT Harður árekstur varð milli mótorhjóls og fólksbifreiðar á horni Grensásvegar og Skeifunnar síðdegis í gær. Ökumaður bifhjólsins var fluttur á slysadeild með opið beinbrot auk annarra meiðsla. Tímamynd Pjetur/ABÓ Að sögn blaðafulltrúa Flugleiða, Einars Sigurðssonar, telur félagið vera hér um skipulagða og því ólöglega aðgerð að ræða af hálfu Flugvirkjafélagsins. sem ekki hafi verið boðuð með neinum fyrirvara. „Þessar aðgerðir koma sér einkar illa fyrir Flugleiðir nú þegar fyrirtæk- ið á í erfiðleikum með að halda áætlunum vegna kyrrsetninga tveggja véla félagsins,-1 sagði Einar. Vegna yfirvinnubannsins seinkar vinnu við aðra DC 863 flugvél félags- ins sem hefur verið biluð síðan í fyrradag. Af þessu leiðir svo dæmi sé tekið að ferð farþega til Orlando seinkar um sólarhring. Auk þess sem 150 útlendingar urðu að gista á Laugarvatni síðastliðna nótt vegna skorts á hótelherbergjum í Reykja- vík. „Ég geri ráð fyrir réttarstaða félagsins í þessu máli verði skoðuð,“ sagði Einar. jkb

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.