Tíminn - 29.08.1989, Page 3

Tíminn - 29.08.1989, Page 3
Þriðjudagur 29. ágúst 1989 Yíminn 3 Aðalfundur Sambands sveitarfélaga á Austurlandi ræðir um Austurland árið 2000: Samgöngur og virkjun voru meðal umræðuef na Austurland árið 2000 var helsta umræðuefni á aðalfundi Sambands sveitarfélaga á Austurlandi sem haldinn var á Egilsstöðum um helg- ina. Litlar líkur eru taldar á því að Austfirðingum fjölgi mikið á næstu árum. Um 90 manns sóttu aðalfund Sam- bands sveitarfélaga á Austurlandi sem haldinn var um helgina. Að þessu sinni reyndu menn að meta hvernig yrði umhorfs á Austurlandi C*fw *> Amalds ^ REYKJAVIK Sögustaóur víö Sund Reykjavík -Sögu- staður við Sund: Lokabindið og lykilbók Á afmæli Reykjavíkurborgar, 18. ágúst sl. færði bókaútgáfa Arnar og Örlygs borgarstjóra að gjöf fyrsta eintakið af lokabindi ritraðarinnar Reykjavík -Sögustaður við Sund. Aðalhöfundur að fyrstu þremur bindunum var Páll Líndal en loka- bindið, sem er hið fjórða í röðinni, er verk þeirra Einars S. Amalds, er verið hefur ritstjóri bókanna, og Eiríks Jónssonar kennara. Það er í senn sjálfstæð bók og lykill að verk- inu öllu. Ritröðin segir sögu Reykja- víkur frá landnámi til vorra daga, jafnt í ítarlegu máli sem aragrúa uppdrátta, teikninga, korta og ljós- mynda. í fjórða bindinu er meðal annars að finna loftmyndir af borg- inni, teknar með fimmtíu ára bili, kort yfir helstu varir og vatnsból í Reykjavík um aldamót, lögbýli inn- an núverandi borgarlands árið 1703 og loks 35 örnefnakort, teiknuð af Jean-Pierre Biard. Þá er í bókinni sérstakur kafli helgaður húsaskreyt- ingum í borginni, auk ítarlegra mannanafna-, staðarnafna-, atriðis- orða- og heimildaskráa. Reykjavík -Sögustaður við Sund er prentuð og bundin í Prentstofu G. Benediktssonar en litgreiningu ann- aðist Prentmyndastofan hf. JBG. að 10 árum liðnum. Þó að engrar svartsýni hafi gætt á fundinum óttuð- ust menn afleiðingar áframhaldandi samdráttar í landbúnaði. Litlar líkur voru taldar á að fólki fjölgi mikið á Austurlandi á næstu árum. Samgöngumál voru ofarlega á baugi á fundinum. Ályktanir voru samþykktar um að bæta vegi og að hraða lagningu varanlegs slitlags á þá. Jarðgöng komu einnig til um- ræðu, sérstaklega í tengslum við Tekið hefur til starfa nýtt kvik- myndafélag, Nýja Bíó hf. Fyrirtækið mun einbeita sér að dagskrárgerð fyrirsjónvarp, auk framleiðslu heim- lagningu varanlegs vegs sem tengir Vopnafjörð við hérað. Samgöngur þar á milli eru mjög slæmar í dag og segja má að það sé ófært þar mestan part úr árinu. Skorað var á ríkisstjórnina að hefja framkvæmdir við Fljótsdals- virkjun sem allra fyrst. Nokkurrar óánægju gætti meðal sveitarstjórn- armanna á Austurlandi með hlut landsbyggðarinnar í úthlutun Hús- næðismálastofnunar á fé til bygginga ilda- og kynningarmynda fyrir félög og fyrirtæki, sem og leikinna kvik- mynda. Til að tæknivinna verði sem best hefur Nýja Bíó hf. fest kaup á fullkomnasta upptöku- og klippi- búnaði sem fáanlegur er á sviði myndbandatækninnar, svokallaður Super Betacam búnaður. í tilkynn- ingu frá kvikmyndafélaginu segir að upptökutæki þessi skili rúmlega 130% betri myndupplausn en gömlu Betacam tækin, auk fjölda nýrra möguleika í mynd og hljóði. Starfsmenn fyrirtækisins búa yfir fjölbreyttri reynslu á sviði sjónvarps- vinnu og kvikmyndagerðar en þau eru, Sonja B. Jónsdóttir, Hilmar Oddsson, Guðmundur Kristjánsson og Þorgeir Gunnarsson. SSH á félagslegu húsnæði. Austfirðingar óttast að ef tillaga fiskifræðinga um veiðar á næsta ári nái fram að ganga, muni það hafa slæm áhrif á allt atvinnulíf í fjórð- ungnum. Einar Már Sigurðsson í Nes- kaupstað var kjörinn formaður sam- bandsins í stað Hrafnkels A. Jóns- sonar. Varaformaður var kjörinn Guðmundur Þorsteinsson Fáskrúðs- firði. -EÓ Bærilegt ár hjá Brunabót Hagnaður af rekstri Brunabóta- félags íslands varð á reikningsárinu 1988 rúmar 13,5 milljónir króna sem er mun betra en varð á árinu 1987 þegar tap varð sem nam 26,9 milljón- um króna. Rekstrarafkoma hefur þvf batnað um rúmar 40 milljónir króna á einu ári. Á síðasta ári voru lagðar til hliðar 18 milljónir króna vegna lífeyris- skuldbindinga og vegna launa- greiðslna til þeirrá starfsmanna Brunabótafélagsins sem ekki voru ráðnir til starfa hjá Vátryggingafé- lagi íslands eftir 1. júní s.l. Á síðasta ári jókst eigið fé Bruna- bótafélagsins um 61,7 milljónir eða 33,3%. Það er nú 247,2 milljónir en auk þess hefur félagið alls lagt til hliðar 20 milljónir vegna lífeyris- skuldbindinga. Velta félagsins jókst verulega árið 1988. Heildariðgjöld voru 1.144,8 milljónir króna og höfðu aukist frá árinu áður um 83,3% og eigin ið- gjöld voru 737,9 milljónir og höfðu aukist um 90,4% milli ára. Á félagsfundi í Brunabótafélaginu þann 14. apríl greindi Ingi R. Helga- son frá samþykkt stjórnar félagsins um að lengja reikningsárið um tvo og hálfan mánuð. Var þetta ráð tekið til samræmingar við önnur vátryggingarfélög og með tilliti til samreksturs frjálsra trygginga Sam- vinnutrygginga g.t. og Brunabóta- félagsins í hinu nýja Vátryggingafé- lagi íslands h.f. -sá Heildarupphæö vinninga 26.08. var 1.928.158,-. Enginn haföi 5 rétta sem var kr. 1.645.772,- Bónusvinninginn fengu 2 og fær hver kr. 143.006,-. Fyrir 4 tölur réttar fær hver 6.325,- kr. og fyrir 3 réttar tölur fær hver um sig 396,- kr. Sölustaðir loka 15 mínútum fyrir útdrátt í Sjónvarpinu. Sími 685111. Upplýsingasímsvari 681511. Lukkulínan: 99 1002. Svíakonungur og fylgdarlið: Felldu níu dýr Karl Gústaf Svíakonungur og ylgdarmenn hans felldu 9 af þeim .0 hreindýrum sem hópurinn fékk eyfi til að fella í þessari fyrstu íreindýraveiðiferð konungs hing- ið til lands. Karl Gústaf felldi sjálfur tvö hreindýranna, en Sví- arnir náðu alls 6 dýrum af þeim níu sem felld voru. Konungurinn hélt heim á leið á sunnudag og var hann að sögn heimamanna ánægður með afrakstur ferðarinnar. -ABÓ Eskifjörður: Tugmilljóna tjón í eldi Tugmilljóna tjón varð þegar eldur kom upp í fiskvinnsluhúsi Þórs hf. á Eskifirði á föstudagskvöld. í húsinu var mikið af tækjum, s.s. frystiklefi, þrír lyftarar, um 50 tonn af saltfiski og annað eins af frystum sjávaraf- urðum, og er þetta meira og minna ónýtt. Helst er talið að kviknað hafi í út frá hitablásara. Það var um klukkan hálf níu á föstudagskvöld sem vart varð við eldinn í vinnsluhúsinu. Slökkviliðið á Eskifirði barðist við eldinn, ásamt slökkviliðinu á Reyðarfirði fram til um hálf tvö um nóttina, en þá tókst að ráða niðurlögum hans. Byggt var við vinnsluhúsið sem er um 1000 fermetrar að stærð fyrir nokkrum árum og virðist eldurinn hafa komið upp í því miðju, skammt frá aðalinnganginum, en þar var eldurinn mestur. Hamlaði það einna helst slökkvistarfi að ekki var hægt að komast að rótum eldsins og barst hann um allt hús. Þakið, sem haldið er uppi af járnsperrum, féll niður að hluta. Ingvar Þ. Gunnarsson eigandi vinnsluhússins sagði í samtali við Tímann að húsið væri nánast ónýtt, en í hans huga kæmi ekki annað til greina en að byggja fyrirtækið upp að nýju. Um 10 til 15 starfs- menn starfa hjá fyrirtækinu og vinna þeir nú við að hreinsa rústirnar og bjarga því sem hægt er að bjarga. Húsnæði og tæki voru að hluta til tryggð. Húsið og saltfiskurinn var tryggður, en frystiafurðirnar voru ótryggðar auk annars búnaðar sem var lítið tryggður. Allt rafmagnskerfi hússins var tekið í gegn í fyrra. Rannsóknarlögregla ríkisins og matsmenn tryggingafélaga voru á staðnum um helgina, ásamt mönn- um frá Rafmagnseftirliti ríkisins, til að meta tjónið og rannsaka eldsupp- tök. -ABÓ Nýtt kvikmynda- félag stofnað

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.