Tíminn - 16.09.1989, Page 17

Tíminn - 16.09.1989, Page 17
Laugardagur 16. september 1989 Tíminn 29 GLETTUR - Sjáöu til, Matti, þennan bíl veröum viö aö kaupa, það stendur á honum að honum hafi veriö ekið í Flórída, Kaliforníu, Alaska og Mexíkó, - en það eru aðeins 700 kílómetrar á mælinum! - En ertu viss um, góöi minn, að þetta sé ekki úr leið fyrir þig á leið á golfvöllinn... ? - Ég sagði þér góði að hætta fyrir klukkan 12... - Þessir asnalegu spádómar! Hér stendur að ég verði bráðlega fyrir einhverju óvæntu... „Bænasamkoma“ Madonnu „Eins og bæn“ (Like a Prayer) heitir nýjasta albúm- ið hennar Madonnu, sem kom út sl. vor og var töluvert umdeilt, - en komst þó upp í efstu sæti vinsældalistanna alls staðar í heiminum. Þegar verið var að halda upp á þennan sigur Ma- donnu, þá kölluðu gárung- arnir samkvæmið „Bæna- samkomu“ vegna nafnsins á aðallaginu „Eins og bæn“. Samkoman var haldin á Plaza Hotel í Los Angeles og þangað þyrptist „fína og fallega" fólkið til að sýna sig og sjá aðra. Sagt er að fyrsta klukku- tímann hafi þær Madonna og Sandra Bernhard, stór- vinkona Madonnu, dansað saman, en svo hafi Warren Beatty komið til skjalanna og tekið söngkonuna traustataki og ekki sleppt henni aftur. Þau Madonna og Beatty hafa verið sögð trúlofuð, og þóttu það mikl- ar fréttir, því að Warren Beatty hefur verið kallaður „forhertasti piparsveinninn í Hollywood", en því miður segja nýjustu fréttir, að gift- ingaráætlanir þeirra séu eitthvað í óvissu, og sumir segja að trúlofunin sé runnin út í sandinn. Þegar Madonna kom í samkvæmið var hún um- kringd lífvörðum, og hún neitaði að stoppa til að skrifa nafn sitt á myndir eða blöð fyrir aðdáendur sfna og vakti það heilmikla óánægju. Við birtum hér nokkrar myndir frá „bænasamkom- unni“ hennar Madonnu. Madonna var nu með litað ljóst hárið og greidd og máluð í „Marilyn Monroe-stíl“. Lífverðir umkringja söngkonuna vegna hótana sem hún fékk út af laginu „Like a Prayer“, sem sumum þótti ganga guðlasti næst. Sandra Bernhard, vinkona og fyrrum sambýliskona Ma- donnu, var í miklu „stuði“ og dansaði bara ein þegar Beatty hafði tekið Madonnu frá henni. Warren Beatty kemur í samkvæmið með sólgleraugu og Kim Basinger er nú mikið í sviðsljósinu vegna „Batman- niðurlútur mjög, en Ijósmyndararnir þekktu hann samt á æðisins“. Hún kom með nýlitað Ijóst hárið og sagðist ekki augabragði. láta Madonnu komast upp með það að vera einu ljóskuna í partúnu.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.