Tíminn - 16.09.1989, Side 4

Tíminn - 16.09.1989, Side 4
4 Tíminn Laugardagur 16. september 1989 Bráðabirgðatölur Fiskifélags Islands fyrir águst: Afli í ágúst 15 þús. t. minni en í fyrra Heildarafli landsmanna nam 49.762 tonnum í ágústmánuði sl. samanborið við 64.900 tonn í sama mánuði í fyrra. Þorskaflinn í ágústmánuði nú, var 26.229 tonn, en þar er um 10.700 tonnum minni afli en í fyrra og hefur þorskafli ekki orðið minni í ágústmánuði síðan 1985. Það sem af er árinu er heildaraflinn orðinn 1.109.090 tonn, en var fyrir sama tímabil í fyrra 1.132.415 tonn. Þetta kemur fram í bráðabirgðatölum Fiskifélags íslands. Fyrstu átta mánuði þessa árs er þorskaflinn orðinn 260.467 tonn, en það er um 16.200 tonnum minna, en sama tímabil 1988. Ef tekið er mið af meðalverði á óslægðum þorski, fyrstu fjóra mánuði ársins, er hér um að ræða verðmætatap sem nemur 700 milljónum króna. Grálúðuaflinn hefur það sem af er árinu aukist um 11.048 tonn miðað við í fyrra og er nú orðinn 54.980 tonn. Ef miðað er við sömu verðlagsforsendur og í dæminu hér að ofan, er um að ræða verðmætaaukningu sem nemur 550 milljónum króna. Heildar humarafl- inn varð 1646 tonn og er það um 500 tonnum minna en í fyrra og 1060 tonnum minna en 1987. Alls var úthlutað 2100 tonnum til 76 báta í ár og er þetta annað árið í röð sem verulega vantar á að bátarnir nái úthlutuðum kvóta. Þorskafli allra báta og skipa var í ágúst 26.229 tonn, þar af var hlutur Norðlendinga 7.949 tonn, Reyknes- inga 5.313 tonn, Vestfirðinga 5.004 tonn og Austfirðinga 2.706 tonn. í sama mánuði í fyrra var hlutur Norðlendinga 10.704 tonn, Reyk- nesinga 7.571 tonn, Vestfirðinga BRÚIN VÍGÐ EFTIRHELGI „Brúin sjálf er um það bil tilbúin og við opnum hana í næstu viku með formlegri vígslu,“ sagði Ingi Ú. Magnússon gatnamálastjóri í gær um nýju umferðarbrúna á Bústaða- vegi við Miklubraut. Hann sagði að eftir væri að koma fyrir umferðarljósum á gatnamótum Flugvallarvegar og ganga frá vega- slaufum kringum brúna og nýrri legu Litluhlíðar. Unnið er að þessu á fullu og sagði gatnamálastjóri að ætlunin væri að ljúka þessu öllu áður en brúin verður opnuð fyrir umferð svo ekki þurfi að koma til umferðartafa og vandræða síðar. -sá 7.561 tonn og Austfirðinga 3.574 tonn. Heildarafli í ágústmánuði var 49.762 tonn og var hlutur Norður- lands 13.414 tonn, Reykjaness 11.085 tonn, Vestfjarða 7.445 tonn, Vesturlands 5.094 tonn, Austfjarða 5.032 tonn og Suðurlands 3.672 tonn. Afli fluttur erlendis nam 4.020 tonnum. Af þorski kom mest á land í ágúst á Akureyri eða 2.235 tonn, 2043 tonn komu á land í Reykjavík, 1.615 tonn í Hafnarfirði, 1.004 tonn á ísafirði og 1.172 tonn af þorski voru flutt út. Þegar allar fisktegundir eru teknar saman, hefur mest verið landað í Hafnarfirði í ágúst sl. eða 4.505 tonnum, 3.750 tonnum í Reykjavík, 3.380 tonnum á Akureyri, 2.371 tonni á fsafirði, 2.052 tonnum í Vestmannaeyjum og 1.753 tonnum á Ólafsfirði. -ABÓ PÓST- OG SÍMAMÁLASTOFNUNIN Nemar óskast í símsmiðanám hjá Póst- og símamálstofnuninni í Reykjavík. Símsmiðanámið er 3ja ára bóklegt og verklegt nám, sem hefst með kennslu í jarðsímatengingum nú í haust. Fyrsti áfangi bóklega námsins verður næstkom- andi vor, en tveir seinni bóklegu áfangarnir verða þar næsta ár. Umsækjendur skulu hafa lokið grunnskólaprófi eða fornámi. Urnsóknir, ásamt heilbrigðisvottorði, sakavottorði og prófskírteini eða staðfestu Ijósriti af því skulu hafa borist Póst- og símaskólanum fyrir 25. september n.k. Umsóknareyðublöð liggjaframmi í Póst- og síma- skólanum, Sölvhólsgötu 11, Reykjavík, hjá dyr- avörðum Landssímahúss og Múlastöðvar og enn- fremur á póst- og símstöðvum. Nánari upplýsingar eru veittar í Póst- og síma- skólanum í símum 91-26000/385/386/336. HH 2 g J FÉLAGSMÁLASTOFNUN 1 I f REYKJAVÍKURBORGAR Heimilishjálp Starfsfólk vantar til starfa í heimilishjálp. Vinnutími eftir samkomulagi, allt niður í 4 tíma á viku. Upplýsingar í sima 18800. ^JRARIK ^ RAFMAGNSVEITUR RÍKISINS Útboð Rafmagnsveitur ríkisins óska eftir tilboðum í eftirfarandi: RARIK-89005 33 kV Switchgear Cubicles „RIMA- KOT“ Opnunardagur: Þriðjudagur 31. október 1989 kl. 14.00. Tilboðum skal skila á skrifstofu Rafmagnsveitna ríkisins, Laugavegi 118, 105 Reykjavík, fyrir opnunartíma og verða þau opnuð á sama stað að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska. Útboðsgögn verða seld á skrifstofu Rafmagns- veitna ríkisins, Laugavegi 118, 105 Reykjavík, frá og með þriðjudegi 19. september 1989 og kosta kr. 300,00 hvert eintak. Rafmagnsveitur ríkisins Laugavegi118 105 Reykjavík. Staða fulltrúa hjá Veðurstofu íslands er laus til umsóknar. Góð kunnátta í íslensku, ensku og vélritun nauðsynleg. Kunnátta í einu norðurlandamáli æskileg. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins. Umsóknir, ásamt upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf sendist samgönguráðuneytinu fyrir 29. sept. 1989. Nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu Veður- stofu íslands. Veðurstofa íslands. Jóhann Pétur Sveinsson: Betri framtíð! Enn einu sinni hafa landsmenn tekið höndum saman og brugðist við kalli Sjálfsbjargar. Síðast lið- in vika og helgin sýndu okkur Sjálfsbjargarfólki að þjóðin öll styður við bakið á okkur þegar þörf krefur. Þó að miklir og ákaflega nauðsyrtlegir fjármunir hafi safnast í landssöfnuninni kunnum við Sjálfsbjargarfélagar ekki síður að meta þann almenna velvilja og stuðning sem við urð- um svo áþreifanlega vör við í allri framkvæmd afmælisátaks okkar. Hvar sem við komum og hvar sem við leituðum liðsinnis voru menn boðnir og búnir til að vinna með okkur að framkvæmd átaks- ins. Að ætla að telja upp alla þá fjölmörgu sem þar lögðu hönd á plóg yrði til þess að gefa yrði út sérstakt aukablað sem eingöngu fjallaði um það. Sérstakar þakkir viljum við þó flytja Rás 2 og Ríkissjónvarpinu sem voru með söfnunardagskrána fyrir okkur, Bifhjólasamtökum íslenska lýð- veldisins hvers meðlimir létu sér það lynda að „sniglast" áfram á undan hjólastólaökumönnunum frá Akureyri til Reykjavíkur, Sérleyfisbifreiðum Keflavíkur sem lánuðu okkur strætisvagn og ökumann í hjólastólaaksturinn, Þýsk-íslenska sem lánaði okkur bíl, bílstjóra og ógrynni af Varta rafgeymum fyrir hjólastólana, Bílaleigunni Höldi á Akureyri sem lánaði okkur bíl undir að- stoðarfólk, aðstoðarfólkinu okk- ar í hjólastólaakstrinum sem stóð sig með stakri prýði, gistiheimil- inu Lónsá, Húnavallaskóla, Krútt kökuhúsi, Staðarskála, Sæ- bergi, veitingaskálanum Víði- gerði, Hreðavatnsskála, Bænda- skólanum á Hvanneyri og West- ern Fried sem allir veittu okkur húsaskjól eða veitingar. Þá vilj- um við einnig flytja sérstakar þakkir til allra skemmtikraftanna sem komu fram í útvarpi og sjónvarpi okkur að kostnaðar- lausu sem og stjórnmálamann- anna okkar sem tóku á móti okkur á Lækjartorgi og svöruðu í símana í sjónvarpssal að ógleymdu fyrirtækinu Miðlun sem lánaði okkur Gulu línuna sjálft söfnunarkvöldið og tók á móti framlögum. Vissulega gæti ég haldið svona áfram lengi enn, því þetta var í sannleika sagt átak þjóðarinnar, en að endingu vil ég þó þakka sérstaklega Sjálfsbjargarfélags- deildunum um allt land og þeim fjölmörgu sem aðstoðuðu okkur við að dreifa söfnunarbaukum og sáu um aðra vinnu við fram- kvæmd átaksins. Við hjá Sjálfsbjörg kunnum landsmönnum öllum hinar bestu þakkir fyrir þær sérstaklega góðu móttökur sem við fengum við framkvæmd afmælisátaksins og fyrir þá gjafmildi sem þið sýnduð í verki. Við eigum okkur þann draum að sú vakning sem við fundum fyrir meðal þjóðarinnar við framkvæmd átaksins megi verða upphafið að markvissum breytingum í samfélagi okkar, breytingum sem geri öllum þegn- um þjóðfélagsins mögulegt að njóta sín, breytingum sem tryggi jafnrétti allra þegna þjóðfélags- ins. Þá getum við með sanni sagt að „betrí framtíð hafi byrjað í dag“. Jóhann Pétur Sveinsson, formaður Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.