Tíminn - 29.08.1989, Blaðsíða 4

Tíminn - 29.08.1989, Blaðsíða 4
4 Tíminn Þriðjudagur 29. ágúst 1989 Frá Fjölbrauta- skólanum í Breiðholti Haustönn Kl. 10.00-12.00 Kl. 13.00 Kl. 14.30 Kl. 15.15 Kl. 16.00-18.00 Föstudagur 1. september Kl. 9.00-10.00 Nýnematöflur afhentar, Dagskóli. Nýnemakynning. Kennarafundur. Deildarstjórafundur. Deildafundir. Töflur eldri nemendaafhentar, Dagskóli Laugardagur 2. september kl. 11.00 Skólasetning og útskrift nemenda ÍFella-og Hólakirkju. Mánudagur 4.september Kennsla hefst í dagskóla og kvöldskóla skv. stunda- skrá. Skólameistari. Nokkrir gúmmíbátar með afslætti. Nýkomin landbúnað- arleikföng. Mjög ódýrar bast- og gjafavörur. Úrval leikfanga á hagstæðu verði. 5% staðgreiðsluafsláttur, líka í póstkröfu. Póstsendum samdægurs. BÓNUS LEIKFÖNG Nýjar verslanir á gömlum grunni, Leikfangahúsið, Skólavörðustíg 8, Gjafahúsið, Bankastræti 14. Sími 91-14806. HEILSUGÆSLUSTÖÐ í VOGUM Tilboö óskast í aö Ijúka innréttingu í Heilsugæslustöðina í Vogum á Vatnsleysuströnd. Verkinu skal lokið fyrir 15. desember 1989. Útboösgögn veröa afhent á skrifstofu Innkaupastofnunar rikisins, Borgartúni 7, Reykjavík gegn 10.000,-kr. skilatryggingu. Tilboð verða opnuð á sama stað, þriðjudaginn 12. september ki. 11.00. INIMKAUPASTOFNUN RIKISINS BORGARTUNI 7. 105 REYKJAVIK ■■ ■ 1 r vovi ■ Mn r Sumartími: Skrifstofa Framsóknarflokksins, að Nóatúni 21 í Reykjavík, er opin alla virka daga frá kl. 8.00-16.00. Framsóknarflokkurinn. Kjördæmisþing Kjördæmisþing framsóknarmanna á Vestfjörðum verður haldið í Félagsheimili Patreksfjarðar þann 15. september n.k. og hefst kl. 17. Dagskrá samkvæmt samþykktum. Nánar auglýst síðar. Stjórn K.F.V. Tvær nýjar reglugerðir frá fjármálaráðuneyti um barnsburðarleyfi og veikindaforföll: Réttarbætur til nkisstarfsmanna í tveimur nýjum reglugerðum fjármálaráðuneytisins eru gerðar ýmsar mikilvægar réttarbætur um barnsburðarleyfi og veikindaforföll ríkisstarfsmanna í samræmi við kjarasamningana í vor. Meginbreytingarnar eru þær að viðmiðunartímabil vegna yfirvinnu og vaktaálags verður tólf mánuðir en var áður sex mánuðir. Þetta á bæði við um veikindaforföll og barnsburð- arleyfi. Er þessi breyting gerð meðal annars vegna þess að sex mánuðir þóttu knöpp viðmiðun þar sem ætla megi að barnshafandi kona hafi í ýmsum tilvikum lægri tekjur á með- göngutíma en ella. Konur í barnsburðarleyfi hafa nú venjulegan þriggja mánaða upp- sagnarfrest. Áður gilti sú regla að ef starfsmaður í barnsburðarleyfi hugðist segja starfi sínu lausu við lok leyfistímans var honum skylt að tilkynna það við upphaf barnsburð- arleyfisins. Hægt er að lengja barnsburðar- leyfi í tólf mánuði með því að jafna út launin. Áður var hægt að lengja leyfið að hámarki í níu mánuði með þessum hætti. Hægt er að skipta barnsburðar- leyfinu ef sérstaklega sendur á um heilsufar barns. í reglugerðinni um barnsburðar- leyfi eru ítrekuð þau ákvæði um að óheimilt sé að segja barnshafandi konu upp starfi nema af gildum ástæðum og um að skylt sé að færa barnshafandi konu til í starfi án launabreytinga ef slík tilfærsla telst æskileg af heilsufarsástæðum. SSH Foreldrasamtökin Vímulaus æska: Fagnaákvörðunum medferðarheimili Foreldrasamtökin Vímulaus æska hafa sent frá sér fréttatilkynningu þar sem þeirri ákvörðun ríkisstjórn- arinnar er fagnað að stofna meðferð- arheimili, með um tuttugu legupláss- um fyrir unga vímuefnaneytendur. Á framkvæmdarstjórnarfundi Vímulausrar æsku sem haldinn var 23. þessa mánaðar, var samþykkt ályktun þar sem samstarfsnefnd ráðuneyta í ávana- og fíkniefnamál- um er þakkað fyrir gott samstarf á undanförnum mánuðum. Jafnframt lýsa samtökin sig reiðubúin til áfram- haldandi samstarfs um þetta verk- efni. Ný IBM tölva er komin á markað. Um er að ræða fjölskyldutölvu af gerðinni PS/2. Henni fylgir litaskjár, mús til að auðvelda vinnslu og prentari. Auk þess fylgir henni forrit sem er hentugt fyrir alla almenna ritvinnslu svo og leikir fyrir börn og unglinga. Töivan verður kynnt í Kringlunni vikuna 25. ágúst til 2. september. Að kynningunni lokinni verður hún kynnt um allt land. -EÓ Gísli Ragnarsson ferfrá Landsbókasafninu til Menningarstofnunar Bandaríkjanna: Ráðinn í stöðu yf irbókavarðar Þann 21. ágúst s.I. tók Gísli Ragn- arsson við stöðu yfirbókavarðar Am- eríska bókasafnsins hjá Menningar- stofnun Bandaríkjanna, en hann var áður deildarstjóri hjá Landsbóka- safninu. Hlutverk Ameríska bóka- safnsins er fyrst og fremst að veita íslenskum almenningi hvers kyns upplýsingar um Bandaríkin. Alls telur safnið 8.000 titla sem spanna félagsvísindi, stjórnmál, utanríkismál, bókmenntir og listir, efnahagsmál, ferðalög, sögu og fleira þá eru einnig á boðstólum bandarísk dagböð, tímarit og mynd- bandasafn er telur 500 titla. Auk annarra starfa hefur Gísli fengist við þýðingar og á meðal verka sem hann hefur þýtt eru „Sjúk í ást“ („Fool for love“) eftir Sam Shephard, sem leikhópurinn „Ann- að svið“ sýnir um þessar mundir. Gísli hefur að baki BA próf í ensku og bókmenntafræði frá Háskóla ís- lands og MA próf í bókfræði og útgáfu og textafræði frá Háskólanum í Leeds. Kaupfélag Noröur-Þingeyinga reynir að koma í veg fyrir gjaldþrot og býöst til að borga 40% af skuldunum: Kaupfélagið á Kópaskeri hættir starfsemi sinni Á næstunni munu Kaupfplag Lang- nesinga á Þórshöfn og Kaupfélag Þingeyinga á Húsavík taka við rekstri Kaupfélags Norður-Þingey- inga. Kaupfélag Norður-Þingeyinga er að reyna að ganga frá nauðasamn- ingum við lánardrottna sína. Leitað er allra leiða til að koma í veg fyrir gjaldþrot. Kaupfélag Norður-Þingeyinga hefur nú boðið lánardrottnum sínum að borga 40% skulda gegn því að þeir felli niður það sem eftir stendur. Óvíst er hvort þessu tilboði verður tekið. Samhliða þessu er ætlunin að kaupfélagið hætti starfsemi en Kaup- félag Langnesinga og Kaupfélag Þingeyinga taki við starfseminni á Kópaskeri og Raufarhöfn. Fyrirhug- að var að ganga frá skiptingunni fyrir mánaðamót en það virðist ætla að dragast eitthvað. Kaupfélag Norður-Þingeyinga er 85 ára. Hjá því vinna að jafnaði um 40 manns. Á síðasta ári var velta þess um 300 milljónir. Skuldir félags- ins voru orðnar um 280 milljónir um síðustu áramót. Tap hefur verið lengi á rekstri félagsins og ekki hefur tekist að stöðva það, hvað þá að borga niður skuldir. Eysteinn Sig- urðsson kaupfélagsstjóri var spurður um ástæður fyrir þessu. „Þær eru ýmsar. Það er samdráttur í landbún- aði og í verslun á landsbyggðinni. Álagning í verslun er of lág og hrekkur alls ekki fyrir kostnaði. Fólk sækir verslun frá þessum litlu stöðum því það telur sig fá betri kjör annars staðar. Við eigum mjög erfitt með að sporna við þessu. Laun hækka og rafmagn hækkar en álagn- ing lækkar. Það er erfitt að ráða við stærstu útgjaldaliðina. Við ráðum t.d. ekki launum, rafmagnsverði, sköttum eða vöxtum.“ - Er svo komið að eina lausin sé að kaupfélagið hætti starfsemi? „Þegar fyrirtæki er komið í veru- lega neikvæða eiginfjárstöðu og tap- rekstur er viðvarandi þá þýðir það að annað hvort verður að fara í gjaldþrot eða reyna eitthvað annað. Menn eru sammála um að reyna allar aðrar leiðir en gjaldþrot. Það er þó engin almenn ánægja um svona ráðstafanir, síður en svo. Það er vitað að einhverjir munu missa atvinnuna og þetta á eftir að hafa slæm áhrif á allt hér á Kópaskeri." Kaupfélögin sem taka við rekstri Kaupfélags Norður-Þingeyinga taka ekki við skuldum þess. Kaupfélagið mun reyna að borga þær með því að selja eignir. Þegar búið verður að komast út úr þeim verður framtíð félagsins endanlega ákveðin. -EÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.