Tíminn - 29.08.1989, Blaðsíða 15
Þriðjudagur 29. ágúst 1989
Tíminn 15
lllllllllllllllllllllllllll IÞRÓTTIR IIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIM
Framarar hlaupa sigurhring með bikarinn eftir sigurinn gegn KR á sunnudag. Ómar Torfason og Birkir Kristinsson markvörður halda á bikarnum og Steinn
Guðjónsson réttir félögum sínum hjálparhönd. Tímamynd: Pjetur.
Knattspyrna 1. deild:
Fylkissigur
Fylkismenn lyftu sér úr botn-
sæti Hörpudeildar með 3-1
sigri á Yalsmönnum, sem töp-
uðu fjórða leik sínum í röð. Óll
mörkin voru gerð í fyrri hálf-
leik. Sævar Jónsson kom Val
yfir úr vítaspyrnu, en Baldur
Bjarnason jafnaði fyrir Fylki.
Örn Valdimarsson kom Fylki
síðan yfir úr vítaspyrnu og
Finnur Kolbeinsson innsiglaði
síðan 3-1 sigur Fylkis. Fylkis-
menn eru enn í mikilli fallhættu
í deildinni þrátt fyrir sigurinn.
Bl
Slæm staða
Keflvíkinga
Skagamenn unnu Keflvík-
inga með einu marki gegn engu
þegar liðin mættust á Akranesi
á laugardag. Aðalsteinn Víg-
lundsson gerði eina mark leiks-
ins i upphafi síðari hálfleiks.
Staða Keflvíkinga á botni 1.
deildar er nú orðin mjög alvar-
leg. Aðeins kraftaverk getur
orðið bjargað liðinu frá því að
falla í 2. deild. BL
Staöan í 1. deild:
FH ............ 14 7 5 2 20-11 26
Fram .......... 15 8 2 5 19-13 26
KA ............ 14 6 6 2 19-12 24
KR ............ 14 6 5 3 22-17 23
Valur.......... 15 6 3 6 16-14 21
Akranes........ 14 6 2 6 14-16 20
Víkingur....... 14 4 5 5 21-19 17
Þór............ 15 3 6 6 16-23 15
Fylkir......... 15 4 1 9 15-28 13
Keflavik....... 14 2 5 7 15-24 11
Mjólkurbikarkeppnin í knattspyrnu:
ENN VERDA KR4NGAR AD
BÍDA EFTIR BIKARNUM
Framarar gerðu út um leikinn á hálftíma
„Reynsla okkar i leikjum sem
þessum gerði útslagið. Við lékum
vel í leiknum og mörkin þrjú í fyrri
hálfleik voru glæsileg. í síðari hálf-
leik var vörnin sterk og KR-ingar
náðu ekki að skapa sér færi. Við
áttum hættulegri færi í síðari hálf-
Ieiknum þrátt fyrir varnarleik. Við
lékum mjög vel og ég er ánægður.
Nú er toppbaráttan í 1. deildinni
framundan, þar er allt opið enn og
nú setjum við stefnyna á að vinna
tvöfalt í ár,“ sagði Asgeir Elíasson
þjálfari Fram eftir bikarúrslitaleik-
inn á sunnudag.
Ian Ross þjálfari KR var ckki jafn
brosmildur og Ásgcir. „Frain var
betra liðið í þessum leik, þeir unnu
leikinn í fyrri hálfleik. Reynsla
þeirra skipti miklu máli og skipti
sköpum. Við KR-ingar grátum þó
ekki, en erum samt mjög vonsvikn-
ir,“ sagði Ross.
Fyrri hálfleikur bikarúrslitaleiks-
ins á sunnudag var mjög skemmtileg-
ur á að horfa og stemningin á
vellinum var frábær. Falleg mörk á
færibandi, skemmtilegur samleikur
og þessi hálfleikur verður lengi í
minnum hafður. Undirritaður minn-
ist þess ekki að hafa augum litið
fjörugri 30 mín. í knattspyrnuleik,
en fyrstu 30 mín. þessa leiks.
Fjörið hófst á 9. mín. Pétur
Ormslev gaf góða sendingu upp í
hægra hornið á Pétur Arnþórsson,
sem síðan gaf fyrir markið á Guð-
mund Steinsson. Guðmundur snéri
sér við og sendi knöttinn í mark
KR-inga, 1-0. Sérlega vel að verki
staðið hjá leikmönnum Fram.
Á 14. mín. dró til tíðinda hinum
megin á vellinum. Pétur Pétursson
komst innfyrir vörn Fram, en Birkir
varði fast skot Péturs í horn. Rúnar
Kristinsson fékk knöttinn úr horn-
spyrnunni, lék á einn Framara við
endamörkin og gaf síðan fyrir á
Pétur Pétursson sem skallaði knött-
inn í netið, 1-1.
Þremur mín. síðar náðu Framarar
aftur forystunni. Ragnar Margeirs-
son gaf góða sendingu út í vinstra
hornið á Stein Guðjónsson, sem
síðan gaf fyrir markið. Þar var Pétur
Ormslev réttur maður á réttum stað
og skallaði í netið, 2-1.
Tíu mín. síðar fékk Sæbjörn
Guðmundsson upplagt færi, en Birk-
ir varði skot hans.
í næstu sókn skoruðu Framarar
þriðja mark sitt. Pétur Ormslev lék
upp vinstri kantinn, gaf snilldar
sendingu inn fyrir vörn KR á Guð-
mund Steinsson sem sendi knöttinn
þegar í stað efst í KR-markið, 3-1.
Stuttu fyrir hlé náði Þorfinnur
markvörður KR knettinum, eftir
hættulega sókn Framara.
Síðari hálfleikur var tíðindalítill.
Framarar færðu sig aftar á völlinn
ákveðnir að halda sínum hlut. Það
tókst þeim líka og minnstu munaði
að þeim tækist að bæta við fleiri
mörkum.
Guðmundur Steinsson átti skalla
rétt framhjá marki KR á 55. mín. og
á 82. mín. skallaði Ríkharður Daða-
son hárfínt framhjá.
KR-ingar fengu einnig sín færi.
Pétur Pétursson slapp inn fyrir vörn
Fram á 64. mín. en féll við og náði
ekki skoti. Einn varnarmanna Fram
lá í Pétri og vildu KR-ingar fá
vítaspyrnu, en Óli Ólsen var á öðru
máli. Pétur var aftur á ferðinni á 89.
mín. en skot hans úr þröngu færi
sleikti stöngina utanverða.
Pétur Ormslev átti stórleik með
Fram í þessum leik. Sendingar hans
voru frábærar og eftir tvær slíkar
uppskáru Framarar tvö mörk. Ragn-
ar Margeirsson lék einnig mjög vel
og Pétur Arnþórsson var góður.
Aðrir leikmenn Fram skiluðu sínu
hlutverki vel með sóma, enda vanir
að leika mikilvæga leiki.
Rúnar Kristinsson og Pétur Pét-
ursson léku manna best í KR-liðinu.
Sérstaklega Rúnar meðan hann lék
á miðjunni, en eftir að hann var
færður fram í framherjastöðuna
hvarf hann alveg. Annars virkuðu
leikmenn KR taugaspenntir og
margar sendingar þeirra fór forgörð-
um. Þá var varnarleikurinn fálm-
kenndur lengst af og hugmynda-
auðgi vantaði í sóknarleikinn.
Fram vann. bikarinn því í 7. sinn
frá upphafi og í 5. sinn frá 1979, en
léku Pétur Ormslev og Guð-
mundur Steinsson báðir með liðinu.
KR- ingar verða enn að bíða eftir
bikarnum, en ósennilegt er að 22 ár
líði þangað til liðið mætir aftur til
úrslitaleiks í keppninni. BL
Knattspyrna 2. deild:
Stórsigur
Breiðabliks
Breiðabliksmenn unnu 5-0
sigur á Einherja frá Vopnafirði
er liðin áttust við á Kópavogs-
velli á föstudagskvöld. Jón
Þórir Jónsson skoraði þrennu
fyrir Kópavogsliðið og þeir
Jóhann Grétarsson og Guð-
inundur Guðmundsson gerðu
sitt markið hvor.
Lið Einherja er nú svo gott
sem fallið í 3. deild. Blikamir
eru ■ 4. sæti deildarinnar með
22 stig. BL
Tindastóll
sigraði á
Ólafsfirði
Tindastóll krækti sér í 3
mikilvæg stig í botnbaráttu 2.
deildar á föstudagskvöld er lið-
ið lagði Leiftur 1-0 á Ólafsfirði.
Eyjólfur Sverrisson gerði sigur-
mark Stólanna í síðari hálfleik.
í kvöld verður einn leikur í
2. deildinni. Einherji og ÍBV
eigast við eystra kl. 19.00. BL
Staðan í 2. deild:
Stjarnan .. 15 12 1 2 38-13 37
Viðir.... 15 10 2 3 21-15 32
ÍBV..... 14 9 0 5 37-27 27
Selfoss .... 15 7 1 7 19-25 22
Breiðablik .15 6 4 5 33-24 22
ÍR...... 15 4 5 6 17-20 17
Leiftur .... 15 4 5 6 13-16 17
Tindastóll .15 4 2 9 27-24 14
Völsungur .15 3 2 10 20-37 11
Einherji ... 14 3 2 9 17-40 11
Viðar Þorkelsson í háloftabardaga við einn varnarmanna KR. Jóhann Lapas
og Þorfinnur Hjaltason markvörður eru við öllu búnir við markið.
Knötturinn var mikið inní vítateig KR-inga í fyrri hálflcik og varnarmenn
liðsins höfðu nóg að gera. Þeim tókst ekki að koma í veg fyrir að Fram skoraði
þrjú glæsileg mörk. Framarar unnu bikarinn nú í 5. sinn síðan 1979, en léku
þeir Pétur Ormslev og Guðmundur Steinsson ■ fyrsta sinn til úrslita í
keppninni. Tímamynd: Pjelur.