Tíminn - 29.08.1989, Blaðsíða 5
Þriðjudagur 29. ágúst 1989
Tíminn 5
Patreksfjörður missti tvö skip úr byggðarlaginu á uppboði:
Hlutafélag heimamanna
fór halloka í slagnum
Tvö skip sem áður voru í eigu Hraðfrystihúss Patreks-
fjarðar voru seld á uppboði í gær. Nýstofnuðu hlutafélagi
heimamanna tókst ekki að kaupa skipin og halda þar með
þorskveiðikvótanum, sem er samtals um fjögur þúsund
tonn, í heimabyggðinni. Þar með er farinn úr byggðarlag-
inu 80% þess kvóta sem tilheyrði þvi í vor, en fiskiskipið
Patrekur var seldur á uppboði með sama hætti fyrir um
tveimur mánuðum.
Þrymur BA 7 var sleginn
Byggðastofnun á 150 milljónir
króna en tryggingamat skipsins er
185 milljónir króna. Sigurey BA 25
var slegin Stálskipi hf. í Hafnarfirði
fyrir 257,5 milljónir króna, trygg-
ingamat togarans er 190 milljónir
króna. Hlutafélag heimamanna,
Stapar hf., reyndi til hins ýtrasta að
ná kaupum á Sigurey og komu
fram hátt í eitt hundrað boð í
skipið á uppboðinu. Stapar átti
næsthæsta boð í Sigureyna en það
var eitthundrað þúsund krónum
lægra en boð Stálskips.
Fyrir uppboðið var búist við að
einhver af stærstu kröfuhöfunum í
þrotabúið, Byggðastofnun, Lands-
bankinn eða Fiskveiðasjóður
myndu leysa skipin til sín og semja
síðan við heimamenn um kaup-
verðið.
Byggðastofnun samþykkti fyrir
nokkru að krefjast uppgreiðslu á
öllum lánum stofnunarinnar til
fyrirtækisins sem tryggð eru með
veði í skipunum tveimur. Varlánið
vegna Sigureyjarinnar 40 milljónir
króna. Var þetta gert til að stuðla
að því að skipin yrðu ekki seld úr
plássinu. Jafnframt var samþykkt
að ef heimamenn keyptu skipin þá
yrðu lánin framlengd.
Sigurður Viggósson stjórnarfor-
maður Hraðfrystihússins og
oddviti Patreksfjarðarhrepps sagði
í samtali við Tímann í gær að þessi
sala væri gríðarlegt áfall fyrir
byggðarlagið. Aðspurður sagði
Sigurður að þó svo að hægt yrði að
kaupa Þrym af Byggðastofnun þá
hefði það lítið að segja því skipið
hefði einungis 550 tonna fastan
kvóta og aflaði um þúsund tonna á
ári. í þessu máli hefðu kaup á
Sigureynni ráðið úrslitum. Að-
spurður um hvort heimamenn
muni reyna að kaupa Þrym til baka
sagði Sigurður: „Auðvitað munum
við reyna að berjast áfram. Þetta
var mikið áfall og ég vil sem minnst
um slíkar ráðstafanir segja í bili.
Það er sorglegt að sú staða sé
komin upp að skipin fara héðan úr
plássinu þó svo að menn hafi lagt
allt sitt undir til að koma í veg fyrir
það. Verð Sigureyjarinnar er langt'
fyrir ofan raunvirði. Það er undra-
vert að það skuli vera svo góð
afkoma í útgerðinni að menn geti
ráðist í slíkt. Þetta er eitthvað
annað en við höfum kynnst hér, en
þetta er dæmigerð afleiðing þeirrar
sjávarútvegsstefnu sem hefur verið
farin.“
Tryggingamat Sigureyjarinnar
er 190 milljónir króna og er kaup-
verðið því um 30% yfir trygginga-
matinu, og sagði Sigurður að
greinilegt væri að menn væru að
sækjast eftir kvóta skipsins. - Þess
má geta að Stálskip hf. í Hafnar-
firði á togarann Ými.
í dag var ráðgert að bjóða upp
vinnsluhús Hraðfrystihússins
ásamt lítilli íbúð sem er í eigu
fyrirtækisins. SSH
Um 2.500 slasaðir í íþróttum á Slysadeild á einu ári:
7 íþróttaslys að
jafnaði daglega
Um 2.500 sinnum tók Slysadeild
Borgarspítalans til meðhöndlunar
fólk er slasast hafði vegna íþrótta-
iðkana á eins árs tímabili. Þetta
svarar til nær 7 íþróttaslysa að
meðaltali á degi hverjum. Lang-
flestir höfðu slasast í fótboltaleik,
eða um 1.100 manns þetta ár. Þá
slösuðust um 330 í handbolta og
um 160 í körfubolta, eða samtals
1.590 manns við iðkun þessara
þriggja tegunda boltaleikja. Af
öðrum algengum íþróttaslysum má
nefna 210 slasaða skíðamenn, 170
slasaða í leikfimi og 130 slasaða
hestamenn.
Sérstök rannsókn var gerð á
Slysadeild Borgarspítalans á öllum
íþróttaslysum sem meðhöndluð
voru þar á einu ári, frá aprílbyrjun
1986 til marsloka 1987. Að sögn
Gunnars Þórs Jónssonar, yfirlækn-
is voru þar teknar fyrir allar sjúk-
dómsgreiningar, flokkaðar eftir
íþróttagreinum, hvar slysið átti sér
stað og á hvaða líkamshluta menn
höfðu slasast. Úrvinnsla þessara
upplýsinga stendur nú yfir og áætl-
að að birta niðurstöður í lækna-
tímaritum næsta vetur, væntanlega
bæði hérlendis og erlendis.
Mars var skæðasti mánuðurinn
varðandi íþróttaslys, þá nóvember
og október, en þessir þrír mánuðir
skáru sig úr með slysafjölda. Hlut-
fallslega flestir slasaðir íþróttaiðk-
endur koma á Slysadeild á milli
klukkan 7 og 10 á kvöldin, enda
bæði íþróttaleikir og æfingar al-
gengar á þeim tíma dagsins.
Hvað varðar stóran hlut fótbolt-
ans í íþróttaslysunum sagði Gunn-
ar Þór að hafa verði í huga að
fótboltinn er langvinsælasta
íþróttagreinin - bæði innan
íþróttafélaganna og ekki síður í
leikjum bæði barna og fuliorðinna,
t.d. vinnustaðahópa. Þótt slysin
séu flest í þessari grein sé því ekki
þar með sagt að hún þurfi að vera
öðrum íþróttum hættulegri.
Ökli er sá partur líkamans sem
hættast er við skakkaföllum við
Flest íþróttaslys verða í knattspyrnu sem er ein vinsælasta íþróttagreinin.
Hér má sjá Guðmund Steinsson, nýbakaðan bikarmeistara, eftir samstuð
við Leifturskappann Árna Stefánsson á Laugardalsvelli í fyrra.
Tímamynd: Pjetur
íþróttaiðkun. Nær fjórðungur
þeirra slösuðu, eða um 600 manns
kom með slasaðan ökla, brot elleg-
ar slitin eða tognuð liðbönd. Þá eru
algeng slys á höndum, rist/tám og
hnjám - um 300 slys í hverjum
flokki.
Tala slasaðra og gróf flokkun
kemur fram í ársskýrslu Borgar-
spítalans árlega. Af rúmlega 33
þús.slösuðum á s.l. ári eru um
2.900 slys skráð sem íþróttaslys,
þar af um 2.850 á íþróttasvæði,
hvar af 1.300 voru við félags-
bundna íþróttaiðkun. Af þeim
slösuðu voru um 2.100 karlar en
um 800 konur.
Vegna slysa á vinnustað leituðu
um 6.440 manns á Slysadeild s.l. ár
og 640 til viðbótar sem voru á leið
til og frá vinnu. - HEI
Starfsmenn Islenska útvarpsfélagsins voru kampakátir í tilefni af þriggja ára
afmælis Bylgjunnar sem var í gær. Páll Þorsteinsson og Þorgeir Ástvaldsson
takast hér í hendur. Á þessum tímamótum flutti Bylgjan sig um set og hefur
útvarpsstöðin nú hreiðrað um sig í Sigtúni 7, þar sem Stjarnan er til húsa.
Tímamynd: Árni Bjurna
Hnífstunga:
Urskurðuð í gæslu
Rúmlega tvítug stúlka sem stakk
mann með hnífi aðfaranótt laugar-
dags, hefur verið úrskurðuð í gæslu-
varðhald til 20. september næstkom-
andi. Atburðurinn átti sér stað á
veitingahúsi við Austurstræti um
klukkan hálf þrjú um nóttina.
Maðurinn var fluttur á sjúkrahús,
þar sem hann gekkst undir aðgerð.
Stúlkan var handtekin og færð til
yfirheyrslu hjá Rannsóknarlögreglu
ríkisins. -ABÓ
Lafontaine á íslandi
Oskar Lafontaine forsætisráð-
herra Saarlands, eins af þýsku sam-
bandsríkjunum, og einn af þremur
varaformönnum þýska Jafnaðar-
mannaflokksins er nú staddur hér á
landi. Lafontaine er hér á vegum
Alþýðuflokksins og mun hann skýra
frá hugmyndum sínum um nýja
jafnaðarstefnu.
Fontaine hefur verið í fararbroddi
þýskra stjórnmálamanna sem hafa
barist fyrir afvopnun, umhverf-
isvernd, lokun kjarnorkuvera og því
að aðstoð við þróunarlöndin verði
aukin. Einnig hefur hann mælt fyrir
endurskoðun skattakerfisins, aukn-
um barnabótum og auknum mark-
aðsbúskap. Þá telur Fontaine að í
styttri og sveigjanlegri vinnutíma
geti falist lausn á atvinnuleysinu.
Talið er líklegt að Fontaine verði
valinn kanslaraefni þýskra jafnað-
armanna í kosningunum 1990.
Hann varð forsætisráðherra Saar-
lands 1985 er hann leiddi jafnaðar-
menn til stórsigurs í kosningum til
þingsins. Áður hafði Fontaine gegnt
starfi borgarstjóra höfuðborgar Sa-
arlands, Saarbrucken, frá 1976.
Oskar Lafontaine varaformaður
þýska Jafnaðarmannaflokksins á
blaðamannafundi í gær.
Tímamynd: Árni Bjama
Fontaine er formaður nefndar inn-
an þýska Jafnaðarmannaflokksins,
sem hefur það verkefni að marka
stefnu flokksins fyrir næsta áratug
undir yfirskriftinni „Framfarir 90“.
Þar eru tekin sérstaklega fyrir um-
hverfis- og efnahagsmál. SSH