Tíminn - 29.08.1989, Blaðsíða 7

Tíminn - 29.08.1989, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 29. ágúst 1989 Tíminn 7 Þórarinn Þórarinsson: Ekki til neitt alheims- módel fyrir sósíalisma Gorbatsjov undirbjó breytingarnar í Ungverjalandi og Póllandi Fyrr á þessu ári fór Gorbatsjov forseti Sovétríkjanna í heimsóknir til London, Bonn og Parísar og ræddi við forráðamenn þar. Að mörgu leyti minna þessar ferðir á ferðalag Péturs mikla til Vestur-Evrópu á sinni tíð. Ferðalag Péturs opnaði Rússum útsýni til Vestur-Evrópu. í kjölfar þess fylgdi, að Rússar urðu fyrir margvíslegum áhrifum þaðan og hefur þeirra gætt meira og minna síðan. Gorbatsjov forseti Sovétríkjanna. Ferðir Gorbatsjovs til áður- nefndra höfuðborga í Vestur-Evr- ópu voru farnar í ekki ósvipuðum tilgangi og áðurgreint ferðalag Pét- urs mikla. í fyrsta lagi var það tilgangur Gorbatsjovs að kynna perestrojkuna og áhrif hennar á stjórnarhætti og stjórnarfar Sovét- ríkjanna og þær breytingar, sem hún hefði á utanríkisstefnu Sovét- ríkjanna. í öðru lagi var tilgangur Gorbatsjovs að greiða fyrir aukn- um viðskiptum við þessi lönd á sviði verslunar, iðnaðar, vísinda og margþættra menningarmála og búa þannig í haginn, að Evrópa gæti orðið sameiginlegt heimili allra Evrópuþjóða, sem Ameríku- menn gætu einnig litið á sem heim- ili sitt, enda ættu þeir flestir rætur sínar þar. Eftir heimkomuna flutti Gorbat- sjov langa ræðu á hinu nýja þingi Sovétríkjanna um þessar ferðir sínar og verður hér sagt frá nokkr- um atriðum hennar, en útlokað er að gera það öðru vísi en í stuttu máli. Að sjálfsögðu einbeitir Gorbat- sjov sér að málefnum Rússa heima fyrir. „En þau mega ekki leiða athyglina frá mikilvægi utanríkis- stefnunnar, ef við viljum ekki láta verkefni okkar hér heima vera óleyst. Utanríkisstefnan getur minnkað stríðshættuna, eflt öryggi landsins og skaðað þá ímynd Sov- étríkjanna erlendis sem er hagstæð hagsmunum okkar. Slík utanríkis- stefna bætir aðstæður okkar til að framkvæma innanríkisáætlanir okkar, og hjálpar okkur til að taka ákvarðanir um efnahagsmál, þjóð- félagsmál, menningarmál og hug- myndafræði, sem stuðla að árangri af framkvæmd perestrojku og tryggir þær breytingar sem við viljum ná fram. Nú, þegar Sovét- ríkin eru að takast á við gífurleg byltingarverkefni og vekja þjóð- ina, þörfnumst við hagstæðra er- lendra aðstæðna meira en nokkru sinni fyrr. Ég fór í þessar heimsóknir á ábyrgðarþrungnu augnabliki í þróun heimsmála, á þeim tíma þegar róttækar breytingar voru að ganga yfir í sósfalísku ríkjunum - á tíma sem ekki væri ofmælt að kalla tíma þáttaskila. Bakgrunnur þessara heimsókna mótaðist af mikilvægri pólitískri þróun, svo sem þeirri lokaályktun sem sam- þykkt var í Vín í janúar sl., nýlega höfnum samningaviðræðum um hefðbundin vopn og heri í Evrópu, og að áfram er haldið, eftir stutt hlé, utanríkis- og stjómmálaum- svifum bandarískra stjómvalda, og þar af leiðandi Nató. Pá vom einnig aðrir þættir sem gerðu þessar heimsóknir mikilvæg- ar á þessum tíma. Vestur-Evrópa er í vaxandi mæli að gera sér ljóst hve bráðnauðsynlegt er að komast að gagnkvæmum skilningi og hefja samvinnu við Sovétríkin. Hún er viljug til að ræða öll atriði með tilliti til raunveruleika samtímans og samræmingar hagsmuna. Hún hefur vilja á að afnema allar hindr- anir sem leitt geta til árekstra. Hvað varðar ágreiningsefni í Lundúnum, Bonn og París, þá snertu þau einkum hlutverk kjarn- orkuvígbúnaðar. f þeim umræðum voru mörg blæbrigði.Breska ríkis- stjórnin t.d. er haldin þráhyggju hvað varðar fælingarstefnuna. Vestur-Þýskaland er óttaslegið vegna stöðu sinnar mitt í kjarn- orkuandspæninu, sem gerir allan kjarnorkuvígbúnað mjög hættu- legan fyrir það. Frakkland vill viðhalda sérstöðu sinni innan Nató og talar um „hreinan pólitískan tilgang" með kjamorkuvígbúnaði sínum. ÖIl þrjú ríkin skírskota til skyldunnar við bandamenn sína. Sovétríkin eru andvíg kjam- orku-fælingarstefnunni, þar sem hún gæti gert að engu ávinninginn af niðurskurði hefðbundinna vopna, og er þar að auki í andstöðu við þá stefnu að uppræta beri hernaðarandspænið - mál sem mætir engum andmælum. Til að greiða fyrir Vínarviðræðunum, lögðu Sovétríkin fram sundurlið- aðar tillögur um afvopnun í áföng- um, og fylgdu þeim úr garði með yfirlýsingu um að þau væru reiðu- búin til að fækka einhliða eldflaug- um sínum í Evrópu, strax og við sæjum að Nató vildi hefja viðræður við okkur um skammdræg kjarn- orkuvopn. Margt fólk í Sovétríkjunum spyr sig einnar spumingar. Sumir birta hana opinberlega, svo ég sé mig knúinn að svara henni. Þessi spum- ing er: Hvað svo ef við göngum of langt og gerum óréttlætanlegar til- slakanir? Og ég dreg lærdóma mína frá Lenín. Ég segi með bestu sam- visku: Aðeins skynsamleg mála- miðlun getur fært heiminum frið og komið á eðlilegum alþjóðasam- skiptum. Samfélög þjóðanna á hnettinum, að minnsta kosti eins og við sjáum þau, eru reiðubúin til slíkra málamiðlana, og reynslan sannar að þar höfum við rétt fyrir okkur. Heimurinn verður að hverfa frá óvinarímyndinni, og það getur hann gert. Svo þegar komið er með úrelt ummæli sem því miður eiga sér enga stoð í veru- leikanum lengur, um óvini allt í kringum okkur, þá segjum við aðeins að við hörmum að þeir sem segi svo hafi ekki lært og ekkert skilið, áfjórum árum perestrojku. Ef við lokum augunum fyrir því, að Vesturlönd eru viljug til að mæta okkur á miðri leið, þá ein- földum við hlutina um of. INF samningurinn sem er viðurkenndur sem mikilvæg söguleg skilaboð, er framkvæmdur undanbragðalaust. Bandaríkin hafa ekki hækkað fjár- framlög sín til hernaðar undanfarin þrjú ár. Þingmenn reyna að finna leiðir til sparnaðar, er þeir eru að fjármagna ýmsar hernaðaráætlan- ir. Bandaríkin hafa flutt marga kjarnaodda frá Evrópu og boðað stöðvun á framleiðslu plútoníum og þrívetnis til vígbúnaðar, og skorið niður áætlun sína um fram- leiðslu á skriðdrekum. Vestur- þýsku Pershing-1 eldflaugarnar hafa verið eyðilagðar allar með tölu. Viðbrögð Bush forseta og Nató við tillögum Sovétríkjanna um fækkun hefðbundinna vopna í Evrópu, munu vissulega færa lausn þessa máls nær. Annar áfangi Vínarviðræðnanna fjallaði um öll þessi mál af áhuga. Aðilar voru ákafir í að mæta hver öðrum á miðri leið, og það gerðu þeir til að ná samkomulagi um bann við efnavopnum. Þetta eru allt mjög alvarlegir og áhugaverðir hlutir, vissulega. En það er ekki þar með sagt, að hernaðarleg og pólitísk umsvif Bandaríkjanna og Nató takmarkist við þetta eitt. Aðrir þættir aðgerða þeirra sem ógna friðnum hafa kom- ið fram í dagsljósið, og nægir þar að nefna nokkra punkta í Brússel- yfirlýsingu Nató. Þó er þróunin núna vænleg og lofar nýjum horfum og nýjum hug- myndum í sambandi við samskipti ríkja. Þetta kom fram í þeim viðræðum sem ég átti um þróun Evrópu í þessum þrem heimsóknum mínum. Þessar viðræður voru mál- efnalegar, uppbyggilegar og inni- haldsríkar. Jákvæð afstaða til hug- myndarinnar um Evrópu sem heimili þar sem við byggjum ðll, endurspeglaðist í sameiginlegri yfirlýsingu Sovétríkjanna og Vest- ur-Þýskalands, í ummælum Mitt- errands forseta, og í viðbrögðun- um við ávarpi mínu í Strassburg. Umræðumar um málefni Evr- ópu verða æ árangursríkari, og möguleikarnir batna með hverjum deginum, eftir því sem Vesturlönd gera sér ljósari grein fyrir því. Vestrænar tilraunir til að skapa óstöðugleika í sósíalísku ríkjun- um, og nota til þess þær breytingar sem þar em að verða, eru ósam- þykkjanlegar og jafnvel skaðlegar fyrir Vesturlönd sjálf. Ég finn mig einnig skyldugan til að leggja áherslu á (og það sanna viðræður mínar í þessum heimsóknum), að fleira og fleira fólk á Vesturlöndum gerir sér fulla grein fyrir því að perestrojka í Sovétríkjunum, þýðir ekki að Sovétríkin séu að hverfa aftur til kapítalisma, og að þjóðin treystir á sín eigin verðmæti eins og hún hefur gert hingað til, í tilraun- um sínum til að lagfæra sósíalism- ann. Ég sá merki þessa með eigin augum í viðræðum sem ég átti í heimsóknunum." Viðræður Gorbatsjovs við valda- menn í London, Bonn og París snerust að verulegu leyti um má- lefni og framtíð Evrópu. Gorbat-” sjov lagði mikla áherslu á að kynna hugmyndir sínar um Evrópu sem heimili allra þjóða þar og telur þær hafa mætt skilningi. Til þess að fylgja því máli eftir hélt hann til Strassburg og flutti þar ræðu um Evrópumálin á fundi hjá Evrópu- ráðinu og ræddi við ýmsa forustu- menn í ráðinu. í ræðu sinni á þingi Sovétríkjanna lýsti hann þeirri skoðun sinni, að Evrópuráðið gæti orðið einn burðarásinn í hinu nýja Evrópuheimili, sem hann hefur látið sig dreyma um. Meðan Gorbatsjov var í London, Bonn og París ræddi hann og félagar hans við ýmsa fulltrúa einkafyrirtækja þar og var gengið frá mörgum samningum. „Við höf- um bunka af undirrituðum samn- ingurn," sagði hann, „ varðandi efnahagsmál, vísindi og tækni. Viðfangsefnið er því að gera þau virk í efnahagsumbótunum, að . skapa raunhæfan grundvöll að beinum efnahagstengslum, þar á meðal tengslum lítilla og meðal- stórra fyrirtækja, og að fá sameig- inleg fyrirtæki sem framleiða neysluvaming til að skila góðum afköstum. Það eru uppi áætlanir um samvinnu við frönsk fyrirtæki um landbúnað og skógrækt. Vest- ur-þýsk og ítölsk fyrirtæki ætla að hjálpa okkur við að gera léttaiðnað okkar nýtískulegri. Þá hafa opnast tækifæri til samvinnu á þróaðri sviðum, svo sem þujiga geim- ferðapalla, flugvélasmíði, hraðl- estarflutninga, fjarskiptatækni, sjónvörp af annarri kynslóð o.s.frv. Við bindum miklar vonir við byggingu efnahags- og iðnað- armiðstöðva í Leníngrad og Vest- ur-Þýskalandi. Það er eins konar þversögn í því, að áður fyrr álitum við að mestu hindranirnar og erfið- leikarnir í sambandi við fram- kvæmd utanríkisstefnu okkar yrðu á sviði mannréttinda og vígbúnað- artakmarkana. Okkur fannst efna- hagsmálin einfaldari og um þau þóttumst við vita meira. Nú höld- um við hins vegar trúlega að þessu sé þveröfugt farið. Við skulum vera hreinskilnir: Erfiðleikarnir á þessu sviði eru ekki aðeins tengdir þeim hindrunum sem Vesturlönd hafa lagt í veg viðskipta við okkur, (slíkar hindranjr eru til og þeim er viðhaldið), heldur tengjast þeir einnig tregðu okkar og íhaldssemi, vanhæfni okkar í að þróa með okkur efnahagslegt hugarfar sam- fara perestrojku, og hreint út sagt, vanhæfni okkar til að starfa á erlendum mörkuðum, hæfileika- skorti og stundum blátt áfram leti.“ Frá Strassburg hélt Gorbatsjov til Búkarest og sat þar fund Var- sjárbandalagsins og kom óbeint fram í ræðu Gorbatjovs, að sá fundur var haldinn til að fá stuðn- ing bandalagsins við þær breyting- ar, sem eru að verða á stjórnarhátt- um í Póllandi og Ungverjalandi. Gorbatsjov fórust þannig orð: „Þessi fundur brást á uppbyggi- legan hátt við tillögum Brússel- fundar Nató-ríkjanna, og staðfestu að þau hefðu í vissum skilningi mætt Varsjárbandalagsríkjunum á miðri leið, í umfjöllun um tillögur þeirra um fækkun í herjum og niðurskurð hefðbundins vígbúnað- ar. Fundurinn sýndi vitund um nauðsyn þess að breyta bandalag- inu úr hernaðar- og stjórnmála- bandalagi, í stjórnmála- og hernað- arbandalag, með tilliti til hins nýja veruleika í Evrópu og heiminum í heild. Það hjálpar okkur til að ná því marki sem við höfum sett okkur: Að undirbyggja þá þróun í Evrópu að hægt verði að leysa upp bæði Varsjárbandalagið og Nató. Þangað til slíkar aðstæður skapast viljum við þróa tengslin milli bandalaganna á grundvelli þar sem ekki ríkir andspæni. Þessi fundur bandalags okkar var með nýju sniði, og einkenndist af hreinskilni og heiðarlegum skil- greiningum á atburðunum. Að sjálfsögðu voru þar skiptar skoðan- ir. Við sjáum ekkert illt í því. Þeir tímar eru liðnir þegar allir voru sammála. En þrátt fyrir allar mis- munandi skoðanir, og þrátt fyrir það að hvert og eitt Varsjárbanda- lagsríkjanna hefur sín séreinkenni í þróun innan- og utanríkisstefnu, var fundurinn áhrifarík sönnun á gagnkvæmum pólitískum skilningi og samvinnu Varsjárbandalags- ríkjanna. Það kom skýrt í ljós að öll ríkin voru sammála um mikil- vægustu lykilatriði alþjóðamála samtíðarinnar. Og það gerði þeim kleift að móta sameiginlega stefnu í utanríkismálum. Búkarestfundurinn var einnig sönnun þess að ný tegund er að mótast innan hins sósíalíska þjóð- asamfélags, samskipta sem byggj- ast á fullu jafnrétti, sjálfstæði og sjálfstjóm. Nú er öllum orðið ljóst að það er ekki til neitt alheims- módel fyrir sósíalisma og að enginn hefur einkarétt á sannleikanum. Hver þjóð verður sjálf að ákvarða framtíð síns eigin lands, og kjósa sér það þjóðfélagsform sem henni hentar. Aldrei má koma til erlendr- ar íhlutunar, undir neinu yfirskini, og aldrei má gera neinar tilraunir til að þvinga eitt ríki til að fara eftir annars uppskrift að þjóðfélagi eða stjórnmálastefnu.“

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.