Tíminn - 29.08.1989, Blaðsíða 2

Tíminn - 29.08.1989, Blaðsíða 2
w r» /, 2 Tíminn 'a r^t -1 - f >,. r i j k-» • * t' #j i •» tj Þriðjudagur 29. ágúst 1989 Tæplega 1500 plastflöskum fargaö í óþökk eigenda sem kæra framtakiö: Sorphirðing í Mýrdal leiðir til eftirmála Þau mistök urðu hjá sorphirðingarmanni Mýrdælinga á mánudagsmorgun fyrir um viku að hann tók 10 stóra plastpoka sem í voru plastumbúðir utan af gosdrykkjum, við vegamótin að bænum Álftagróf í Mýrdalnum og brenndi þá, sem hvert annað sorp væri. Umbúðirnar höfðu verið fluttar á staðinn í þeim tilgangi að hlífa græðlingum í skógræktargirð- ingu sem þar hefur verið tekin í notkun. Skýrsla var tekin af eigendum umbúðanna og sorphreinsunarmanninum og kall- ast hún, „Of mikil sorphirðing í Mýrdalnum“. Magnús Skarphéðinsson hvalavin- ur var einn eigenda umbúðanna og sagði hann í samtali við Tímann að þetta hefði verið gert óvart, þó óhemju klaufalega hafi verið að staðið. Magnús ásamt tveimur félög- um sínum fékk þarna land til ræktun- ar hjá skógræktinni í Fellamörk. „Það voru þrjár eða fjórar jarðir sem fóru í eyði og skógræktarfélagið fékk til úthlutunar fyrir félagsmenn sína til að rækta stóran skóg,“ sagði Magnús. Hann og félagar hans fengu úthlutað tveim hekturum og plönt- uðu þeir um 1400 plöntum í vor og var ætlunin að skýla þeim með plastflöskunum í vetur. „Við lögðum á okkur mjög mikla vinnu við að safna tómum plastflöskum, þvo þær og skera af þeint endann. Þetta er sent austur ásamt timbri með flutn- ingabíl á sunnudagskvöldinu og við báðum þá um að skilja pokana eftir á vegamótunum. Morguninn eftir, aðeins nokkrum tímum síðar, á hreinsunarmaðurinn þarna leið hjá og það er ekkert með það, hann tekur flöskurnar og fjarlægir þær. Hann ekki bara fjarlægir þær, heldur brennir þær samstundis. Pað sem við vorum sárastir yfir var að þetta hefði ekki verið tekið afsíðis og geymt ef einhver vitjaði þess,“ sagði Magnús. Plastflöskurnar voru rétt tæplega 1500 talsins, eða sem svarar til tæplega 8000 króna eftir að skila- gjaldið kom á. Magnús sagði að að baki þeim lægi margra mánaða vinna, bæði við að safna þeim, þvo þær, skera og flokka. Um var að ræða bæði eins og hálfslítra og hálfslítra gosdrykkjaumbúðir. „Við fórum þarna saman sex manns aust- ur og ætluðum að vera við þetta frá mánudegi fram á miðvikudag til að setja flöskurnar á,“ sagði Magnús. Hann sagði að umbúðirnar væru sérlega hentugar til þessara nota og sagði plönturnar dafna mjög vel í þeim. „Þeir hjá Endurvinnslunni voru okkur mjög liðlegir, því þeir gáfu dálítið af flöskum og við skiluðum til þeirra töppunum og botnunum aftur, þess efnis að við hefðum ekki selt þær. Þeir eiga miklar þakkir skildar," sagði Magnús. Hann sagði að þetta hefði orðið að miklu máli í Vík og sveitarstjór- inn orðið miður sín vegna þessa. „Hann vill meina að hreppurinn sé ábyrgur fyrir þessu,“ sagði Magnús. Hann sagðist vonast til þess að þeir fái tjónið að einhverju bætt, en það yrði erfitt þar sem farið hefði í það mikil vinna að safna og hreinsa flöskurnar. „Við náum þessu magni aldrei fyrir veturinn og ég er ekki bjartsýnn á að við getum lokið því að koma skjóli á plönturnar," sagði Magnús. Græðlingarnir eru mest ársgamlir, af ýmsum tegundum, mest grenitré, en einnig birki, stafafura, bergfura, viðja, víðir, alaskaösp og lerki. Reynir Ragnarsson lögreglumað- ur í Vík sem tók skýrslu af viðkom- andi sagði í samtali við Tímann að kalla mætti þetta of mikla sorphirð- ingu í Mýrdal, eins og skýrslan var nefnd. „Ég gat ekki flokkað þetta öðruvísi," sagði Reynir. Hann sagð- ist ekki vita hvert yrði framhald málsins, en það væri til athugunar hjá tryggingum og óvíst hvað kæmi út úr því. „Þetta var sett við vega- Stóðhesturinn Flosi frá Brunnum dauður Stóðhesturinn Flosi frá Brunnum drapst aðfaranótt síðasta laugar- dags. Flosi hefur verið notaður á hryssur fyrir norðan í sumar og beið á bænum Lækjarmóti í Vestur-Hún- avatnssýslu eftir því að vera fluttur til Hornafjarðar en Flosi var í eigu Búnaðarsambands Austur-Skaftfell- inga. Þegar er búið að kryfja hestinn °g er Það niðurstaða dýralækna að Flosi háfi drepist úr garnaflækju. Garnaflækja er sjúkdómur sem allaf getur náð tökum á hrossum en orsakif- hennar eru ókunnar. Garna- flækja er ólæknandi. Fl° i þótti afar glæsilegur stóð- / T hestur og voru miklar vonir bundnar við hann. Hann var 12 vetra gamall og hefur verið notaður víða urn land á undanförnum árum. Enn er ekki komið í ljós hvernig afkvæmi hans munu reynast en ljóst þykir að fall Flosa er allmikið áfall fyrir kynbóta- starf á íslenska hestinum. Flosi var jafn verðmætur eins og hann var glæsilegur. í vetur kom til tals að hann yrði seldur og þá var rætt um að borga fyrir hann 2-3 milljónir króna. Islenskir hestar eru ekki seldir á öllu hærra verði hér innanlands. Haft hefur verið eftir Gunnari Bjarnasyni hrossaræktar- ráðunauti að hægt hefði verið að selja hann erlendis á 6-8 milljónir króna. Flosi var tryggður en trygg- ingaféð er miklu minna en þær milljónir sem hægt hefði verið að fá fyrir hann. Þrúðmar Sigurðsson bóndi á Mið- felli og formaður kynbótanefndar Búnaðarsambands Austur-Skaftfell- inga sagði að vissulega væri slæmt að missa Flosa en bændur væru vanir því að missa góða gripi og myndu ekki láta þetta óhapp slá sig útaf laginu. -EÓ Magnús Skarphéðinsson ásamt öðrum félaga sinna í skógræktinni i Mýrdalnum, með plastflöskur eins og þær sem nota átti til að skýla plöntunum, en sorphreinsunarmaðurinn fargaði. limainvml Ámi Bjama mótin að Álftagróf í ruslapokum. Sorphreinsunarmaðurinn fer um all- an hreppinn og tínir rusl sem hefur verið sett við veginn og sá ekki að þetta hefði verið nokkuð merkt. Eigendurnir segja hins vegar að pokarnir hafi verið merktir Endur- vinnslunni. Þar ber aðeins á milli. Hann spurðist fyrir m.a. í Álftagróf, en enginn kannaðist við pokana svo hann tók þetta sem sorp og brenndi það,“ sagði Reynir. -ABÓ Staða vinnslunnar með besta móti: Tapið metið 2 prósent Hækkun dollars um rúm 5% í þessum mánuði hefur gert það að verkum að staða fiskvinnslunnar í dag er með besta móti í um eitt og hálft ár. Fiskvinnslan metur tapið í dag upp á 2%, en komi til með að verða 6% 1. október, þegar kostn- aðarhækkanir hafa átt sér stað og ekki komi til aðgerða til að auka tekjurnar. „Ef þessi hækkun dollars verður varanleg þá er það ekki spurning að það hefur jákvæð áhrif á vinnsl- una í heild, sérstaklega frysting- una,“ sagði Arnar Sigurmundsson formaður Samtaka fiskvinnslu- stöðva í samtali við Tímann. Hann sagði að einnig hefði orðið nokkur breyting á meðalgcnginu, sem kæmi þeim einnig til góða. „Engu að síður þá erum við núna, miðað við stöðumat í dag, með nálægt 2% halla á vinnslunni í heild,“ sagði Arnar. í vikunni hækka laun í fiskvinnslu um tæp 3% og fyrsta október hækkar fiskverð um 3,8% og svokallaðar verðuppbætur úr verðjöfnunarsjóði frystideildar lækka um 1%. „Þetta þýðir að tekjur frystingarinnar lækka um 1%, vegna lækkunar á verðuppbót- um frystingarinnar, frá 1. októ- ber,“ sagði Arnar. Hann sagði að allt þetta væru hlutir sem samið hefði verið um og í samráði við ríkisvaldið, þannig að þrátt fyrir að tapreksturinn í dag sé hvað minnstur undanfarið eitt og hálft ár, þá sé um að ræða taprekstur, sem eitt og sér væri voðalegt að sögn Arnars. „í annan stað eru að koma yfir okkur kostn- aðarhækkanir og tekjurnar lækka, þ.e. verðuppbæturnar lækka,“ sagði Arnar. Hann segir allt þetta kalla á aðgerðir, sem ekki þoli mikla bið. Arnar var spurður hver staðan yrði að teknu tilliti til þess sem gerist um þessi mánaðamót og næstu, að því gefnu að staða dollars yrði varanleg. „Ef við gefum okkur það að í dag séum við í 2% halla, þá eykst sá halli um tæpt eitt prósent og síðan um tæp 3% fyrsta október. Samanlagt eru þetta 6%. Stjórnvöld hafa lýst því yfir að koma verði til móts við aukin útgjöld í gegnum hægt gengissig en ekki lofað neinum tölum í því sambandi, nema það sem ónotað er af heimildinni fyrir þennan mánuð, rúmt eitt prósent og sem heimilt er að láta gengið síga í september eða 1%,“ sagði Arnar. Hann sagði að því miður stefndi í aukinn halla, en í þessum tölum væri ekki tekið mið af aflasam- drætti sem kæmi til á næsta ári og að haustið væri mun erfiðari tími. Aðspurður sagði hann að styrk- ing dollars hefði haft þau áhrif að afkomumunurinn milli frystingar og söltunar væri að verða nánast enginn, þar sem söltunin nýtur ekki góðs af því þótt dollar styrkist. „Það sem helst getur hjálpað okkur núna er lækkun nafnvaxta og raunvaxta," sagði Arnar. Vinnuveitendur hafa reiknað það út að fyrr en síðar þurfi að koma til gegnisleiðrétting sem væri á bilinu 10 til 12%, þá með fyrir- sjáanlegar kostnaðarhækkanir, þegar líða tekur á haustið, í huga. -ABÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.