Tíminn - 29.08.1989, Blaðsíða 6

Tíminn - 29.08.1989, Blaðsíða 6
6 Tíminn Þriðjudagur 29. ágúst 1989 Timinn MÁLSVARIFRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og ___Framsóknarfélögin í Reykjavík Framkvæmdastjóri: Ritstjórar: Aðstoöarritstjóri: Fréttastjórar: Auglýsingastjóri: Kristinn Finnbogason Indriði G. Þorsteinsson ábm. IngvarGíslason OddurÓlafsson BirgirGuðmundsson EggertSkúlason Steingrí mur G íslason Skrifstofur: Lyngháls 9, Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasími: 680001. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn, fréttastjórar 686306, íþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Blaðaprent h.f. Frá og með 1. mars hækkar: Mánaðaráskrift í kr. 1000,-, verð í lausasölu í 90,- kr. og 110,- kr. um helgar. Grunnverð auglýsinga kr. 660,- pr. dálksentimetri Póstfax: 68-76-91 Hagnýting f iskstofna Hafrannsóknarstofnun ætlar að þorskstofninn á íslandsmiðum sé tæplega ein milljón og eitt- hundrað þúsund tonn. Ekki er gefið upp hvað þetta séu margir fiskar, ef þeir væru taldir einn og einn og þaðan af síður hversu stór og þungur hver fiskur er nema það verði næsta spurningin sem vísindum er ætlað að svara. Af þessari rúmlega einu milljón tonna af þorski í íslenskum sjó eru aðeins 340 þús. tonn sem hrygna og gefa af sér afkvæmi til að halda stofninum við. Það fer því ekki milli mála að mikil nauðsyn er á því að veiða hóflegt magn af þorski og miða veiðina við það að þorskstofninn haldist vel við. Um þetta eru vafalaust allir sammála. Til þess má ekki koma að þorskveiðar séu svo miklar að stofninn gangi saman, hvorki heildarstofn né hrygningarstofn. Hins vegar fer því fjarri að menn séu á eitt sáttir um, hvernig bregðast eigi við viðvörunum Hafrannsóknarstofnunar um gætni í þorskveiðum. Út af fyrir sig þarf það ekki að koma á óvart, þótt sjónarmiðin séu mismunandi hvað þetta varðar, því að hagsmunaárekstrar koma aldrei betur í ljós en þegar að þrengir. Einmitt þess vegna er nauðsynlegt að ríkisstjórn og hagsmunaaðilar taki sér góðan tíma til þess að ákveða hvernig brugðist verður við tillögum fiskifræðinganna. Sá tími ætti að vera liðinn að menn séu að deila við Hafrannsóknarstofnunina um meginstaðreynd- ir um ástand fiskstofna. Óhjákvæmilegt er að upplýsingar fiskifræðinganna séu virtar og lagðar til grundvallar því hversu mikið er veitt. Ef bregða á út af tillögum þeirra verður að gera það með fullgildum rökstuðningi, en hvorki óskhyggju um að fiskifræðingum geti skjátlast (sem vel gæti þó verið) né sífelldri frestun á því að styrkja veiði- stofna og auka nýliðun þeirra með framtíðarhags- muni í huga fremur en að einblína á hagsmuni líðandi stundar. Lífríki hafsins er aðalauðlind íslensku þjóðar- innar. Þessa auðlind á að skoða sem þjóðareign og nýta með hagsmuni þjóðarbúskaparins alls fyrir augum. Ráðamenn þjóðarinnar verða að gera sjálfum sér og allri íslensku þjóðinni grein fyrir hvað sé þjóðhagslega drýgst og ábatasamast í því efni. Ekki er síður ástæða til að beina slíkri kröfu til þeirra sem ráða rekstri sjávarútvegsgreina, þ.e. fiskiskipaútgerð og fiskvinnslu. Mörgum þykir nóg um þá togstreitu sem forráða- menn í þessum greinum leyfa sér að ala á milli þessara tveggja greina sjávarútvegs, þótt þessi skipting milli útgerðar og vinnslu sé í rauninni óæskileg og því verri í þjóðhagslegu tilliti sem reynt er að gera meira úr henni. Það á að vera meginatriði í skipulegri nýtingu fiskimiðanna að líta á veiðar og vinnslu sem eina heild. Slíkt er hagkvæmast fyrir þjóðarbúskapinn og tryggir best atvinnuöryggi í sjávarútvegsgreinum. GARRI ISLENSKT VAL Nú f'yrir skömmu stóðu yfir ís- lcnskir dagar hér í nokkrum versl- unum KRON í Reykjavík. Þetta var vissulega þarft framtak hjá kaupfélaginu, og tókst enda vel í alla staði, eftir því sem fréttir hafa horist af. Það fer ekki á milli mála að hér var verið að huga að hlutum sem skipta máli, núna þegar manni er sagt að þjóðin stefni inn á sam- dráttarskeið. Hér á landi er nefni- lega haldið uppi margs konarfram- leiðsluiðnaði. Hér innanlands eru framleiddar fjölmargar nauðsynja- vörur fyrir heimilin og atvinnulífið. Nauðsynjavörur sem um leið eru í samkeppni við aðrar vörur sem fluttar eru inn frá útlöndum. Um samkeppni er vitaskuld ekki nema gott eitt að segja og þessu fylgir þá líka að íslensku vörurnar verða að vera samkeppnisfærar við þær útlendu í gæðum og verði. En að ýmsu fleiru en þessu tvennu er þó að hyggja þegar fólk velur á milli innlends og erlends. Atvinnan Sannleikurinn er vitaskuld sá að með því að kaupa íslenskt er fólk um leið að efla atvinnu hér í landinu. Þegar horft er fram á samdrátt í fiskafla, líkt og manni er sagt að sé núna framundan, þá þarf vitaskuld að skapa sem flest störf í landinu í öðrum greinum. Þar á meðal í iðnaði. Og störfum í iðnaði fjölgar ekki nema framleiðslan seljist. Það á fyrst og fremst við á innlendum markaði. Ef þjóðin fylgir almennt þeim sið að kaupa útlendar vörur í stað þeirra innlcndu þá verður það vitaskuld ekki til annars heldur en að samdrátturinn í fiskinum leggist af auknum þunga á iðnaðinn líka. Ef á hinn bóginn fólk reynir að nota íslenskar vörur alls staðar þar sem hægt er að koma því við þá verður samdrátturinn í iðnaðinum snöggtum minni en ella og jafnvel enginn. Og hugsanlega kemur þá upp sú staða hér að innlendur framleiðsluiðnaður geti jafnvel bætt á sig fólki og létt þannig samdráttinn sem verður í öðrum greinum. Með öðrum orðum, ef fólk kaup- ir almennt íslenskt fremur en útlent þá getur sú stefna orðið til þess að draga stórlega úr samdráttaráhrif- um hér á komandi misserum. Þar með gæti þetta orðið til þess að draga hér úr atvinnuleysi og auka framtak í landinu, á tímum þegar full þörf er á slíku. Það er þannig allt sem bendir í þá átt að rétt sé fyrir fólk að fylgja hér hvatningu kaupfélagsins og kaupa íslenskt. Með því er beinlínis verið að skapa hér atvinnu í landinu, sem full þörf er á nú um stundir. Gjaldeyririnn Önnur hlið er líka á þessu máli sem ástæða er til að huga að. Verði hér samdráttur í fiskafla þýðir það auðvitað einnig minnkaðar gjald- eyristekjur. Þegar venjuleg heimili sjá fram á tekjuskerðingu bregðast þau þannig við að þau reyna að draga úr útgjöldum. Þá er reynt að minnka eyðslu og fresta kaupum á dýrum hlutum sem hægt er að komast af án, að minnsta kosti um stundarsakir. Um þjóðarbúið gildir nákvæm- lega það sama. Ef horft er fram á tímabil þar sem fyrirsjáanlegt er að tekjur í erlendum gjaldmiðli verða minni en verið hefur þá verður að spara. Þá dugar ekki að slá bara lán og halda áfram óbreyttri eyðslu. Þá er margfalt mannslegra að draga saman um stundarsakir og eyða ekki uinfram það sem aflað er. Þetta eru búhyggindi sem hver einasta fjölskylda í landinu þekkir. Og í slíkum aðstæðum dugar ekki að hrópa bara á stjórnmála- menn og heimta að þeir dragi saman í útgjöldum ríkisins. Þá verður að hafa í huga að íslenska þjóðfélagið er í rauninni ekki ann- að en stór fjölskylda. Þá verða allir að leggja sitt af mörkum. Það þýðir að núna er komin upp sú staða að allir verða að taka sig á. Nú þarf þjóðin að spara erlenda gjaldeyrinn sinn, og það verður meðal annars best gert með því að snúa sér að íslensku vörunum. Með því að kaupa og nota íslenskar vörur í stað útlendra getur fólk hér haft geysimikil áhrif í þá átt að halda vöruskiptajöfnuðinum við útlönd í jafnvægi. Þannig að við eyðum ekki meiru en við öflum. Og á sama tíma verður slíkt til þess að fjölga störfum fyrir vinnufúsar hendur í landinu og draga verulega úr hættunni á því að draugur atvinnuleysisins kveðji dyra hjá íslenskum heimilum. Þess vegna var þetta framtak kaupfélagsins í Reykjavík þörf og tímabær áminn- ing. Ekki bara fyrir Reykvíkinga, heldur þjóðina alla. Garri. VÍTTOG BREITT Hátimbraðar f úahallir Ógnarlegar fréttir ganga um hrun stórbygginga og að púkka þurfi upp á þær fyrir ntilljarða króna til að þær haldist uppistand- andi og haldi vatni og vindum. Hvað frægast er viðvarandi hrun Þjóðleikhússins, sem nú er til með- ferðar í nefndum sérfræðinga á sviðum byggingarlistar og leiklist- ar. Langt er síðan farið var að gera við leikhúsið við Hverfisgötu, allt frá tröppunum, sem aldrei eru notaðar en molnuðu samt, upp í stuðlabergsdranga á þakbrúnum. En þetta hefur lítið að segja, því nú er upplýst að taka þurfi alla bygginguna í gegn fyrir miklar fjárhæðir og flytja listasvið stofn- unarinnar eitthvað annað á meðan. Um það bil sem mönnum var farinn að blöskra kostnaðurinn af viðgerð musterisins fyrir alvöru skilaði einhver úttektarnefnd skýrslu um ástand Þjóðminjasafns- ins, en sú bygging lekur og molnar og liggur allt sem í henni er undir skemmdum ef ekki verður snarað svo og svo mörg hundruð milljón- um í lekavarnir fyrr en síðar. Stórt skal það vera Allt þetta tíundaði menntamála- ráðherrann okkar á sunnudags- kvöldið og bætti við að enn væri eftir að breyta hverfinu sem gekk undir nafninu Mjólkurstöðin í Þjóðskjalasafn. Mjólkurvinnslusalirnir kváðu henta einstaklega vel sem geymslur fyrir þjóðskjöl, sem eru svo mikil að vöxtum að ekki dugir minna en eitt hverfi stórbygginga í höfuð- borginni til að hýsa þau. Sam- kvæmt höfðatölureglunni þyrfti heilar stórborgir í fjölmennari löndum undir þjóðskjalasöfn ef rétt er reiknað að allar byggingar gömlu Mjólkursamsölunnar fyllist af skjölum sem nauðsynlegt er að halda til haga. Hvað um það, ekki er annað eftir en að breyta salarkynnum mjólkurvinnslu í skjalageymslur og munu þær framkvæmdir kosta fremur hundruð milljóna en millj- arða. Og eitthvað liggur á að koma því í verk. Svo þarf að klára Þjóðarbók- hlöðu og byggja tónlistarhús og er það önnur og kostnaðarmikil saga. Viðhald á byggingarstigi Eina stórkirkjubyggingin sem hafist hefur verið handa um í Evrópu, kannski í öllum heimin- um, um og eftir miðbik þessarar aldar ber Reykjavík ofurliði á Skólavörðuholti og var ekki fyrr komin undir þak en farið var að halda byggingunni við með ærnum kostnaði. Mun sú kirkja seint fullsmíðuð þar sem skemmd kemur í Ijós á einum stað um svipað leyti og byggingu á að vera lokið á öðrum. Ef að líkum lætur munu viðgerðar- menn hanga utan í byggingunni um aldur og æfi á einum stað eða öðrum. Fjöldi annarra bygginga liggur undir skemmdum og mun það æra óstöðugan að fara að taka saman allt það sem gera þarf þeim til viðhalds og hvern þann sturlaðan sem reyndi að kalkúlera hver kostnaður yrði. Flöt þök leka og leka um land allt og áfram halda byggingamenn að smíða hús með flötum þökum, þótt þau séu heldur á undanhaldi sem betur fer. En seint gekk að komast í skilning um að flötu þökin henta ekki á íslandi. Og það er greinilega margt fleira í byggingalist sem ekki hentar veðráttunni eða þeim efnum sem notuð eru. Það er ekki andskota- laust að fjöldi bygginga, aðallega opinberra, sem aðeins eru nokk- urra áratuga gamlar skuli að hruni komnar og halda ekki einu sinni veðrum utanhúss, og vatnsagi flýt- ur um alla veggi og innviði. Oftast sýnist hafa verið byggt meira af kappi en forsjá og verk- kunnátta einfaldlega ekki verið fyrir hendi til að reisa byggingar eins og Þjóðleikhúsið og Þjóð- minjasafnið, svo að eitthvað sé nefnt. Og auðvitað er svo ekki farið að endurbæta fyrr en alltof seint og allt er komið í óefni. Enn er verið að reisa stórhýsi og fleiri eru ráðgerð. Engin trygging er fyrir því að fúskinu sé útrýmt og væri líklega ráð að bíða með öll stórvirki þar til tryggt verður að kunnátta í húsabyggingum sé fyrir' hendi, svo að ekki þurfi að fara að hefja dýrt viðhald áður en bygging- um er að fullu lokið. Svo væri ráð að einhver verði ábyrgur fyrir að rammgerð stein- hús standi eitthvað lengur en torf- bæimir gömlu, sem snöruðust eftir einn eða tvo mannsaldra, og þótti ekki tiltökumál. Annars best að hætta að byggja stórt og dýrt. OÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.